Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2001, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 26.09.2001, Qupperneq 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 26. september 2001 IVIIÐVIKUPACUR I Ri 1 l'ABl AOIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: fsafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS Hvernig er staða sveitarfélaga almennt á kosningavetri, spyr bréfritari. Slœm staða Ánægður lesandi I Hafnarfirði, 190828-2479, skrifar: bæjarfélöc Athyglisvert var að lesa grein ykkar um slæma stöðu bæjarsjóðs Húsavíkur. Vissulega væri fróðlegt fyrir lesendur að fá fregnir frá fleiri sveitarfélögum um stöðu mála í þessum efnum, ekki síst vegna komandi kosninga á næsta vori. Hvað bæjarfélög á landinu eru verst sett í þessum efnum og hverjir eru með minnstu skuldirn- ar? Er landsbyggðin verr sett en höfuðborgarsvæðið? Fréttnæmt væri að fá fregnir af þessum hlut- um. Bakþankar á baksíðum blaðs- ins eru fyrirmyndar pistlar og margt fleira, sem mér fellur vel í geð. Með bestu óskum um áfram- haldandi gott gengi. ■ | LEIÐRÉTTINC ~~| Minningarsjóður Valgeirs M.: Rangt föðurnafn líknarsjóður í Fréttablaðinu í gær var sagt frá nýstofnuðum líknar- sjóði til styrktar utangarðsmönn- um. Er sjóðurinn til minningar um Valgeir Magnús Gunnarsson. Rangt var farið með föðurnafn Valgeirs og var hann sagður Magnússon. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. Þá hafa komið fyrirspurnir um nánari upplýsingar hvert skila á fram- lögum og er hér með orðið við því: Reikningsnúmer: 0547-14-602350 á kennitölu 130746-3069. ■ Sita Þakniðurföll Eigum á lager þakniðurföll, með eða án hita. Með mismunandi dúkum til álímingar eða suðu v Ármúla 21, Sími: 533-2020 Þrætueplið Eitt mesta þrætuepli síðari tíma í íslenskum stjórnmálum virð- ist nú vera orðið svo þroskað eftir 30 áratugi, að meirihluti þing- heims geti hugsað sér að kyngja því í haust. Landsfundi Sjálfstæð- ..4.. isflokksins er ætl- „Af hverju má að að sýna fram á ekki markað- að Það sé ohæ«- urinn ráða?" Hagsmunasamtok kvotaeigenda og bæjarstjórnir á landsbyggðinni munu halda því að þingmönnum að eplið sé eitrað, en svo mörg heilbrigðisvottorð hafa verið gefin út, að á það er ekki lengur hlustað. Sú grundvallar- hugsun að fyrir afnot af auðlind- um, sem þjóðin á, eigi að koma gjald, byggist á gildum rökum sem loks er að ná þroska hagfræði- og sanngirnissjónar- miða. Gjaldið hamlar gegn auð- lindasukki því að það sem menn nýta ókeypis er því miður oftast lítils virt. Ýmsir munu finna að því að veiðileyfagjaldið sé til málamynda, svokallað „hóflegt gjald“, og að friðkaupin sem fel- ast í eyrnamerkingu hluta þess til fiskeldis og ferðaþjónustu sé gamaldags byggðastefna. Meira er þó um vert að hugsanlega verð- ur festur í lög grundvallarskiln- ingur sem hlýtur að gilda fyrir all- ar auðlindir þjóðarinnar. Engin sátt verður um fiskveiði- kerfið þótt þessi meginhugsun kunni að verða almennt viður- kennd. Það verður áfram rekið með kvótum sem eru að stofni til MáLmanna Einar Karl Haraldsson fjallar um veiðigjald „gjöf“ frá þjóðinni en hafa gengið kaupum og sölum milli útgerðar- aðila. Nú verður á þá lagt en ekk- ert heimt til baka. Margir eru þeirrar skoðunar að vinda eigi ofan af þessu kerfi með því að markaðsvæða kvótana að fullu á 6 - 10 ára aðlögunartímabili. Það fæli í sér innköllun á veiðiheim- ildum til ríkisins og endurleigu þeirra til hæstbjóðenda hverju sinni. Af hverju má ekki markað- urinn ráða í sjávarútvegi eins og í öðrum atvinnugreinum? Það yrði væntanlega best fyrir sjávarút- vegsfyrirtækin til lengdar, en svo gífurlega samansúrraðir millj- arðahagsmunir standa vörð um óbreytt ástand að við því verður ekki hróflað. ■ Fylgjast með mannréttindabrotum Norræn mannréttindavakt í Palestínu: ÁTÖK A VESTURBAKKANUM Ungír Palestínumenn flýja undan ísraelskum hermönnum eftir að til átaka milli þeirra kom á Vestur-Bakkanum. hjálparstare Fyrir ári hófu Palest- ínumenn á hernumdu svæðunum í ísrael aðra uppreisn sína gegn her- náminu þegar mörgum hverjum þótti útséð um árangur af friðar- viðræðum. Nærri stöðug átök hafa staðið síðan milli ísraelsmanna og Palestínumanna með mannrétt- indabrotum á báða bóga. Hjálparstofnanir og mannrétt- indasamtök á Norðurlöndunum ætla á næsta ári að senda tvo tíu manna hópa til hernumdu svæð- anna sem hafa það hlutverk að fylgjast