Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2001, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 18.09.2001, Qupperneq 9
PRIÐJUDAGUR 18. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Bandaríkin gegn hryðjuverkum: Vilja rýmri heimildir washington. ap Um helgina jókst stuðningur meðal embættismanna í Bandaríkjunum við að breyting- ar verði gerðar á 25 ára gömlum lögum sem banna bandarískum stjórnvöldum að láta myrða ein- staklinga án dóms og laga. Þá sagði John Ashcroft, yfir- maður dómsmálaráðuneytið, að ráðuneytið myndi í vikunni fara fram á rýmri heimildir til þess að handtaka erlenda ríkisborgara, hlera símtöl og rekja peninga- þvætti. Colin Powell utanríkisráð- herra sagði að „allar“ lagaskorð- ur verði endurskoðaðar, þar á meðal ákvörðun frá 1976 um að banna bandarískum leyniþjón- ustumönnum að myrða erlenda þjóðarleiðtoga. „Þetta eru menn sem vinna sín verk í myrkri, og við verðum að fást við þá í myrkri,“ sagði Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna í sjónvarps- þætti á sunnudag. Hann sagði að til þess að uppræta hryðjuverk, eins og George W. Bush Banda- ríkjaforseti hefur heitið að gera, sé nauðsynlegt að beita ýmsum óhefðbundnum hernaðaraðferð- um. Hann var meðal annars spurð- ur hvort hann myndi útiloka að kjarnorkuvopn verði notuð og svaraði þeirri spurningu ekki af- dráttarlaust neitandi. „Svarið er, að við ættum að vera mjög stolt af því afreki mannkynsins að hafa ekki beitt þessum vopnum í 55 ár. Og við verðum að finna eins margar leiðir og hægt er til þess að fást við þetta alvarlega vanda- mál, sem hryðjuverkin eru.“ ■ DONALD RUMSFELD Segir að leita þurfi óhefðbundinna leiða í hernaði til þess að berjast við hryðjuverkamenn. Norðurljós fyrstu íjóra ^ mánuði: Askriftar- tekjur drag- ast saman fyrirtæki Norðurljós töpuðu rúm- lega 629 milljónum á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra var tapið rúmlega 53 milljón- ir. Rekstrartap félagsins er 150 milljónir króna en 24 milljón króna hagnaður var af reglulegri starf- semi i fyrra. Mestur munar um 42% hækkun vegna útsendingar á erlendu sjónvarpsefni. Tekjur af áskriftum drógust lítillega saman, námu 729 milljónum á fyrstu fjór- um mánuðum ársins en voru 732 á sama tíma í fyrra. ■ ÁHRIFIN EKKI ORÐIN UÓS Ljóst er að hryðjuverkin í Bandaríkjunum fyrir viku hafa áhrif á flug- og ferðaþjónustu um allan heim. Hjá Flugleiðum verður fylgst grannt með þróun mála en ekki farið fram á opinbera aðstoð. Ekki verður farið fram á ríkisaðstoð Flugleiðir töpuðu 100 milljónum króna vegna röskunar á flugi til Bandaríkjanna. Forráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir neikvæðum langtímaáhrifum á alþjóðlegan flugmarkað. Samgönguráðuneyti: Mönnunar- frumvarp er í vinnslu LflGflFRUMVflRP Ekki liggur fyrir endanleg útgáfa frumvarps laga um mönnun á fiskiskipum og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um fækkun mannafla, að sögn Ragn- hildar Hjaltadóttur, skrifstofu- stjóra í samgönguráðuneytinu. Hún segir frumvarpið vera til um- fjöllunar í ráðuneytinu, en búið sé að kalla eftir athugasemdum. Ragnhildur, sem einnig er for- maður Siglingaráðs, segir nokk- urs misskilnings hafa gætt í máli Helga Laxdal, formanns Vél- stjórafélagsins, í blaðinu í gær. „Á honum mátti skilja að frumvarpið hafi verið lagt fram á fundi Sigl- ingaráðs sem tillaga ráðherra, en það var lagt þar fram óbreytt frá því í fyrra til umræðu. Þetta var ekki tillaga að frumvarpi sem leg- gja átti fram í haust," sagði hún og áréttaði að ekkert lægi fyrir um hvernig ákvæði um fjölda skipsstjórnar- og vélstjórnar- manna yrðu. ■ -.♦.. ísólfur Gylfi: Ahættulán, ekki styrkur leiðrétt Björn B. