Fréttablaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 27. september 2001 FIIVMVITUPACUR Borgarráð úthlutar úr borgarsjóði: Golfklúbbur fær 80 milljónir sveitarstjównir Borgarráð Reykja- víkur hefur ákveðið að veita Golf- klúbbi Reykjavíkur 80 milljóna króna framkvæmdastyrk. Styrk- urinn verður greiddur út á næstu þremur árum en hann er ætlaður til framkvæmda við æfingasvæði á Korpúlfsstöðum og Grafar- holtsvelli og til endurbóta á golf- skálum og félagsaðstöðu. Golf er sú íþróttagrein sem er í hvað örustum vexti hérlendis. í dag hefur golfið náð þeirri stöðu að hafa næstflesta iðkendur allra íþróttagreina - aðeins knattspyrna er vinsælli. n Frumvarp til raforkulaga: Eftirlitsgjöld 51 milljón á ári raforka í frumvarpi til laga um ný raforkulög kemur m.a. fram að kostnaður vegna eftirlitsgjalda er áætlaður um 51 milljón króna á ári. Það skiptist þannig að eftir- litsgjöld flutn- ingsfyrirtækis er áætlað að verði um 29 milljónir króna á ári og dreifiveitna um 22 milljónir króna. í sameiginlegri um- valgerður sögn Samtaka at- sverrisdóttir vinnulífsins og Forystusamtök at- Samtaka iðnaðar- ins um frumvarp- ið kemur fram að mikilvægt sé að umfang þessa eft- sem þáð gerír'ráð irlits verði tak- fyrir á raforku- markað eins Og markaði kostur er, enda greitt af neytendum. í því sam- bandi er bent á að erlend reynsla eins og t.d. frá Bretlandi hefur sýnt að eftirlit með þessari at- vinnugrein hefur vaxið með ótrú- legum hraða. Samkvæmt frumvarpinu verð- ur eftirlit með einkasöluþættin- um, þ.e. flutningi og dreifingu raf- orku í höndum Orkustofnunar, Samkeppnisstofnunar og Löggild- ingarstofunnar. Samtökin telja að þótt það kunni að vera flókið að hafa svona margra eftirlitsaðila sé það þó ugglaust hagkvæmara en að setja á fót nýja eftirlits- stofnun. ■ vinnulífsins hafa lýst yfir ánægju með frumvarp ráðherrans og þá virku samkeppni REYKJAVIKURBORG Borgarráð hefur samþykkt 16,6 milljóna króna aukafjárveit- ingu vegna sumarvinnu skóla- fólks til að mæta kostnaði um- fram fjárveitingar. Féð færist á kostnaðarstaðinn „ófyrirséð út- gjöld". Aliðinn „ófyrirséð útgjöld" færist einnig 4,4 milljóna fiárveiting vegna fasteignaskatta Öryrkjabandalagsins. Fundur Samfylkingarinnar á Kaffivagninum: Fannst hann ömurlegur fiskveiðar Erni Erlingssyni, úgerðarmanni, fannst ekki mikið til fundarins á Kaffivagninum koma. „Mér fannst fundurinn öm- urlegur því þessir menn höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að tala um.“ Örn sagðist þó taka undir hugmyndir um veiði- leyfagjöld. „En ég held þeir geri sér enga grein fyrir hvað þeir vilja, því það segir sig sjálft að öflugustu og bestu skipin muni spjara sig og ná þessum heimild- um til sín. Allt þetta spýtnabrak og trilludót myndi, hins vegar, leggjast af um allt land og það er hið besta mál,“ áréttaði hann. Örn segir útgerðarmenn hafa þurft að greiða fyrir kvóta sinn. „Allt tal um gjafakvóta er djöfuls- ins kjaftæði, það vita þeir sem vilja vita. Þegar kvótakerfið var sett á voru veiðiheimildir skertar stórkostlega vegna þess að talið var að um ofveiði væri að ræða,“ sagði hann og tók dæmi af sínum eigin bát sem farið hafi úr 6 - 800 tonna þorskveiðum niður í heim- ild upp á 100 tonn. „Síðan þá hafa menn verið að kaupa til sín veiði- heimildir til að styrkja stöðu sína.