Fréttablaðið - 26.09.2001, Síða 2
KJÖRKASSINN
KLÚÐUR EÐUR El?
Naumur meirihluti
kjósenda á visi.is er
sammála samgöngu-
ráðherra um að Búnað-
arbankinn eigi þátt i
því að sala á hlutabréf-
um í Landssímanum til
alemnnings klúðraðist.
Kiúðraði Búnaðarbankinn
Landssímasöiunni?
Niðurstöður gærdagsins
á wvw.vísir.is
Spurning dagsins í dag:
Ertu sammála tillögum um að leggja 1-2
milljarða veiðileyfagjald á útgerðina?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína.skoðun
Guðbrandur Sigurðsson:
Víðtækari
sátt
enpurskoðunarnefndin „Ég held
að þarna sé leið til að ná víðtækari
sátt um fiskveiðistjórnina en
hingað til hefur
verið“, segir Guð-
brandur Sigurðs-
son, framkvæmda-
stjóri ÚA, um til-
lögur meirihluta
endurskoðunar-
nefndar. „Það sem
menn eru að reyna
að gerá er að finna
víðtækari sátt um
það fiskveiðistjórn-
kerfi sem við búum
við í dag. Meirihluti
nefndarinnar telur
að rétta leiðin til
þess sé að taka upp
auðlindagjald. Það
mun auka kostnað útgerðarinnar
og hún verður því að hafa leiðir til
að mæta þeim kostnaði," segir
Guðbrandur og vísar þar til þess
að lagt er til að heimilt verði að
framselja allt að 75% kvóta og að
heimilt verði að framselja veiði-
heimildir til fiskvinnslustöðva.
Guðbrandur segist bjartsýnn á
að stöðugleiki í greininni aukist
verði farið að tillögunum. „Það er
ljóst að umræða um framtíð þess-
ara mála hefur hamlað hagræð-
ingaraðgerðum í sjávarútvegi pg
nauðsynlegri fjárfestingu. Ég
vona að menn ræði þessi mál
skynsamlega og auki stöðug-
leika.“ Slíkan stöðugleika segir
hann ekki að finna í tillögum
minnihlutans. „Af þeim myndi
skapast mikill óstöðugleiki sem
væri með öllu óásættanlegur." ■
ALDREI
EINHUGUR
Pað er Ijóst að
það verður
aldrei einhugur
um fiskveiði-
stjórnina en
það, má ná víð-
tækari sátt.
Koizumi hittir Bush:
Styður
Bush
WSHINGTON.
AP
____ Junichiro
Koizumi, forsætisráðherra Jap-
ans, sagði í gær að Japanir ætl-
uðu sér að bjóða fram læknisað-
stoð, hjálp til flóttamanna og að-
toð við birgðaflutninga ef kemur
til átaka í baráttunni við hryðju-
verkamenn. „Við Japanir stönd-
um með Bandaríkjunum í barátt-
unni við hryðjuverkamenn,"
sagði Koizumi að loknum fundi
hans og Georgs W. Bush, forseta
Bandaríkjanna.
Bush sagði að þeir Koizumi
hefðu rætt um hvernig vænleg-
ast væri að frysta fé hryðju-
verkamanna. Japan er í hópi sjö
helstu iðnríkja heims en leiðtog-
ar þeirra hafa allir samþykkt að
grípa til aðgerða sem komi í veg
fyrir að hryðjuverkamenn geti
nálgast sjóði í ríkjum þeirra.
Japönsk dagblöð sögðu í gær
frá því að Japani hafi í hyggju að
senda herskip til Indlandshafs í
vikunni. Skipin munu sinna
njósnastarfi og aöstoða flug-
móðuskipið USS Kitty Hawk. ■
FRETTA&LAÐþÐ----
-26,-september iOOt - IVHDVIKUDAOUR
Stjórn Sádi-Arabíu:
Slítur öll tengsl við talibana
DUBAi, ap Stjórnvöld í Sádi-Ar-
abíu hafa slitið stjórnmála-
tengsl við talibanastjórnina í
Afganistan. Þar með er Pakist-
an eina ríkið sem viðurkennir
talibanastjórnina sem réttmæt
stjórnvöld í Afganistan.
