Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2001, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 18.09.2001, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 18. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 17 IIGNSOGÍNIN HVERFISCÖTU SÍMI 551 9000 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 [HEDWIC kl. 6, 8 og 101 Sýnd kl 6, 8 og 10 vit 268 RUGARTS IN PflRlS m/ islensku tali 4og6 ^Tj iTHEFflST&THEFURKXIS 8 og 10.1o[g£i l il l < J iiiiiiimnmiiiinnuiiiiJuimiimruiH^-o KRINGLU ; M jSWORDHSH kl.8oglQ.I0|ETI j CflTS & DOGS m/ íslensku tali kl. 4 og 6 VIT [SHREK m/íslensku tali kl. 4 jvil | PLflNET OFTHE flPES Id. 5J0,8 og jRUSH HOUR 2 kl. 6,8 QgJol ÍSCARY MOVIE 2 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 jHEARTBREAKERS kl. 5.30, 8 og 10.301 jBLOW DRY kl. 6ogl0| CHRIS ROCK Þetta er fyrsta myndin sem hann ber uppi. Hann skrifaði nýju aðlögunina ásamt öðrum, auk þess að koma að framleiðslu hennar. Leikritið Heaven Gan Wait: í þriðja skipti á tjaldið kvikmyndir Leikrit Harry Segall, Heaven Can Wait, rataði fyrst á hvíta tjaldið árið 1943. Þá hét að- lögun þess Here Comes Mr. Jord- an og Robert Montgomery lék að- alhlutverkið. Boxari á leið í bar- daga er kippt upp til himna fyrir aldur fram vegna æsings í sam- viskusömum engli. Til skaðabóta er boxaranum úthlutaður líkami vel efnaðs glaumgosa, nýlega myrtan af eiginkonu sinni. Nokkrum árum seinna kom myndin Down to Earth út, söng- leikur með Rita Hayworth í aðal- hlutverki. Hún átti að vera fram- hald af Mr. Jordan, sem var meðal aukapersóna. Gyðjan Terpsichore kemur til jarðar til að hjálpa leik- ritaskáldi á Broadway. Myndin heppnaðist ekki vel. Árið 1978 tók Warren Beatty sig til og skrifaði aðra aðlögun að leikriti Segall. Hann leikstýrði við annan mann og lék aðalhlutverkið í myndinni, sem hét Heaven Can Wait. Þar er aðalpersónan bak- vörður í amerísku ruðningsliði, sem ætlaði að koma liði sínu í úr- slitakeppnina. Sá fékk líkama auð- jöfurs, keypti fótboltalið og reyn- di þannig við úrslitakeppnina. Chris Rock vakti fyrst athygli í Saturday Night Live grínþáttun- um. Hann fékk hugmyndina að Down to Earth eftir málsverð með Warren Beatty. „Þetta leit strax út eins og fullkomin mynd fyrir mig,“ segir Rock. Persóna hans er hjólasendill í Brooklyn-hverfi. Honum er kippt upp til himna og fær þar úthlutað líkama hvíts auð- kýfings. Leikstjórar eru Chris og Paul Weitz, sem skrifuðu Antz og leikstýrðu American Pie. ■ í BÍÓ Slök umgjörð um gott grín Chris Rock er ef til vill aðeins of upptekinn af húðlit sínum en það verður ekki tekið af hon- um að hann kann að kitla fram óheflaðan hlátur með beittum ábendingum um mannlega hegð- an. í myndinni leikur Rock ungan grínista sem aldrei gefst upp þrátt fyrir að vera stöðugt baulað- ur niður. Eftir að vera kallaður yfir móðuna miklu fyrir hrein mistök samþykkja ráðamenn Himnaríkis að senda hann aftur niður til jarðar í líkama milljarð- armærings. Söguþráður myndar- innar er semsagt „fengin að láni“ frá gömlu Warren Beatty mynd- inni „Heaven Can Wait“. En í þessari útgáfu verður sagan nán- ast að aukaatriði. Hér er megin áherslan lögð á gríngáfu Rocks og DOWN TO EARTHE: Aðalhlutverk: Chris Rock, Regina King og Chazz Palminteri Leikstjórar: Chris og Paul Weitz Handrit: Elaine May, Warren Beatty, Chris Rock o.fl. Gamansöm ástarsaga. honum leyft að sletta vel úr grínklaufunum. Betra hefði verið að henda handritinu og leyfa Rock einfaldlega að skemmta bíó- gestum einn og óstuddur. Rock er greinilega fullfær um það því hann er það eina sem gerir það þess virði að sjá þessa mynd. Birgir Örn Steinarsson Glænýjar frétti viðskiptafréttir, skemmtanalífið, stjörnuspá og pikköpp-línur eru aðeins hluti af því sem þér stendur Visir.is í simanum þinum ■ til boða. Farðu inn á Vísi.is, smelltu á VIT-síðuna og skráðu þig. visir.is góður punktur!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.