Fréttablaðið - 15.11.2001, Síða 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
15. nóvember 2001 FIMMTUDACUR
SPURNINC DAGSINS
Hvenær heldur þú að stríðinu
í Afganistan Ijúkí?
Ég vona að þvi Ijúki bara sem fyrst.
Bryndís Jónsdóttir, skrifstofumaður
aður Búnað-
gnaour
rbanka:
Minni hai
ari
Vaxtatekjur
hafa aukist
verulega
uppgjör Hagnaður Búnaðarbanka
Islands hf. að loknum þriðja árs-
fjórðungi 2001 var 296 m.kr. fyrir
skatta samanborið við 438 millj-
ónir fyrir sama
tímabil á síðasta
ári. Hagnaður
bankans er 205
milljónir að teknu
tilliti til reiknaðra
skatta. Skattarnir
miðast við núver-
andi skattheimtu,
en afkoman er
betri sé miðað við
væntanlegar
skattabreytingar.
Afkoma þriðja árs-
fjórðungs var
heldur lakari en
áætlanir gerðu ráð
fyrir og segir í til-
kynningu bankans
að skýringa sé að
leita í mjög erfið-
um aðstæðum á verðbréfamörk-
uðum. Almennur viðskiptabanka-
rekstur hefur hins vegar aldrei
gengið betur. Rúmar 800 milljónir
hafa verið teknar til hliðar á af-
skriftarreikning til að mæta hugs-
anlegu útlántapi og á bankinn 3,3
milljaröa á afskriftarreikningi.
Utlán bankans hafa vaxið milli
ára, svo og vaxtatekjur. Útlánin
eru 37% meiri en á sama tíma í
fyrra og vaxtatekjur hafa vaxið
um 65%. Vaxtagjöldin hafa hins
vega vaxið heldur meira, eða um
71%. ■
INNENT
UNDIR
ÁÆTLUN
Sólon Sigurðs-
son, bankastjóri
Búnaðarbankans
skilar uppgjöri
sem er undir
áaetlunum, en
vaxtatekjur og af-
koma af venju-
legri bankasta-
starfsemi hefur
aldrei verið betri.
Elliði, skip Haraldar Böðvars-
sonar á Akranesi, landaði 250
tonnum af fallegri síld í heima-
höfn. Skipið fékk aflann í tveim-
ur hölum í flottroll á Látrar-
grunni.Síldin er blönduð en flokk-
aðist vel fyrir vinnslu.
Flugumferðarstj órar:
LÖGREGLUFRÉTTIR
Óvíst um framhaldið
kjaramál Óvíst er hvert framhald-
ið verður í kjaradeilu Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra við
ríkið eftir að þeir aflýstu boðuð-
um verkfallsaðgerðum sem áttu
að hefjast í vikunni til að koma í
veg fyrir að verkfallsrétturinn
yrði tekinn af þeim með lögum.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafði ríkið boðið þeim
tæplega 40% launahækkun á
þremur árum ef þeir afsöluðu sér
verkfallsréttinum sem metinn var
á 20-25% í þessu tilboði. Þessu
boði var hafnað. Innan raða flug-
umferðarstjóra virðast þó vera
skiptar skoðanir um hvað eigi að
gera og vilja sumir taka tilboði
ríkisins en aðrir ekki. Forusta fé-
lagsins verst hins vegar allra frét-
LOFTUR JÓ-
HANNSSON
Segir að félags-
menn láti ekki
stjórnast af póli-
tiskri hagkvæmni
né tilfinningum
ta af því hvað hún hyggst fyrir á
næstunni en ekki hefur verið
boðað til nýs sáttafundar.
Loftur Jóhannsson formaður
Félags flugumferðarstjóra segir
aðeins að félagsmenn muni halda
áfram að breyta rétt og láta ekki
stefnuna ráðast af pólitískri hag-
kvæmni og tilfinningasjónarmið-
um eins og hann orðar það. Hins
vegar sé engin launung á því að
hótanir ríkisins hefðu farið illa í
menn. Hann segir að til að geta
boðað til nýrra aðgerða verði að
ráðast í nýja allsherjaratkvæða-
greiðslu. ■
Lögreglan í Reykjavík hafði af-
skipti af tveimur mönnum í
bíl í Grafarvogi um níu leytið í
gærmorgun. Við nánari skoðun
fundust á mönnunum áhöld til
neyslu á fíkniefnum og reyndust
leyfar af fíkniefnum í þeim.
......—
Tilkynnt var um innbrot í fimm
bíla í Breiðholti í gærmorgun
og tvo bíla í Austurborginni. Rúð-
ur voru brotnar í bifreiðunum og
hljómsflutningstækjum stolið.
Torkennilega duftið sem fannst
í gámi til Kaffitárs á athafna-
svæði Flutningaþjónustu Gunn-
ars í Keflavík var ekki miltis-
brandur og heldur ekki fíkniefni.
Hallast er að því að efni sé ætlað
til að fæla skordýr.