Stjórnin í Sádi-Arabíu sendi
í gær frá sér yfirlýsingu þar
sem hún segir talibana vera að
eyðileggja orðstír íslams og
múslima í heiminum.
Stjórn Sádi-Arabíu segist í
yfirlýsingunni hafa stutt af-
gönsku þjóðina í baráttu fyrir
ingu og eyðileggingu í heimin-
um.“
í yfirlýsingunni leggur
stjórn Sádi-Arabíu þó áherslu á
að standi áfram með afgönsku
þjóðinni. Auk Pakistans og
Sádi-Arabíu viðurkenndu Sam-
einuðu arabísku furstadæmin
talibana þegar þeir komust til
valda 1996. Furstadæmin slitu
öll stjórnmálatengsl við tali-
banastjórnina fljótlega eftir
síðasti sendiherrann hryðjuverkin í Bandaríkjun-
Abdul Salam Zaeef (fyrir miðju) er sendiherra I Pakistan, um. Pakistan hefur kallað
eina landinu sem enn er með tengsl við talibana. sendiherra sinn Og alla erind-
sjálfstæði. Talibanar hafi hins veg- þá til þess „að fremja hryðjuverk reka heim frá Kabúl, en sendiráð
ar notað völd sín til þess að styðja sem valda friðsömu og saklausu talibana í íslamabad í Pakistan
við bakið á glæpamönum og hvatt fólki hryllingi og útbreiða skelf- verður opið áfram.B
m
að útboð á
Svo gæti farið að ákvörðun um skráningu verði í höndum kjölfestuQár-
festis sem fær meirihluta í stjórn fyrir 25% eignarhlut í félaginu.
símaútboð Áform ríkisins um að
koma Landssímanum á almennan
markað gæti verið í uppnámi vegna
dræmrar þátttöku í almenningsút-
boði liðinnar viku. Ein af meginfor-
sendum framhalds einkavæðing-
unnar var að tækist að selja þau
15% í félaginu sem Verðbréfaþing-
ið setti sem skilyrði fyrir skrán-
ingu. Það tókst ekki og er óljóst
______Ahvort eða hvenær
Mikill áhugi á
kjölfestuhlut-
af skráningu verð-
ur. 17 aðilar lýstu
INJUIICJLUIIIUl áh ^ f
anum skýrist kjolfestufiárfestar
ekki SÍSt af því í i
j, , , , i öímanum. þaf a
að salan a al
meðal íslensku fyr-
mennmgshlut- irtækin Opin Kerfi,
anum, og par Hringiðan og Norð-
með skráning urljós, en 25% hlut-
á VÞl, hafi ur i félaginu gefur
mistekist. meirihluta í stjórn.
Akvörðunum Fréttablaðið
skráningu hefur heimildir
gæti legið hjá fyrir því að mikill
slíkum fjár- áhugi á kjölfestu-
festi. hlutanum skýrist
—4— ekki síst af því að
salan á almennings-
hlutanum, og þar með skráning á
VÞÍ, hafi mistekist. Ákvörðun um
skráningu gæti legið hjá slíkum
fjárfesti svo lengi sem ekki verður
búið að skrá fyrirtækið þegar'ný
stjórn tekur við.
