Fréttablaðið - 25.09.2001, Page 4
SVONA ERUM VIÐ
LÍTILL SPARNAÐUR ÍSLENDINGA
i samfélagi þjóðanna er ísland aftarlega á
merinni sé sparnaður sem hlutfall af
landsframleiðslu skoðaður. Samanburður-
inn er birtur á vefsíðu Ágústs Einarssonar,
háskólaprófessors. Þar kemur fram að
mikill viðskiptahalli [slands skýrist meðal
annars af hlutfallslega litlum sparnaði.
(N
O
2
a
1
5 £ #
J 1 S s' £ g
Í 1 •§ 5 5 3
? " I I §
CO 5i E CB 2
2 5
ui rír
PERES
Shimon Peres, utanríkisráðherra Israels,
heldur raeðu á hóteli í Jerúsalem. Lítt hefur
þokast áleiðis í friðan/iðræðum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Líkur á friðarviðræðum
dvína:
ar-
Israelsk
kona skotin
tilbana
JERÚSALEM.flP Palestfnskir byssu-
menn skutu ísraelska konu til bana
á Vesturbakkanum í gær. Þar með
hefur enn dregið úr líkum á því að
fyrirhugaðar friðarviðræður á
milli Shimon Peres, utanríkisráð-
herra ísraels, og Yasser Arafat,
leiðtoga Palestínumanna, fari fram
á næstunni. George W. Bush,
Bandaríkjaforseti, hefur undan-
farið lagt mikla áherslu á að við-
ræðurnar fari fram, en þeim var
frestað á sunnudaginn af Ariel
Sharon, forsætisráðherra ísraels.
Sagði hann að friðarviðræður yrðu
ekki haldnar nema alger ró komist
á fyrir botni Miðjarðarhafs. ■
Faraldur í Ástralíu:
Banvænir
eldmaurar
valda usla
BRlSBflNE.flSTRflLÍu.AP Ráðamenn í
Ástralíu hafa óskað eftir stuðningi
almennings við að útrýma hættuleg-
um eldmaurum frá Suður-Ameríku
sem valdið hafa miklum usla í
Queensland-ríki í norðurhluta lands-
ins. 350 manna sérsveit hóf í gær
um 6 milljarða króna herferð til að
gera út af við maurana, sem sáust
fyrst í Brisbane, höfuðborg Queens-
land, i februar a þessu an. iaiio er
að maurarnir hafi komið til Ástralíu
með suður-amerísku skipi og hafa
síðan dreifst á um 730 mismunandi
staði í Ástralíu. Maurarnir er afar
líkir venjulegum maurum í útliti, en
þeir geta hins vegar dregið fólk til
dauða sem er með ofnæmi fyrir biti
þeirra. Eldmaurarnir eru skæðir og
eyðileggja þeir m.a. uppskerur og
dýralíf. Skemmdir af þeirra völdum
í Bandaríkjunum eru taldar nema
um 100 milljörðum króna á ári.
Hagfræðingar í Ástralíu spá því
að nái maurarnir að dreifa sér fyrir
alvöru í landinu muni skemmdir af
völdum þeirra kosta ástralska ríkið
um 330 milljarða króna á næstu 30
árum. ■
FRÉTTABLAÐIÐ
25. september 2001 PRIÐJUPAGUR
Samgönguráðherra um sölu Símans:
Vanir að sigla gegn-
um brimgarðinn
hlutafjárútboð Samgönguráðherra
er bjartsýnn á að vel gangi að selja
Símann þegar fram í sækir enda sé
fyrirtækið öflugt. Sturla segir
Símann standa vel í samanburði
við önnur fyrirtæki í Evrópu.
