Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 15. nóvember 2001 ERLENT Kína, ásamt Taívan, bættist í hóp WTO-ríkja á ráðherra- stefnu í Qatar, sem lauk í gær. í aðildarviðræðum að WTO sömdu ísland og Kína um tollalækkun á 52 vöruflokkum sjávarafurða. Kína innheimtir allt að 30 pró- senta toll á sjávarafurðir. Samn- ingarnir við Island kveða á um að þeir verði 2 til 16 prósent. Afundi WTO voru ítrekaðar skuldbindingar um að semja um lækkun tolla, afnám útflutn- ingsbóta og draga úr innanlands- stuðningi. Iðnaðarráðherra vakti athygli á sérstöðu íslensks land- búnaðar. Helst var deilt um afnám útflutningsbóta. WTO hefur áður gert athugasemdir við bein- greiðslur til bænda hér á landi. Ríkisútvarpið útvíkkar starfsemi sína: Mánýta tækni sam- tímans ríkisútvarpið Markús Örn Antons- son, útvarpsstjóri, segir að Ríkis- útvarpið eigi að þjóna lands- mönnum með þeirri tækni sem til staðar sé á hverjum tíma. í lög- um um Ríkisútvarpið segir að veita skuli alla þá þjónustu sem unnt er með tækni útvarpsins. Þetta ákvæði veiti ekki einungis RÚV heimild til að fara inn á nýjar braut- ir heldur sé líka stefnu- m ó t a n d i hvatning til nýrra aðgerða eftir því sem t æ k n i n n i fleygir fram og breyttar aðstæður bjóða. A n d r é s Magnússonar, blaðamaður, hefur gagnrýnt RÚV fyrir að út- víkka starfsemi sína, meðal ann- ars á Netinu og með rekstri Fréttasímans, án þess að hafa heimild til þess í lögum. Ríkisút- varpið sé ríkisstofnun sem starfi samkvæmt þeim lögum sem sett eru um starfsemi þess. Ef stofn- unin vilji ráðast í önnur verkefni, en tilgreind eru í lögunum, verði lagabreyting að koma til. Menntamálaráðuneytið tekur undir orð útvarpsstjóra. í út- varpslögum sé skilgreint hvað falli undir útsendingar, en það er útsending dagskrárefnis innan íslenskrar lögsögu, sem ætluð er almenningi til beinnar móttöku og dreift er með rafsegulöldum, hvort heldur í tali, tónum, mynd- um, um þráð eða þráðlaust. ■ ÚTVARPSSTJÓRI RÚV hefur heimild til að fara inn á nýjar brautir. JOLAFOTIN ERU KOMIN í VERSLANIR OKKAR OG TIL AÐ AUKA Á ÁNÆGJU AÐVENTUNNARFYLGJA ÖLLUM KAUPUM GJAFIR OG GLAÐNINGUR. VEKJUM ATHYGLI A BÆKLINGNUM SEM ER KOMINN, HLAÐINN FREISTINGUM FYRIR JÓLIN Kringlan * 553 3536 Laugav«gur 42 * 511 1080 Stærri hljóðdeilcU^FAFF pfaíf hf. hefur nú tekið við umboðum og vörumerkjum frá KefTlÍSSÖn&BfÖHdal og býður nú einnig hágæða heimilishljómtæki. Við höfum á undanförnum vikum breytt verslun okkar til að gefa hljóðdeildinni aukið rými, smíðað fyllkötitHin LtljóaklefS og bætt aðstöðuna að öðru leyti. (((AE))) dTnaudio □kivberkable GRENSÁSVEGUR 13 SÍMI: 533 2222 www.pfaff.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.