Fréttablaðið - 26.11.2001, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 26.11.2001, Qupperneq 1
MENNING Samtíma sigurvegari bls 18 VETUR Krakkar á snjósleðum bis 12 - S FÓLK Enginn tímifyrir aðgerðaleysi bls 16 S M A R I N N Fasteignasala SÍMI 564 6655 FRETTABLAÐIÐ 152 tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 26. nóvember 2001 MANUDAGUR Niðurskurðartillög- ur til þingflokka ALWNCLÞingflokkum stjórnarflokk- anna verða í dag kynntar tillögur þær sem ríkisstjórnin hyggst Iegg- ja fram til að skera niður ríkisút- gjöld frá því sem ráð er fyrir gert í f járlagafrumvarpinu. Niðurskurð- ur ríkisútgjalda er talin ein mikil- vægasta forsenda stöðugra gengis og lægri vaxta. Messa í Borgarleikhúsinu tónleikar Selkórinn, Bubbi Morthens og Jóhann Helgason flyt- ja argensinska messu, Misa Criolla og létta tónlist frá Argentínu og Perú á tónleikum sem hef jast kl. 20.30 í Borgarleikhúsinu. jvEÐRIÐ í DACÍ REYKiAVIK Suðvestan 8-13 m/s og snjó- eða slydduél, lægir og úrkoma minkar með kvöldinu. Hiti um 0 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI (safjörður Q 8-13 Snjókoma Q 2 Akureyri 0 3-8 Snjókoma Q 5 Egilsstaðir 0 3-8 Snjókoma 07 Vestmannaeyjar Q 4 Snjókoma 0-1 Söfnunarkassar fyrir dóm dóiviur Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðar í dag um hvort mál manns sem krefst bóta vegna tjóns sem hann hefur orðið fyrir af völd- um spilafíknar í fjöiskyldunni fær efnismeðferð. Fordómar og tungumáli eyrirlestur Fordómar og áróður í tungumálum er meginefni fyrir- lesturs Jacques Merlot sem haldinn verður á vegum Alliance Francais í JL-húsinu kl. 20.30. KVÖLDIÐ í KVÖLD Tónlíst 18 Bíó 16 Leikhús 18 Iþróttir 14 IVIyndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvað les fólk á aldrinum 25 til 59 ára? Meðallestur 25 til 59 ára á virkum dögum samkvæmt könnun PriceWaterhouse- Coopers frá september 2001 70.000 eintök 78% fólks ies blaöíð FJÖLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VÁR| FRAMKVÆMD DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. Handtekinn í Riga en sleppt eftir yfirheyrslur Lettinn sem handtekinn var á Dalvík á fimmtudag vegna gruns um aðild að tveimur morðum í Lettlandi var ásamt unnustu sinni hnepptur í fangelsi vegna málsins í Riga nýlega en sleppt að nokkrum dögum liðnum. Tengdaforeldrarnir, sem búa á Dalvík, segjast sannfærðir um sakleysi hans. Ottast að maðurinn fái ekki réttláta meðferð hjá lögreglu í Riga. lögreclumAl Lettneski maðurinn, Juris Eglitis, sem handtekinn var á Dalvík á fimmtudag eftirlýstur fyrir tvö morð í heimalandi sínu var ásamt unnustu sinni hnepptur í varðhald í Riga fyrir nokkrum vikum og þau yfirheyrð vegna málsins en sleppt að því loknu. Tengdaforeldrar hans sem búa á Dalvík segjast í engum vafa um sakleysi þeirra beggja. Tengdaforeldrunum var mjög brugðið við handtökuna enda töldu þau að tengdasonur þeirra og dóttir væru laus allra mála. Þar sem þau tala mjög takmarkaða ís- lensku og ensku fengust þær upp- lýsingar í gegnum þriðja aðila að Juris og unnusta hans hefðu áður setið nokkra daga í fangelsi vegna rannsóknar sama máls. Stúlkunni var síðan sleppt lausri og hélt hún þá til íslands. Lögregla keyrði hana heim til að sækja föggur sín- ar og þaðan á flugvöllinn. Héðan vann hún í samstarfi við lögfræð- ing ytra að lausn unnusta síns. Það tókst og var honum sleppt án nokkurra skilyrða. Juris hafi því komið