„Hann er mjög sterkur og með hátt
eiginfjárhlutfall. Þá hefur hann
ekki lamast eins og sum símafyrir-
tæki úti í Evrópu, sem keypt hafa
rekstrarleyfi þriðju kynslóðar far-
síma á uppsprengdu verði.“ Hann
segir að þoka verði sölunni áfram
og láta sér ekki bregða þótt eitt-
hvað bjáti á. „Við íslendingar
erum vanir því að sigla í gegnum
brimgarðinn öðru hvoru og það er
ekki alltaf logn,“ sagði ráðherra,
en bætti við að ekki hafi fengist
ákveðin niðurstaða í hvað varð
þess valdandi að ekki gekk betur
en raun bar vitni í fyrstu umferð
sölunnar. „Það eru vafalaust marg-
ir samverkandi þættir, bæði gagn-
vart almenningi og svo gagnvart
stóru fjárfestunum. Umræðan
sem fór fram um verðlagningu og
markaðinn og þróun mála, hefur
STURLA BÖÐVARSSON
Þegar kemur að næstu áföngum í sölu Símans segir ráðherra að menn hljóti að hafa farið
yfir málin og lært af fenginni reynslu.
sjálfsagt ekki farið vel í fólk. Hvað
stærri fjárfestana varðar þá eru
það, aftur á móti, einhverjar dýpri
forsendur sem hafa leitt til að líf-
eyrissjóðirnir og stærri fjárfestar
hafa ekki komið inn.“ Sturla segir
að farið verði yfir málin og reynt
að átta sig á þeim og svo reynt að
koma til móts við markaðinn með
upplýsingum um stöðu fyrirtækis-
ins og frekari rökstuðningi fyrir
verðlagningunni. ■
Miklu mun-
ar á ráðu-
neytum
Utgjöld sjávarútvegs- og umhverfisráðuneyta á
síðasta ári innan við 80% af endanlegum Qár-
heimildum. Heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið fór mest fram úr fjárheimildum í krón-
um talið en samgönguráðuneytið var nær
milljarði innan heimilda. Staðan allt önnur ef
mið er tekið af upphaflegum fjárlögum.
fjárútlát rikisins Miklu munaði á
því hversu vel ráðuneytum tókst
að halda sig innan heimilda fjár-
laga og fjáraukaheimilda á síðasta
ári. Sjávarútvegsráðuneyti og um-
hverfisráðuneyti skiluðu rúmlega
fimmtungi fjárheimilda sinna í
rekstrarafgang og fjárútlát tvegg-
ja ráðuneyta til viðbótar, utanrík-
isráðuneytis og iðnaðarráðuneytis
voru nær tólf prósent innan heim-
ilda. Landbúnaðarráðuneytið fór
hins vegar mest umfram heimildir
í prósentum talið eða um 4,3%.
Það voru hins vegar heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneyti annars
vegar og samgönguráðuneytið
hins vegar sem voru fjærst áætl-
aðri útgjaldaþörf í krónum talið
þegar ríkisreikningur var gerður
upp. Heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytið fór 584 milljónir króna
fram úr heimildum sem þó nemur
innan við einu prósenti af heimild-
um ráðuneytisins. Samgönguráðu-
neytið var nær milljarði innan
fjárheimilda og er það um 200
milljónum króna meira en það
ráðuneyti sem næst kemur. Stóran
hluta þessarar fjárhæðar, eða 800
milljónir, má rekja til þess að verk-
efnum Vegagerðar var frestað.
Staðan er hins vegar allt önnur
FJÁRLÖG LOKAFJÁRLÖG OG ENDANLEC ÚTKOMA
RÁÐUNEYTI FJÁRLÖG LOKAFJÁRLÖG RÍKISREIKNINGUR
Félagsmálaráðuneyti 11.201.800.000. 11.242.558.000. 11.266.292.000.
Umhverfisráðuneyti 2.767.600.000. 3.621.857.000. 2.841.767.000.
Sjávarútvegsráðuneyti 2.453.200.000. 3.245.375.000. 2.508.409.000.
Menntamálaráðuneyti 21.699.200.000. 22.984.355.000. 22.459.236.000.
Iðnaðarráðuneyti 2.465.900.000. 2.979.487.000. 2.630.725.000.
Samgönguráðuneyti 12.513.400.000. 14.287.131.000. 13.315.294.000.
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 10.891.500.000. 11.701.970.000. 11.573.779.000.
Landbúnaðarráðuneyti 8.971.400.000. 9.106.639.000. 9.502.476.000.
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti 73.667.100.000. 77.894.647.000. 78.479.090.000.
Æðsta stjórn ríkisins 1.996.800.000. 2.196.541.000. 2.149.409.000.
Viðskiptaráðuneyti 1.259.500.000. 1.482.741.000. 1.404.321.000.
