Fréttablaðið - 26.11.2001, Síða 11

Fréttablaðið - 26.11.2001, Síða 11
MÁNUDAGUR 26. nóvember 2001 Kvartað yfir nágranna í Nýja Sjálandi: Býr til hand- sprengjur erlent Nokkrir íbúar í Foxton, Nýja Sjálandi, hafa kvartað yfir því til stjórnvalda að nágranni þeirra hafi fengið leyfi frá hern- um til þess að framleiða hand- sprengjur í bakgarðinum heima hjá sér. Nágrannarnir eru æv- areiðir yfir því að hafa ekki verið látnir vita af framleiðslunni. Ná- grannarnir segja öryggi sínu ógn- að nú þegar þau viti af því hvað nágranninn sé að bralla í bakgarði sínum. Þó svo að vitneskjan hafi komið flatt upp á þá, segja þeir að garðinum hún útskýri mikið. T.d. af hverju það sé alltaf mikill hávaði frá lóð nágrannans og hvað sé inni í þeim grænu kössum sem hertrukkar koma iðulega að sækja. Nágrann- inn fékk leyfi frá hernum til þess að framleiða 33 þúsund stykki af sérstökum æfingarhandsprengj- um og kom sér upp verksmiðju á lóð sinni fyrir 5 árum síðan. Stjórnvöld segja framleiðsluna fullkomlega löglega og því eru all- ar líkur á því að nágranninn fái að halda iðju sinni áfram.H MEÐ BÓK DÝRLINGANNA Fjórir evrópskir dýrlingar bættust í Bók dýrlinganna í gær Páfi útnefnir fjóra dýrlinga: Hefur útnefnt meiri- hluta allra dýrlinga vatíkanið, ap Jóhannes Páll II páfi hóf fjórar manneskjur í dýrlinga- tölu við hátíðlega athöfn í Vatík- aninu í gær. Með því hefur hann útnefnt 456 dýrlinga á þeim 23 árum sem eru liðin frá því hann tók við forystuhlutverki kaþólsku kirkjunnar. í páfatíð sinni hefur Jóhannes Páll II útnefnt fleiri dýrlinga en allir forverar hans til samans. Páfi segir dýrlinga fyrir- myndir ungs fólks og vekja at- hygli á kirkjunni víða um heim. Við athöfnina í gær voru tveir prestar og tvær nunnur tekin í dýrlingatölu. ■ 'qvM veg/Sðin VIÐ SKIPTUM UM SÍMANÚMER Vegagerðin hefur tekið í notkun nýtt símanúmer fyrir Reykjavík og Reykjanesumdæmi. SÍMI: 522 1000 FAX: 5221109 Símanúmer upplýsingaþjónustunnar haldast óbreytt. Færð á vegum 1777 Færð á vegum, símsvari 1778 Veðurstöðvar, símsvari 1779 Vegagerðin Borgartúni 5 og 7 105 Reykjavík www.vegagerdin.is FrelsiS er y^handon °t'ton^y’ Við eigum að taka breytingum fagnandi og grípa tœkifœrin þegar þau gefast. Bókín er góð og auðveld hjólp til þess! Ólafur Karlsson framkv.stj. www.hvertokostinnminn.is Frábært verð Mottur margar staerðir og gerðir 30-50% afsláttur Heimilisgólfdúkar 3 og 4 metra mikið úrval 40-50% afsláttur HIISASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Pro Pubttc RelaSioos á islandí ehf.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.