Fréttablaðið - 18.09.2001, Síða 6
SPURNING DAGSINS
Myndir þú gegna
herþjónustu?
„Nei ég myndi ekki gegna herþjónustu.
Ég tel að styrjöld leysi ekki vandann."
Rósa Sigrún Jónsdóttir
myndlistarmaður
FRÁ slysstað
Fimm létust í hörðum árekstri skólabíls og
timburflutningabíls í Svíþjóð í gær
Skólabíll í hörðum árekstri:
Fimm látnir
og 40 slasaðir
svíþíóð Fimm létust og 40 eru slas-
aðir, þar af 18 alvarlega eftir
árekstur skólabíls og timburflutn-
ingabíls fyrir utan Sundsvall í Sví-
þjóð í gærmorgun. Bílarnir voru
að koma úr gagnstæðri átt, þegar
þeir skullu saman. Bílstjóri skóla-
bílsins lést og fjórir nemendur
sem voru farþegar í bílnum. Svo
virðist sem sprungið hafi á timb-
urflutningabílnum með þeim af-
leiðingum að hann fór yfir á öfug-
an vegarhelming og lenti á skóla-
bílnum. Nemendurnir voru á aldr-
inum 13 -16 ára. ■
Kennari stefnir ísafjarðarbæ:
Vill dagpeninga
fyrir ferðalagið
dómsiviál Mál grunnskólakennara
á Isafirði sem stefndi bæjarfélag-
inu til greiðslu dagpeninga í
skólaferðalagi er komið til Hæsta-
réttar.
Kennarinn, sem er 31 árs göm-
ul kona, fór ásamt einum öðrum
kennara við Grunnskóla ísafjarð-
ar, með nemendur úr tíunda bekk
skólans í útskriftarferð til Dan-
merkur í maí 1999. Konan og sam-
kennari hennar töldu sig eiga rétt
á dagpeningum vegna ferðarinnar
en því var ísafjarðarkaupstaður
ósammála og endaði málið fyrir
héraðsdómi Vestfjarða. Þar var
dæmt bæjarfélaginu í vil og lét þá
samkennarinn málið niður falla.
Konan leitaði hins vegar til
Hæstaréttar sem hefur fallist á að
taka málið fyrir. ■
[lögreglufréttirI
Bíll fór út af við Grófargil síð-
astliðið laugardagskvöld og
lenti í ræsismuna. Ökumaður
slasaðist og var fluttur á sjúkra-
húsið á Akureyri. Bíllinn er tal-
inn gjörónýtur. Að sögn lögregl-
unnar á Sauðárkróki er talið að
ökumaður hafi sofnað undir stýri.
Þá varð annað umferðaróhapp
um svipað leyti á Vatnsskarði
þegar bifreið keyrði út af vegin-
um. Sagði talsmaður lögreglunn-
ar ökumann hafa misst stjórn á
bifreiðinni vegna ísingar.
Okumaður missti stjórn á bif-
reið sinni í beygju við Sóma-
staði í Reyðarfirði síðastliðinn
föstudag. Er talið að hann hafi
ekið of hratt miðað við aðstæður.
FRÉTTABLAÐIÐ
18. september 2001 ÞRIÐIUPAGUR
Grunsamleg viðskipti á verðbréfamörkuðum:
Var reynt að græða á
hryðjuverkunum?
FRANKFURT. ÞÝSKALANDI. AP Verð-
bréfaeftirlitið í Þýskalandi er að
kanna fullyrðingar um að grun-
samleg viðskipti hafi átt sér stað á
fjármálamarkaði þar í landi
skömmu fyrir árásir hryðju-
verkamanna á New York og Was-
hington í síðustu viku. Verðbréfa-
eftirlitið skýrði frá þessu í gær,
en orðrómur hefur verið um að
Osama bin Laden hafi reynt að
græða á viðskiptum með verðbréf
fyrir árásirnar.
Athyglin er sögð beinast að við-
skiptum með hlutabréf í þremur
endurtryggingarfyrirtækjum,
þýska fyrirtækinu Munich Re,
svissneska fyrirtækinu Swiss Re
og franska fyrirtækinu Axa. Þá
mun athygli bandaríska fjármála-
eftirlitsins einnig hafa beinst að
viðskiptum með þessi hlutabréf í
þessum þremur fyrirtækjum.
Verð hlutabréfa í þeim öllum
lækkaði um 4 til 5 prósent í vik-
unni fyrir árásirnar og síðan um
16 prósent árásardaginn sjálfan.
