Fréttablaðið - 18.09.2001, Page 22

Fréttablaðið - 18.09.2001, Page 22
FRETTABLAÐIÐ 18. september 2001 ÞRIÐJUPAGUR Viðskipta- og hagfræðideild HÍ: Sextíu ára afmæli fagnað HRAÐSOÐIÐ HALLDÓR B. JÓNSSON formaður mótanefndar KSf Halldór B. Jónsson er formaður móta- nefndar Knattspyrnusambands fslands. Sumir knattspyrnuáhugamenn eru ósáttir við að fjórum leikjum næst síðustu um- ferðar var haldið áfram þegar leikur lA og Fylkis var flautaður af. Frestun veitir ekki rétt til að flauta alla leikiaf HEFÐI ekki verið rétt að funda rétt áður en leikirnir áttu að hefjast og taka þá ákvörðun um hvort fresta hefði átt umferð- inni í heild sinni? Það var ekki fundað en við fylgd- umst með veðri. Það var náttúrulega ekki vitlaust veður á öllum stöðun- um og á Akranesi þar sem veðrið var verst könnuðu menn aðstæður og ákváðu að því loknu að hefja leik- HEFÐI ekki verið rétt að flauta alla leiki af þegar leikurinn á Akranesi var flaut- aður af og fylgja þannig þeirri reglu að allir leikir i tveimur síðusiu umferðunum séu spilaðir á sama tíma? Ég sé ekki að það hefði verið rétta aðgerðin. Þetta er neyðarákvörðun sem dómarinn tók á Akranesi. Ég er ekki sannfærður um að það veiti okkur rétt til að flauta hina leikina af. Á því eru ýmsir annmarkar. Við getum tekið dæmi. Ef einn leikurinn hefði verið fyrir norðan í sól og sumri: Hefði átt að flauta þann leik af? MENN hafa löngum rætt um að fjöiga liðum í efstu deild og lengja tímabilið. Vekur veðrið um helgina ekki spurningar um hvort slíkt sé yfirhöfuð framkvæmanlegt með hlið- sjón af þeim veðrum sem geta dunið yfir? Veðrið sem slíkt vekur kannski ekki spurninguna heldur eru það frekar vallaraðstæður. Okkur langar til að lengja tímabilið en okkur langar fyrst og fremst til að lengja það að framan. Þá er veðrið oft orðið ágætt en grasvellir ekki tiibúnir. Ef við ætlum að fjölga í deildinni verðum við að ræða fyrst lengingu tímabils- ins og finna einhvern flöt á því máli. Ég tel útilokað að við förum að spila fram í október. Þetta er í það lengsta eins og haustlægðin sem kom í gær og bitnaði á leikjunum sýndi. Það má ekki gleyma að við eigum eftir að spila um næstu helgi og bikarúrslit- in um þar næstu helgi. ER verið að leggja of mikið á þau lið sem ná góðum árangri? Við erum á ystu mörkum. Við verðum að gæta þess að lið sem eru í Evrópukeppni fái tíma til undirbúnings og hvíldar. Það er á mörkunum að það sé núna. BIKARÚRSLITALEIK- URINN var færður aftast i mótið fyrir nokkrum árum. Vaknar ekki sú spurning hvort það hafi verið rétt ákvörðun með hlið- sjón af veðri og frestunum? Allir sem að þessu stóðu voru mjög hikandi og gera sér grein fyrir því að það er allra veðra von þegar svona aftarlega er komið og bikarúrslitaleikurinn mánuði síð- ar en áður var. Það kemur að því að haustlægðin kemur á bikarúr- slitaleikinn. Það höfðu margir á orði á þingi ungra sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi um síðustu helgi að hvergi væri jafn viðeigandi að sjálfstæðismenn héldu þing sitt. Á Seltjarnarnesi væru sjálfstæðis- menn búnir að ráða ríkjum frá því stofnun bæjarfélagsins og menn því í „heimabyggð" hvaðan svo sem þeir kæmu af landinu. afmæli Viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla íslands hélt upp á sextíu ára afmæli deildarinnar síðastliðin laugardag. Meðal þeir- ra sem fluttu ávörp voru Ágúst Einarsson deildarforseti, Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, Margrét