Hagstofa íslands 336.700.000. 369.934.000. 378.387.000.
Forsætisráðuneyti 1.223.200.000. 1.541.293.000. 1.458.527.000.
Utanríkisráðuneyti 3.778.000.000. 5.451.623.000. 4.807.020.000.
Fjármálaráðuneyti 24.533.400.000. 49.754.448.000. 48.981.311.000.
umhverfisráðuneyti
Rekstur umhverfisráðuneytisins á síðasta
ári var rúm 20% innan þeirra fjárheimilda
sem því var ætlað í lokafjárlögum.
ef miðað er við fjárlög síðasta árs
eins og þau voru samþykkt á Al-
þingi í árslok 1999. Samkvæmt
þeim fóru einstök ráðuneyti allt að
49,1% fram úr fjárlögum á síðasta
ári. Mestu munar hjá fjármála-
í’áðuneyti sem var úthlutað 24,5
milljörðum króna á fjárlögum en
endaði árið með útgjöld upp á 49,8
milljarða króna. Það er að mestu
tilkomið vegna lífeyrisskuldbind-
inga upp á 17,5 milljarða og af-
skrifaðar skattakröfur upp á 7,4
milljarða sem tekið var tillit til
þegar ráðuneytinu var úthlutað
rúmum 25 milljörðum króna á
fjáraukalögum og frumvarpi til
lokafjárlaga sem þýddu að fjár-
málaráðuneytið var innan heim-
ilda. Félagsmálaráðuneytið var
næst fjárlögum en útgjöld þess
2000 voru 0,6% umfram fjárlög. ■
Smáralind:
Fimm daga opnunarhátíð
viðskipti. ViO opnun
Smáralindar er gert ráð
fyrir fimm daga opnunai’-
hátíð og sagði Þorvaldur
Þorláksson, markaðsstjóri
Smáralindar, að búast
mætti við að einhver til-
boð yrðu í gangi fyrir al-
menning. Framkvæmdir
ganga eftir áætlun og er
ekki að sjá annað en að
opnun verslunarmiðstöðv-
arinnar verði á áætlun, 10.
október næstkomandi.
Hugmyndin að Smára-
lind kviknaði fyrir sex
;;— —XF~
%
• ly, . •
íwhhNHBéú* " ÉÉÍN ÍBiMlM SSp’Jiii
VETRARGARÐURINN
Gólfflötur í Vetrargarðinum er á við gólfið í Laugardalshöllinni.
árum síðan og hefur mikið vatn
runnið til sjávar til dagsins í dag.
Smáralind er 63.000 fermetrar að
stærð, leigurými er 40.000 fer-
metrar, þar af verslunarrými um
33.000 fermetrar. Afþreyingar-
miðstöó Smáralindar er
um 9.000 fermetrar og
þar af er Vetrargarður-
inn 1.750 fermetrar með
900 fermetra sýningar-
svæði sem býður upp á
mikla möguleika. Að
sögn Þorvaldar er gert
%$£&&& ráð fyrir að þar verði
boðið upp á lifandi tón-
list, listsýningar og aðr-
ar óvæntar uppákomur,
einkum um helgai’. í af-
þreyingarmiðstöðinni
verða veitingastaðir auk
kvikmyndahúsa en
fimm salir verða í gangi sem
hægt er að nýta sem ráðstefnu-
sali. ■
[lögreglufréttirI
Mikil gleði ríkti á Akranesi á
sunnudagskvöldið þegar
menn fögnuðu íslandsmeist-
aratitli IA í knattspyrnu. Að
sögn lögreglunnar safnaðist fólk
saman í mióbænum og hyilti
íþróttakappana þegar þeir komu
heim með bikarinn. Taldi við-
mælandi Fréttablaðsins að hátt í
tvö þúsund manns hafa verið
samankomin. Allt hafi farið frið-
samlega fram og þjóðhátíðar-
stemming ríkt.
Lögregian á Höfn hafði í nógu
að snúast á föstudagskvöldið
vegna ölvunaróláta. Hafa þurfti
afskipti af ungu fólki sem ekki
hafði aldur til að drekka áfengi,
heimiliserjur voru tíðar og al-
menn ólæti. Á laugardagskvöld-
inu var aftur á móti mjög rólegt
í bænum.