Fréttablaðið - 18.09.2001, Qupperneq 14
FRÉTTABLAÐIÐ
SÍMADEILDIN
Átti að fresta
öllum leikjum í deildinni
á sunnudaginn?
f
# np m*
„Það hefðí verið mjög erfitt að ætia að
fresta öllum leikjunum. Það var rétt í
leik ÍA og Fylkis og spurning með leik
KR og Fram. Það er betra ef hægt er
að spila alla leikina á sama tíma en
það er bara ekki alltaf hægt. Ég held
að menn hafi tekið rétta ákvörðun á
sunnudag." ■
Þorvaldur Örlygsson þjálfari og leikmaður KA
Ryder Gup:
Frestað
um eitt ár
golf Ryder Cup mótinu í golfi, sem
átti að fara fram í Belfry á
Englandi í lok mánaðarins, hefur
verið frestað um eitt ár vegna
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum
fyrir viku síðan. Sömu lið og sömu
fyrirliðar og áttu að taka þátt í
mótinu í lok mánaðarins munu því
mætast í Belfry í september á
næsta ári. Forseta bikarnum hefur
einnig verið frestað um eitt ár eða
til 2003.
„Þessi hræðilegi atburður er
svo umfangsmikill og snertir svo
marga að ómögulegt er fyrir liðs-
menn Bandaríkjanna að mæta í
mótið í þessum mánuði,“ segir í yf-
irlýsingu frá Bandaríska golfsam-
bandinu. „Við erum í stöðu sem við
höfum enga stjórn á og þess vegna
er ekki annað hægt en að fresta
mótinu."
Tiger Woods sagði að hann
hefði tekið þátt í mótinu ef banda-
ríska golfsambandið hefði tekið
ákvörðun um að vera með. ■
Garðar er
kóngur
knattspyrna Garðar Jóhannsson í
Stjörnunni er markakóngur 1.
deildar karla í sumar. Garðar stóð
sig vel þegar Stjarnan lagði Dal-
vík með fjórum mörkum gegn
engu um helgina, skoraði tvö
mörk. Hann skoraði því alls 17
mörk í sumar. Þar skaust hann
upp fyrir Orra Hjaltalín í Þór og
Hrein Hringsson í KA, sem báðir
skoruðu 16 mörk. ■
Þá færö það í Rauða hvEífinu!
RAUÐA hVfíTIT
opnar
Nýir titlar af DVD og
VHS daglega
Opið 12 -20 • Laugardaga 12-18
Sími: 5112109 • Grettisgata 3
14
18. september 2001 ÞRIÐJUDAGUR
Leikur ÍA og Fylkis:
Skrið á Skagamönnum
knattspyrna íA og Fylkir mættust
í síðasta leik 17. umferðar Síma-
deildarinnar á Akranesi í gær-
kvöldi. Leikurinn var flautaður af
eftir 20 mínútur á sunnudaginn
vegna veðurs. Þá hafði Kári
Steinn Reynisson skorað eitt
mark fyrir ÍA. Svo virðist sem
þessi gangur hafi verið fyrirfram
ákveðinn en Kári Steinn skoraði
fyrsta mark leiksins fyrir ÍA á 33.
mínútu eftir undirbúning Hjartar
Hjartarsonar. Fylkir átti á bratt-
ann að sækja og ekki batnaði stað-
an þegar Kristinn Tómasson fékk
sitt annað gula spjald og var vikið
af velli rétt fyrir hálfleik.
Á 55. mínútu sendir Kári bolt-
ann á Hjört, sem vippar yfir
Kjartan Sturluson, markvörð
Fylkis, og kemur ÍÁ í 2-0. Hálf-
tíma seinna fór boltinn út fyrir
teig í sókn ÍA, þar skaut Unnar
Valgeirsson þrumufleyg í átt að
marki Fylkis. Hjörtur snerti bolt-
ann og sendi hann aftur beina leið
í markið. Þetta var 15. mark
Hjartar í deildinni í sumar.
Undanúrslitaleikur ÍA og Fylk-
is í Coca Cola-bikarkeppninni fer
fram á morgun, eins og áætlað
var. í gærkvöldi var tekin ákvörð-
un um að fresta úrslitaleik ÍBV og
ÍA á Iiásteinsvelli um íslands-
meistaratitilinn fram á sunnudag
kl. 14 en aðrir leikir fara fram
samkvæmt áætlun, á laugardag
kl. 14. ■
SÍMAPEILPIN
L U j T Mörk Stig
ÍA 17 11 2 4 27:14 35
ÍBV 17 11 2 4 21:13 35
FH 17 8 5 4 21:16 29
Grindavík 17 9 O 8 27:27 27
Fylkir 17 7 4 6 26:21 25
Keflavík 17 6 5 6 24:25 23
Valur 17 5 4 8 18:24 19
KR 17 5 4 8 14:20 19
Fram 17 5 2 10 23:25 17
Breiðablik 17 3 2 12 15:31 11
HJÖRTUR FAGNAR SIGRI
Skagamenn sigruðu Fylki með þremur
mörkum gegn engu í gær og nægir jafn-
tefli á móti IBV til að tryggja sér Islands-
meistaratitilinn. ÍA og Fylkir mætast aftur í
bikarúrslitaleik á morgun.
Falur fyrir
rúma sjö
milljarda
Jóhannes Karl Guðjónsson er kominn til Spán-
ar þar sem hann spilar með Real Betis. Hann
reiknar með að vera í hópnum í næsta leik og
er ekki í nokkrum vafa um að geta staðið undir
þeim væntingum sem gerðar eru til hans.
knattspyrna Skagamaðurinn ungi,
Jóhannes Karl Guðjónsson, er
genginn til liðs við spænska
liðið Real Betis sem spilar í
efstu deild þar í landi.
