Fréttablaðið - 22.11.2001, Síða 14

Fréttablaðið - 22.11.2001, Síða 14
fðos isdrrigvöfi .íí íiUðAOUtMWllí gott verð I.Guðmundsson ehf. Skiphoiti 25 • 105 Reykjavík Bíll sem gefur frá sér hljóð, mótorhljóð, flautar og fleira. Mánud.-föstud. kl. 13 -17 Frábær tilboð - Þú mátt ekkl mlssa af þessu Hundurinn sem geltir og hleypur um hann er með fjarstýringu. VOff I'Off M<$ Opnunartími: Jólagjöf LAGER SALA Gæsaskyttirí heima í stofu. Myndvarpinn varpar myndinni af bráðinni á vegginn og riffillinn er tengdur myndinni, þegar þú hittir fellur bráðin til jarðar. Hörkuspennandi og skemmtilegt verkfæri. áður kr. 12.900,- Nu kr Gönguskór 7.990 kr Gönguskór Grisport 389 leður með grítex öndun og vatnsfráhrindandi. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is ÍÍQL J/ /1 FRÉTTABLAÐIÐ 22. nóvemer 2001 FIMMTUDACUR ESSO deild karia: Útiliðin unnu öll HANDBOLTi Áttunda umferð ESSO deildar karla lauk með þremur leikjum í gær. í Mosfellsbæ tók Afturelding á móti Haukum. Meistararnir voru yfir í hálfleik, 13-10, og fylgdu þessarri siglingu eftir með því að vinna leikinn 27- 22. Haukar halda því enn topp- sætinu. Litlu munaði þó að Valur næði þeim eftir spennuleik við Fram. Heimamenn í Fram voru yfir í hálfleik, 12-11, en þar sem þeir brenndu af átta vítum og Valur náði að hrista af sér slenið fór leikurinn 21-20 fyrir Val. Að lokum tók HK á móti ÍR. Ekki gekk vel hjá heimamönnum, ESSO PEILP KARLA Lið Leikir u J T Mörk Stig Haukar 8 8 0 O 219:187 16 Valur 8 7 1 O 220:186 15 Þór A. 8 5 2 1 223:204 12 Grótta/KR 8 5 O 3 203:205 10 ÍR 8 4 1 3 186:189 9 KA 8 3 2 3 203:195 8 FH 8 2 3 3 203:199 7 Selfoss 8 3 1 4 218:218 7 UMFA 8 3 1 4 185:190 7 HK 8 2 2 4 218:222 6 Stjarnan 8 2 2 4 197:205 6 ÍBV 8 2 1 5 208:232 5 Fram 8 O 3 5 183:197 3 Víkingur 8 O 1 7 173:210 1 ÍR var 16-10 yfir í hálfleik og vann leikinn 33-27. ■ ÞRUMUSKOT AÐ MARKI Halldór Ingólfsson, leikmaður Hauka, skýt- ur að marki Aftureldingar og Hjörtur Arnar- son horfir á. Haukar unnu 27-22 í Mos- fellsbænum. BJÖRN BORG Borg hélt sig frá tennisvellinum í átta ár, en árið 1991 stóðst hann ekki freistinguna lengur og tók fram spaðann á ný. MUHAMMAD ALI Flestir voru sammála um að Ali ætti að hætta árið 1979, en hann ákvað að taka einn loka- dans í hringnum árið 1980. Misheppnaðar endurkomur íþróttamenn eiga oft erfitt með að hætta að keppa. Björn Borg, Nigel Mansell, Magic Johnson og Muhammad Ali eru dæmi um íþróttamenn sem hafa átt algjörlega misheppnaðar endurkomur. i'þróttaivienn Töluvert algengt er að íþróttamenn hætti við að hætta. Eftir að hafa verið mörg ár í kastljósi frægðarinnar reynist oft erfitt að setjast í helgan stein. Eftirsjáin er stundum svo sterk að menn ákveða að reyna einu sinni enn - reyna að rifja upp gamla takta. Stundum hefur þetta tekist en ekki næstum alltaf. Dæmi um íþróttamenn sem hafa átt mis- heppnaðar endurkomur eru Björn Borg, Nigel Mansell, Magic John- son og Muhammand Ali. Svíinn Björn Borg var einn allra besti tennisleikari heims á sjöunda og áttunda áratugnum. Eftir að hafa unnið til ellefu stór- ra titla ákvað hann að hætta kepp- ni árið 1983 og einbeita sér að við- skiptum. Borg hélt sig frá tennis- vellinum í átta ár, en árið 1991 stóðst hann ekki freistinguna lengur. Orðinn 34 ára gamall, smellti hann á sig svitabandinu í Monte