Fréttablaðið - 18.09.2001, Qupperneq 18
18
Crl'lAJHA'P'
FRÉTTABLAÐIÐ
rOK i«drrsic92 8T 5I'iOPOU?í»lSS<f
18. september 2001 PRIÐJUDAGUR
Pf
HVER ER TILCANCUR
LÍFSINS?
Ása Richardsdóttir,
verkefnisstjóri
„Þekktu sjálfan þig," sagði Sókrates, ég veit ekki
til þess að nokkur hafi svarað þessari spurningu
betur.
Aukakílóin
burt!
• Ertu að leita að mér?
• Vantar þig vörur?
• Otrulegur árangur!
• Ég missti 11 kg á 9
vikum!
Alma Hafsteinsdóttir
Sjálfst. Herbalife dreif.
S: 694-9595
www.heilsulif.is www.heilsulif.is
Svœðameðferð
Kvöldnámskeið í Reykjavík
3.-21. október
Fullt nám sem
allir geta lœrt
Kennari: Sigurður Gtiðleifsson
Upplýsingar og skráning í síma
587 1164 GSM 895 8972
(MÖMMUh
ATHUGIÐ
ef bamið pissar undir.
Undraverður árangur
með óhefðbundnum að-
ferðum.
Kennari: Sigurðw Guðleifsson
Upplýsingar og skráning í
símu 5871164 GSM 895 8972
Er skammturinn búinn?
Haföu samband viö mig
ef þig vantar vörur.
Sjálfstæöur Herbalife
dreifingaraöili
simi 897 2099
Flugslysið Skerjafirði.
Söfnunarsímar
Ef hringt er í eftirtalin númer
gjaldfærist af reikningi símans,
sem hringt er úr, sem hér segir:
Sími 907 2007 - 1.000,- kr
Sími 907 2008 - 2.500,- kr
Sími 907 2009 - 5.000,- kr
Bankar. erno. 1175-05-409940
Píanótónleikar í Salnum:
Beethoven og Gershwin á efnisskránni
tónleikar Píanóleikarinn Roman
Rudnytsky heldur tónleika í
Salnum í Kópavogi í kvöld
klukkan 20:00. Á efnisskrá eru
verk eftir Bach-Busoni, Beet-
hoven, Copland, Gershwin, Ra-
vel, Chopin, Rudnytsky, Wagner,
Liszt og Moszkowski.
Roman Rudnytsky hefur hlot-
iö mikla viðurkenningu gagn-
rýnenda um heim allan. Hann
hefur ferðast víða um heim og
haldið tónleika á hefðbundnum
sem óhefðbundnum stöðum.
Rudnytsky er af úkraínskum
uppruna en fæddur í New York.
Hann útskrifaðist úr hinum
þekkta Juilliard skóla í New
York og hlaut frekari framhalds-
menntun í Peabody tónlistar-
skólanum í Baltimore. Hann hef-
ur fengið fjölda verðlauna og má
þar nefna verðlaun hinnar al-
þjóðlegu Leventritt keppni í
New York og J. S. Bach keppn-
innar í Washington, en auk þess
vann hann til verðlauna í „F. Bu-
soni“ keppninni og „A. Casa-
grande“ alþjóðlegu píanókeppn-
inni á Ítalíu.
Hann hefur leikið inn á marg-
ar upptökur í Póllandi, Ástralíu
og Bandaríkjunum.
Auk þess að halda fjölda tón-
leika hefur Rudnytsky komið
fram sem einleikari með fjöl-
mörgum hljómsveitum víða um
heim.
Roman Rudnytsky hefur
starfað við Dana School of
Music við Youngstown háskól-
ann í Ohio í Bandaríkjunum síð-
an árið 1972 og verið sæmdur
viðurkenningu skólans fyrir
störf sín. ■
ROMAN RUDNYTSKY
Hefur haldið tónleika 1 yfir 75 löndum og er
liklega sá píanóleikari sem hefur komið
hvað víðast fram
ÞRIÐJUPACURINN
18. SEPTEMBER
TÓNLEIKAR___________________________
20.00 Roman Rudnitsky pianóleikari
flytur verk eftir Bach Busoni, Lv.
Beethoven, A. Copland, G. Gers-
hwin, M. Ravel, F. Chopin, A.
Rudnitsky, R. Wagner, F. Liszt og
Moszkowski 1 Saínum í Kópa-
vogi.