„Ég veit ekki til þess að sérstak-
lega hafi verið gert ráð fyrir þess-
ari stöðu í útboðslýsingunni. Það
má einnig vera að einkavæðingar-
nefnd hafi ekki hugsað þetta til
enda, en því þurfa nefndarmenn að
svara,“ sagði Yngvi Örn Kristins-
son, framkvæmdastjóri verðbréfa-
sviðs Búnaðarbankans, þegar hann
LANDSSÍMINN
Væntanlegur kjölfestufjárfestir greiðir 10 milljarða fyrir yfirráð yfir 40
milljarða króna fyrlrtæki. Sú staða gæti komið upp að skráning Símans
á hlutabréfamarkað velti á ákvörðun slíks fjárfestis.
var spurður um
hvort óvissa varð-
andi skráningu á
VÞÍ setti einkavæð-
ingaráformin í upp-
hreinn nárn. Hvorki náðist í
J’0FJ-SS,01)1 Hrein Loftsson, for-
Ekki naðist i for- • ■ ,.
mann einka- manl} emkayæðmg-
væðinganefndar arnefndar, né Skarp-
í gær. héðinn Steinarsson,
starfsmann nefndar-
innar, í gær.
„Það er verið að skoða það mál,“
sagði Yngvi þegar hann var spurð-
ur að því hvort önnur tilraun yrði
gerð til að selja það ekki tókst að
selja í almenningsútboðinu, en hjá
stjórnvöldum hefur komið fram
vilji til að ljúka sölunni á tæplega
helmingi fyrirtækisins fyrir árslok.
Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri
Símans, sagðist í Fréttablaðinu í
gær telja að óvissa um kjölfestu-
fjárfesti hafi haft hvað mest að
segja um lítinn áhuga almennings.
Innanbúðarmenn í Búnaðar-
bankanum staðfesta að bankanum
hafi verið umhugað um að salan í
almenningsútboðinu gengi upp.
Meðal annars til að koma í veg fyr-
ir þá óvissu um skráningu Símans á
VÞÍ sem nú er uppi hafi bankinn
farið fram á það við erindreka
stjórnvalda áður en útboðið var
haldið að annaðhvort yrði verð
bréfanna lækkað eða útboðinu
frestað.
matti@frettabladid.is
Hlaup í Súlu:
A upptök sín
í Grænalóni
JÖKULHLAUP Hlaup hófst í gær í
ánni Súlu sem sameinast Núps-
vötnum, vestast á Skeiðarársandi í
Vestur-Skaftafellssýslu. Hlaupið
mun hið stærsta frá 1986. Lögregl-
an á Kirkjubæjarklaustri og vega-
gerðarmenn fylgdust með ánni
sem var mórauð og lyktaði af
hverlalykt en ekki var talið að brýr
eða önnur mannvirki væru í hættu.
Að sögn lögreglu flugu jarðvís-
indamenn yfir svæðið og staðfestu
þeir að hlaupið ætti upptök sín í
Grænalóni. Ekki var talin ástæða
til að vakta hlaupið í nótt eins og
upphaflega var gert ráð fyrir. ■
Sævar Gunnarsson:
Stríðsyflr-
lýsing við
sjómenn
ENDURSKOÐUNARNEFND „Mér líst ekki
á þessa niðurstöðu meirihlutans",
segir Sævar Gunnarsson, Sjó-
mannasambands íslands. „Þeir
vilja viðhalda braskinu og auka það
með því að leyfa nú framsal til fisk-
vinnslunnar. Það hefur verið okkar
baráttumál frá upphafi að afnema
framsalið en það er gengið þvert á
þann vilja okkar. Nú er sagt við þá
sem eru í útgerð og vinnslu að þeir
geti flutt heimildir sín á milli og
sagt sjómönnum svo að þeir geti
veitt fyrir ákveðið verð.“
Sævar segir að verði farið að til-
lögum meirihluta nefndarinnar sé
ekki verið að leita að því að ná sátt
um fiskveiðistjórnina. „Þetta er
stríðsyfirlýsing við sjómenn og
byggir meira og minna á hugmynd-
um útvegsmanna. Þeir lýstu því
yfir að þeir væru sáttir við hóflegt
