Fréttablaðið - 22.11.2001, Qupperneq 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
22. nóvemer 2001 FIMMTUDACUR
FRCTTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Cunnar Smári Egilsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalslmi: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgat5væðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
| BRÉF TIL BLAÐSINS |
Merkilegt
starf
Ættingi hafði samband.
SÓLHEIMAR Sólheimar hafa mikið
verið gagnrýndir, það er eins og
alltaf sé verið að deila um málefni
þessa yndislega staðar. Það
gleymist hvað þarna er unnið
merkilegt starf í anda frumkvöð-
ulsins, Sesselíu heitinnar, um
samfélag þar sem fatlaðir fengju
notið sín. Það er ekki hægt að bera
stað eins og Sólheima saman við
hæli eins og Skálatún. Hugmynd-
in að baki stöðunum er gjörólík. Á
öðrum staðnum er litið á hina fötl-
uðu sem vistmenn sem þurfi sér-
hæfða starfsmenn til að sinna sér.
Á hinum staðnum eru þeir hluti af
samfélagi og á sínu heimili. Að
mínu mati er það sem heimilis-
mönnum á Sólheimum stendur til
boða miklu verðmætara heldur en
dvöl á hæli, þótt þjónustustigið
kunni að vera hærra þar, eins og
þetta er kallað. Á Sólheimum er
fötluðum tekið eins og þeir eru.
Mér finnst mikill munur á þessu.
Vissulega hafa farið talsverðir
peningar frá ríkinu til Sólheima
en þeir peningar hafa verið vel
nýttir til glæsilegrar uppbygging-
ar á staðnum undir stjórn Péturs
Sveinbjarnarsonar. Hafi hann og
samstarfsmenn hans þökk fyrir. ■
Lausn í sjónmáli?
Ef marka má tóninn í utandag-
skrárumræðum á Alþingi í
fyrradag um stöðu sjúkraliða inn-
an heilbrigðiskerfisins hillir und-
ir lausn hinnar langvinnu kjara-
deilu þessarar mikilvægu heil-
brigðisstéttar. Erfitt er að skilja
umræðuna öðruvísi en svo að
fram hafi komið þverpólitískur
vilji til að rétta hlut sjúkraliða
hvað launagreiðslur varðar og
finna leið út úr faglegu öngstæti
stéttarinnar innan menntakerfis-
ins. Faglærðir sjúkraliðar í land-
inu eru um 3000 talsins en vel inn-
an við helmingur þess fjölda vinn-
ur i faginu. Heilbrigðiskerfið sár-
vantar sjúkraliða til starfa. Til að
bæta úr skortinum þyrftu 300
ungmenni úr hverjum árangi að
leggja sjúkraliðastarfið fyrir sig
næstu ár. Hverjar eru líkurnar á
því? í boði eru um 100 þúsund
króna byrjunarlaun eftir um það
bil þriggja og hálfs árs sérhæft
nám á framhaldsskólastigi. Það
eru augljóslega ekki launin eða
skortur á öðrum tækifærum sem
hefur haldið þeim sjúkraliðum
sem eru við störf inni á sjúkrahús-
unum þessi síðustu ár þegar ung-
lingum með grunnskólamenntun
hefur reynst auðvelt með að fá
betur launuð störf. Sem betur fer
segja launataxtarnir ekki alla sög-
una því fjöldi fólks vill gera það
að ævistarfi sínu að annast um
sjúka og lætur ekki smánarleg
launin standa í vegi þeirrar köll-
unar. Sennilega er það sú köllun
MáLmanna
Pétur Gunnarsson
skrifar um sjúkraliðadeilu
sem hefur komið í veg fyrir að
enn verr sé komið fyrir heilbrigð-
iskerfinu í þessu efni en raun ber
vitni. Aðstæður á vinnumarkaði
eru ekki hagstæðar sjúkraliðum
um þessar mundir, efnahagslífið
er á leið í öldudal og þenslutíminn
á vinnumarkaði að baki. Menn ótt-
ast að leiðrétting launa sjúkraliða
yrði til að kynda enn frekar undir
kröfum um uppsögn almennra
kjarasamninga í febrúar. Engu að
síður hlýtur sá skortur sem nú er
á sérhæfðum starfskröftum
sjúkraliða að auðvelda réttlæt-
ingu þess að komið sé til móts við
kröfur þeirra. Að því leyti eru að-
stæður sjúkraliða gjörólíkar því
sem nú gengur og gerist á al-
mennum vinnumarkaði. ■
Pia Kjœrs-
gaard komin
x lykilstöðu
Anders Fogh Rasmussen sigurreifur eftir þing-
kosningarnar í Danmörku. Poul Nyrup
Rasmussen sagði af sér sem forsætisráðherra.
Ný stjórn tekur líklega við völdum um næstu
mánaðamót.
KAUPMANNAHÖFN. AP SÓSÍalde-
mókratinn Poul Nyrup Rasmus-
sen, fráfarandi forsætisráðherra
Danmerkur, var heldur þögull er
hann hélt á hádegi í gær til fund-
ar við Margréti Danadrottningu
þar sem hann lagði fram afsögn
sína. Búist er við að ný stjórn taki
..- ♦ við völdum í Dan-
„Viðmunum mörku um næstu
mánaðamót.
