Fréttablaðið - 26.09.2001, Page 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
26. september 2001 IVIIDVIKUDAGUR
Bandaríkin, Rússland og
Kina:
Með SÞ gegn
hryðjuverkum
5AMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR.flP Yfirlýsing
Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu
þjóðanna á mánudag þar sem hann
óskaði eftir því að Sameinuðu þjóð-
irnar gegndu stóru hlutverki í hinni
alþjóðlegu baráttu gegn hryðju-
verkum, hefur fengið góðan hljóm-
grunn hjá Bandaríkjunum, Rúss-
landi og Kína. Igor Ivanov, utanrík-
isráðherra Rússlands, sagði m.a. að
Sameinuðu þjóðirnar eigi að gegna
forystuhlutverki í alþjóðlegri bar-
áttu gegn hryðjuverkum. Varaði
hann auk þess við hvers kyns að-
gerðum þjóða gegn hryðjuverkum
sem brotið gætu alþjóðleg lög. ■
KOMIN TIL PAKISTAN
Sendinefnd Evrópusambandsins er komin
til Pakistan. Hér sést hún funda í Islama-
bad I Pakistan. Javier Solana, yfirmaður ut-
anríkis- og öryggismála hjá ESB, er lengst
til vinstri.
Sendinefnd ESB:
Ætlar að
aðstoða
Pakistana
islamabad.pakistan.ap Sendinefnd
Evrópusambandsins er komin til
Pakistan. Hefur hún m.a. heitið
því að aðstoða Pakistana við að
taka á móti þeim mikla fjölda
flóttamanna sem búist er við að
muni streyma inn í landið frá
Afganistan ef Bandaríkin ákveða
senda herlið sitt þangað. Pakistan
er fyrsti viðkomustaður sendi-
nefndarinnar, en meðlimir hennar
ætla á næstu dögum að ferðast um
Mið-Austurlönd til að leita eftir
stuðningi í baráttunni gegn
hryðjuverkum. Vill sendinefndin
koma því á framfæri að baráttan
gegn hryðjuverkum sé ekki bar-
átta gegn islamstrú. „Við vitum að
öfgafólk hefur undanfarna daga
varpað rýrð á islamstrú. Við vit-
um einnig að það er út í hött að
dæma islam vegna þessara illsku-
verka, alveg eins og það er út í
hött að dæma, t.d. kristna trú eða
Vesturlönd af verkum aðskilnað-
arhreyfingar Baska eða írska lýð-
veldishersins,“ sagði Chris Patten
talsmaður sendinefndarinnar. ■
' .....
Franska ríkisstjórnin:
Flugfélög
fá ábyrgð
parís.ap Franska ríkisstjórnin td-
kynnti í gær að hún ætli að veita
flugfélögum í landinu fjárhags-
tryggingu til skamms tíma vegna
ástandsins sem skapast hefur
vegna hryðjuverkaárásanna á
Bandaríkin. Tryggingin mun nema
rúmlega 5 milljörðum króna og
gildir hún að minnsta kosti næsta
mánuðinn. Yfirlýsingin kom í kjöl-
far ákvörðunar fjármálaráðherra
innan Evrópusambandsins um síð-
ustu helgi að tryggja það að flugfé-
lög innan ESB verði aðstoðuð
vegna núverandi ástands í flug-
málum í heiminum. I síðustu viku
vöruðu evrópsk flugfélög við því
að þau gætu þurft að leggja niður
starfsemi sína vegna þess að
tryggingafélög voru ekki tilbúin til
að veita þeim nægilega tryggingu
fyrir mögulegum hryðjuverkum
eða hernaðaraðgerðum. ■
Hinn ungi bin Laden:
Var feiminn og kurteis
london.ap Osama bin
Laden var feiminn og
afar kurteis þegar hann
var 13 ára gamall. Þetta
segir breskur kennari
sem kenndi honum ensku
í skóla í Sádi Arabíu.