FUNPIR______________________________
20.00 Arás á Bandaríkin - ástæður og
afleiðingar! Opinn umræðufund-
ur Félags stjórnmálafræðinga 1
samstarfi við Borgarleikhúsið og
vefritið Kistan.is á þriðju hæð
Borgarleikhússins. Frummæl-
endur eru: Jón Ólafsson, heim-
spekingur, Brynhildur Ólafsdóttir,
fréttamaður á Stöð 2, Magnús
Stefánsson, alþingismaður og
Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþing-
ismaður. Að auki taka þátt 1 um-
ræðunum Baldur Þórhallsson,
lektor við Háskóla íslands, og Jón
Ormur Halldórsson, dósent við
Háskólann 1 Reykjavík.
SÝNINCAR____________________________
I anddyri Þjóðarbókhlöðu stendur sýn-
ingin Stefnumót við íslenska sagna-
hefð. Sýningunni lýkur 22. september.
Forn tré i Eistlandi er yfirskrift sýning-
ar á Ijósmyndum sem eistneski Ijós-
myndarinn Hendrik Relve hefur tekið. í
Norræna húsinu éru 18 Ijósmyndir til
sýnis 1 anddyri hússins. Sýningin er
sett upp 1 tengslum við Menningarhá-
tíð Eystrasaltsríkjanna á Norðurlöndum
sem stendur yfir frá 1. september til 1.
nóvember 2001. Sýningin er opin dag-
lega kl. 9 til 17, nema sunnudaga kl.
12 til 17. Sýningin stendur til 23. sept-
ember.
í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir
sýningarnar Blóðug vígaferii og Götulíf
víkinganna í York . Um er að ræða
tvær sýningar, annars vegar endurgerð á
götu 1 víkingaþorpi og hins vegar sýn-
ingu þar sem má sjá beinagrind og
hauskúpur víkinga sem féllu 1 bardög-
um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá
13 til 17 og standa til 1. október.
Á ferð um landið með Toyota er yfir-
skrift sýningar Fókuss, Ijósmyndaklúbbur
áhugamanna. Sýningin er 1 salarkynnum
nýrra bíla Toyota við Nýbýlaveg 1 Kópa-
vogi. Ljósmyndir á sýningunni voru tekn-
ar á ferð klúbbsins um Suðurlandshá-
lendið, í Þjórsárdal, Veiðivötnum, Dóma-
dal, Landmannalaugum, Fjallabaksleið
og víðar. Sýningin er opin á opnunar-
tíma söludeildar Toyota.
Sex sýningar:
Ondvegis-
konur á svid
leikhús Leikrit Werners Schwab,
Öndvegiskonur, hefur verið tekið
aftur til sýninga á litla sviði Borg-
arleikhússins. Sýningin og
leikkonurnar hlutu einróma lof
gagnrýnenda á síðasta leikári.
í leikritinu segir af þeim vin-
konunum Grétu og Maju sem eru
samankomnar í eldhúsi Ernu til
þess að fagna nýju loðhúfunni
hennar. Fögnuðurinn snýst upp í
ótrúlega uppákomu þegar draum-
ar þeirra um ástina og betra líf
fara úr böndunum.
Með hlutverk kvennanna fara
þær Hanna María Karlsdóttir,
Margrét Helga Jóhannsdóttir og
Sigrún Edda Björnsdóttir, leik-
stjóri er Viðars Eggertsson.
Snorri Freyr Flilmarsson hannaði
leikmyndina, en Þorgeir Þorgeirs-
son íslenskaði verkið. Aðeins
verða 6 sýningar á Öndvegiskon-
um nú í haust. ■
Leikrit í takt við tímann
Leikhússtjóri Leikfélags íslands segir efnisskrá komandi vetrar vera
íjölbreytta. Meðal nýjunga eru Höfundasmiðja og samstarf við
Reykjavíkurakademíuna. Niðursveifla í efnahagslífi gerir reksturinn
erfiðari.
leikhús „Leikárið hjá Leikfélagi
Islands er mjög fjölbreytt, við
tökum upp óvenju margar sýn-
ingar frá síðasta leikári en frum-
sýnum tvö ný verk fyrir jólin,“
segir Magnús Geir Þórðarson,
leikhússtjóri Leikfélags íslands.