Kr. Sigurðardóttir, for- maður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Sverrir B. Sigur- sveinsson, fulltrúi nemenda, Arni Vilhjálmsson, formaður Hollvina- félags Viðskipta- og hagfræði- deildar og Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt sem flutti annál deildar- innar. Að loknum ávörpum heiðraði deildarforseti þau Árna Vil- hjálmsson, Gylfa Þ. Gíslason, H FRÉTTiR AF FÓLKTr Hjálmar Finnsson, Höskuld Jóns- son, Maríu Sigurðardóttur og Sig- urð Hafstað. Hjálmar og Sigurður eru elstu núlifandi nemendur deildarinnar og útskrifuðust þeir í fyrsta hópnum fyrir sextíu árum. María er fyrsta konan sem út- skrifaðist frá deildinni. Kristján Jóhannsson, formaður afmælis- nefndar, stjórnaði dagskránni. í tilefni afmælisins mun deild- in síðar í haust efna til þriggja ráðstefna auk þess sem haldnir verða fyrirlestrar fyrir almenn- ing. Viðskipta- og hagfræðideild er ein stærsta deild Háskólans með um 1.200 af 7.000 nemendum Há- skólans. Deildin býður upp á kandídatspróf og BS gráðu í við- skiptafræðum og BA og BS nám í hagfræði. Á annað hundrað nem- endur eru í meistaranámi við deildina, um 50 manns í MBA námi og nokkrir nemendur eru í AFMÆLI HÁSKÓLADEILDAR Ágúst Jónsson, deildarforseti og Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR. doktorsnámi. Fjöldi nemenda sækir einnig styttri námsleiðir í Diploma-námi. ■ Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins virðast leggja áherslu á að vera í góðum tengslum við unga fólkið í flokknum og mættu í fyrir- spurnatíma á föstudaginn. Flest- ir voru sammála, þrátt fyrir góða frammistöðu allra ráðherra, að Björn Bjarnason og Dav- íð Oddsson hefðu borið af í svörum sínum og frammistöðu. Skýringin sem menn gáfu var meðal annars að þeir töluðu af hugsjón og sann- færingakrafti - eitthvað sem ung- um sjálfstæðismönnum líkar vel. Ingvi Hrafn Óskarsson var kosinn formaður SUS, en enginn annar hafði gefið kost á sér. Þó var kosn- ~ ingaslagur í stjórn SUS í Reykjavík og Norðausturkjör- dæmi. Þrettán voru í framboði í Reykjavík en að- eins tíu sæti í aðal- stjórn og fjórir kepptu um þrjú sæti í hinu kjördæminu. Niðurstaða kosninganna var að Þórlindur Kjartansson og Soffía Kristín Þórð- ardóttir féllu í Reykjavík en Arn- ljótur Bjarki Bergsson féll fyrir norðan. Arnljótur Bjarki hefur meðal annars unnið sér til frægðar að hafa samið ályktun sem bar yfir- skriftina ísland fyrir íslendinga. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrr- verandi formaður SUS, ítrekaði andstöðu ungra sjálfstæðismanna við sérstaka gjaldtöku á sjávarút- veginn. Ekki fannst hinum skel- egga framkvæmdastjóra sam- bandsins og nýkjörnum stjórnar- manni, Magnúsi Þór Gylfasyni, af- staðan nógu skýr og vildi bæta setningunni „Það verður aldrei sátt um sósíalisma á íslandi" við tillög- una. Hlaut hann lófaklapp fyrir og var það í fyrsta og eina skiptið sem sérstaklega var klappað fyrir til- löguflutning þingfulltrúa. T Tilhjálmur Egilsson, þingmaður V flokksins í Reykjavík, var heið- ursgestur í hátíðarkvöldverði SUS i á laugardagskvöld ásamt eiginkonu sinni. Sagði hann frá ferð sinni með íslenskri sendi- nefnd til Evrópu sem átti að afla EES samningnum fylgi. Lávarður einn sagði við Vilhjálm, eftir einn samningafundinn, að hann hefði verið í sveit á íslandi, sem vildi til að var í sama kjördæmi og þing- maðurinn var frá. Spurði Vilhjálm- ÝMSAR NÝJUNGAR Á DÖFINNI Stefnt er að því að bjóða upp á námskeið í þrívíddarhönnun á næstu önn. Að sögn Sólveigar