„Hann var afar kurteis,
þögull og ég myndi segja
að hann hafi verið mjög
feiminn. Hann var ekki
með bestu einkunnirnar í
bekknum, en heldur ekki
heldur þær lökustu.
Hann var miðlungsnem-
andi,“ sagði hinn 69 ára gamli Bri-
an Fyfield-Shayler í nýlegu viðtali
BIN LADEN
Samkvæmt gömlum enskukennara bin Laden var hann sem drengur
afar feiminn og kurteis.
á breskri sjónvarpsstöð. „Hann
var reyndar í öðrum af tveimur
bestu skólunum í land-
inu og því eflaust einn
af 50 til 60 bestu nem-
endunum á hans aldri,“
sagði hann. Bætti
Shayler því við að bin
Laden gæti hafa verið í
uppreisn gegn hinum
vestrænu kennslu-
brögðum sem notuð
voru í skólanum. „Ef ég
lít til baka þá hefðum
við eflaust getað kennt
vísindi og erlend tungu-
mál og einblínt á notkun
skólabúningum á aðeins var-
færnislegri hátt.“
Ilögreglufréttir
Vörubíll valt í beygjunni að
Nesjavöllum á Geithálsi
fyrri part dags í gær. Vörubíll-
inn var með malarfarm en ekki
urðu slys á fólki og vegurinn
fáfarinn. Bílstjóri vörubílsins
var þó eitthvað stirður eftir
veltuna. Verið var að vinna við
að koma bílnum aftur á hjólin
þegar Fréttablaðið hafði sam-
band við lögreglu.
Eitthvað sinnaðist skólapilti
við skólafélaga sína á Hellu
í gær og hljóp út úr grunnskól-
anum. Hafin var leit að honum
og fannst hann stuttu seinna
rétt við bæinn að sögn lög-
reglu.
F ær bor gað fyrir
að planta trjánum
ísólfur Gylfi Pálmason fær eins og aðrir þátttakendur í Suðurlandsskógum um tíu krónur fyrir
hvert tré sem hann fær úthlutað og plantar í landi sínu að Uppsölum. Ekki hefur verið gengið
frá samningi við þingmanninn en hann hefur þó þegar fengið allt að 2500 tré og á von á um 25
þúsund króna greiðslu vegna þeirra.
Menn
verða ekki rík-
ir af þessu,"
segir Björn B.
Jónsson
skógrækt Þrátt fyrir að ísólfur
Gylfi Pálmason hafi þegar fengið
trjáplöntur í þúsundatali frá Suð-
urlandsskógum hafa enn engir
samningar verið gerðir um þátt-
töku alþingismannsins í Suður-
landsskógaverkefninu. í lögum
um Suðurlandsskóga segir að slíka
samninga eigi að
gera og leggja þá
fyrir landbúnaðar-
ráðherra til stað-
festingar.
Að sögn Björns
B. Jónssonar fram-
kvæmdastjóra
Suðurlandsskóga fengu ísólfur
Gylfi og fjölskylda hans allt að
2500 trjáplöntur fyrr á árinu til að
planta á jörðinni Uppsölum. Björn
segir að þegar nýir þátttakendur í
Suðurlandsskógum koma til liðs
við verkefnið sé vaninn að þeir fái
á bilinu 1000 til 2500 trjáplöntur til
að fá tilfinningu fyrir starfinu.
Síðan sé hafist handa við að gera
nákvæma áætlun um skógræktar-
verkefnið á viðkomandi jörð og í
kjölfar þeirrar vinnu sé gengið frá
formlegum samningum um sam-
starfið.
„Það verður uppgjör í desem-
ber. Þá verður gengið frá samn-
ingnum um nytjaskóga á Uppsöl-
um og ísólfur og fjölskylda hans
fá greitt fyrir þá vinnu sem þau
hafa innt af henti," segir Björn.
Greiðslan fyrir hverja trjá-
UPPSALIR
ísólfur Gylfi fær í desember greitt fyrir að hafa sett plöntur frá Suðurlandsskógum á jörð sína Uppsali.
