Fréttablaðið - 15.11.2001, Page 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
15. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR
VERÐLAUN VIKUNNAR
FISKUR OG FRANSKAR
Breska glamúrpían Tara Palmer-Tomkinson
heldur á bikarnum sem veittur er árlega fyr-
ir bestu verslun sem kennir sig við fisk og
franskar kartöflur. Verðlaunin komu í hlut
„Allport's Fish and Chip verslunarinnar," í
Wales. Á síðasta ári seldu slíkar verslanir
Bretum yfir 263 milljón máltíðir sem gerir
fisk og franskar að vinælasta rétti Breta.
Bush og Pútín orðnir mestu mátar:
„Saman í skotgröfinni"
washington. ap Bandaríkjaforseti
fór ekki dult með hrifningu sína á
hinum rússneska starfsbróður
sínum, þegar þeir hittust í Was-
hington á þriðjudaginn. „Þú ert
náungi af því tagi, sem ég vildi
hafa með mér í skotgröf," sagði
George W. Bush við Vladimir
Pútín þegar hann tók á móti hon-
um í Hvíta húsinu.
Pútín var að koma til Was-
hington í fyrsta sinn, og mátti
greinilega sjá á honum að hann
vildi gjarnan fá að skoða sig um í
Hvíta húsinu. Bush varð við því
og sýndi honum listaverkin sem
hann hefur iátið hengja upp í for-
setaskrifstofunni. Allt eru það
landslagsmálverk frá Texas.
Bush hefur reyndar áður látið í
ljós hrifningu sína á Pútín. „Mér
fannst hann vera mjög blátt
áfram og traustsins verður,“ sagði
hann eftir fyrsta fund þeirra í Sló-
veníu í júní síðastliðnum. „Ég
fékk tækifæri til að kynnast sál-
inni í honum svolítið; hann finnur
til djúprar ábyrgðar gagnvart
Rússlandi," sagði Bush. „Ég hefði
ekki boðið honum heim á búgarð-
inn minn ef ég treysti honum
ekki.“
Núna er það heimboð orðið að
veruleika. í gær kom Pútín á bú-
garð Bandaríkjaforseta í Craw-
ford í Texas. ■
BUSH SÝNIR HVÍTA HÚSIÐ
Pútín vildi endilega fá að skoða sig um í Hvíta húsinu á þriðjudaginn. Bush lét ekki
segja sér það tvisvar.
FRÉTTiR AF FÓLKI |
rír hópar fjárfesta eru nú eftir í
kjölfestupotti Landssímans hf.
og munu þeir bítast um svonefnd-
an 25% kjölfestu-
hluta sem veitir
yfirráð yfir fyrir-
tækinu. Óstaðfest-
ar heimildir herma
einnig að fulltrúar
þessara hópa hafi
verið hér á landi
undanfarna daga
til að kynna sér í
þaula starfsemi fyrirtækisins.
Hreinn Loftsson, formaður einka-
væðingarnefndar, segir aðila máls-
ins ætla að standa við útgefna
stefnu að flytja engar fréttir af
gangi mála fyrr en undir lok mán-
aðarins eftir að bindandi tilboð
hafa borist.
Súlustaðirnir hafa löngum vakið
athygli landsmanna og hafa
þingmenn svo sem ekki verið und-
anskildir þegar kemur að umræðu
um þau mál og oftast lýst megnri
óánægju með fyrirbærið. Nú ber
hins vegar svo til að ný skrifstofu-
bygging Alþingis er að rísa við
hliðina á Alþingishúsinu og þykir
hönnun hennar hin kostulegasta.
Staðreyndin er nefnilega sú að súl-
ur halda þaki hússins uppi og því
næg tækifæri til að dansa nú um
stundir þó kalt kunni að vera ætli
menn að feta í fótspor nektardans-
meyjanna.
Ævintýr alegt líf heimskonu
Evelyn Stefánsson Nef er stödd hér á landi til að kynna nýútkomna ævisögu sína. Þar segir
frá spennandi lífshlaupi hennar og vitaskuld árunum með Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði
sem hún var gift í 21 ár.
EVELYN STEFÁNSSON NEF VAR SÆMD FÁLKAORÐUNNI Í VIKUNNI
Er 88 ára gömul en lítur alls ekki út fyrir það. „Ég æfi fimm sinnum í viku með einka-
þjálfara og hef gert undanfarin ár," segir hún
fólk „Ég hef lifað mjög áhuga-
verðu og spennandi lífi,“ segir Ev-
elyn Stefánsson Nef og það er
óhætt að taka undir þá fullyrð-
ingu. Hér á landi er hún þekktust
vegna þess að hún var gift ís-
lenska landkönnuðinum Vilhjálmi
Stefánssyni í 21 ár. Áður en þau
kynntust og eftir að Vilhjálmur
lést var líf hennar hins vegar hið
ævintýralegasta. „Ég þurfti að sjá
fyrir mér frá fjórtán ára aldri og
vann ýmis störf, til dæmis í
brúðuleikhúsi," segir Evelyn sem
komin er af ungverskum gyðing-
um.