Eggertsdóttur, forstöðumanns Opna Listaháskólans, ríkir gott samstarf á milli skólans og hinna ýmsu fagfélaga listamanna í tengslum við skipulag námskeiðanna. Jafnt fyrir fagfólk og áhugamenn um listir Opni Listaháskólinn hefur sitt annad starfsár í haust. Skólinn er starf- ræktur sem endurmenntunardeild Listaháskóla Islands með leiklistar- deild, myndlistardeild, hönnunar- og tónlistardeild listnám Hugsunin að baki er sú að fólk sem hefur áhuga á listum geti komið hingað inn og áttað sig á sínu áhugasviði án þess að vera endilega listmenntað," segir Sól- veig Eggertsdóttir, forstöðumað- ur Opna listaháskólans. Hann hef- ur sitt annað starfsár síðar í þess- um mánuði en Opni listaháskólinn er hluti af Listaháskóla íslands og gegnir hlutverki endurmenntun- ardeildar fyrir listafólk, hönnuði og kennara sem koma að faginu á einn eða annan hátt. En áhuga- menn um listir eru einnig boðnir velkomnir og engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda. „Flest námskeiðin eru opin og ekki er krafist undirstöðunáms nema þá helst í tölvunáminu," Að sögn Sólveigar er miðað við að hvert námskeið sé 20 kennslu- stundir auk þess sem reynt sé að halda verðinu í lágmarki. Miðað er við að fólk geti stundað vinnu með náminu og eru þau kennd á kvöldin og um helgar. Flestir kennarar eru í starfsliði Listahá- skólans og er kennt í fjórum deildum; leiklistardeild, myndlist- ardeild, hönnunardeild og tónlist- ardeild. „Framboðið er úr öllum deild- um. Þarna er tölvu- og tónlistar- kennsla, námskeið í búninga- og leikmyndahönnun. Þá eru einnig leiklistarnámskeið sem eru opin fyrir almenning," segir Sólveig. Hún segir Opna Listaháskól- ann hafa umsjón með opnum fyr- irlestrum sem haldnir eru tvisvar í viku í Laugarnesi og Skipholti. Fyrirlestrarnir eru ætlaðir nem- endum Listaháskólans en eru opn- ir öllu áhugafólki. Hún segir að reynt sé að bjóða upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum sem henti sem flestum. Þetta sé reynt að hafa í huga þegar námskeiðin séu sett saman auk þess sem boðið sé upp á nýjungar á hverri önn. Þá er einnig nokkuð lagt upp úr því, að sögn Sólveigar, að bjóða upp á framhaldsnámskeið, meðal annars í myndvinnslu- og tölvu- námi, þar sem námskeiðin byggja hvert á öðru. „Það má nefna að á næstu önn verðum við væntan- lega með námskeið í þrívíddar- hönnun sem er að öllum líkindum það fyrsta sinnar tegundar hér á landi.“ kristjangeir@frettabladid.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er eini þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á SUS aldri, það er yngri en 35 ára. Tók hún þátt í þingstarf- inu sem er hennar síðasta áður en aldurmörkunum er náð. Höfðu margir á orði að þessu þyrfti að breyta fyrir næsta þing, sem haldið er eftir tvö ár, og vísuðu í næstu Al- þingiskosningar. Nýlegar kosningar í Noregi er líka til að hvetja ungt fólk í framboð, en fólk undir þrí- tugu er áberandi á þjóðþinginu þar. ur hvað bærinn héti og sagði lá- varðurinn Höllustaðir með sínum einkennilega hreim. Páll Pétursson frá Höllustöðum var einnig í sendi- nefndinni og kynnti Vilhjálmur manninn sem var í sveit hjá Páli. Þá sagði Vilhjálmur að Páll hefði litið hissa á Lordinn og sagt: „You have change a bit!“ Lávarðurinn horfði þá á Pál og sagði gapandi röddu: „You to“. „Mamma var að spó í að gista hjó okkur í tvær vik- ur. Aégekkiað biðia hana um að Roma niður og tala við þig?" | ÞRÚÐA ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.