Fréttablaðið - 22.11.2001, Page 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
22. nóvemer 2001 FIMMTUDAGUR
Manndráp á Spáni:
Hinn grunaði
eftirlýstur
manndráp Daninn, sem grunaður er
um morðið á Daníel Eyjólfssyni,
sem myrtur var á Spáni síðastliðinn
sunnudag, var fluttur til Madrid nú
í morgun, þaðan sem hann verður
sendur til Kaupmannahafnar. Hinn
grunaði er eftirlýstur af dönsku
lögreglunni fyrir ýmis brot og mun
þetta ekki vera í fyrsta skipti, sem
hann kemst í kast við lögin. Daninn,
sem er bróðir unnustu Daníels heit-
ins, hefur ekki játað verknaðinn. Að
sögn Þórhildar Þorsteinsdóttur
ræðismanns íslands í Malaga, hafa
ekki fengist frekari upplýsingar frá
lögreglunni á staðnum varðandi
málsatvik. ■
•jafnleikur
Fríkortsins
Nánari upplýsingar á wvAv.frikort.is
þú safnar frípunktum
> og getur líka unnið
utanlandferð.
Tveir aukavinningar
dregnir út vikulega.
<
Verðbréfaþing Islands:
Lífleg viðskipti
með Bakkavör
vidskipti Viðskipti með hlutabréf í
Bakkavör hf. voru lífleg á Verð-
bréfaþingi íslands í gær, daginn
eftir að tilkynnt var um kaup
Bakkavarar á breska matvælafyr-
irtækinu Katsouris Fresh Foods
Ltd. Hlutabréf í fyrirtækinu skiptu
89 sinnum um hendur í gær, og
heildarverðmæti viðskiptanna
námu 89.698.369 krónum. Verð
hlutabréfanna var komið í 5,90 í lok
gærdagsins, en var á bilinu 4,49-
4,50 í síðustu viku. ■
Þú safnar hjá okkur...
Samtök atvinnulífsins:
Flókið og engar
skyndilausnir til
kjarasamningar Hannes G. Sigurðs-
son aðstoðarframkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins telur viðbú-
ið að aðilar vinnumarkaðarins og
stjórnvöld fari í samstarf um þrí-
hliða viðræður um hvaða leiðir geti
verið fyrir hendi til að forða því að
launalið kjarasaminga verði sagt
upp á næsta ári. Hann bendir þó á
að þetta sé flókið mál þar sem eng-
ar skyndilausnir séu fyrir hendi.
Hins vegar telur hann að allir vilji
sameinast um það að verðbólgan
fari aftur niður á þolanlegt stig.
Hann segir að tæknilega séð hafi
verðlagsforsendur kjarasaminga
ekki gengið eftir vegna þess að
verðbólga hafi aukist í stað þess að
minnka eins og að var stefnt. í því
sambandi bendir hann á að þegar
samið var í fyrra hafi verðbólgan
mælst um 5-6% en sé um þessar
mundir í rúmlega 8%. Þessi mikla
verðbólga sé m.a. vegna þeirrar
miklu gengislækkunar sem orðið
hefur á krónunni. Hann býst við að
fjallað verði um viðbrögð við þess-
ari þróun á vettvangi Samtaka at-
KARPHÚSIÐ
Bjartsýni manna um verðbólguþróunina við gerð síðustu samninga virðist vera að snúast
upp í andhverfu sína
vinnulífsins á næstunni, enda hljóta
allir ásamt stjórnvöldum að hafa
miklar áhyggjur af því að það geti
komið til uppsagna á launalið samn-
inga á næsta ári. Aðspurður hvort
atvinnulífið geti brugðist við þessu
með frekari kauphækkunum segir
hann að verðbólguvandinn endur-
spegli m.a. þær miklu kostnaðar-
hækkanir sem orðið hafa. Af þeim
sökumtelur hann að það sé ekki
mjög uppbyggilegt til að lækkunar
verðbólgu að hækka kostnað fyrir-
tækja enn meira. ■
nmuumiimimitmimmiuimimmimHiDiiimmiiimmimimmmmiimimmiiimmiimimmiitmiimmKimmimmmiiimtmiiiimimíim
Taugaveiklun er ein-
kennandi á markaði
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu spáir samdrætti á næsta ári.
