Fréttablaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 18. september 2001 ÞRIÐJUDACUR SVONA ERUM VIÐ KORNRÆKT A ÍSLANDI Rúmlega 50% af allri kornrækt á íslandi er á Suðurlandi. Hér að neðan má sjá hve mikið kornrækt á íslandi hefur vaxið á hvern ræktaðan hektara. HEIMILD; HANDBÓK BÆNDA 2001 Átök halda áfram fyrir botni Miðjarðarhafs: Þrír Palestínumenn létu lífið JERÚ5ALEM.AP Einn Palest- ínumaður lét lífið eftir skot- bardaga palestínskra byssumanna og ísraelskra hersveita á Gaza-svæðinu í gær. Að auki létust tveir Palestínumenn af sárum sínum sem þeir hlutu í átök- um sem áttu sér stað á fimmtudag og föstudag á Vesturbakkanum og á Gaza- svæðinu. Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna, átti í fyrradag samtal við Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísraels, þar sem Powell óskaði eftir nýjustu HERMAÐUR Israelskur hermaður heldur á táragassprengju í annarri hendi og byssu í hinni. Alls hafa 810 manns látið lífið fyrir botni Miðjarðar- hafs síðan átökin hófust aftur fyrir um ári síðan. upp- á milli ísraela og Palestínumanna. lýsingum um vopnahlésviðræður Sagði Sharon að Shimon Peres, ut- með svæðinu. | anríkisráðherra ísraels, myndi ekki hitta Arafat til vopnahlésviðræðna fyrr en komið yrði á 48 klukku- stunda ró á svæðinu. ísraelar íhuga nú að koma á fót hlutlausu svæði sem girða myndi ísrael frá palestínsku umráðasvæði. Girðing myndi umlykja svæðið auk þess sem varð- turnar og skotgrafir myndu sjá til þess að sjálfs- morðssprengjumenn kæmust ekki á ísraelskt landsvæöi. Landamæralög- regla ísraels myndi hafa umsjón LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um fimmtán innbrot um helgina, þar af flest í öku- tæki þar sem stolið var hljóm- tækjum. Brotist var inn á heim- ili í Grafarvoginum og þaðan stolið sjónvarpi. Þá var farið inn í verslun aðfaranótt laugardags- ins og stolið þaðan sjóðsvél. Einnig var brotist inn í vörugá- ma við fyrirtæki á Tunguhálsi en óljóst er hvort einhverju hafi verið stolið. Þremur piltum tókst að stela skjávarpa af listasýningu. Lögreglan í Reykjavík vinnur að rannsókninni og kannar nú upp- lýsingar um hugsanlega gerend- ur í málinu. Deilt um lánstraust við Skjálfandaflóa Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Húsavík segja rekstur meirihluta H-listans á bæjarfélaginu hafa leitt til þess að eini lánsíjárkosturinn sem því standi nú til boða sé mjög óhagstætt skuldabréfaútboð. H-listamenn segja hins vegar að staðan sé þróuninni á lánamarkaði að kenna. HÚSAVÍK „Staða bæjarfélagsins er orðin slík að krumlur okurlána og vixlara eru að kæfa alla eðli- lega framþróun í bæjarfélaginu," segir Sigurjón Benediktsson bæjarfulltrúi. Viðskiptaráðherra Japans: Vill oflugri öryggisgæslu í kjarnorku- verum TÓKÝÓ.AP Viðskiptaráðherra Jap- ans, Takeo Hiranuma, segir að þörf sé á öflugri öryggisgæslu í kjarn- orkuverum í landinu vegna hættu á hryðjuverkaárásum eins og þeim sem gengu yfir Bandaríkin í síð- ustu viku. „Við ætlum að læra af árásunum og vera betur undirbúin vegna slíkrar hættu,“ sagði hann. Hiranuma bætti því við að japönsk kjarnorkuver séu hönnuð til að standast öfluga jarðskjálfta en þau séu hins vegar ekki hönnuð til að standast árásir af völdum eld- flauga eða flugvéla. Alls eru 52 kjarnorkuver í notkun í