Fréttablaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 8
FRETTABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsimi: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: rftstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 é mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins (stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. 18. september 2001 ÞRIÐJUDAGUR Lengi má mjólka ríkisspenann sinnar. —— Gallup grófst fyrir um það eftir að Árni Johnsen sagði af sér þingmennsku að þjóðin hefur álit á þingmönnum. Sjötíu prósent að- .......... spurðra í sérstakri „Sannir fulltrú- ^önnun töldu af ar bióðar þmgmenn væru al- ^ mennt heiðarlegir, en jafn stór hund- raðshluti var þeirr- ar skoðunar að þeir myndu mis- nota aðstöðu sina ef þeir ættu kost á og líkindi væru til þess að þeir kæmust upp með það. Þarna talar þjóðarsálin líkast til af djúpri sjálfsþekkingu, og ályktar sem svo að þingmenn séu eins og fólk flest. Sannir fulltrúar þjóðar sinnar. ísólfur Gylfi Pálmason, þing- maður Framsóknarflokksins í Suð- urlandskjördæmi, hefur tekið að sér að staðfesta þetta þjóðarálit á þingmönnum. Viðkunnanlegur og glaðsinna eins og hann á ætt til hefur ísólfur Gylfi ekki skilið eftir sig djúp spor á þingi. En með þekk- ingu og samböndum í miðstýrðu landbúnaðarkerfi hefur hann kom- ist yfir jörðina Uppsali í Hvol- hreppi á gjafverði. Ferlið bendir til þess að hann hafi sjálfur reitt af hendi fé til þess að ábúendur á rík- isjörð gætu leyst til sín jörðina og framselt honum, enda þeir sjálfir komnir á heimili aldraðra á Hvols- velli. Hann borgar sumarbústaða- verð fyrir jörð og hús, fjórar millj- ónir króna, sem ætla má með góð- um rökum að séu margfalt verð- mætari. .Mái...ma.nna... Einar Karl Haraldsson fjallar um mál Isólfs Gylfa Og svo er hann kominn inn í kerfið hjá Suðurlandsskógum, sem hann var áður í forsvari fyr- ir. Sjóðurinn lánar honum fyrir plöntum og plöntun gegn endur- greiðslu þegar tekjur fara að koma inn. Niðurstaðan er sú að hann getur haldið sig sem höfð; ingja nærri sínum heimahögum. í nágrenni við peningafurstana úr Reykjavík sem eru að koma sér fyrir í Fljótshlíðinni og fjárfesta í væntingum um hækkandi verð á landi. Og yfir þetta blessar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem virðist meira í mun að ríkið verji hefðir en gæti hagsmuna sameiginlegs sjóðs landsmanna. Lengi má mjólka ríkisspenann þótt Sambandsspeninn sé þurr. ■ BRÉF TIL BLAÐSINS HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Hefði aldrei átt að setja okkur í þessa að- stöðu, segir bréfritari. Fordœmis- gildi fyrir Jakob-Páll Jóhannsson, faðir Saharís, skrífar dÓmur I úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá 31. ágúst sl. var mælt fyrir um að kæra til Hæsta- réttar frestaði ekki framkvæmd og voru mér gefnir 7 dagar til að afhenda son minn til móður sinnar í Frakklandi. Samkvæmt þeim reglum sem gilda um meðferð kærumála hafði móðir drengsins 7 daga frest til framlagningar greinargerðar fyrir Hæstarétti og sá frestur byrjaði að líða 3. sept- ember. Það var fyrst að þeim fresti liðnum sem Hæstiréttur gat kveðið upp dóm í málinu. Með úrskurði héraðsdóms hafði réttur minn og sonar míns til að fá úrlausn Hæstaréttar í málinu í reynd verið tekinn af okkur enda bar mér að skila syni mínum áður en Hæstiréttur gat mögulega kveðið upp dóm í mál- inu. í ljósi þeirra gríðarlegu hags- muna sem í húfi voru tókum við ákvörðun um að halda dvalarstað okkar leyndum þar til dómur Hæstaréttar lægi fyrir. Það er okkar skoðun að til þess hefði aldrei átt að koma að við værum settir í þá aðstöðu að þurfa að taka ákvörðun sem þessa. í dómi Hæstaréttar voru síðan tekin af öll tvímæli um að héraðsdómi hefði að réttu lagi borið að neyta heimildar í aðfar- arlögum til að mæla svo fyrir að kæra úrskurðarins frestaði aðfar- argerð. Væntanlega hafa þessi til- mæli Hæstaréttar til Héraðsdóms