„Ég kynntist honum á veitinga-
stað í New York og heillaðist strax
af honum,“ segir Evelyn sem gift-
ist Vilhjálmi árið 1941. „Hann var
35 árum eldri en ég en það skipti
ekki máli. Hann var ótrúlega
greindur og skemmtilegur og ég
hreifst af því.“ Evelyn fór fljót-
lega að vinna fyrir Vilhjálm og
varði það samstarf allt hennar
hjónaband. „Ég vann að rann-
sóknum með honum og endaði á
því að verða sérfræðingur í
heimsskautslöndum og kenndi
meira að segja í háskóla um tíma,
þrátt fyrir að ég hafi aldrei lært í
háskóla sjálf,“ segir Evelyn sem
hefur tvisvar sinnum verið sæmd
heiðursdoktorsnafnbót á ferlinum
fyrir starf sitt að rannsóknum
heimsskautasvæðisins.
Þau Vilhjálmur bjuggu alla tíð
í New York og höfðu þar mikið
samband við íslendinga. „Við
héldum boð fyrir íslensku náms-
mennina og sátum og sungum
fram á nætur,“ segir Evelyn sem
sjálf man ennþá ýmis íslensk lög.
„Ég kann ennþá Ólaf Liljurós,11
segir hún og hlær.
Eftir andlát Vilhjálms árið
1962 flutti Evelyn til Washington
og ári síðar kynntist hún þriðja
eiginmanni sínum, John Nef, pró-
fessor og listaverkasafnara. „Við
vorum alveg eins og unglingar,
við urðum svo ástfangin," segir
Evelyn. Þau hjónin ferðuðust líka
mikið saman, en nú var förinni
heitið á suðlægari slóðir. „Við
vörðum mörgum sumrum í
Frakklandi og umgengust þar
mikið af listafólki, Chagall hjónin
voru til dæmis góðir vinir okkar.“
Evelyn hefur komið nokkrum
sinnum til íslands eftir að vinnan
við stofnum kennda við mann
hennar hófst. „Áhugi á verkum
hans hefur vaknað að nýju,“ segir
Evelyn sem er mjög ánægð með
starf stofnunarinnar hér á landi.
„Ég hef líka fengið alveg ótrúlega
góðar móttökur hér á landi.“
sigridur@frettabladid.is
WÁGESTUMi
ÍMetklðí/ARNtR' QEQMWáÖESTUW wri tókn | þoss'að
t^YáfiéliinlhÓfiígettidtókii vðmurmg«fln!ránuim'og!hnu?Hi
Samtík rrriiítutai| RjflREtUII HmiWÍK
vo sem heyrst hefur er Sigurð-
ur G. Guðjónsson, þekktastur
sem lögmaður Norðurljósa, verið
að kanna möguleika á útgáfu helg-
arblaðs í samstarfi við nokkra að-
ila aðra en fyrirtækið nefna þeir
Hólmsteinsútgáfuna í höfuðið á
uppáhaldsprófessor sumra þeirra
sem að útgáfunni standa. Ekki hafa
borist miklar fréttir af hvernig
staðið skuli að útgáfunni en Sig-
urður sagði blaðamanni Frétta-
blaðsins í gær að verið væri að
vinna í þessum málum og ættu þau
að skýrast í febrúar. Þangað til
væri ekki mikilla fregna að vænta.
Ekki er rétt að Ása Richards hafi
formlega gefið kost á sér sem
formaður framkvæmdastjórnar
Samfylkingarinnar eins og greint
var frá á þessari síðu í gær. Rétt
mun hins vegar vera að margir
Samfylkingarmenn vonast til að
svo verði og hafa þrýst á hana um
að gefa kost á sér í þetta embætti.
Ása mun heldur ekki hafa kynnt
sig á fundum sem hún hélt í Hafn-
arfirði og Kópavogi er hún kynnti
landsfundinn þar á dögunum.
Fréttablaðið dregur hins vegar
þær ályktanir að tekist verði á um
þessa stöðu á væntanlegum lands-
fundi Samfylkingarinnar en þá
lætur Ágúst Einarsson prófessor
af starfanum.
Kremlverjar hrósa í þessari
viku ríkisstjórninni fyrir að
hafa afstýrt verkfalli flugum-
ferðarstjóra. „Best hefði verið að
taka af þeim verkfallsréttinn