Fréttablaðið - 22.11.2001, Síða 1
FÁTÆKT
Sumar mœður
svelta sig
bls. 8
STJÓRNMÁL
Formaðurinn
ákveðinn
LIFERNI
Hissa á
kvíðaköstum
S M A R I N N
Fasteignasala
SÍMI 564 6655
FRETTABLAÐIÐ
150. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 22. nóvember 2001
Framtíð Óperunnar
málþinc Málþing
uni framtíð ís-
lensku óperunnar
verður haldið í ís-
lensku óperunni kl.
13 til 17 í dag.
I Haldnar verða
framsöguræður og
almennar umræður að því loknu.
Spjallað í Skólabæ
stafsetning ísienska málfræðifélag-
ið efnir tii spjallkvölds í Skólabæ
þar sem ræddar verða reglur um ís-
lenska stafsetningu. Einkum verður
fjallað um kosti og galla við auglýs-
ingar menntamálaráðuneytisins frá
1974 og 1977.
IVEÐRIÐ í DAC
REYKIAVÍK Sunnan og suðaus-
tan 13-18 m/s síðdegis.
Rigning og hlýnandi vaeður
VINDUR ÚRKOMA HITI
fsafjörður Q 13-18 Súld Q 3
Akureyri ©8- 15 Skýjað © 0
Egilsstaðir © 10-15 Skýjað Q°
Vestmannaeyjar © 15-20 Rigning O 0
Persónufrelsi í stríði
fresli Spjallfundur um persónu-
frelsi á stríðstímum verður í Kofa
Tómasar frænda, Laugavegi 2,
kiukkan 20.30 í kvöld. Þar verður
spurt hvort réttlætanlegt sé að
skerða frelsi einstaklinga í þágu ör-
yggis og hversu langt megi ganga í
þeim efnum. Það er Heimdallur
sem boðar til fundarins.
Karfa í Höllinni
körfufbolti Körfuknattleikur verð-
ur í Laugardalshöilinni í kvöld og
hefst hann klukkan 20:30. Þar eig-
ast við Ármann/Þróttur og ÍG í
fyrstu deild karla.
Ósýnlegir
alþingismenn
fundir Alþingismenn verða ekki
sýnilegir í dag þar sem þeir funda
í hinum ýmsum nefndum þingsins.
Halldór Blöndai forseti þarf þess
vegna ekki að sitja í forsetastóli í
dag. Fundir Alþingis hefjast aftur
á mánudag.
KVÖIDIÐ í kvÖLD
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 íþróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRFTTARLADHD
Hvað les fólk á aldrínum 85,2'- F
78,2%
40 til 49 ára? <rz '<0
ra
Meðallestur 40 til 49 r; JO
ára á virkum dögum T c
samkvæmt könnun r; 3 M)
PriceWaterhouse-
Coopers frá O
september 2001 - s
70.000 s
78% v. r> ð
IFJÖLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VAR
FRAMKVÆMD DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. j
Notuðu Hlíf í svikamyllu
Sjóðsstjóri hjá Kaupþingi er talinn hafa notið aðstoðar föður síns, framkvæmdastjóra Lífeyris-
sjóðsins Hlífar, við að auðgast með ólöglegum hætti. Situr í gæsluvarðhaldi.
löcreclurannsókn „Starfsmaður-
inn tók þátt í því að reyna að hylja
uppruna fjármagns," segir Jón
Þórisson, framkvæmdastjóri úti-
búasviðs íslandsbanka, um starfs-
mann bankans, sem grunaður er
um að hafa brotið lög um peninga-
þvætti. „Núna hefur lögreglan for-
ræði á málinu og því er lokið af
hálfu íslandsbanka."
Starfsmaðurinn var gjaldkeri
íslandsbanka við Laugaveg en hef-
ur nú verið vikið úr starfi á meðan
rannsókn fer fram. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins þá not-
aði sá starfsmaður Kaupþings, sem
nú er í gæsluvarðhaldi vegna máls-
ins, reikning gjaldkerans í íslands-
banka til að hindra að slóð illa
fengis fjárs finndist eða væri rekj-
anleg. Skoðun innra eftirlits ís-
landsbanka á reikningum starfs-
manna varð til þess að farið var að
fylgjast með óeðlilegum færslum
inn á þennan reikning. Um var að
ræða verulega háar fjárhæðir að
sögn Jóns H. Snorrasonar, yfir-
manns efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjóra.
„Færslurnar voru gerðar með
hans samþykki og á hans eigin
reikning," segir Jón Þórisson. Ekk-
ert bendir til þess að aðrir starfs-
menn íslandsbanka hafi verið
viðriðnir málið eða að reikningar
viðskiptavina hafi verið notaðir.
Faðir starfsmanns Kaupþings,
sem gegndi framkvæmdastjóra-
stöðu hjá Lífeyrissjóðnum Hlíf, er
einnig aðili að málinu. Heimildir
Fréttablaðsins herma að sjóð-
sstjóri Kaupþings sé meðal annars
grunaður um brot á lögum um
verðbréfaviðskipti, þegar viðskipti
með óskráð hlutabréf í eigu lífeyr-
issjóðs Hlífar fóru fram. Þar hafi
starfsmaðurinn hagnast á mismun
á kaup- og sölugengi í viðskiptum
ÍSLANDSBANKI VIÐ LAUGAVEG
Gjaldkeri bankans notað reikninga sina til
að fela slóð illa fengis fjárs.
við lífeyrissjóðinn, sem faðir hans
stjórnaði. Það er ólöglegt þegar
viðskiptavinir fjármálastofnana
eiga í hlut. Hagnaðurinn rann síðan
inn á reikning þriðja aðilans,
starfsmanns íslandsbanka.