Hann var seldur frá
hollenska liðinu RKC
Waalwijk fyrir um 300
milljónir íslenskra króna og
fullur sjálfstrausts segist hann
ekki vera í nokkrum vafa um að
hann geti staðið undir þeim vænt-
ingum sem gerðar séu til hans.
„Mér líst bara mjög vel á,“
sagði Jóhannes Karl í samtali við
Fréttablaðið í gær. „Þetta virðist
vera góður klúbbur, það er vel að
öllu staðið hérna og gott æf-
ingasvæði. Völlurinn er líka
mjög flottur tekur um 52.000
áhorfendur."
Hann var ekki í
hópnum þegar Betis
lagði stórveldið Real Ma-
drid 3-1, á sunnudag, heldur
sat meðal áhorfenda.
„Það var frábær upplifun að
sjá leikinn en þetta verður vonandi
eina skiptið sem ég þarf að sitja á
áhorfendapöllunum."
Hann segir mikinn mun á hol-
lenskri og spænskri knattspyrnu
Ferillinn og maðurinn
NAFN: Jóhannes Karl Guðjónsson
GÆLUNAFN: Joey
FÆÐINGADAGUR: 25. maí 1980
FERILL: Lék með ÍA upp alla yngri
flokka.
-8 leikir með meistaraflokki (A og 1
mark
-1998 Genk 9 leikir
1999 Lánaður til MVV IVIaastrich 24
leikir og sex mörk
-2000-2001 RKW Waalwijk 38 leikir
og 7 mörk
LANDSLEIKIR: u-18
7 leikir 1 mark
-u-21 7 leikir 2 mörk
-A-lið 3 leikir
UNNUSTA: Jófríður María Guðlaugs-
dóttir
ÁHUGAMÁL: Golf og kvikmyndir
UPPÁhaldsmatur: Hamborgara-
hryggur
FYRIRMYNDIN: Roy Keane
BESTI KNATTSPYRNUMAÐURINN:
Rivaldo
JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON
Jóhannes, sem er sonur Guðjóns Þórðarsonar, hefur spilað þrjá landsleiki og segir það
mjög skemmtilegt, með öll þessu stóru nöfn 1 kringum sig eins og hann orðar það. Hann
segir það vera draum að spiia með bræðrum sínum, Bjarna og Þórði, í landsliðinu en þeir
spiluðu saman í Belgiu. „Við náðum ekki að spila allir saman þegar við vorum hjá Genk en
það ætti að vera möguleiki að spila allir með landsliðinu og yrði sennilega mjög gaman."
enda séu fleiri sterkari lið á Spáni.
Betis spilar hina hefðbundnu
spænsku knattspyrnu, með leikað-
ferðinni 4-4-2, þar sem lítið er um
löng spörk upp völlinn. Jóhannes
Karl býst við að spila inni á miðj-
unni en með honum í liðinu eru
leikmenn á borð við hinn brasil-
íska Denilson, sem var keyptur til
liðsins fyrir 22 milljónir punda og
var um tíma dýrasti leikmaður
heims,
„Það jákvæða við að þeir kaupi
mig fyrir svona mikinn pening er
að þeir hyggjast líklega ætla að
nota mig. Eg hef fulla trú á að ég
geti staðið mig svo ég hef engar
áhyggjur. Vonandi verð ég í hópn-
um í næsta leik en ég veit ekki
hvernig þeir ætla að standa að
þessu, hvort þeir ætli að koma mér
strax inn eða koma mér hægt og
rólega inn í þetta. Ég reikna með
að vera í hópnum í næsta leik.“
„Ég tel möguleika mína á byrj-
unarsæti bara mjög góða. Ef það
verður ekki strax þá verð ég bara
að fara að berjast fyrir mínu sæti
eins og ég hafði búist við. Ég bjóst
ekki við að labba bara beint inn í
byrjunarliðið og ég verð að sýna
að ég get eitthvað."
Samningurinn sem Jóhannes
Karl gerði er til sex ára og í honum
er ákvæði sem segir að ef lið vill
kaupa Skagamanninn unga frá
Betis verði það að greiða upp
samninginn.
„Mér er frjálst að fara ef eitt-
hvað lið borgar um 50 milljónir
punda. Þeir setja þetta til að vera
alveg vissir," sagði Jóhannes en
vill ekki gefa upp hvað hann fær í
laun. „Það er allavega alveg nóg til
að lifa af.“
kristjan@frettabladid.is
Barnamyndatökur
Verö frá
kr. 5.000
Innifalið 1 stækkun
30x40 cm í ramma,
aðrar stækkanir að
eigin vali, með allt að
50% afslætti
Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020
Þýskaland:
Zanardi úr
lífshættu
kappakstur Alex Zanardi, sem ekur
fyrir Reynard-Ford í bandaríska
CART kappakstrinum, er enn á
gjörgæslu eftir að hafa lent í
harkalegum árekstri á móti í
Þýskalandi á sunnudaginn. Zan-
ardi er haldið sofandi en hann er
þó ekki lengur talinn vera í bráðri
Íífshættu. Mikil mildi þykir að
hann hafi komist lífs af, en taka
þurfti báða fæturnar af honum í
aðgerð eftir áreksturinn.
Zanardi missti stjórn á bílnum
þegar hann kom úr viðgerðarhléi
með þeim afleiðingum að bíll hans
snerist á brautinni og í veg fyrir
Alex Tagliani, sem kom akandi á
um 320 kmh. Báðir bílarnir gjör-
eyðilögðust í árekstrinum en Tagli-
ani slasaðist aðeins lítillega. ■
HARÐUR ÁREKSTUR
Taka þurfti báða fæturnar af Alex Zanardi í
aðgerð eftir áreksturinn.