Talsmaður þýska verðbréfaeft-
irlitsins tók þó fram að of snemmt
væri að segja neitt til um hvort
KAUPHÖLLIN I FRANKFURT
Tveir verðbréfamiðlarar fylgdust grannt
með þróun viðskipta þar í gær.
rannsóknin myndi leiða eitthvað
óeðlilegt í ljós. ■
Sögulegur reitur
við Aðalstræti
I sumar voru grafnar upp minjar um bæ sem líklegt er talið að hafi ver-
ið fyrsti bústaður Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns. Ekki virðast þó
áætlanir vera uppi um að breyta áformum um að byggja hótel og bíla-
stæðakjallara á þessum stað.
fornminjar Undanfarnar vikur
hefur þeim farið fjölgandi sem
lýst hafa þeirri skoðun að varð-
___+— veita beri land-
námsbæinn sem
fundist hefur við
Aðalstræti. Fáar
þjóðir munu geta
státað af því að
eiga minjar um
mannvirki sem lík-
ur má leiða að, að
séu fyrsti bústað-
ur þess manns
sem talinn er hafa
verið fyrstur til að
nema land. Þau
sjónarmið eru
Það ætti að
efna til hug-
myndasam-
keppni um
hvernig ganga
mætti frá
þessu svæði
þannig að fólk
geti skoðað
minjarnar um
landnámsbæ-
inn
—♦—
sterk að nauðsynlegt sé að varð-
veita bæinn við Aðalstræti með
þeim hætti að menningararfinum
sé sýnd tilhlýðileg virðing. Al-
menningur, og ekki síður ferða-
menn, verði að hafa greiðan að-
gang að fornminj-
unum sem ekki sé
gert með því að
glerja hann í hót-
elkjallara.
Þórhallur Vil-
mundarson pró-
fessor er einn
þeirra sem hefur
skoðun á málinu.
Hann segist vera
því andvígur að
reisa hótelbygg-
ingu þar sem
fornminjarnar
eru. „Það ætti að
efna til hug-
myndasamkeppni
um hvernig ganga
MINJAR f KVOSINNI
Margir eru á þeirri skoðun að fundur leifanna af bæ Ingólfs Arnarsonar og Hallgerðar
Fróðadóttur, fyrstu landnámsmanna Islands, sé kjörið tækifæri til að koma á fót minning-
arreit.
LÍTIÐ UM
FORNMINJAR
Þórhaliur Vil-
mundarson pró-
fessor telur fund-
ur landnámsbæj-
arins við Aðal-
stræti vera tæki-
færi sem ekki eigi
að láta sér úr
greipum ganga.
mætti frá þessu svæði þannig að
fólk geti skoðað minjarnar um
landnámsbæinn," segir Þórhallur.
„Þar kæmi einnig til greina að
reisa tilgátubæ ofar í brekkunni."
Þórhallur stingur upp á að tengja
svæðið við Innréttingar Skúla
Magnússonar og tekur fram að
honum finnist ekki ná nokkurri
átt að í þeim hluta Innréttinganna
sem varðveittur er, einu elsta
húsi í Reykjavík, sé rekið veit-
ingahús. „Fremur ætti að færa
húsið í upprunalegt horf eins og
gert hefur verið við Húsið á Eyr-
arbakka.“
Að mati Þórhalls hefur því ver-
ið gefinn of lítill gaumur í höfuð-
borginni að varðveita sögulegar
minjar. Sem dæmi nefnir hann að
meðan Akureyringar varðveiti
þrjú skáldahús og heiðri með því
minningu látinna skálda, eigi
Reykvíkingar ekkert slíkt hús.
Að mati Þórhalls og margra
annarra er fundur landnámsbæj-
arins við Aðalstræti kjörið tæki-
færi til að koma á fót verðugum
minningarreit um sögu byggðar í
Reykjavík og á landinu öllu. Þetta
vegi nógu þungt til að breyta áætl-
unum um byggingu hótels og bíla-
stæðakjallara, einmitt á þessum
stað við Aðalstræti.
steínunn@frettabladid.is
Sænsk rannsókn:
Kynlíf eykur líkur á hjartaáfalli
heilsa Sænskir vísindamenn hafa
nú fundið sannanir fyrir því að
kynlíf geti valdið hjartaáföllum. Á
þetta sérstaklega við um þá sem
þegar hafa verið veilir fyrir hjar-
ta. í rannsókninni voru 650 ein-
staklingar, sem fluttir voru á
sjúkrahús í fyrsta sinn af völdurn
hjartaáfalls á árunum 1993 til
1994, rannsakaðir.