Japan. Tveggja daga ráðstefna hófst í gær í Vín í Austurríki þar sem fulltrúar 132 þjóða komu saman til að ræða bætt öryggismál í kjarn- orkuverum um heim allan. Þar kom m.a. fram að litlar varnir séu til staðar í kjarnorkuverum gegn árás stórra flugvéla eins og þeirra sem notaðar voru í árásinni á Bandaríkin. ■ Innbrot: Enn eitt apótekið bætist við LÖGREGLUMÁL Innbrotstilraun var gerð í apótek í Breiðholtinu í gærdag og þar unnar skemmdir. Svo virðist sem mikil aðsókn sé hjá innbrotsþjófum í apótek en kvöldinu áður var lögreglu til- kynnt um innbrot í þrjú önnur ap- ótek á Réttarholtsvegi, Melhaga og við Hringbraut en þaðan var stolið morfíntöflum. Enn er óvíst hverju var stolið á Melhaga. Tveir 17 ára piltar voru staðn- ir að verki við apótekið á Réttar- holtsvegi. Lögreglan rannsakar nú málið. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR | Kona var handtekin af lögregl- unni í Reykjavík þegar hún reyndi að framvísa eyðublaði úr tékkhefti sem hafði verið stolið í innbroti. Hafði konan, sem er 34 ára gömul, látið dæla bensíni á bílinn og hugðist greiða með debetkorti sem engin innistæða var fyrir hendi. Fyllti hún þá út ávísun sem, eins og fyrr segir, reyndist vera fölsuð. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni. —♦— Rúmlega þrjátíu ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs um helgina í Reykjavík og sex vegna ölvunar við akstur. —*— Karlmaður var handtekinn eft- ir að hafa slegið annan í and- litið aðfaranótt laugardags. sveitastjórnir Gunnlaugur Stefáns- son, sjálfstæðismaður í minnihluta í bæjarstjórn á Húsavík, segir fjár- málastjórn meirihluta H-listans hafa leitt til þess að engin vilji lána bæjarfélaginu fé. Eini kosturinn sem bæjarfélaginu standi til boða sé því mjög óhagstætt skuldabréfaútboð Bæjarráð sam- þykkt í lok ágúst tilboð íslands- banka um hugsan- lega sölu skuldabréfa fyrir Húsa- víkurkaupstað, en um er að ræða útgáfu og skráningu skuldabréfa- flokks á Verðbréfaþingi íslands fyrir allt að 350 milljónum króna. Sala bréfa í fyrsta áfanga verður hins vegar 135 milljónir króna. Lánið mun vera með föstum 8% vöxtum. „Meirihluti bæjarráðs telur að víxlar séu greiddir með bjartsýni og glópsku, en svo er ekki. Pen- ingalegar skuldir greiða menn með peningum eða jafngildi þeirra. Staða bæjarfélagsins er orðin slík að krumlur okurlána og víxlara eru að kæfa alla eðlilega framþróun í bæjarfélaginu," lét sjálfstæðis- maðurinn Sigurjón Benediktsson bóka þegar bæjaráð samþykkti skuldabréfaútgáfuna. „Meirihluti H-listans í bæjar- stjórn Húsavíkur, rekur bæjarsjóð og bæjarfyrirtæki misseri eftir Áströlsk yfirvöld í máli flóttamannanna: Brutu ekki lög er þau neituðu um iandvist CANBERRA.ASTRALÍU.AP Áströlsk stjórnvöld brutu ekki lög er þau neituðu að hleypa inn í landið flóttmönnunum 433 sem dvöldu um borð í norska skipinu Tampa fyrir þremur vikum, eftir að skip þeirra sökk skammt undan ströndum Jólaeyju. Þetta var úr- skurður ástralsks áfrýjunardóm- stóls sem vísaði þar með á bug ný- legum úrskurði dómara þar sem kom fram að ólöglegt hefði verið af áströlskum stjórnvöldum að halda flóttamönnunum um borð í skipinu á meðan verið var að flyt- ja þá í burtu. Flóttamennirnir eru nú komnir að Kyrrahafseyjunni Nauru þar sem þeir munu dvelja misseri á óhagstæðum