Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2001, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 22.11.2001, Qupperneq 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 22. nóvemer 2001 FIMMTUDAGUR Verkalýðsheyfingin: ASÍ á leið á Sæbraut húsnæði ASÍ hefur fest kaup á húsnæði Samvinnuferða - Land- sýnar að Sæbraut 1 þar sem Efl- ing - stéttarfélag er einnig til húsa. Kaupverð fæst hins vegar ekki gefið upp að svo stöddu en húsnæðið er alls um 1300-1500 fermetrar að stærð að meðtalinni sameign. Grétar Þorsteinsson for- seti sambandsins gerir ráð fyrir að höfuðstöðvar ASÍ muni flytja í nýja húsnæðið fljótlega á næsta ári ef að líkum lætur. Þá hefur fasteign sambandsins að Grensás- vegi 16a verið auglýst til sölu. ■ VG á Akureyri: Ekkert neglt niður strax SVEITARSTJÓRNflRKOSNINCAR „Það er málefnavinna í gangi og við höf- um dregið upp meginlínur í hvernig þetta gengur fyrir sig og það liggur ekkert fyrir með lista fyrr en í febrúar. Það verður ekkert farið að negla neitt niður fyrr en þá“, segir Björn Vigfússon formaður kjördæmisfélags Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs í norðausturkjördæmi um fram- boð flokksins á Akureyri fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Það sem við leggjum áherslu á eru hefðbundin velferðarmál og þá sérstaklega skólamál. Síðan eru það umhverfis- og atvinnu: mál sem við tengjum saman. í þriðja lagi, og það sem skapar okkur e.t.v. sérstöðu, fjöllum við um og setjum fram hugmyndir um stöðu Akureyrar pieðal ann- arra sveitarfélaga og sérstaklega meðal sveitarfélaga.á Eyjafjarð- arsvæðinu. Þá erum vfð að ræða AKUREYRI VC var innan raða Akureyrarlistans 1998 en býður fram undir eigin nafni næsta vor. um hugmyndir um hvernig bæta megi þá samvinnu sem verið hef- ur. Þá erum við ekki að setja þetta fram éndilega sem spurn- ingu um sameiningu heldur að auka það flæði sem hefur verið á milli sveitarfélaganna og auka samvinnu þeirra." ■ Tveir menn handteknir: Sakaðir um kyn- ferðisbrot lögreglumál Tveir menn voru handteknir grunaður um að hafa haft samfarir við rænulausa konu að kvöldi 18. nóvember síð- astliðinn. Afbrotið á að hafa gerst á heimili konunnar. Öll voru undir áhrifum áfengis og eru mennirn- ir grunaður um að hafa misnotað sér rænuleysi konunnar. Konan leitaði aðstoðar lögreglunnar í Kópavogi og var flutt á neyðar- móttöku Landspítala-háskóla- sjúkrahús. Mennirnir voru handteknir í kjölfarið og yfirheyrðir þegar áfengisvíman rann af þeim og sleppt af því loknu. Að sögn lög- reglunnar er málið enn í rann- sókn. ■ Sumar mæður svelta til að eiga mat fyrir börnin Mikið annríki hjá Mæðrastyrksnefnd. Úthlutar mat og fatnaði til fátækra kvenna. Ætlunin er að bjóða borgarfulltrúum í heimsókn. Sjálfboðavinna og stuðningur fyrirtækja. fátækt Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur segir að það sé búið að vera mjög mikið að gera við að gefa fátækum ein- stæðum mæðrum og einstaklingum mat og klæðnað. Hún segir að eftir- spurnin eftir þess- ari aðstoð sé búin að vera svo mikil að nauðsynlegt hefði verið að setja reglur um það að sami ein- staklingur geti ekki fengið aðstoð nema á fjögurra vikna fresti. Hún segir að þetta hafi eðlilega farið misvel í fólk en annað hefði ekki verið hægt til að allir fengju