Krónan er í kröppum dansi og viðkvæm fyrir fréttum. Spákaupmenn
eiga ekki þátt í veikingunni, en markaðurinn bíður eftir skýrum skila-
boðum um aðhald í ríkisQármálum og minnkandi viðskiptahalla.
Gengi krónu gagnvart bandaríkjadollar
1104
*
£
*
<o'
í
0
*
O)
*
©’
efnahagsmál Krónan hef-
ur fallið hraustlega á síð-
ustu dögum og er fall
hennar frá áramótum
orði meira en dæmi eru
um á síðustu áratugum.
Á þriðjudag féll krónan
um 1,4 % vegna frétta
um kaup Bakkavarar á
erlendu fyrirtæki. Yngvi
Harðarson, hagfræðing-
ur, segir að nokkurrar
taugaveiklunar gæti á
gjaldeyrismarkaði. „Það
er meiri eftirspurn eftir
gjaldeyri en framboð og
það er Ijóst að eitthvað
þarf að gerast til þess að
það breytist.“
f nýrri skýrslu Efna-
hags- og framfarastofn-
unar Evrópu, OECD, er
samdrætti spáð á næsta
ári. Stofnunin hvetur til
aðhalds í ríkisrekstri og
að Seðlabanki fari sér
hægt í vaxtalækkunum til að byg-
gja upp traust á krónuna. Ljóst er
að krónan er mjög viðkvæm þessa
dagana, en Yngvi Harðarson segir
engin merki um að spákaupmenn
geri atlögu að henni. „Ef svo væri
sæjum við stærri tölur í viðskipt-
unum.“
Már Guðmundsson, aðalhag-
fræðingur Seðlabankans segir
alla jafna grípi bankinn ekki inn í
gjaldeyrismarkaðinn. Hann geti
þó gert það ef hann telji það skila
árangri og stuðla að markmiðum
bankans varðandi litla verðbólgu
og stöðugt fjármálakerfi. Að-
spurður um hvort þær aðstæður
hafi ekki skapast þegar krónan
féll um 1,4% á þriðjudag, sagði
Már: „Verkin tala hjá okkur varð-
andi inngrip á gjaldeyrismark-
aði.“ Útilokað er að spá um þróun
krónunnar til skemmri tíma litið
og enn síður frá degi til dags. Már
segir að innan Seðlabankans hafi
frekar verið reiknað með tíma-
bundinni veikingu krónunnar þeg-
ar viðskiptahallinn færi minnk-
andi, þar sem líklegt var talið að
það færi saman við enn snarpari
samdrátt í fjármögnun hallans í
gegnum erlenda lántöku. Það
væri nú að koma fram.
Yngvi Harðarson segir að
margir óvissuþættir séu um þró-
unina á næstu mánuðum. „Það er
talsverð óvissa með þróun á er-
lendum vettvangi svo og með
ástand á vinnumarkaði hérlendis,
þróun kjaramála og atvinnuleys-
is.“
Markaðurinn virðist bíða eftir
skýrum skilaboðum um aðhald í
ríkisrekstri og jákvæðum fréttum
af viðskiptahalla. Ómögulegt er
að tímasetja slíkt, en fram að því
má búast við áframhaldandi óróa.
Gengisvísitalan endaði í gær í
nýju meti eða 150 stigum og hefur
krónan aldrei verið veikari.
haflidi@frettabladid.is
Bruni í rafmagnstöflu t Vopnafjarðarskóla:
Ovíst hvenær kennsla hefst að nýju
bruni Vopnafjarðarskóli var
rýmdur um tvöleytið í gærdag
þegar eldur kom upp í rafmagns-
töflu í nýrri viðbyggingu skólans.
Slökkvilið staðarins var kallað til
og mætti það örfáum mínútum
síðar og slökkti fljótlega eldinn.
Mikill reykur barst um neðri hæð
hússins þar sem taflan er staðsett.
Að sögn Aðalbjörns Björnssonar,
skólastjóra Vopnafjarðarskóla,
varð eldsins vart þegar bruna-
kerfi hússins fór í gang. Fljótlega
eftir hafi verið ákveðið að rýma
skólann en kennsla hafi verið í
fullum gangi. Nemendur hafi yfir-
gefið húsið nánast eins og þeir
stóðu og safnað saman í íþrótta-
húsi skólans.
