Fréttablaðið - 09.10.2001, Side 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
9. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR
SVONA ERUM VIÐ
VELTA A VERÐBRÉFAÞINGI fSLANDS
Árið 2001 er þegar orðið veltumesta ár frá
upphafi á Verðbréfaþingi íslands. Það sem
af er árinu hafa verðbréf fyrir 537 milljarða
skipt um hendur, samanborið við 535
milljarða allt árið i fyrra, sem var metár.
Samsetningin hefur þó breyst
þar sem hlutabréf vega nú aðeins
18% af heildarveltu, pa
en skuldabréf 54%. USkuldabréf
1140 □ Húsbréf 1 Hlutabréf
T7Ö1
1998 4801
IMHMllO
280]
|l 999 4951
200
320|
12000_____________ 535
í 1100
I 3201
2001 _______________ 537
Hækkun tryggingagjalds:
200 milljóna
útgjöld fyrir
sjávarútveg
siávarótvecur Arnar Sigurmunds-
son formaður Samtaka fiskvinnslu-
stöðva áætlar að áform ríkisstjórn-
ar um hækkun tryggingagjalds
muni auka útgjöld sjávarútvegsins
um 200 milljónir króna á ársgrund-
velli árið 2003. Það skiptist þannig
að útgerðin þarf að greiða um 140
milljónir og fiskvinnslan um 60
milljónir króna. Á móti koma síðan
áhrifin af áformuðum breytingum
á skattkerfinu. Viðbúið er að skatta-
málin verði ofarlega á baugi á aðal-
fundi Samtaka fiskvinnslustöðva í
dag.
Hann segir að skattabreyting-
arnar muni hafa jákvæð áhrif á
sjávarútveginn í heild sinni. Aftur á
móti hefur hækkun trygginga-
gjaldsins í för með sér ný útgjöld
fyrir atvinnugreinina. Hann segir
að fljótt á litið munu áhrif skatta-
breytinga ásamt með breytingum á
reikniskilavenjum og fleiru vega
þyngra en það. Hins vegar sé mjög
æskilegt að fallið verði að ein-
hverju leyti frá fyrirhuguðum
hækkunum á tryggingagjaldi, enda
kemur það gjald mjög misjafnlega
niður á atvinnugreinum. ■
—♦—
Aburðarverksmiðj an
í Gufunesi:
Rannsókn
ekki lokid
sprencing „Rannsókn er ekki lokið
en verið er að skoða ýmsa þætti í
kringum atburðinn," sagði Svanur
Elísson hjá tæknideild lögreglunn-
ar í Reykjavík, um sprenginguna
sem varð í Áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi 1. október sl. Svanur
sagðist ekki vita hvenær rannsókn
myndi ljúka en fyrst þyrfti að
tæma húsnæðið þar sem sprenging-
in varð en það yrði ekki gert fyrr en
vinnusvæðið væri orðið tryggt.
Efnaframleiðslu hefur verið
hætt í Áburðarverksmiðjunni í
kjölfar sprengingarinnar og er ráð-
gert að flytja verksmiðjuna af
svæðinu á næstu tveimur árum. ■
1lögreglufréttir|
Bandarísk kona féll 50 metra
þegar hún var í göngu í Þver-
árgili í Þórsmörk í hádeginu á
sunnudag. Konan slasaðist tals-
vert og var talið líklegt að hún
hafi fótbrotnað. Hún var flutt
með sjúkrabifreið á Landspítala-
háskólasjúkrahús. Konan er bú-
sett í varnarstöðinni í Keflavík.
——♦—
Eldur kviknaði í eldhúsi í fjöl-
býlishúsi við Bláhamra í
Grafarvogi á sunnudagaskvöld.
Kona, sem var inni í íbúðinni, var
flutt á sjúkrahús með reykeitrun
en hún hafði komist út af sjálfs-
dáðun. Rýma varð stigaganginn.
Vel gekk að slökkva eldinn en
miklar skemmdir urðu á íbúðinni
vegna elds og reyks.
Skattabreytingar ríkisstjórnarinnar:
Láglaunafólk í eigin
húsnæði fær minnst
skattar Boðaðar skattabreytingar
ríkisstjórnarinnar hafa óveruleg
áhrif á venjulegt launafólk. Lækkun
skattaprósentu um 0,33 prósentu-
stig breytir litlu fyrir venjulegt
launafólk. Ráðstöfunartekjur ein-
staklings sem á nettóeign undir
skattleysismörkum, aukast einung-
is um 380 krónur á mánuði. Hækkun
frítekjumarka hátekjuskatts og
eignaskatts, auk lækkunar eigna-
skattsprósentu úr 1,2% í 0,6% þýða
að einstaklingur sem hefur 320 þús-
und í mánaðarlaun og á 8 milljónir í
hreinni eign, eykur ráðstöfunar-
tekjur sínar um 6.768 krónur á mán-
uði.