Með því að gera tilraun til að
hylja slóð fjármagnsins gerast
mennirnir sekir um að brjóta lög
um peningaþvætti. Rannsóknin er
því tvíþætt; annars vegar viðskipt-
in sjálf og hins vegar hvernig
hagnaði af þeim var komið undan.
Fjármálaeftirlitið gerði athuga-
semd um síðustu áramót vegna
þess hversu hátt hlutfall fjárfest-
inga lífeyrissjóðsins Hlífar væri í
óskráðum hlutafélögum. Sam-
kvæmt ársskýrslu Fjármálaeftir-
litsins um lífeyrissjóði átti Hlíf
hlutabréf að andvirði 886 milljón-
um króna í óskráðum félögum en
heildarfjárfesting sjóðsins voru
rúmlegir þrír milljarðar. Páll G.
Pálsson, forstjóri Fjármálaeftir-
litsins, vildi ekki tjá sig um málið.
„Við áttum ekki von á þessu og
eigum ekki von á neinu öðru en
þetta er greinilega hverfull heim-
ur,“ sagði Sigurður Einarsson for-
stjóri Kaupþings í gærkvöldi en
gat að öðru leyti ekki tjáð sig um
málið.
bjorgvin@frettabladid.is
ANNA GEIRSDÓTTIR Neitaði að taka með sér fylgdarmann eins og Flugleiðir kröfðust.
Fékk undanþágu til að mega ferðast ein eftir að Óryrkjabandalagið komst i málið en segir
að fella verði niður reglur sem mismuni fólki vegna fötlunar.
Anna Geirsdóttir borgarfulltrúi og læknir:
Læt engan taka
ábyrgð á mér
flugferðir „Ég ætla ekki að gefast
upp fyrr en þessar reglur verða
afnumdar," segir Anna Geirsdótt-
ir, heimilislæknir og borgarfull-
trúi, sem er allt annað en sátt við
starfsreglu Flugleiða sem mælir
fyrir um að einstaklingar í hjóla-
stól hafi með sér fylgdarmann
þegar þeir ferðast með flugvélum
fyrirtækisins. „Ég sætti mig ekki
við þetta. Ég á eftir að ferðast
margoft til viðbótar. Flugleiðir
eru með einokunaraðstöðu þannig
að ég hef ekkert val.“
„Þeir notuðu ekki orðalagið að
það þyrfti að borga undir fylgdar-
mann en samkvæmt þessum regl-
um sem þeir eru með liggur það í
orðanna hljóðan. Þeir sögðu að ég
yrði að gefa upp ábyrgðarmann
inni í flugvélinni. Ég ferðast ein
þannig að hvern á ég að gefa upp?
Ég er búin að vera í hjólastól í 20
ár og búin að ferðast með ýmsum
flugfélögum. Ég er að fara á
læknaráðstefnu í Mexíkó og búin
að fá flugmiðann frá British
Airways sem gerðu engar athuga-
serndir." Anna segist aldrei hafa
lent í þessu áður. „Þess vegna
hafði ég samband við Öryrkja-
bandalagið til að spyrja þá hvort
þeir vissu eitthvað um þetta. Flug-
leiðir skýla sér svo á bak við ein-
hverjar alþjóðlegar reglur sem
enginn kannast við og stangast á
við reglur IATA (Alþjóða flug-
flutningasamtakanna) sem eru til
að rýmka rétt fatlaðra og koma til
móts við þarfir þeirra."
Anna þvertekur fyrir að taka
fylgdarmann með sér. Það kemur
þó ekki í veg fyrir að hún komist
út núna. „Ég er búin að fá farseð-
ilinn minn. Ég gat fengið hann í
þetta skipti en það er undantekn-
ing og reglurnar gilda áfram",
segir Anna. „Ég má fara út en ætli
ég komist heim aftur?"
binni@frettabladid.is
Davíð Oddsson:
ÞETTA HELST
Gengið er vitlaust skráð
Lífeyrissjóðurinn Hlíf þarf að
sameinast stærri lífeyrissjóði.
bls. 2
..♦...
efnahagsmál Davíð Oddsson telur
gengisskráningu íslensku krón-
unnar of lága og hún muni styrkj-
ast þegar fram í sækir og auknar
tekjur útflutningsfyrirtækja skila
sér. „Það getur tekið tíma fyrir
markaðinn að átta sig á að útflutn-
ingsgreinar hafa búið við mjög góð
skilyrði núna,“ sagði Davíð.
„Skilin á fjármunum eru mjög
mikil um þessar mundir. Á móti
kemur samt líka að útflutningsfyr-
irtækin eru að borga niður skuldir
sínar erlendis," sagði hann og
bætti við að þón 1 bili reyndi á
gengið, myndi það hækka mjög ört
þegar miklar tekjur útflutnings-
fyrirtækjanna færu að skila sér.
Davíð bjóst við að sú þróun hæfist
strax eftir áramót.
„Sérstaklega þegar markaðir
virðast þannig stemmdir að litlar
fjárhæðir í neikvæða átt eru látnir
ráða úrslitum en aflmikið streymi í
hina áttina hefur ekki áhrif. Ég skil
dæmið þannig að innstreymi gjald-
eyris hafi verið nokkuð jafnt að
undanförnu en markaðurinn virð-
ist enn sem komið er næmari fyrir
útstreyminu," sagði hann og aftók
að gengissigið kallaði á sértækar
aðgerðir af nokkru tagi.
Einnig á bis. 12
Dæmi um mjög alvarleg slys á
börnum vegna lausra knatt-
spyrnumarka. Gengur illa að fá
eigendur til að festa þau niður.
bls. 4
• •
Ossur Skarphéðinsson telur að
Evrópumálin muni skapa
Samfylkingunni sérstöðu meðal
annarra stjórnmálaflokka. bls. 6