auðlindagjald svo framarlega sem
það væri tekið af óskiptum hlut,
þannig að aðrir greiddu gjaldið fyr-
ir þá. Það er reyndar ekki tekið
fram nú en það kæmi mér ekki á
óvart að við því yrði orðið síðar
meir. ■
Landssíminn:
Soros vill
Símann
einkavæðing Fjárfestingarsjóður á
vegum ungverska fjármálasnill-
ingsins Georg Soros er meðal þeir-
ra erlendu sjóða sem segjast hafa
áhuga á að gerast kjölfestufjárfest-
ir í Landssímanum. Georg Soros
náði heimsfrægð þegar hann græd-
di gríðarlega fjármuni á því að
spila á gengi breska pundsins og
þvinga fram fall þess. Sjóðurinn,
sem nú vill kaupa hlut í Landssím-
anum heitir Soros Private Equity
Partners, en hann hefur m.a. fjár-
fest fyrir tugi milljarða króna í
tölvu- og fjarskiptaiðnaðinum beg-
gja vegna Atlantshafsála. ■
Dómsmálaráðherra bregst við hryðjuverkunum vestanhafs með lagabreytingatillögum:
Vill rýmka heimildir lögreglu
hrvðjuvebk Þörfin á endurskoðun
laga vegna hryðjuverkaógnar var
rædd á fundi ríkisstjórnar í gær-
morgun. Sólveig Pétursdóttir,
dóms- og kirkjumálaráðherra,
lagði fram minnisblað um breyt-
ingar sem einkum snúa að refsi-
löggjöf, lögreglu- og öryggismál-
um. Þá ræddi hún nauðsyn þess að
fullgilda samninga Sameinuðu
þjóðanna um fjármögnun hryðju-
verkastarfsemi og um skipulagða
glæpastarfsemi. Jafnframt sagði
ráðherra að auka þyrfti heimildir
lögreglu til sérstakra rannsóknar-
aðgerða sem nauðsynlegar væru
við rannsókn alvarlegustu brota,
s.s. hryðjuverka og brotum þeim
tengdum. „M.a. þarf að kanna
skyldur síma- og internetþjónusta
til að skrá og varðveita yfirlit um
fjarskipti, hlerunarheimildir og
leynilegt eftirlit með grunuðum
mönnum. Þá þarf að kanna leiðir
til að vernda vitni í málum er
varða hryöjuverk," sagði hún. Sól-
veig sagði einnig að fljótlega legði
hún aftur fram á þinginu frum-
varp til nýrra útlendingalaga. „í
því eru enn skýrari heimildir en í
núgildandi lögum til að synja út-
lendingum um landgöngu eða
dvalarleyfi vegna öryggis ríkisins
eða þjóðarhagsmuna," sagði hún
og bætti við að einnig þyrfti að
skoða lög um framsal sakamanna
SÓLVEIG PÉT-
URSDÓTTIR
Dómsmálaráð-
herra býst við
þverpóiitískri
samstöðu um að-
gerðir gegn
hryðjuverkum.
í ljósi nýrra til-
lagna á vettvangi
Evrópusambands-
ríkjanna.
Sólveig segir
þær breytingar
sem snúi að al-
þjóðasamfélag-
inu mest áríð-
andi. „Og svo alls
kyns eftirlit með
grunuðum af-
brotamönnum,"
bætti hún við og
tiltók að í bígerð
væri að nota
Schengen samstarfið meira í því
sambandi, en dómsmálaráðu-
neytið væri í góðri samvinnu við
utanríkisráðuneyti í þeim efn-
um. „Við leggjum auðvitað okkar
af mörkum hér á landi eins og
annars staðar og ég á ekki von á
öðru en um það verði þverpóli-
tísk samstaða," sagði hún en
áréttaði jafnframt að vissulega
væru þessi mál vandmeðfarin,
sérstaklega þegar kæmi að
rýmkuðum heimildum lögreglu.
„Við þurfum að skoða þetta mjög
vel því við megum heldur ekki
ganga of langt,“ sagði hún og til-
tók að málin væru til skoðunar í
ráðuneytinu og ekki komið að
ákvörðunum.
oli@frettabladid.is