Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 2
KJÖRKASSINN NÁNAST JAFNTEFLI Kjósendur á visi.is skiptast í nokkuð jafna hópa i afstöðu til hins umdeilda fyrirtækis Línu.Nets. 0 una.ner Finnst þér gagnrýni sjálfstæðismanna á fjár- mögnun og rekstur Llnu.Net eiga við rök að styðjast? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Á að herða skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfa tii útlendinga? Farðu inn á vísi.is og segðu þina skoðun GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNS- SON Aðrir hafa gert meira úr mögu- legu framboði hans en hann sjálfur. Guðmundur Árni: Ekki á leið í framboð samfylkingin „Ég hef aldrei gefið fyrirheit í þá veru að ég ætlaði í formannsframboð", segir Guð- mundur Árni Stefánsson, þing- maður Samfylk- ingar aðspurður hvort hann hyggðist gefa kost á sér til for- mennsku í Sam- fylkingunni á landsfundi flokksins sem hefst um helgina. Sumir flokks- menn höfðu áður haft á orði að Guðmundur Árni væri maðurinn til að reisa flokkinn við enda vanur því að sigra í kosningakönnunum. Sjálfur segist hann alls ekki eiga von á því að fara í nokkurn slíkan slag. Guðmundur hefur lagt fram tillögu um að bæta heitinu „Jafn- aðarmannaflokkur íslands" við nafn Samfylkingar og segir að barátta sín á þinginu snúist að því máli. „Fólk hefur verið mjög jákvætt. Menn hafa vissulega misjafnar skoðanir á hvar og hvernig eigi að koma jafnaðar- hugtakinu fyrir í nafni flokksins. Sumir vilja kalla þetta jafnaðar- flokk, aðrir jafnaðarmannaflokk. Aðalmálið er að hugtakið jöfnuð- ur komi fyrir í nafni flokksins. Samfylkingin var bara heiti á kosningabandalagi og segir ein- faldlega að nokkrir flokkar séu að samfylkja sér. Nú er þetta flokkur með skýrar jafnaðarhug- sjónir og á að heita eftir því.“ ■ Uppgjör deGODE: Tekjur aukast um49% uppgiör Tekjur deCODE Genet- ics, móðurfélags íslenskrar erfðagreiningar, fyrstu níu mán- uði ársins hækkuðu um 49% mið- að við sama tímabil í fyrra. Fyrir- tækið bókfærði tekjur upp á 21 milljón dollara miðað viö 14 milljónir dala í fyrra. Yfir sama tímabil jókst tapið á rekstrinum um 12 milljón doll- ara, var í fyrra tæpir 25 milljón dollarar en í ár rúmir 37 milljón dollarar. Mun hærri upphæð fer nú í rannsókna- og þróunarkostnað en áður og jukust útgjöld í þennan málaflokk um 73% á milli ára. Kostnaði við stjórnun hefur verið haldið niðri og minnkaði milli ára. Tekjuaukningin á sér aðallega skýringar vegna áfangatengdra tekna frá lyfjafyrirtækinu Roche vegna sam§|ai-í^vjð Jyfjarann- , *-v; j t FRETTABLAÐIÐ 15. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR Sjávarútvegsráðherra um viðbrögð við brottkasti: Sumar útgerðir byggja á lögbrotum alþingi „Besta fyrirkomulagið til að koma i veg fyrir brottkast í afla- markskerfi er að allur kvóti sé á markaði og ekkert framsal leyft þannig að kvótaverðið verði til í samkeppni þar sem besti rekstur- inn í útgerð, en ekki braski, fái að njóta sín,“ sagði Jóhann Ársælsson í utandagskrárumræðu um brott- kast á Alþingi í gær. Hann sagði sjávarútvegsráðherra æða fram undir merkjum einkaeignarhalds og fella fleiri tegundir undir kvóta. Slíkt yki líkur á brottkasti. Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði brottkast vera þrenns konar. í fyrsta lagi væri um undirmálsfisk að ræða en við því væru menn að bregðast. í öðru lagi væri það vegna kvótaleysis við- komandi útgerða og við því væri brugðist. Síðan væri brottkast afla sem ekki þætti nógu verðmætur og við því ætti að bregðast með því að auka eftirlit og aðhald sem út- gerðarmenn yrðu að kosta sjálfir. Þá fyndu þeir fljótlega að þeir gætu ekki látið enda ná saman ef JÓHANN ÁRSÆLSSON Hann vildi tilraun til nokkurra ára um að leyfa löndun umframafla. þeir þyrftu að greiða fyrir veru eftirlitsmanna þann tíma sem þeir væru á veiðum. Sumar útgerðir byggðu starfsemi sína á lögbroti Einar K. Guðfinnsson sagði aukna löggæslu ekki svarið við brottkasti enda sorglegt að sjá lög- gæslumenn herja á sjómenn. ■ Ágæt síldveiði: Meðalafli 200 til 300 tonn fiskveiðar Ágæt síldveiði hefur verið á fiskimiðunum fyrir austan land undanfarna sólarhringa. Sex síldveiðibátar voru við veiðar í fyrrinótt og var meðalaflinn í kringum 200 - 300 tonn af bland- aði’i síld. Birtingur NK 119 land- aði 300 tonnum á Neskaupstað og Svanur RE45 landaði þar rúmum 250 tonnum. Júpiter ÞH 61 frá Þórshöfn, Grindvíkingur GK 606 og ísleifur VE 63 frá Neskaupstað voru nýkomnir á miðin í gær- kvöldi. Sagði skipstjórinn á Júpit- er að menn hefðu orðið varir við stórar torfur af síld og að útlitið væri gott framundan. ■ g'óknír',*. Stj órnar for maðurinn beggja vegna borðs Framkvæmdastjórn Sólheima segir ítrekaðar kvartanir starfsfólks um samskiptaerfiðleika ástæðu uppsagnar. Björn vill málefnaleg svör við ágreiningi er snýst um húsaleigu fatlaðra og vanefndir við starfsmenn Sólheima. UPPSÖGN „Ég vísa þessari yfirlýs- ingu aftur til föðurhúsa og hvet framkvæmdastjórnina að draga —♦— „Á mínum starfstíma á Sólheimum þurfti ég hvað eftir annað að ganga í mál þar sem Pétur hafði virkilega gengið fram af fólki með sínu fram- ferði." —♦— fram í dagsljósið þá starfsmenn sem hafa komið fram með þessar ítrek- uðu kvartanir," sagði Björn Her- mannsson, fráfar- andi framkvæmda- stjóri Sólheima, þegar Fréttablaðið leitaði eftir við- brögðum hans við yfirlýsingu fram- kvæmdastjórnar Sólheima. Þar kem- ur m.a. fram að vegna ítrekaðra kvartana starfsfólks Sólheima um samskiptaerfiðleika við Björn Her- mannsson hafi á fundi stjórnarinn- ar 12. nóvember sl. verið tekin sú ákvörðun að óska eftir samkomu- lagi við Björn um starfslok hans. Þá segir einnig: „Að gefnu tilefni vill framkvæmdastjórnin taka fram að önnur atriði sem höfð hafa verið eftir fráfarandi fram- kvæmdastjóra í fjölmiðlum eru uppsögn hans með öllu óviðkom- andi og ekki á rökum reist.“ Björn sagði framkvæmda- stjórnina bera skyldu til að svara málefnalega þeim ágreiningi sem risið hefði milli hans og formanns- ins Péturs Sveinbjarnarsonar og varða húsaleigu fatlaðra íbúa og vanefndir á loforðum sem starfs- mönnum hefðu verið gefin. „Þá vænti ég svars við þeim ábending- um mínum sem kveða á um ólög- mæti þess að Pétur Sveinbjarnar- son sitji báðum megin við borðið bæði sem formaður framkvæmda- stjórnar Sólheima og einnig sem framkvæmdastjóri Styrktarsjóðs Sólheima, en það kemur skýrt fram í lögum um sjálfseignar- stofnanir að slíkt sé með öllu óheimilt." Haft var eftir sr. Valgeiri Ást- ráðssyni, stjórnarmanni, í Frétta- blaðinu í gær að uppsögnin hafi