„Menn verða ekki rikir af þessu," segir Björn B. Jónsson
plöntu sem sett er niður og borin á
hana áburður er um tíu krónur að
sögn Björns. ísólfur Gylfi á þan-
nig von á allt að 25 þúsund krónum
fyrir að planta trjánum sem hann
fékk frá Suðurlandsskógum. Þá fá
þátttakendur í Suðurlandsskógum
greitt fyrir ýmsa aðra vinnu teng-
da skógræktinni í framtíðinni.
Þess má geta að alls eru nú um
230 þátttakendur í Suðurlands-
skógaverkefninu. Að sögn Björns
hefur engum sem á annað borð
uppfyllir skilyrði verið neitað um
aðild að verkefninu. Um einni
milljón trjáplantna var plantað á
þessu ári á vegum verkefnisins
og Björn segist gera sér vonir um
að þær verði 1,3 milljón á næsta
ári.
„Það er yndislegt hversu
margir hafa sýnt þessu áhuga ef
haft er í huga að hér er ekki um
mjög arðvænlegan rekstur að
ræða. Menn verða ekki ríkir af
þessu,“ segir Björn.
gar@frettabladid.is
Laglausir þjást einnig
af „tónskorti"
Fólk sem er laglaust getur heldur ekki greint mismunandi tóna. Ástand-
ið ekki talið tengjast skorti á gáfum.
vIsinpi Kanadískur vísindamaður
hefur komist að því að fólki sem
ekki getur haldið lagi virðist ein-
nig vera fyrirmunað að greina í
» sundur mismun-
andi tóna auk þess
að vera taktlaust
með eindæmum.
Að sögn Isabelle
Peretz, vísinda-
manns við háskól-
ann í Montreal,
merkir þetta að
„tónskert" fólk finni ekki fyrir
neinni sérstakri tilfinningu þeg-
ar það hlustar á tónlist. „Fyrir
þetta fólk er það að hlusta á tón-
„Fyrir þetta
fólk er það að
hlusta á tón-
list eins og að
hlusta á erlent
tungumál."
list eins og að hlusta á erlent
tungumál," sagði hún í viðtali á
fréttavef BBC, en rannsókn
hennar birtist í tímaritinu „New
Scientist."
í rannsókninni athugaði Dr.
Peretz hvort fólk gæti greint á
milli tveggja hálftóna (sem jafn-
gilda einum tóni) eða smærri
tóna. Komst hún að því að
„tónskert" fólk gat það ekki, en
hálftónn er minnsta tónbilið í
hinum hefðbundna vestræna tón-
stiga. „Tónskert" fólk gat heldur
ekki greint ranga tóna í þekktum
lögum eða tekið eftir því þegar
mismunandi tónar rákust saman
vegna þess að þeir pössuðu ekki
saman í laginu.
Tim Griffiths, vísindamaður
við háskóla í Newcastle hefur ein-
nig rannsakað „tónskort" hjá
fólki. Telur hann að líkur séu á því
að fólk með slík einkenni vilji ekki
að aðrir komist að ásigkomulagi
þeirra. „Þeir sem þjást [af „tón-
skorti“] setja ef til vill geislaplötu
í græjurnar þegar vinir koma í
heimsókn til þess að það líti út
eins og þeir hafi gaman af tón-
list,“ sagði hann.
Vísindamenn halda því fi'am að
ástæðan fyrir því að fólk geti ekki
greint mismunandi tóna tengist á
SYNGUR I KARAOKE
Margir kannast eflaust við þá þjáningu
sem fylgir því að hlusta á laglaust fólk
syngja.
engan hátt skorti á gáfum, geð-
rænum vandamálum eða skorti á
tónlist í umhverfi þeirra í æsku.
Hins vegar kemur mönnum ekki
saman um hvort tengja má
ástandið við slaka tungumála-
færni.
freyr@frettabladid.is