hingað til lands í síðustu viku í þeirri trú að hann væri laus allra mála. Að sögn tengdaforeldr- anna tengist aðild Juris og unn- ustu hans að málinu sölu bifreiðar sem þau áttu og síðar tengdist morðmálunum. Talsmaður fjöl- skyldunnar segir þau mjög ugg- andi yfir því að Juris fái ekki rétt- láta meðferð hjá lögreglunni í Riga og óttast um hag dóttur sinn- ar, sem nú er í Lettlandi, en ekki er vitað hvort hún verði handtekin á ný. Juris bjó í húsi tengdaforeldra sinna á Dalvík eftir að hann kom hingað til lands og hóf störf hjá fiskvinnslufyrirtækinu Norður- strönd á mánudaginn fyrir viku. Að sögn starfsmanns á skrifstofu Norðurstjörnunar var Lettinn „pollrólegur" þegar þrír lögreglu- menn frá Akureyri komu og sóttu hann. „Hann kom okkur í alla staði fyrir sjónir eins og ósköp eðlileg- ur ungur maður. Hann kom vel fyrir og það var nákvæmlega ekk- ert í fari hans sem benti til þess að hann væri eftirlýstur glæpamað- ur,“ sagði skrifstofumaður hjá Norðurströnd. ■ SMÁRI OG JÓLALJÓSIN Smári Ingvarsson er einn þeirra manna sem njóta þess að lýsa upp skammdegið á jólaföstu með því að skreyta hús sín með jólaljósum. í gær byrjaði hann að festa perur á hús sitt og við þá iðju mun hann verja flestum frístundum sínum þessa viku. Kveikt verður á herlegheitunum kl. 16 næsta sunnudag, fyrsta I aðventu. Sjá viðtal við Smára í Heimilisblaðinu í dag. Breytt samfélag: Svínakjöt tekið af mat- seðli Austurbæjarskóla grunnskóli Svínakjöt hefur verið tekið af matseðli nemenda í Aust- urbæjarskóla. Guðmundur Sig- hvatsson, skólastjóri, segir þetta gert af tillitsemi við þá einstak- linga, sem trúar sinnar vegna borða ekki svínakjöt. „Þetta er fyrirbyggjandi að- gerð hjá okkur, að bregðast við áður en það verða einhver leið- indi," segir Guðmundur. Engin vandamál höfðu komið upp áður en þessi ákvörðun var tekin. „Þeg- ar þetta tengist trúarlegum þætti þá verðum við að virða rétt allra einstaklinga. Þá þurfum við að AUSTURBÆJARSKÓLI Svínakjöt var tekið af matseðli nemenda skólans af tillitsemi við einstaklinga sem ekki borða svínakjöt vegna trúar sinnar. velta vöngum yfir hvað við getum gert til að leysa það mál.“ Það voru stjórnendur Austur- bæjarskóla sem tóku þessa ákvörðun og veit Guðmundur ekki hvort þetta hafi verið gert í öðrum skólum. „Þessi ákvörðun var tekin í haust áður en skóli hófst, að svínakjöt yrði ekki hérna á borð- um.“ Þetta er liður í að bregðast við breyttu samfélagi þar sem ein- staklingarnir, sem sækja grunn- þjónustu hjá hinu opinbera, koma frá mismunandi trúarlegum og menningarlegum heimilum. Síð- asta föstudag í hverjum mánuði er gestakokkur í heimsókn í skólan- um og eldar mat frá öðrum lönd- um til að kynna matseld annarra ríkja fyrir börnunum. ■ | ÞETTA HELST | Röskun varð á samgöngum vegna hvassviðris sem gekk yfir Norðausturland og Austfirði í gærmorgun. Ófært var milli Eg- ilsstaða og Akureyrar og innan- landsflug fór úr skorðum. bls. 2. Bandarískir vísindamenn greindu frá því í gær að þeim hefði tekist að klóna mannsfóstur með því að koma frumu fyrir í eggi konu. bls. 2. Yfirdýralækni hafa borist fyr- irspurnir um leyfi til að flytja inn rjúpur vegna dræmrar veiði. Enginn hefur enn leitað eftir formlegu innflutningsleyfi. bls. 2. —4— Hundruð handtekinna her- manna talibana féllu í upp- reisn sem þeir gerðu gegn Norð- urbandalaginu. bls. 2.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.