verið samdóma niðurstaða stjórn- arinnar að vel athuguðu máli. Björn sagði þetta skjóta skökku við að nota slíkt orðalag í ljósi þess að í engu hafi verið leitað til hans um einstök ákæi’uatriði og um- mælin því dæma sig sjálf sem mjög ófagleg vinnubrögð. Björn sagði að endingu að þær yfirlýs- ingar þar sem hann væri sakaður um samstarfsörðuleika, ættu frek- ar að beinast að Pétri Sveinbjarn- BJÖRN HERMANNSSON Vísar yfirlýsingu framkvæmdarstjórnar Sólheima aftur til föðurhúsanna. arsyni. „Á mínum starfstíma á Sól- heimum þurfti ég hvað eftir annað að ganga í mál þar sem Pétur hafi virkilega gengið fram af fólki með sínu framferði. Átti það við um samskipti hans við starfsmenn, heimilismenn, vei’ktaka, sveitar- stjórnarmenn, embættismenn og svona mætti lengi telja.“ kolbrun@frettabladid.is Nýtt sorphirðukerfi tekið upp á næsta ári í Reykjavík: Sorpið hirt á 10 daga fresti endurvinnsla Borgarráð hefur samþykkt einróma tillögu um breytingar á sorphirðu í Reykja- vík. í tillögunni er stuðst við greinargerð sem VSÓ ráögjöf vann fyrir Reykjavíkurborg og fjallar m.a. um svokallað rúm- málskerfi. Samkvæmt því ákveða íbúar sjálfir hvort tunna er tæmd vikulega og greiða þá fast veró fyrir hvert kg. af soi’pi auk leigu- gjalds fyrir hvei’ja tunnu, eða á 10 daga fresti og er þá sorpið hirt án sérstakrar magnmælingar. Er hugmyndin sú að húseigendur komi fyrir spjaldi á hverja tunnu þar sem kemur fram hvort þeir óska tæmúmar ,eða ekki. Lagt er 'til álS ii’ilínirt,@[skgrfið: yerði tekiff\ upp í áföngum í borginni allri á árinu 2002 og byrjað í Breiðholts- hverfi. Þar hafa tilraunir verið gerðar með hið nýja kerfi og eru tæmingar á sorptunnum um 20% færri að meðaltali hjá þeim sem notast við í’úmmálskerfið en hjá öðrum. Með breytingunum hyggst Reykjavíkurborg fækka losunum á sorpi og stækka það svæði sem hver sorpbíll þjónar sem aftur dregur úr kostnaði við sorphirð- una. Svonefndum grenndarstöðv- um verður fjölgað til muna, sér- staklega í eldri hverfum borgar- innar þar sem íbúar geta losað sig við og flokkað endurnýtanlegt sorp. E{,.steFnt að því að veglengd I fPá stðóy^íiiilv.erði hvergi meiri - ■ I "WÍÉfTftÍl'fi en einn kílómetri. Samkvæmt gjaldskrá fyrir sorphirðu sem nú er í gildi er sorphirðugjald fyrir íbúðarhúsnæði kr. 6.600 á ári fyr- ir hverja 240 lítra sorptunnu. Sé tæmt á 10 daga fresti kostar það 6.050 kr. ári. Vikuleg tæming á ruslatunnu við atvinnuhúsnæði kostar kr. 8600 á ári en kr. 7.700 sé tæmt á 10 daga fresti. Stofnkostn- aður við nýtt ski’áningarkerfi sem fylgir nýju rúmmálskerfi er áætl- aður tæpar 32 milljónir króna. Þar af vega þyngst merkingar á sorpí- látum og vélbúnaður til aflestrar TÆMING Á 7 EÐA 10 DAGA FRESTI Húseigendur geta komið fyrr spjaldi á sorptunnum þar sem kemur fram hvort þeir óska tæmingar eða ekki. upplýsinga um losanir sem kostar alls tæpar 27 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kostnaður við rekstur grenndarstöðva, umfram sparnað vegna lækkunar á förg- unargjöldum, vei’ði um 10 milljón- ir króna og er þá miðað við að 25% af flokkunarhæfum úrgangi skili sér þangað. Náist 40% skilahlut- fall hækkar kostnaðurinn í 16 milljónir. ■ ItiHlB* I " "M||l » lnll II|| I l> >j'

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.