Reykjanes héðan af fordæmis- gildi fyrir framtíðina og lendir fólk þar með væntanlega ekki lengur í „frjálsu falli“ innan lag- arammans /yrir það eitt virkja Hæstarétt íslands til álits á mál- um og þá gildissvið dóma hans, svo hann nái til þeirra sem kæra eða eru háðir úrskurði þess kærða. Hefði sonur minn verið farinn úr landi fyrir dóm réttarins hefði dómurinn vikið kærunni frá eða dómur Hæstaréttar verið í raun marklaus. Vegna þessa neyddumst við til að „hafa hægt um okkur“, „fara huldu höfði“ eða „vera í leynum“, hvernig sem menn vilja orða það. ■ Eigna- og erfðafjárskattur eru hrein eignaupptaka „Lægri skatta!“ var yfirskrift SUS þings. Forgangsatriði að lækka álögur á fyrirtæki, segir Guðrún Inga Ingólfsdóttir, en tekjuskattur einstaklinga verði 30%. Ríkisútgjöld lækkuð á móti. GUÐRÚN INGA INGÓLFSDÓTTIR, FORMAÐUR EFNAHAGSMÁLANEFNDAR SUS Ungir sjálfstæðismenn telja allar forsendur fyrir því að lækka bæði tekjur og gjöld ríkisins um að minnsta kosti 50 milljarða. Einstaklingar geta sinnt fjölmörgum verkefnum sem rik- isvaldið sinnir nú. efnahagsmál Guðrún Inga Ingólfs- dóttir, hagfræðingur, situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) og stýrði ásamt Arnari Þór Ragnarssyni efnahagsmálanefnd á þingi sambandsins síðast liðna helgi. Yfirskrift þingsins var „Lægri skattar!" og segir Guðrún ekki hafi verið mikinn ágreining um tillögur nefndarinnar á þing- inu. Það hafi verið stefna ungra sjálfstæðismanna í langan tíma að skera niður skatttekjur ríkisins og leyfa einstaklingunum sjálfum að halda eftir sem mestum ábata af vinnu sinni og hugviti. „Yfirskrift þingsins er gamal- kunn stefna ungra sjálfstæðis- manna sem sífellt þarf að minna á vegna tilhneigingar opinberra að- ila til að auka álögur á fyrirtæki og einstaklinga. Tillögur okkar ganga í meginatriðum út á það að tekju- skattur á lögaðila verði 10% og skattur einstaklinga til ríkis og borgar verði 30%.“ Guðrún segir að jafnframt verði að afnema hátekjuskatt þar sem hann sé orðinn meðaltekjuskattur og bitni harðast á fjölskyldum sem vinni mikið í viðleitni sinni til að búa í haginn og koma þaki yfir höf- uðið. Einnig vilja ungir sjálfstæðis- menn afnema eignaskatt, erfða- fjárskatt, stimpilgjöld og sem stærstan hluta vörugjalda. „Það er forgangsverkefni að lækka álögur á fyrirtæki. Til skamms tíma myndi það bæta stöðu fyrirtækja og örva atvinnu- lífið þannig að hjólin byrji að snú- ast aftur sem er einmitt það sem atvinnulífið þarf á að halda um þessar mundir. Til Iengri tíma litið skilaði það sér í betri samkeppnis- hæfi fyrirtækja, afkoma þeirra myndi batna og hagstætt skattaum- hverfi gæti laðað að ný fyrirtæki innlend og erlend." Guðrún segir þetta brýnast ef hún eigi að nefna eitthvað eitt sér- stakt atriði. Góð afkoma fyrirtækja skilar sér líka til einstaklinga þar sem fyrirtækin samanstandi af eig- endum og fólki sem þar starfa. Hún leggur samt áherslu á að álög- ur á einstaklinga verði llka lækkað- ir. „Eignaskattur og erfðafjár- skattur eru bara hrein og bein eignaupptaka og þessa skatta ber að afnema. Það er forgangsatriði." Guðrún segir skatta valda skaða hvar sem þeir koma niður. Þeir dragi úr viðskiptum og skapi mikið óhagræði, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. „Neysluskattar, eins og virðisaukaskattur og vörugjöld, skekkja verðmyndum í hugum fólks og það veit í raun ekki hvað varan kostar. Auk þess felst í þeim viss neyslustýring þar sem ríkið, með skattlagningu, vill stjórna hvers við neytum með því að skatt- leggja óæskilegar vörur, að þeim finnst.