Fréttablaðið - 09.10.2001, Síða 2

Fréttablaðið - 09.10.2001, Síða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN ÞJÓÐIN KLOFIN. Kjósendur visis.is skipt- ast í hnífjafnar fylkingar í afstöðu sinni til Atla Eðvaldssonar sem landsliðsþjálfara eftir ósigurinn gegn Dönum. Á Atli Eðvaldsson að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Óttastu að ófriðurínn í Afganístan muni teygja sig til Evrópu? Farðu inn á vísi.is og segðu þlna skoðun I _________ dSSr Herstöðin á Miðnesheiði: Þegja um hlutverkið árásir Á afganistan Friðþór Ey- dal, blaðafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vildi ekki tjá sig um það hvort Keflavíkurflug- völlur væri, á einhvern hátt, not- aður vegna árásanna á Afganist- an. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins varð aukning á flugumferð um herstöðina á Keflavíkurflugvelli stuttu eftir árásirnar á Bandaríkin. Einnig hefur eftirlit með umferð um herstöðina í Keflavík, og Kefla- víkurflugvöll, verið hert sem bendir til þess að öryggisstig hafi verið aukið á herstöðinni, líkt og gerðist eftir árásirnar ellefta september. Friðþór vildi heldur ekki staðfesta að Keflavíkurflug- völlur léki ekkert hlutverk í hernaðaraðgerðunum sem hófust á sunnudag. Hann sagði að sér væri hvorki heimilt að tjá sig um aðgerðir hersins né umferð um völlinn. ■ PRENTVÉL ÍSAFOLDAR Hjá ísafoldarprentsmiðju er menn nú í óða önn að stækka prentvélina og bæta við möguleikum til að stækka Fréttablaðið og fjölga litasíðum. Prentvél Isafoldar: Fréttablaðið fær meiri möguleika prentvél Þessa dagana standa yfir endurbætur á GOSS COMM-. UNITY prentvél ísafoldar sem prentar Fréttablaðið. Fram í vik- una er blaðið prentað í Prent- smiðju Morgunblaðsins. „Við erum að auka prentget- una úr 24 síðum í 32, en það þýð- ir m.a. að fjórlitur verður á 24 síðum í stað 20 áður,“ segir Kjart- an Kjartansson prentsmiðju- stjóri. Prentvélin hefur verið endurbætt mikið síóan prentun Fréttablaðsins hófst í vor. „Nýjar einingar eru nú settar inn í prent- vélina og þetta er eitt skref í átt- ina að betri prentun. Við vonumst svo til þess að hægt verði að prenta 32 síður í fjórlit innan ekki alltof langs tíma,“ segir Kjartan. ■ 2 9. október 2001 ÞRIÐIUDAGUR Loftárásir á Kabúl: Fáum varð svefnsamt undir loftárusunum kabúl ap Fáir voru á ferli í höfuð- borginni Kabúl þegar árásirnar hófust á sunnudagskvöld, um níu- leytið að staðartíma, enda var ekki nema hálftími þangað til útgöngu- bann átti að hefjast. Fimm miklar sprengingar heyrðust og strax mátti heyra skotið ákaft úr loft- varnarbyssum. Sú skothríð stóð yfir í um það bil hálftíma. Jafn- framt mátti heyra afganska her- menn aka um á herbifreiðum, stöð- va alla sem þeir sáu á ferli og biðja um skilríki. Ljósin fóru af borginni nánast um leið og árásirnar hófust, en þau komust aftur á um ellefuleytið. Fáum varð hins vegar svefn- samt og ljós voru kveikt nánast í hverju húsi langt fram eftir nóttu. Útgöngubanni var aflétt um hálf- fjögur að morgni, og þá fyrst gátu íbúarnir farið út úr húsum sínum, reynt að átta sig á því sem gerst hafði og hugað að þeim sem áttu um sárt að binda. Amir Shah, fréttaritari AP í Kabúl, sagði