Skömmu eftir að þeir höfðu
jafnað sig eftir hjartaáfallið voru
þeir spurðir út í hvað hefði ná-
kvæmlega hrjáð þá og hvað þeir
hefðu verið að gera þá fjóra daga
sem liðu áður en þeir fengu áfall-
ið. Að því er segir á fréttavef BBC
kom í ljós að þeir sem höfðu
stundað kynlíf voru helmingi lík-
legri en aðrir til að hafa fengið
hjartaáfall klukkutíma síðar. Þeir
sem stunduðu litla sem enga lík-
amsrækt voru auk þess fjórum
sinnum líklegri til að fá hjartaá-
fall klukkutíma síðar. Samt sem
áður kom fram í rannsókninni að
heildarlíkurnar á að fá hjartaáfall
eftir að hafa stundað kynlíf voru
afar litlar. Rannsóknin birtist i
tímaritinu Heart. ■
KYNLÍF
Samkvæmt rannsókninni voru þeir
sem stunduðu litla sem enga Uk-
amsrækt fjórum sinnum liklegri en
aðrir til að fá hjartaáfall eftir að hafa
stundað kynlíf.
Alþjóðabankinn og
Gjaldeyrissjóðurinn:
Fresta árs-
fundum
washington. ap Alþjóðabankinn
og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
tóku í gær ákvörðun um að fresta
ársfundum sínum, sem halda átti
dagana 29. til 30. september.
Ástæðan var sögð sú, að gefa
þurfti starfsmönnum öryggis-
þjónustu rúm til þess að sinna
nauðsynlegum verkefnum vegna
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum
í síðustu viku. í sameiginiegri yf-
irlýsingu sögðu yfirmenn þessara
alþjóðastofnana, að venjubundin
starfsemi þeirra verði fyrir eng-
um truflunum. ■
Pétur Blöndal:
Tekjur ríkis
og sveitarfé-
laga hækka
fasteignamat „Hækkun fasteigna-
mats hefur haft í för með sér að
tekjur sveitarfélaga af fasteign-
um vegna fasteignagjalda og tekj-
ur ríkisins af
eignasköttum
hafa hækkað um-
talsvert,“ segir
Pétur Blöndal
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins,
sem á sæti í fé-
lagsmálanefnd.
Hann telur að, í
stöðu sem þessari,
þurfi að lækka
prósentur af
eignaskatti og
fasteignagjöldum.
Að sögn Péturs
var ekki rætt á
þingi, hvernig
veðmat fasteigna
er háð brunabóta-
mati, áður en lög-
unum um breytingarnar voru
greidd atkvæði. Þingmenn hafi
ekki áttað sig á þeirri hlið máls-
ins, og það sýni hversu flókið
kerfið sé, og veiti litla yfirsýn.
„Það er einnig stór spurning hvort
brunabóta- og fasteignamatið eigi
að vera andlag opinberra gjalda,
sem ekki eru tryggingaiðgjöld,"
segir Pétur. „Að nota brunabóta-
mat sem mat á veðsetningu er út í
hött, því brunabótamat á aðeins að
mæla hvað það kostar að endur-
byggja viðkomandi hús og hefur
ekkert með verðmæti þess á
markaði að gera.“ ■
PÉTUR
BLÖNDAL
Fasteignagjöld
hafa i flestum til-
fellum hækkað.
Það mun valda
því að tekjur ríkis
og sveitarfélaga
munu því hækka
umtalsvert I kjöl-
far breytinga á
fasteignamati.
Ögmundur Jónasson:
SÞ komi að
málum
utanríkismál ögmundur Jónasson,
varamaður Vinstri-grænna í utan-
ríkisnefnd, segir Sameinuðu þjóð-
irnar þurfa að
koma að aðgerð-
um vegna árásar-
innar á Bandarík-
in. Hann segir all-
ar aðstæður opnar
til túlkunar.
„Bandaríkjamenn
hafa að sönnu orð-
ið fyrir árás, en
ekki vopnaðri
árás erlends ríkis.
Á þeirri hugsun er
5. greinin grund-
völluð," sagði
hann og áréttaði
að ekki væri vitað
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
ögmundur er
varamaður
Vinstri-grænna í
utanrlkisnefnd, en
aðalmaðurinn,
Steingrímur J. Sig-
fússon, er staddur
f útlöndum. hver hafi staðið að
árásinni. „Því er eðlilegt að mál-
inu verði vísað inn á vettvang
Sameinuðu þjóðanna. Það er mjög
mikilvægt að virtar séu alþjóðleg-
ar reglur; bæði stofnsáttmáli
Sameinuðu þjóðanna og mannrétt-
indasáttmálar," sagði hann og
áréttaði að þessar alþjóðlegu
skuldbindingar stæðu stofnsátt-
mála NATO. ■