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Suðurlandsskóga, segir ekki rétt að ísólfur Gylfi Pálmason, alþingismaður, hafi fengið fjárstyrk í ár til plöntukaupa á Uppsölum eins og haft var eftir Birni í Fréttablaðinu í gær. Rétt sé að þingmaðurinn hafi fengið vilyrði um áhættulán vegna stofnkostnað- ar við skógrækt. Það lán sé bundið kvöð um ráðstöfun 20% tekna af skógrækt á jörðinni um ókomna framtíð. Það var því ályktun blaða- manns að um atvinnustyrk væri að ræða. ■ flugmál í vikunni sem leið var frumvarp um fjárhagsaðstoð við flugfélög í kjölfar árásarinnar á Ameríku, lagt fyrir bandaríska þingið. Frurn- varpið var að vísu fellt en Ijóst er að málinu er ekki lokið. Óhjákvæmi- legt er að velta fyrir sér stöðu Flugleiða í Atl- antshafsfluginu ef kemur til opin- berrar aðstoðar Við samkeppnis- aðila vestanhafs. Forráðamenn Flugleiða segja þó að ekki muni koma til þess að farið verði fram á opinbera að- stoð í framhaldi af hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum. I fréttatilkynningu frá Flug- leiðum segir að almennt geri flug- félög ráð fyrir töluverðum nei- kvæðum áhrifum á flugrekstur og ferðamarkað af atburðum liðinn- ar viku. Gert er ráð fyrir mestum samdrætti í innanlandsflugi í Bandaríkjunum en einnig nei- kvæðum áhrifum í flugi milli Bandaríkjanna og Evrópu og Bandaríkjanna og Asíu. Enn er ekki ljóst hvernig þessar hrær- ingar á markaðnum koma fram og hvort lítil félög og lítil lönd njóta í einhverju fjarlægðar og smæðar. Nú stendur yfir heildarúttekt á rekstri Flugleiða og tekið verður sérstakt tillit til atburða liðinnar viku í þeirri vinnu. Gert er ráð fyrir að hraða mjög vinnu við þetta endurmat. Segja má að fé- lagið horfi nú til þróunar fjögurra megináhrifaþátta í rekstrinum, aðstæður á markaði, gengi alþjóð- legra gjaldmiðla, eldsneytisverð og vaxtastig á alþjóðlegum mark- aði. Liðlega 40% alls flugs í heimin- um mun vera innan Bandaríkj- anna og yfirgnæfandi starfsemi bandarískra flugfélaga er í innan- landsflugi. Þróunin á markaðinum innanlands í Bandaríkjunum hef- ur mikil áhrif á stöðu bandarísku flugfélaganna þannig að ljóst er að staða þeirra er allt önnur en staða evrópsku flugfélaganna, ekki síst í ljósi þess að mörg bandarísk flugfélög horfðu fyrir fram á versnandi afkomu. ■ FLYGILL Forsvarsmenn Félags tónlistarkennara segja félagsmönnum vera stórlega mis- boðið vegna gangs samningaviðræðna og tilboða samninganefndarinnar í launadeilu þeirra við sveitarfélögin. T ónlistarkennarar: Stefnir í verkfall í október KJARflMÁL Undir vikulokin verða tónlistarkennurum sendir kjör- seðlar og greiða þeir atkvæði um hvort boðað verði til verkfalls, að sögn Sigrúnar Grendal Jóhannes- dóttur, formaður Félags tónlist- arkennara. Hún segist búast við að talningu atkvæða ljúki 4. októ- ber og verkfall gæti því hafist upp úr miðjum október. Um 200 manns sátu fundinn i Rauðagerði, að sögn Sigrúnar. „Það er gríðar- legur einhugur meðal tónlistar- kennara og þeim er stórlega mis- boðið,“ sagði hún og áréttaði að niðurstaða fundahaldanna væri að tónlistarkennarar væru ekki tilbúnir til að sætta sig við það sem þeim væri boðið af hálfu launanefndar sveitarfélaganna og var á henni að skila að stefndi í verkfall að óbreyttu. „Kennarar spyrja sig hvort það sé virkilega stefna ráðamanna að leggja hreinlega niður tónlistarskóla og tónlistarkennslu í landinu," sagði Sigrún. ■ —....... Nú stendur yfir heildarút- tekt á rekstri Flugleiða og tekið verður sérstakt tillit til atburða lið- innar viku í þeirri vinnu. ...♦... Freistandi ferðatilboð á flugfelag.is einfalt hratt hagkvæmt FLUGFÉLAG ISLANDS .. .fljúgðu frekar websales@airiceland.is sími 570 30 30 - fax: 570 3001

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.