daglegt líf fljótlega hafa komist í hefðbundnar skorð- ur. Hins vegar ættu margir erfitt með að átta sig á því hvert fram- haldið yrði. ■ RÓTAÐ í RÚSTUNUIVI Þetta hús gjöreyðilagðist eftir að flugskeyti lenti í miðborg Kabúl í fyrrinótt. HÚS HRAFNS GUNNLAUCSSONAR Jón Steinar Gunnluagsson segir meirí- hluta borgarstjórnar Reykjavikur að- eins styðjast við hreinan og kláran geðþótta og pólitíska illfýsi i þvi að leyfa Hrafni ekki að reisa 100 fer- metra vinnustofu á lóð sinni. Borgin krefst að kæru Hrafns verði vísað frá Borgarskipulag krefst að kæru Hrafns Gunnlaugssonar vegna deiliskipu- lags verði vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. skipulagsmál Borgarskipulag krefst þess að kæru Hrafns Gunn- laugssonar á hendur borginni verði vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Jón Steinar Gunnlaugsson kærði í október í fyrra fyrir hönd Hrafns deiliskipulag sem borgar- ráð hafði samþykkt fyrir Laugar- nes og hindrar Hrafn í að reisa áætlaða 100 fermetra vinnustofu við hús sitt. í kærubréfi Jóns Steinars er þess krafist að úrskurðarnefndin felli samþykkt borgarráðs úr gildi. Þar segir að borgin sé skuldbundin að leyfa Hrafni að byggja vinnu- stofuna, m.a. vegna þess að borg- arráð hafi samþykkt teikningar með byggingarreit vinnustofunn- ar. Einnig felist skuldbinding í breytingum á lóðamörkum sem samþykktar voru í skipulagsnefnd árið 1993 með tilliti til fornminja sem fundust á byggingarreit vinnustofunnar. Þá segir Jón Steinar að borgar- yfirvöld hafi árum saman haldið Hrafni í þeirri trú að hann fengi að byggja á svæðinu og að hann hafi lagt í umtalsverðan kostnað. Einnig telur Jón Steinar að borg- inni beri að láta Hrafn njóta jafn- ræðis á við nágranna sína sem reist hafa vinnustofu á sinni lóð. Jón Steinar segir meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að- eins styðjast við hreinan og kláran geðþótta í afgreiðslu málsins. „Sýnist einhvers konar pólitísk ill- fýsi vera hér á ferðinni," segir hann. Málsástæður yfirvalda þess efnis að þau vilji tryggja útvistar- svæði við Laugarnes telur Jón Steinar fyrirslátt enda hafi þau varla í hyggju að hleypa almenn- ingi inn á lóð Hrafns til að njóta útivistar. Borgarskipulag hefur nú með samþykkt R-listamanna í skipu- lags- og byggingarnefnd svarað kæru Hrafns og krafist þess, eins og áður sagði, að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefndinni. Borgarskipulag segir að nefndinni sé gert að að breyta deiliskipulagi sem ekki sé á valdi nefndarinnar. Til vara krefst borgin þess að deiliskipulagið verði staðfest. Borgarskipulag hafnar því að borgin hafi skuldbundið sig gagn- vart Hrafni og segir að byggingar- reiturinn umdeildi hafi aðeins ver- ið til á ósamþykktum skipulags- drögum og aldrei hafa komið tii umfjöllunar sem slíkur. Því er hafnað að jafnræðisregla hafi ver- ið brotin enda hafi Hrafn fengið leyfi fyrir umtalsverðum fram- kvæmdum og viðbyggingu. Borgaryfirvöld segja að bygg- ingar nálægt fjörunni í Laugar- nesi, jafnvel innan lóðar Hrafns, gætu haft áhrif í þá átt að almenn- ingur teldi sig ekki velkomin þang- að. gar@frettabladid.is Andstæðingar talibana í Afganistan: Undirbúa