„Hér má nefna leikritið Eldað
með Elvis sem verður frumsýnt
29. desember. Þetta er glænýtt
leikrit, mjög spennandi, ögrandi
og drepfyndið, létt á yfirborðinu
en undir býr þungur og áleitinn
tónn. Þess má geta að höfundur
þess er Lee Hall en hann skrifaði
handrit kvikmyndarinar Billy
Elliot og hlaut Óskarsútnefningu
fyrir.“
Magnús segir að meðal nýj-
unga hjá Leikfélaginu í ár séu
Höfundasmiðja sem stendur til
að hleypa af stokkunum í upp-
hafi vetrar. Átta höfundum verð-
ur gefið tækifæri til að prófa sig
áfram við leikritaskrif. Leikritin
verða svo lesin undir vor og
nokkur tekin til sýninga í Hádeg-
isleikhúsinu. „Við munum aug-
lýsa eftir umsóknum og gerum
ráð fyrir að fá þarna inn höfunda
sem hafa verið að skrifa fyrir
aðra miðla. Það er nokkuð
áhyggjuefni hvað ung skáld hafa
lítið verið að skrifa fyrir leik-
hús.“
Önnur nýjung í starfi Leikfé-
lagsins eru fyrirlestrar í sam-
starfi við Reykjavíkurakademí-
una. „Þetta verða fyrirlestrar á
léttum nótum um menningar-
tengd málefni sem haldnir verða
fyrsta laugardag hvers mánaðar.
Boðið verður upp á „brunch“ á
meðan á fyrirlestri stendur."
Meðal leikrita sem tekin
verða til sýninga frá síðasta leik-
MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON
„Verkin sem við setjum upp eiga það sameiginlegt og sammerkt að þau eru ný eða ný-
leg," segir Magnús.
ári eru Sniglaveislan, Á sama
tíma ári síðar, Hedwig og Sjeik-
spír segir Magnús. Fyrir jól
verður einnig frumsýnt leikritið
Upptekin eftir Becky Mode. Það
verður sýnt í Iðnó á meðan á
borðhaldi gesta stendur. „Þetta
er leikrit sem fær gesti til að
brosa út í annað svo ekki sé
meira sagt. Bjarni Haukur leik-
ur öll 40 hlutverk leikritsins sem
fjallar um nýútskrifaðan leikara
sem vinnur á veitingastað sem
þotulið bæjarins stundar. Það
hefur verið staðfært að íslensk-
um aðstæðum og munu áhorf-
endur koma til með að kannast
við margar persónur verksins,
eins og kvikmyndaframleiðand-
ann Barrabas Kornelíus og kaup-
manninn Jóhannes í Mínus.“
Magnús segir veturinn í heild
leggjast vel í hann. Magnús segir
að þó að einkarekið leikfélag
komist ekki hjá því að finna fyrir
samdrætti í efnahagslífinu en
Leikfélag íslands hefur á undan-
förnum árum átt í samstarfi við
fjölda fyrirtækja. „Ég hef hins
vegar ekki orðið var við að áhorf-
endur fækki leikhúsferðum."
sigridur@frettabladid.is
METSÖLULISTI
MESTSELDU SKÁLDSÖGURNAR
HJÁ EYMUNDSSON
■ ■ Helen Fielding
DACBÓK BRIDCET JONES
\ Marianne Fredriksson
ANNA, HANNA & JÓHANNA
I Halldór Laxness
ÍSLANDSKLUKKAN
o
©
©
©
o
©
©
Böðvar Guðmundsson
HÍBÝLI VINDANNA
Leif Davidsen
FEST Á FILMU
Kristín Marja Baldursdóttir
KULAR AF DEGI
J.R.R. Tolkien
HRINCADRÓTTINSSACA
Fjodor Dostojevskí
CLÆPUR OC REFSINC
Amaldur Indriðason
NAPÓLEONSSKJÖLIN
Patricia Cornwell
RÉTTARKRUFNING
Metsölulistinn:
Hitað upp fyrir
Hringadróttinssögu
bækur Greinilegt er að kvik-
myndaunnendur eru farnir að
hita upp fyrir stórmyndina um
Hringadróttinssögu og er
skáldsagan nú í 7. sæti listans.
Líklegt má telja að vinsældirnar
muni aukast enn frekar á næstu
vikum. Myndin verður frum-
sýnd á íslandi rétt fyrir jól, 21.
desember.
Önnur skáldsaga, sem búið er að
kvikmynda og er í efsta sæti list-
ans, er Dagbók Bridget Jones
eftir Helen Fielding. Myndin
hefur að sama skapi notið mik-
illa vinsælda í kvikmyndahús-
um. ■
LESIÐ Á MEÐAN BEÐIÐ ER
Leikarinn Elijah Wood í hlutverki sínu sem
Fróði Baggason 1 væntanlegri mynd um
Hringadróttinssögu.