með því sem er að gerast þar, skrá niður mannréttindabrot sem þeir verða vitni að og fylgjast jafnframt með þeim áhrifum sem átökin hafa á daglegt líf bæði Palestínumanna og ísrealeskra fjölskyldna. Síðan er meiningin að þeir taki saman skýrslu um það sem fyrir augu bar þegar heim er komið. Hóparnir dvelja þarna í sex mánuði hvor, og verður þeim skipt í tvær sex manna sveitir. Önnur verður í Jerúsalem en hin væntan- lega á Gazasvæðinu. Meginhug- myndin er samt sú að hóparnir verði sýnilegir og hafi með því þau áhrif að fæla bæði ísraelska her- menn og landnema frá því að fremja mannréttindabrot. Einnig eiga þeir að taka þátt í því hjálparstarfi sem fram fer hjá samstarfsaðilum okkar, til dæmis vera í sjúkraskýlum eða heilsu- gæslustörfum og rétta hjálpar- hönd þar, auk þess að sinna mann- réttindafræðslu og taka þátt í öðru mannréttindavakt „Við höfum ákveðið að leggja eina milljón í þetta,“ segir Jónas Þórisson hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, „og væntanlega getum við leitað til stjórnvalda að auki. Hugmyndin er sú að senda tvo fulltrúa frá ís- landi, en auðvitað fer það eftir því hvort menn eru tilbúnir til að gefa sex mánuði af tíma sínum í þetta, því þetta er sjálfboða- starf.“ Annars vegar er talað um að upplýsingastai’fi þessara samtaka sem við eigum í samstarfi við þarna. Þetta eru bæði kristin sam- tök, hjálparstofnanir og kirkjur, og önnur frjáls félagasamtök sem Hjálparstofnun kirkjunnar: þátttakendurnir í þessu verkefni verði læknanemar á síðasta ári eða sem tengjast kirkjunni, til dæmis einhverjir sem eru vanir því að safna saman upplýsingum og sinna fræðslu. „Svo fara menn á tíu daga námskeið þar sem hóp- urinn hittist og farið verður í gegnum öll þessi atriði áður en haldið verður af stað. Auðvitað verður líka gætt fyllsta öryggis. Þarna verða menn sem eru þaul- vanir í friðargæslu og eftirliti ORÐRÉTT danska hjálparstofnun kirkjunnar hefur fyrst og fremst haft beint samband við. Það eru Danska hjálparstofnun- in, Mannréttindaskrifstofan í Dan- sem munu leiða þessa hópa,“ seg- ir Jónas. „Við íslendingar höfum fyrst og fremst haft samstarf við lút- ersku kirkjuna í Jerúsalem og palestínumenn þar. Við höfum stutt þar rekstur Viktoríu-sjúkra- hússins, en þangað koma margir til meðhöndlunar eftir átökin. Það er svo í beinu framhaldi af þessu starfi sem þessi hugmynd um mannréttindavaktina kom upp.“ ■ mörku og Alþjóðleg samtök lækna í Danmörku sem fjárhagslega standa straum af þessu verkefni en danska og íslenska hjálparstarf- ið sjá um framkvæmdai’hliðina. ■ Segist ekki vita til þess að skípulagt hafi verið mannréttindaeftirlit sem fyrst og fremst hafi það hlutverk að koma í veg fyr- ir mannréttindabrot með því að vera sýni- legt á staðnum. BJÖRN BJARNASON Samkeppni um aðstöðu fyrir þekkingar- þorp Gjafakort bjarga ekki miðbænum SAMKEPPNI „Daginn eftir að Há- skóli íslands kynnti hugmyndirn- ar um þekkingarþorpið ákvað bæjarstjórn Garðabæjar að aug- lýsa deiliskipulag á svæði fyrir þekkingarfyrirtæki eða hátækni- garð á Urriðaholti. Er þar með stefnt að því, að á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu verði slík- ir þekkingarkjarnar og vafalaust fjölgar þeim, ef að líkum lætur.. ... Samkeppni um aðstöðu fyrir þekkingarþorp er nýmæli hér á landi og engin reynsla af slíku. Verður spennandi að sjá, hver framvindan verður í þessu efni. Það var vissulega nokkuð skrýtið að sjá borgarstjóra og fleiri boða til blaðamannafundar í Þjóðmenn- ingarhúsinu og kynna gjafakort til að styrkja stöðu miðbæjarfyr- irtækja vegna þess að Smáralind verður opnuð 10. október. Bar sú kynning öll merki þess af hálfu borgarinnar, að hún væri í mikilli varnarstöðu, enda er yfirbragð miðborgarinnar næsta dapurlegt, eins þeir sjá, sem leggja þangað leið sína. Við kynninguna á þekk- ingarþorpinu í Háskóla íslands lét ég þess getið, að með því og hinu stóra verkefninu, sem einnig tengist starfssviði menntamála- ráðuneytisins og kennt er við tón- listarhús, væri verið að skapa al- veg nýjar forsendur í þróun mið- borgar Reykjavíkur. Er brýnt að það verði gert, því að miðborgar- starfseminni verður ekki bjargað með gjafakortum, jafnvel þótt þau séu kynnt af borgarstjóran- um. „ Af heimasíðu Björn Bjarnasonar menntamálaráðherra, bjorn.is Leitar að sjálfboðaliðum AP/ELIZABETH DALZIEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.