nýja sókn REIÐUR MÚSLIMI Stuðningsmaður talibana í borginni Lahore í Pakistan hrópar ókvæðisorðum að Bandaríkjastjórn vegna loftárásanna á Afganistan. Mikið var um mótmæli á göt- um úti í Pakistan i gær vegna árásanna. Múslimar í Asíu: Arásum víða mótmælt tókýó.AP Múslimar í heiminum virðast vera tvískiptir í afstöðu til loftárásanna á Afganistan. í Pakistan mótmæltu þúsundir og brenndu kvikmyndahús og stræt- isvagna. Nokkrir trúarleiðtogar lýstu umsvifalaust heilögu stríði vegna árásanna, en pakistönsk stjórnvöld lýstu fullum stuðningi við aðgerðirnar. í Indónesíu söfnuðust um 200 islamskir stúdentar saman fyrir utan sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands í Jakarta og höfðu uppi mótmæli. Stjórnvöld í Indónesíu sögðust styðja árásirn- ar en lýstu áhyggjum af mannfalli meðal óbreyttra borgara. Mótmæli voru einnig höfð uppi á Filippseyjum, Egyptalandi og á Sýrlandi. i írakar og íranir for- dæmdu árásirnar. Tyrkland lýsti stuðningi sínum við árásirnar. Saudi-Arabía lét ekkert hafa eftir sér um árásirn- ar. ■ IlögreglufréttirI Löng bílaröð myndaðist við að- alhliðið á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun en leitað var í öllum bifreiðum. Að öllum líkindum komu margir seinna til vinnu en ella. Hert eftirlit er nú á Kefla- víkurflugvelli vegna loftárása Bandaríkjamanna og Breta á Afganistan. —♦— PUSHANBE. TATSIKISTAN. AP „Við erum að bíða eftir góðu tækifæri til að hefja nýjar árásir á Kabúl og Mazar-al-Sharif og aðra hluta landsins," sagði Abdul Qudussi, fulltrúi Norðurbandalagsins í Tatsikistan í gær, daginn eftir að loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á Afganistan hófust. Mikill fögnuður ríkti í sendiráði Afganistans í Tatsikistan, sem stjórnarandstæðing- arnir í Norðurbandalag- inu ráða yfir. Menn brostu út að eyrum og föðmuðust. Qudussi sagði að árásirnar NORÐAN VIÐ KABÚL Þessi hermaður Norðurbandalagsins stendur við hliðina á sovéskri vltís- vél skammt norðan við Kabúl, höfuðborg Afganistans. Andstæðingar tali- bana vona að loftárásirnar geri þeim kleift að ráða niðurlögum þeirra. hefðu valdið miklum skaða fyrir Qudussi. flughernað talibana. Greinilegt vegna væri að leiðtogar talibana og her- hræddir. menn þeirra hefðu ver- ið í miklu uppnámi eft- ir árásirnar. Jafnvel taldi hann líkur á því að einhverjir úr röðum talibana hyggðust ganga til liðs við stjórnarandstöðuna. „Sumir af háttsett- um leiðtogum og her- foringjum talibana f.óru að víglínunni í gærkvöld eftir að árás- irnar hófust. En um morguninn fóru þeir frá víglínunni," sagði „Þeir eru mjög ringlaðir þessara árása, mjög Bíll skemmdist töluvert þegar hann lenti á grjóti á Óshlíðar- vegi í gærmorgun. Var grjótið á veginum vegna hruns sem varð í hlíðinni en töluverður vatnselgur hefur verið á Vestfjörðum undan- farna daga. —♦— Konu í austurborginni brá við þegar hún vaknaði og fann tvo ókunnuga menn sofandi í íbúðinni hjá sér. Ekki er vitað hvernig mennirnir komust inn en þeir gáfu þá skýringu að þeir héldu að vinkona sín ættu heima í íbúðinni. Er talið líklegt að hún hafi búið í sama stigagangi. Var mönnunum vísað út.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.