Leigendur fá nokkra leiðréttingu
sinna mála. Einstaklingur í leigu-
húsnæði með tvö börn á framfæri
og 120 þúsund í mánaðarlaun eykur
ráðstöfunartekjur sínar um 5.894
krónur vegna afnáms skatta á húsa-
leigubætur og 380 krónur vegna
breytinga á skattaprósentu. Breyt-
ingar á skattaprósentu þýða meiri
aukningu eftir því sem tekjur
hækka en hækkun persónuafsláttar
myndi þýða sömu upphæð fyrir alla
sem fara yfir skattleysismörk. ■
BREYTINGAR Á RÁÐSTÖFUNARTEKJUM VEGNA SKATTBREYTINGA
Heildarlaun á mánuði Nettóeignir Einstaklingur í leiguhúsnæði 120.000 500.000 Einstaklingur eigin húsnæði 320.000 8.000.000 Einstaklingur ■ litilli íbúð 120.000 2.000.000
Útborgað eftir breytingu Útboreað fvrir brevtineu 95.888 95.508 214.851 213.387 95.888 95.508
mismunur 380 1.464 380
Húsaleigubætur fyrir eftir 10.106 16.000
mismunur Eienaskattur á mánuði 5.894
fyrir eftir 4.257 1.754
mismunur Hátekjuskattur fyrir eftir 2.503 2.801 O
mismunur Aukning ráðstöfunartekna á mánuði 6.274 2.801 6.768 380
Safha þarf liði og
höggva skóginn
Pétur M. Jónasson, sem hlaut heidursdoktorsnafnbót á Háskólahátíð á
föstudaginn, hefur áhyggjur af framtíð Þingvalla vegna barrskógarins
sem fer um þjóðgarðinn eins og eldur í sinu.
háskólahátíð Pétur M. Jónasson
fyrrverandi prófessor i vatnalíf-
fræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla hefur, ásamt stórum rann-
sóknarhópi, gert rannsóknir á líf-
___4___ ríki Þingvalla-
vatns. Pétur var
einn þeirra sex
sem hlutu heiðurs-
doktorsnafnbót á
háskólahátíð á
föstudaginn. Hann
flutti ræðu á hátíð-
inni þar sem hann
gagnrýndi ræktun
„Haldið þið að
Kjarval hefði
getað málað
hraunið ef
það hefði ver-
ið þakið barr-
skógi?"
—♦—
barrtrjáa í þjóðgarðinum á Þing-
völlum. „Ég var bara að vekja at-
hygli íslendinga á því hvernig far-
ið er með þjóðgarðinn,“ segir Pét-
ur.
Pétur segir að þó að á Þingvöll-
um sé þjóðagarður íslendinga þá
hafi hann ekki alþjóðlega viður-
kenningu sem slíkur, einmitt
vegna barrtrjánna sem þar eru.
„Það er búið að gróðursetja þarna
níu mismunandi tegundir af barr-
trjám, allt innfluttar tegundir. Það
er örugglega ein milljón barrtrjáa
í þjóðgarðinum í dag vegna þess
að það sáir sér sjálft." Barrskóg-
arnir kæfa ekki bara birkið, sem
var eina trjátegundin á Þingvöll-
um, heldur einnig blómagróður. í
þriðja lagi menga barrskógarnir
Þingvallavatn. Pétur útskýrir
hvernig köfnunarefni eykst um
50% í jarðveginum þegar barrnál-
arnar falla til jarðar. Köfnunar-
efnið fer beint út í vatnið og nær-
ir þörungana sem þar lifa þannig
að með tímanum hættir Þingvalla-
vatn að vera blátt og tært, sem
hefur verið megineinkenni þess,
heldur fær á sig græna slikju
vegna þörunganna.
Pétur deilir þeirri skoðun með
mörgum að mikil sjónmengun sé
af barrskóginum á Þingvöllum og
í lok ávarps síns á Háskólahátíð-
inni spurði hann: „Haldið þið að
Kjarval hefði getað málað hraunið
ef það hefði verið þakið barr-
HEFUR ÁHYGGJUR
AF FRAMTÍÐ ÞINGVALLA
Pétur M. Jónasson er nú 81 árs. Hann seg-
ist ætla að vera við 100 ára afmæli Há-
skólans eftir 10 ár og sjá hver staðan verð-
ur þá með barrskóginn á Þingvöllum.
] HEIÐURSDOKTORAR~|
Nýir heiðursdoktorar
á Háskólahátfð 2001:
Gísli Guðjónsson
Prófessor í réttarssálfræði við geð-
lækningastofnun Lundúnaháskóla.
Karl Tryggvason
Prófessor í læknisfræðilegri lífefna-
fræði við Karolinska Institutet f
Stokkhólmi.
Ámi Vilhjálmsson
Fyrrverandi prófessor við Hf og þar
áður meðal annars starfsmaður Al-
þjóðabankans.
Jonna Lois-Jensen
Sérfræðingur við Árnastofnun f Kaup-
mannahöfn og prófessor f íslensku
máli og bókmenntum við Kaup-
mannahafnarháskóla.