“ Guðrún segir að ríkisvaldið þurfi að lækka ríkisútgjöld sam- hliða skattalækkunum. „Þetta þarf að fylgjast að. Ef við værum bara að leggja til að lækka skatttekjurn- ar og útgjöld ríkisins yrðu þau sömu þá gæti það skapað verð- bólgu og halla á ríkissjóði. í niður- skurði á ríkisútgjöldum beinum við sjónum okkar að fjárfestingum í vega- og hafnargerð, greiðslum vegna búfjárframleiðslu, sparnaði í ráðuneytum og stjórnsýslu. Leggja á niður atvinnuráðuneytin, eins og landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytið, og láta viðskipta- ráðuneytið sinna nauðsynlegri stjórnsýslu varðandi allar atvinnu- greinar landsins. Annað á að fær- ast á hendur hagsmunaaðila en láta skattgreiðendur ekki bera þennan kostnað." „Við trúum að þetta séu raun- hæfar kröfur og vonum að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hlusti á þetta og fari yfir hvað felst í þess- um tillögum,“ segir Guðrún Inga Ingólfsdóttir. ■ SUMIR SKATTA AFNUMDIR, AÐRIR LÆKKAÐIR Ekki hljóta allir skattar náð fyrir aug- um ungra sjálfstæðismanna. Suma á að lækka verulega en aðra á að af- nema með öllu. Þessa skatta á að afleggja með öllu: Eignarskattar erfðafjárskattur sérstakur tekjuskattur stimpilgjöld vörugjöld Þessa skatta á að lækka Tekjuskattur og útsvar einstaklinga verði 30% Tekjuskattur á fyrirtæki verði 10% Fjármagnstekjuskattur verði áfram 10% Virðisaukaskattur verði lægri en 10% SKATTAR VALDA SKAÐA Ungir sjálfstæðismenn telja skatta valda skaða; þeir draga úr viðskiptum, veikja eignarrétt, minnka kaupmátt og valda óhagræði. Tollheimta og vörugjöld Skattar sem breyta hlutfallslegu verði og þeim fylgir neyslustýring. Eigna- og erfðafjárskattar Skattar sem eru hrein eignaupptaka og ber að afnema Tekju- og neysluskattar Hátt hlutfall skattanna ógnar starfsskil- yrðum fyrirtækja og draga úr kaup- mætti almennings. NIÐURSKURÐUR ÚTGJALDA NAUÐSYNLEGUR Ungir sjálfstæðismenn telja sífellt stækkandi hlut rlkisins I þjóðarfram- leiðslunni óásættanlegan. Þeir vilja draga úr útgjöldum um allt að 50 milljarða. Þetta leggja þeir til. Fækkun ráðuneyta Fækkun sendiráða Styrkjum til atvinnuvega hætt Leggja niður óþarfa ríkisstofnanir Hætta rikisstyrktri menningu Niðurskurður til vega- og hafnargerðar Færa verkefni frá riki til einstaklinga IorðréttI Innan Múslimaheimsins ríkir borgarastyrjöld árásin Á AMERÍKU „Eins og Shimon Peres bendir sjálfur á, þá er þetta ekki árekstur menningarheima - Múslímaheimurinn gegn hinum kristnu, hindú-, búddista- og gyð- ingaheimum. Hinn raunverulegi árekstur er ekki milli menningar- heima, heldur innan þeirra - milli múslíma, kristinna, hindúa og gyðinga sem annars vegar eiga sér nútímalega og framfarasinn- aða framtíðarsýn og hins vegar hinna sem halda fast við sína mið- aldasýn. Við gerðum örlagarík mistök ef við áttuðum okkur ekki á því hversu mörgum múslimum finnst þeir vera fangnir í mis- heppnuðum ríkjum og hve margir þeirra líta til Ameríku sem fyrir- myndar og sér til uppörvunar".... „Þessi borgarstyrjöld innan Islam, milli nútímamanna og mið- aldamanna, hefur staðið árum saman - sérstaklega í Egypta- landi, Alsír, Saudi-Arabíu, Jórdan og Pakistan. Við þurfum að styrk- ja góðu gæjana í þessari borgara- styrjöld. Til þess þarf félagslega, pólitíska og efnahagslega stjórn- list, sem er jafn háþróuð og fjár- frek og hernaðarlist okkar. Það væri einungis að bjóða heim enn þá verri árásum á morg- un ef við gerðum ekki grimmilega gagnárás vegna hryðjuverksins. En að gera gagnárás með þeim hætti að greina ekki á milli þeirra sem trúa á Guð hatursins og þeir- ra sem trúa á sama Guð og við, væri að bjóða heim endalausu stríði milli menningarheima11... „Lincoln forseti sagði um Suð- urríkjamenn eftir borgarastyrj- öldina: „Munum, þeir biðja til sama Guðs og við“, skrifar Steph- en P. Cohen sérfræðingur í mál- efnum Mið-Austurlanda. „Hið sama gildir um marga, marga múslimi. Við verðum að berjast gegn þeim í hópi þeirra sem ein- göngu biðja til Guðs hatursins, en við viljum ekki fara í stríð við múslima, við allar þær milljónir múslíma sem biðja til sama Guðs og við.“ Thomas L. Friedman, dálkahöfund- ur, í New York Times 14. september 2001 NÚTÍMA MÚSLIMAR Þeir biðja til sama Guðs og við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.