“ ■ ÖRN ERLINGSSON Allt tal um gjafakvóta er djöfulsins kjaftæði, það vita þeir sem vilja vita Borgarráð veitir fé í frostaskjólið: KR fær 50 milljónir sveitarstjórnarmál Knattspyrnu- félag Reykjavíkur mun fá 50 milljónir króna úr borgarsjóði á næstu þremur árum. Um er að ræða styrk sem borgarráð hefur samþykkt að veita KR vegna framkvæmda við mannvirki og svæði og lokauppgjör vegna lóðar og byggingar íþróttahúss. Þess má geta að borgaryfirvöld ætla að taka upp frekari viðræður við Knattspyrnufélagið Val urn skipulagsmál og framkvæmdir á félagssvæði Vals við Hlíðarenda í Öskjuhlíð. ■ Mesta ranglæti Islcindssögunnar A morgunfundi Samfylkingarinnar á Kaffivagninum í Reykjavík kom fram hörð gagnrýni á nið- urstöður meirihluta endurskoðunarnefndar fiskveiðistjórnunarlaga. AF MORGUNFUNDI f KAFFIVAGNINUM Össur Skarphéðinsson, Jóhann Ársælsson og Svanfríður Jónasdóttir höfðu framsögu á fundinum. Svanfríður sagði t.a.m. fráleitt að flytja kvóta á fiskvinnsluhús, enda yrði það til að auka brottkast þegar sjómönnum yrði enn frekar gert að veiða eftir forskrift. fiskveiðar Hart var deilt á niður- stöðu nefndar um endurskoðun fiskveiðistjórnunarlaga á Kaffi- vagninum á Grandagarði í Reykjavík í gær- morgun. Samfylk- ingin boðaði til fundarins og sagði Össur Skarphéð- insson, formaður flokksins, fundar- staðinn við hæfi því ekki væru teknar neinar raunverulegar ákvarðanir í sjávar- útvegi án þess að þær áður hafi verið ræddar þar. „Kaffivagninn er þannig raunverulegt sjávarút- vegsráðuneyti þjóðarinnar," sagði hann. Auk Össurar tóku til máls Jó- hann Ársælsson, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í endurskoðunarnefnd- inni, og Svanfríður Jónasdóttir, en hún á sæti í sjávarútvegsnefnd þingsins. Þá fékk einnig að taka til máls Guðjón A. Kristjánsson, for- maður þingflokks Frjálslynda flokksins, en hann var meðal fund- argesta. „Gjafakvótinn er mesta rang- læti Islandssögunnar. Milljarða- tugir hafa verið teknir úr sjávarút- veginum og færðir í vasa manna sem hafa fengið að valsa með þjóð- arauðlindina,“ sagði össur og taldi að endurskoðunarnefndin hefði engu skilað, enda í tillögum hennar ekki tekið eitt einasta skref til að afnema gjafakvóta. Hann ítrekaði að skoðun Samfylkingarinnar væri að á hverju ári ætti að innkalla 5 til 10 prósent veiðiheimildanna og ná þannig aftur stjórn á auðlindinni. Jóhann Ársælsson átti sæti í endurskoðunarnefnd og skilaði sér áliti sem kvað á um innköllun veiðiheimilda. Hann sagði að ætl- uðu menn sér að hafa kvóta áfram fylgdi honum alltaf verð. „Kvót- anum verður alltaf úthlutað með markaðslögmálum, öðruvísi mun úthlutuninni ekki fylgja neitt rétt- læti,“ sagði hann. í svari við fyrir- spurn um hvort færeyska leiðin væri ekki fær hér sagði Jóhann að fyrst þyrfti að vinna slaginn um eignarhald auðlindarinnar. „Fyrr getur ekki farið fram vitraen um- ræða um önnur úrræði í sjávarút- vegsmálum,“ sagði hann og taldi að útgerðarmenn gætu orðið góð- ir bandamenn í þeirri vinnu þegar tekinn hafi verið undan þeim „gullfóturinn" sem væri gjafa- kvótinn. oli@frettabladid.is ---♦-- Áður en skoð- uð eru önnur úrræði í fisk- veiðistjórnun þarf að vinna slaginn um eignarhald auðlindarinn- ar. —♦— ^ Fundur Samfylkingar á Kaffivagninum: Ut í hafsauga med kerfið fiskveiðar Halldór Halldórsson, fyrrverandi skipstjóri, lét í veðri vaka á fundi Samfylkingarinnar á Kaffivagninum í gærmorgun að kvótakerfið ætti að leggja niður og því væri best komið úti í hafs- auga. Hann vildi skoða þá leið að taka upp sóknarstýringu í staðinn líkt og Færeyingar hafa gert. I viðtali við blaðamann sagði hann að niðurstaða endurskoðunar- nefndarinnar væri fyrir neðan all- ar hellur og ótrúlegt að menn væru enn „jafn vitlausir" eftir að hafa haft kvótakerfið í þetta mörg ár. „Mér finnst vanta að málin séu skoðuð í samhengi við veiðarnar sjálfar. T.a.m. er engin hagræðing í að nota frystitogara því þeir fá helmingi lægra verð fyrir fiskinn heldur en netabátar þar sem sett er í salt,“ sagði hann og bætti við að við ættum að hafa vit á að læra af reynslu Kanadamanna, en Mér finnst vanta að málin séu skoðuð í samhengi við veiðarnar sjálfar. fiskistofnar þeirra hafi hrunið vegna ofveiða. „Komið hefur fram að þar var um að kenna sam- bandsleysi fiskveiðiflotans og fiskifræðinganna." Halldór sagði eðlilegt að allur fiskur færi á markað og svo mætti leggja virð- isaukaskatt á markaðsverðið. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.