Næsti forsætis-
ráðherra Dan-
merkur verður að
öllum líkindum
Anders Fogh
Rasmussen, leið-
togi Vinstriflokks-
ins, sem reyndar
er flokkur frjáls-
lyndra hægri-
manna þrátt fyrir
Borgaralegu flokkarnir
einbeita okkur
að því að
styrkja stöðu
sjúkrahúsa í
landinu, eins
árs fæðingar-
orlofi foreldra
og að herða
innflytjenda-
lögin"
—♦—
nafnið.
hlutu samtals 98 þingsæti af 179
sætum á þinginu. Þar af hlaut
Vinstriflokkurinn 56 sæti, en 90
þingsæti þarf til að öðlast meiri-
hluta. Kjörsókn var óvenju góð,
eða 89,3%.
Vinstriflokkurinn hefur aldrei
hlotið jafnmikið fylgi í kosning-
um, og borgaralegu flokkarnir í
landinu hafa ekki haft meirihluta
á þjóðþinginu frá því 1929.
SIGURVEGARI
Anders Fogh Rasmussen, næsti forsætisráðherra Danmerkur, fagnar sigri í kosningunum.
Mikil sigurhátíð var haldin í fyrrakvöld til að fagna úrslitum kosningarnna. Hundruð liðs-
manna Vinstriflokksins tóku þátt 1 fagnaðarlátunum.
Nýafstaðin kosningabarátta
snerist að miklu leyti um málefni
innflytjenda. Poul Nyrup
Rasmussen, sem verið hefur for-
sætisráðherra frá 1993, hafði
gott fylgi þegar hann ákvað að
boða til þingkosninga. Fylgi hans
hrapaði hins vegar fljótt þegar
málefni innflytjenda komust í há-
mæli.
Hinn 48 ára gamli Fogh
Rasmussen hefur gert lítið úr
þeirri gagnrýni að hann standi
fyrir útlendingahatri, en lofaði
því samt sem áður að berjast
gegn innflytjendum sem væru að
reyna að svindla á kerfinu. „Við
munum einbeita okkur að því að
styrkja stöðu sjúkrahúsa í land-
inu, eins árs fæðingarorlofi for-
eldra og að herða innflytjendalög-
in,“ sagði hann í ræðu skömmu
eftir að úrslitin voru orðin kunn.
Tíðindum sætir að Danski
þjóðarflokkurinn, sá flokkur sem
hvað lengst vill ganga í að tak-
marka réttindi innflytjenda, er
orðinn þriðji stærsti flokkurinn.
Pia Kjærsgaard, leiðtogi hans, er
því komin í lykilstöðu í dönskum
stjórnmálum. Ljóst er að Fogh
Rasmussen vill helst ekki hafa
Danska þjóðarflokkinn með í
stjórninni. Hann þarf þó a.m.k. á
stuðningi Danska þjóðarflokks-
ins að halda við minnihlutastjórn
Vinstriflokksins og íhaldssama
þjóðarflokksins, og strax á kosn-
ingakvöldið gerði Pia Kjærs-
gaard það lýðum ljóst að hún
myndi ekki veita þann stuðning
nema henni yrðu tryggð veruleg
áhrif á stefnu stjórnarinnar, ekki
síst í málefnum innflytjenda. ■
ÞINCSÆTI HLUTFALL ATKVÆÐA
Þingsætí Prósentur
2001 (1998) 2001 (1998)
Sósialdemókratar 52 (63) 29,1% (35,9%)
Róttæki vinstriflokkurinn 9 (7) 5,2% (3,9%)
Sóslalíski þjóðarflokkurinn 12 (13) 6,4% (7,6%)
Einingarlistinn 4 (5) 2,4% (2,7%)
Miðju- og vinstriflokkarnir hlutu samtals 77 þingsæti
Vinstriflokkurinn 56 (42) 31,3% (24%)
Ihaldssami þjóðarflokkurinn 16 (16) 9,1% (8,9%)
Danski þjóðarflokkurinn 22 03) 12% (7,4%)
Kristilegi þjóðarflokkurinn 4 (4) 2,3% (2,5%)
Miðjudemókratar 0 (8) 1,8% (4,3%)
Framfaraflokkurinn O (4) 0,6 (2,4)
Borgaralegu flokkarnir hlutu samtals 98 þingsæti
Stærri hljóðdeilcU’FAFF
FAGMENN I HL
Pfaff hf. hefur nú tekíð víð umboðum og vörumerkjum frá ReynÍSSOíl
og býður nu einnig hágæða heimilishljómtæki. Við höfum á undanförnum
vikum breytt versjun okkar tíl að gefa hljóðdeildinni aukið rými, smíðað
fulikommn ilijÓðklefT og bætt aðstöðuna að öðru leyti.
leyti.
TEAC
Ot NAUDIO
ú/þlEIVIMHEIIEH
E3 Klh/BER KABLE (((AE)))
GRENSÁSVEGUR 13 SÍMI: 533 2222
www.pfaff.is