Skrölthljóð heyrðist
rétt fyrir brotlendingu
Okyrrð í lofti af völdum annarrar flugvélar gæti hafa valdið slysinu í New York. Oryggisviðvör-
un vegna þeirra hreyfla sem notaðir voru í vélinni var gerð fyrir mánuði síðan. Enn er 5 fórnar-
lamba saknað á jörðu niðri.
new YQRK.AP Hljóðupptökur úr
stjórnklefa Airbus A300 flugvél-
arinnar, sem fórst með 260 manns
innanborðs yfir New York á
mánudag, benda til þess að flug-
stjórarnir hafi átt í erfiðleikum
með að ná stjórn á flugvélinni eft-
ir að skrölthljóð heyrðist rétt inn-
an við tveimur mínútum eftir að
vélin tók á loft. Verið er að rann-
saka hvað olli hljóðinu, en þeir
sem urðu vitni að atburðinum
segjast einnig hafa heyrt sams-
konar hljóð. Einnig er verið að
rannsaka hvort að ókyrrð í lofti af
völdum annarrar flugvélar hafi
átt þátt í brotlendingu flugvélar-
innar. Hin flugvélin, af gerðinni
Boeing 747 frá japönsku flugfé-
Iagi, fór í loftið 2 mínútum og 20
sekúndum á undan farþegaflug-
vélinni, sem þó er 20 sekúndum
lengur en hinn venjulegi tími sem
látinn er líða á milli fluga.
í hljóðupptökum flugvélarinn-
ar, svokölluðum flugrita, sem
fundust á slysstað, heyrist flug-
stjórinn tala um ókyrrð í lofti
skömmu eftir flugtak. Að sögn
George Black Jr., hjá öryggisráði
samgöngumála í Bandaríkjunum
er verið að rannsaka hvort tengsl
séu á milli ókyrrðarinnar í loftinu
og skröltsins í vélinni. Engar
sannanir benda til þess að um
skemmdarverk hafi verið að
ræða, en Black sagði þó að ekkert
yrði útilokað um það fyrr en aflað
hefði verið meiri upplýsingar um
málið.
Vonast er til að annar flugriti
FLAK RANNSAKAÐ
Starfsmenn rannsóknardeildar rannsaka flak vélarinnar í New York á þriðjudag.
vélarinnar, sem fannst á þriðju-
dag, muni veita verðmætar vís-
bendingar um hvort að vélarbilun
hafi ollið slysinu, en hingað til
hefur flest bent til þess að vinstri
hreyfill flugvélarinnar hafi bilað
skömmu eftir flugtak. Þess má
geta að flugmálayfirvöld í Banda-
ríkjunum gáfu út öryggisviðvör-
un fyrir mánuði síðan vegna
þeirrar tegundar af hreyflum sem
notaðir voru í vélinni. Þar lögðu
þau til að eftirlit yrði aukið með
hreyflunum vegna „óöruggs
ástands" þeirra. Fyrirskipunin
hafði þó ekki komist í fram-
kvæmd áður en slysið átti sér
stað. ■
Öryggisverðir brugðust hart við um borð í bandarískri flugvél:
Farþegi ætlaði á klósettið
ÓTTI VIÐ hryðjuverk Rahio N. Ortiz,
rúmlega þrítugur farþegi um borð
í bandarískri flugvél á leiðinni frá
Pittsburgh til Washington, ákvað
að skreppa á klósettið um það bil
15 mínútum áður en vélin átti að
lenda.
Það hefði hann ekki átt að gera.
Tveir öryggisverðir drógu sam-
stundis upp skotvopn, hrópuðu á
manninn og skipuðu honum að
leggjast í gólfið. Hann gerði það
orðalaust og var handjárnaður.
Öðrum farþegum í vélinni var
skipað að lyfta höndum og halda
þeim fyrir aftan hnakka. Skömmu
síðar máttu þeir setja hendurnar á
stólbakið fyrir framan sig.
Ortiz, sem lá handjárnaður á
gólfinu, endurtók^ í sífellu: „Mér
þykir þetta leitt. Ég ætlaði bara á
klósettið."
Farþegum hafði reyndar verið
tilkynnt að hálftíma fyrir lend-
ingu mætti enginn hreyfa sig úr
sæti. Þetta eru nýjar öryggisregl-
ur um borð í bandarískum flug-
vélum, sem settar voru í kjölfar
hryðjuverkanna 11. september.
Flugvélinni var lent þegar í
stað á öðrum flugvelli í Was-
hington en áætlun sagði til um.
Bandaríska dagblaðið Was-
ÖRYGGISMÁLIN í BRENNIDEPLI
Fjórir bandarískir öldungadeildarþingmenn
hlýddu á umræður um frumvarp um flug-
öryggi í Bandaríkjunum, sem verið hafa f
brennidepli síðustu vikurnar.
hington Post skýrði frá þessum at-
burði. Sögunni fylgdi að sumir
farþeganna hefðu um stund haldið
að verið væri að ræna vélinni. ■