Preben Meulengracht Sörensen
Prófessor í norrænum bókmenntum
við Árósaháskóla.
Pétur M. Jónasson
Fyrrverandi prófessor í vatnalfffræði
við Kaupmannahafnarháskóla.
skógi?“ Salurinn fagnaði þessum
orðum með hressilegu lófataki.
„Það er ekkert annað að gera en
að safna liði og höggva þetta allt,“
segir Pétur og bendir á að lýsing
Ara fróða á Þingvöllum sé vanvirt
með barrskógaræktinni. „Aðalat-
riðið er þó að það verður að friða
þetta svæði því það er framtíðar-
vatnsból þeirra 75% þjóðarinnar
sem á heima á suðvesturhorni
landsins.“
steinunn@frettabladid.is
Umboðsmaður Alþingis:
Samgönguráðuneyti
bar að úrskurða
úrskurðarmál Samgönguráðu-
neytið fór ekki að lögum þegar
það vísaði frá stjórnsýslukæru
Félags hópferðaleyfishafa. Þetta
er niðurstaða umboðsmanns Al-
þingis.
Félag hópferðaleyfishafa
kærði í mars 2000 til Vegagerðar-
innar meinta misnotkun tiltek-
inna leyfishafa á sérleyfum. Eftir
að hafa kannað málið, m.a. með
samskiptum við umrædda leyfis-
hafa, taldi Vegagerðin ekki
ástæðu til frekari afskipta af mál-
inu. Vegagerðinni hefur með lög-
um verið falin útgáfa sérleyfa til
hópferða.
Félag hópferðaleyfishafa
kærði ákvörðun Vegagerðarinnar
til samgönguráðuneytisins en
stjórnsýslukærunni var vísað frá
ráðuneytinu.
Andstætt samgönguráðuneyt-
inu segir umboðsmaður ákvörðun
Vegagerðarinnar hafa verið
stjórnvaldsákvörðun sem falið
hafi í sér efnisleg málalok og hafi
því verið kæranleg til ráðuneytis-
ins.
Umboðsmaður Alþingis hefur
beint þeim tilmælum til sam-
gönguráðuneytisins að það taki
mál Félags hópferðaleyfishafa til
endurskoðunar, óski félagið þess,
og taki þá mið af niðurstöðum
umboðsmanns.H
UMFERÐARMIÐSTÖÐIN f REYKJAVÍK
Félag hópferðaleyfishafa taldi sérleyfi vera
misnotuð en Vegagerðin sem gefur leyfin
út taldi svo ekki vera. Samgönguráðneytið
taldi sig ekki eiga að úrskurða f málinu en
umboðsmaður Alþingis segir það hins veg-
ar einmitt hafa verið skyldu ráðuneytisins.
HARALDUR LÍNDAL HARALDSSON
Sveitarstjóri Dalabyggðar segir að ekki sé
haft samstarf við kaupfélögin um rekstur
sláturhúss Búðardals.
Slátrun í sláturhúsinu
Búðardal:
Samið við
Ferskar af-
urðir
LANDBÚNAÐUR Dalabyggð tekur
ekki þátt í samstarfi fjögurra
kaupfélaga um leigu á sex slátur-
húsum Kjötumboðsins hf., sem
áður hét Goði. hf. Gerður hefur
verið samningur við Ferskar Af-
urðir ehf. um leigu á sláturhúsinu
í Búðardal. „Það er mikið að gera
í slátruninni, „ sagði Haraldur
Líndal Haraldsson, sveitarstjóri
Dalabyggðar. „Ferskar afurðir
ehf. annast slátrunina og gera ráð
fyrir að slátra að minnsta kosti
um 40 þúsund fjár, samanborið
við um 33 þúsund í fyrra. Við
þetta starfa um 55 manns, allt ís-
lendingar, en þetta er fækkun um
10-15 manns frá því í fyrra. Það er
góður gangur í slátruninni, það er
verið að slátra 13-1400 dilkum á
dag og verkunin kemur mjög vel
út,“ sagði hann og var ánægður
með gang mála. Haraldur segir að
Ferskar afurðir sé sjálfstætt
einkahlutafélag í eigu aðila á
Hvammstanga og Akureyri.
„Kaupfélögin koma ekkert nálægt
þessu nema að samvinna er um út-
flutningsslátrun sem þau sinna
fyrir okkur,“ bætti hann við. ■
—♦—
Bandarískir unglingar:
Þriðjungi
færri byrja
að reykja
washington.ap Dregið hefur úr
þeim fjölda bandarískra unglinga
sem byrja að reykja um briðjung
á aðeins tveimur árum. Árið 1997
hófu rúmlega 3000 unglingar að
reykja og var það nýtt met í land-
inu og vakti mikla athygli. Árið
1999 hafði fjöldinn hins vegar
fallið um 33%. Hélst hann síðan
stöðugur á síðasta ári. Sérfræð-
ingar segja að breyting í menn-
ingarlífi landsins og hátt verð á sí-
garettum séu líklegustu skýring-
arnar fyrir dvínandi reyking-
um. ■