eitt- hvað. Sem dæmi um það hvað fá- tæktin getur verið mikil fullyrðir hún að sumar einstæðar mæður hreinlega svelti tímabundið til að eiga mat fyrir börnin sín. Þá er ætlunin að bjóða borgarfulltrúum í heimsókn á næstunni til að kynna þeim starfsemi nefndar- innar en í fyrra komu þingmenn í heimsókn. Hún segir að margar konurnar sem njóta aðstoðar nefndarinnar hafa ekki áunnið sér nein lífeyr- isréttindi og hafi því ekki annað sér til framfærslu en bætur al- mannatrygginga. Þær hrökkvi skammt til framfærslu þegar búið er að greiða kostnað vegna leiguhúsnæðis. Hún segir að mik- ið af skjólstæðingum nefndarinn- ar séu öryrkjar sem eiga m.a. við geðfötlun að stríða. Hún segir að aðstæður þessa fólks breytist lít- ið hvort um sé að ræða góðæri eða kreppu í efnahagslífinu vegna þess að það fær alltaf sína krónutölu frá almannatrygging- um til ráðstöfunar í hverjum mánuði. Hún gerir ráð fyrir að .—♦— Eftirspurnin eftir aðstoð hefur verið svo mikil að nauðsynlegt var að setja úthlutunar- reglur —*— ÁSGERÐUR JÓNA FLOSADÓTTIR FORMAÐUR MÆÐRASTYRKSNEFNDAR Segir að mörg fyrirtæki séu nefninni innan handar og m.a. Pálmi í Fiskbúðinni okkar á Nesvegi sem hefur gefið fátækum barnafjölskyldum fisk mikið annríki verði hjá nefndinni fyrir þessi jól eins og áður. Á hverjum miðvikudegi út- hlutar nefndin jógúrt, skyri og súrmjólk sem hún hefur fengið frá Mjólkursamsölunni og brauði frá Myllunni. Þá hefur fyrirtækið Ömmubakstur gefið nefndinni flatkökur til úthlutunar. Þess utan hefur nefndin gefið skjól- stæðingum sínum fatnað sem nefndin hefur fengið gefins. Ás- gerður segir að það sé einatt mik- ið starf við að flokka og ganga frá þessum fötum til úthlutunar og öll sú vinna sé unnin í sjálf- boðavinnu. -grh@frettabladid.is þú tvöfaldar vinnings- möguleikana með því að fara á WWW.frikort.is jcrfnleikur Fríkortsins Nánari upplýsingar á www.frikort.is BCBBaS! Þú safnar hjá okkur. . Sveitarfélögin: Launaráðstefna um kaup og kjör kjaramál Fastlega er búist við því að stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga muni sam- þykkja það á fundi sínum í dag, fimmtudag að boðað verði til launamálaráðstefnu sveitarfé- laga til að fara yfir stöðu kjara- mála og gerða samninga en þó einkum deilu tónlistarkennarara við Launanefnd sveitarfélaga. Tillaga um þessa ráðstefnu var samþykkt samhljóða í borgar- stjórn á dögunum en flutnings- maður hennar var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og formaður Sambands ísl. sveitarfélaga. Bú- ist er við að þessi ráðstefna verði haldin í kringum næstu mánaðamót. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að það sé mjög gagnlegt fyrir sveitarstjórnarmenn og kjörna fulltrúa í Launanefndinni VILHJÁLMUR þ. VILHJÁLMSSON Segir að það geti verið mjög gott fyrir sveitarstjóm- armenn og full- trúa í Launanefnd að ræða stöðu kjaramála til að bera saman bækur sínar og miðla hvor öðrum upplýsingum um stöðu deilunnar við tónlistar- kennara en verkfall þeirra hefur staðið yfir í einn mánuð. Ekki er talið að ráðstefnan verði blásin af ef svo kynni að fara að samn- ingar tækjust á milli Launa- nefndar og tónlistarkennara fyr- ir mánaðamót. Búist er við að rúmlega 100 sveitarstjórnar- menn taki þátt í ráðstefnunni. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.