Carlo og strunsaði út á tennisvöll með gamla tréspaðann sinn. Árangurinn var hins vegar ekki glæsilegur. Vopnaður nýjasta grafít-tennisspaðanum á mark- aðnum, sigraði algjörlega óþekkt- ur tennisleikari, Jordi Arrese að nafni, gömlu kempuna. Borg tókst aldrei að komast í hóp þeirra þús- und bestu og lagði fljótlega gamla tréspaðann aftur á Ikea-hilluna. Enski ökuþórinn Nigel Mansell var einn sá allra besti í Formúlu 1 á áttunda áratugnum og byrjun þess níunda. Hann vann keppnina einu sinni og varð þrisvar í öðru sæti áður en hann ákvað að hætta í Formúlu 1 og keppa í Indy- kappaksturskeppninni í Banda- ríkjunum. Árið 1995 ákvað Mansell að snúa sér aftur að For- múlu 1. Hann samdi við McLaren, en missti af tveimur fyrstu keppnum tímabilsins vegna þess að bíllinn var of lítill fyrir hann. Hann lauk keppninni í Imola á Ítalíu í 10. sæti og á Spáni hætti hann þegar keppnin var rétt hálfnuð. Næsta keppni átti að vera í Monte Carlo, en Mansell sá enga ástæðu til að halda þessum hörmungum áfram og drap á bíln- um fyrir fullt og allt. Einstaklega ömurlegur endir á annars glæst- um ferli. Körfuboltahetjan Magic John- son var af mörgum talinn sá allra besti í NBA deildinni á milli 1979 og 1991. Með frábærum sending- um og góðum alhliða leik vann hann til fimm titla með Los Angel- es Lakers. Eftir að hafa greinst með HIV veiruna ákvað hann að leggja skóna á hilluna, 32 ára gamall. Mörgum til mikillar undr- unar hélt Magic heilsunni og árið 1995 ákvað hann að snúa aftur. Fjögurra ára sófaseta sagði hins vegar til sín því Magic var alltof þungur og gjarn á að meiðast. Hann lék aðeins 32 (af um 80) leiki á öllu tímabilinu og skoraði að meðaltali 14,6 stig, samanborið við um 20 áður. Fáir efuðust um það á sínum tíma þegar Muhammad Ali sagð- ist vera besti hnefaleikamaður allra tíma. Hinn tungulipri Ali, sem áður bar nafnið Cassius Clay, varð þrisvar heimsmeistari á ár- unum frá 1964 til 1979. Flestir voru sammála um að Ali ætti að hætta árið 1979, en hann ákvað að taka einn lokadans í hringnum árið 1980, þá orðinn 38 ára gamall. Mótherjinn var Larry Holmes og hafði hann mikla yfirburði í bar- daganum, sem margir töldu hafa verið hryggilegan atburð fyrir Ali og hreinlega hættulegan. trausti@frettabladid.is Meistaradeild Evrópu: Markaleikur milli Real og Prag knattspyrna Þrír leikir fóru fram í C og D riðlum Meistaradeildar Evr- ópu í gær en sá fjórði, milli Juvent- us og Bayern Leverkusen, var felldur niður vegna þoku. Hann fer fram miðvikudaginn 28. nóvember. Markaleikurinn var í Prag þar sem Sparta Prag tók á móti Real Madrid. Real var fyrra liðið til að komast yfir og var það sjálfur Zida- ne, sem skoraði. Prag náði að jafna með marki frá Michalík en Mori- entes kom Real aftur yfir stuttu seinna. Þetta var endurtekið um miðjan seinni hálfleik þegar Sionko jafnaði en Morientes kom Real aft- ur yfir. Arsenal fór í heimsókn til Deportivo La Coruna. Heimamenn voru með tögl og hagldir í leiknum, þó Arsenal næði að sýna lit í seinni hálfleik, og unnu hann 2-0. Mörkin skoruðu Makaay og Tristán í fyrri hálfleik. í Aþenu tók Panathinaikos á móti Porto. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og hafa Aþen- ar því ekki fengið mark á sig í fjór- um leikjum á heimavelli. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.