yfirdrátt- arlánum og með annarri skamm- tíma fyrirgreiðslu, með tilheyr- andi auknum kostnaði," lét Gunn- laugur bóka á fundi bæjarstjórnar 5. september sl. Gunnlaugur sagði að þegar inn- lendu lánsfjárúrboði Húsavíkur- bæjar lauk í maí í vor hafi sann- leikurinn komi í ljós: „Enginn vildi lána Húsavíkurkaupstað peninga." Meirihluti H-listans í bæjar- þar til mál þeirra hefur verið af- greitt. Mannréttindaráðgjafar þeirra íhuga nú hvort áfrýja eigi málinu til hæstaréttar Ástralíu en óvíst er hvort af því verði á næst- unni vegna peningaskorts. ■ stjórninni sagði lántökuna hins vegar í fullu samræmi við fjár- hagsáætlun. „Fyrir liggur að lána- markaðurinn hefur þróast þannig, á valdatíma núverandi ríkis- stjórnar að hann getur ekki borið betri kjör en raun ber vitni. Við teljum það ábyrgðarleysi af full- trúa D-listans í bæjarráði að geta ekki bókað um málefni á rökræn- an og efnislegan hátt,“ sagði í bók- un H-listamanna. UNÐIRBÚA KOMU Stífur undirbúníngur hefur staðið yfir und- anfarið á eyjunni Nauru vegna komu flóttamannanna. Á myndinni sjást ástralsk- ir ráðgjafar hersins ræða saman um hvern- ig fara eigi að því að setja upp vatnsgeyma á íþróttasvæði eyjarinnar. ENGAR BREYTINGAR Birgir (sleifur Gunnarsson, Seðlabanka- stjóri telur ekki ástæðu fyrir Seðlabank- ann að endurskoða vexti, þrátt fyrir veik- ingu dollars og lækkun vaxta Seðlabanka Bandaríkjanna. Lækkun í Bandaríkj unum: Seðlabank- inn breytir ekki vöxtum vextir Seðlabankinn telur ekki sérstaka ástæðu til að bregðast við lækkun dollars og lækkun vaxta í Bandaríkjunum. „Það eru engin viðbrögð við lækkun banda- ríska Seðlabankans,“ segir Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabanka- stjóri þegar rætt var við hann um fyrstu tíðindi eftir opnun fjár- málamarkaða vestanhafs í gær. Hann segir Seðlabanka Banda- ríkjanna vera að bregðast við sér- stökum aðstæðum. „Fordæmis- gildið er ekkert, jafnvel þótt við drögum þær hörmungar frá sem gengið hafa yfir Bandaríkin." Birgir ísleifur segir að bankinn sé í sjálfu sér ekki ósammála fjár- málaráðuneytinu um að merki séu um kólnun í hagkerfinu. „Við sjá- um hins vegar ennþá mikla þenslu á vinnumarkaði og við erum að glíma við verðbólgu sem er 8%.“ Birgir ísleifur segir baráttuna við verðbólguna höfuð markmið að- gerða bankans og ekki sé neinna breytinga að vænta á vaxtastefnu bankans fyrr en tryggt sé að verð- bólgumarkmið bankans náist. ■ —♦— Loftbyssa: Skotið á ellefu ára gamla stúlku lögreglumál Nítján ára piltur var handtekinn um helgina eftir að hafa skotið á ellefu ára stúlku úr loftbyssu. Stúlkan hlaut áverka á hendi eftir skotið. Lögreglan í Reykjavík vill koma því á fram- færi að notkun loftbyssa er ólög- leg og segir það því miður algengt að slíkum skotvopnum sé smyglað til landsins. Vill lögregla beina þeim tilmælum til foreldra að brýna fyrir börnum sínum þser hættur sem fylgja slíkum vopn- um. Svipað mál kom upp ekki fyrir alls löngu þegar drengur í Engja- skóla skaut úr loftbyssu á skólafé- laga sína og litu skólayfirvöld og lögregla á þann atburð mjög al- varlegum augum. ■ -..♦-.- Staða bæjar- félagsins er orðin slík að krumlur okur- lána og víxlara eru að kæfa alla eðlilega framþróun í bæjarfélaginu —♦— gar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.