Bæði rafmagn og hiti fóru af
viðbyggingunni auk þess sem
símasamband er dottið niður. Að-
albjörn segir flókið verkefni
framundan að gera við töfluna en
VOPNAFJÖRÐUR
Símasambandslaust er við Vopnafjarðarskóla og einnig hefur bæði rafmagn og hiti dottið
út við brunann í rafmagnstöflunni sem samkvæmt Aðalbirni Björnssyni, skólastjóra, er
einungis ársgömul.
hún sé bæði stór og mikil. „Við
vitum ekki enn hvað olli brunan-
um en viljum fá úr því skorið þar
sem taflan er ekki nema ársgöm-
ul.“ Aðalbjöi’n sagðist vonast til að
kennsla gæti hafist að nýju strax
eftir helgi en sagðist þó ekki mjög
bjartsýnn. „ ■
Össur Skarphéðinsson:
Ekki verð-
skuldað tap
stjórnmál „Það er heldur slæmt að
hinn ágæti jafnaðarmaður Poul
Nyrup Rassmussen skuli tapa kosn-
ingum. Það er ekki verðskuldað því
hann hefur staðið sig ákaflega vel
sem forsætisráð-
herra og gert
margt gott fyrir
Dani,“ segir Össur
Skarphéðinsson,
formaður Samfylk-
ingarinnar.
„Nyrup, eins og
svo margir, gaf of
mikinn gaum að
skoðanakönnunum
og tímasetti kosn-
ingarnar miklu
fyrr en hann
þurfti. Niðurstað-
an var sú að Ven-
stre náði söguleg-
um sigri að því
leyti að hann er nú í fyrsta sinn
stærri en flokkur jafnaðarmanna.
Það sem vekur manni hins vegar
ugg er uppgangur Danska þjóðar-
flokksins sem gerði út á útlendinga-
andúð,“ segir Ossur.
Össur bendir á að Poul Nyrup
hafi setið lengst allra forsetisráð-
herra í aðildarlöndum Evrópusam-
bandsins: „Forsætisráðherrar sem
búnir eru að sitja ákaflega lengi
lenda gjarnan í því að það fjarar
fljótt undan þeim. í því lenti Nyrup
Rassmussen og það kann að henda
fleiri.“ ■
OSSUR SKARP-
HÉÐINSSON
Uppgangur
Danska þjóðar-
flokksins sem
gerði út á útlend-
ingaandúð vekur
ugg, segir for-
maður Samfylk-
ingarinnar.
Steingrímur J. Sigfússon:
Iskyggilegt
stjórnmál „Mér líst illa á úrslitin þó
að mínir menn í SF og Einingarlist-
anum haldi reyndar nokkurn veg-
inn sjó og vinni varnarsigur því rík-
isstjórnarblokkin í heild beið mikið
afhroð," segir Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður Vinstri-grænna,
um sigur hægri
flokkanna i þing-
kosningunum í
Danmörku.
Steingrímur
segir úrslitin ekki
síst vera mikinn
ósigur fyrir Poul
Nyrup Rassmus-
steingrím j. sen forsætisráð-
sigfusson herra persónulega.
legs forsætisráð- »Hann valdi þessa
herra er ekki sak- timasetnmgu fynr
laus af því að kosnmgarnar og
hafa gert út á baráttan var mjög
þjóðernishyggju, mikið lögð upp á
segir formaður hann persónulega.
Vinstri-grænna. Hann ætíaði að
selja sig þjóðinni sem hinn sterki
leiðtogi á óvissutímum en það mis-
tókst herfilega," segir hann.
Steingrímur segir það vera mik-
ið áhyggjuefni út á hvaða málefni
borgaraflokkarnir unnu kosninga-
sigurinn: „Það var gert út á þau af
mikilli ósvífni af þeim sem spiluðu
á strengi þjóðernishyggju og það er
ískyggilegt að sjá flokk eins og
Danska þjóðarflokkinn vaða svona
upp. Flokkur væntanlegs forsætis-
ráðherra er heldur ekki saklaus af
því að hafa reynt að gera út á þetta
ástand.“ ■