Fréttablaðið - 27.11.2001, Page 2

Fréttablaðið - 27.11.2001, Page 2
KJÖRKASSINN 2 FRÉTTABLAÐIÐ 27. nóvember 2001 ÞRIÐJUDAGUR FLEIRl MIG Þrír af hverjum fimm vilja endilega láta klóna sig. Enda engin ástæða til að hafa aðeins eitt eintak af velheppnuð- um einstaklingi. Myndir þú láta klóna þig ef það stæði til boða? Niðurstöður gærdagsins á www.ví^ir.is Spurning dagsins í dag: Var rétt að taka svínakjöt af matseðlin- um í Austurbæjarskóla af tillitssemi við minnihlutahópa? Farðu inn á vísi.is og segðu þina skoðun I _________ Áfram opinber verðlagn- ing landbúnaðarafiirða: Hætt við frjálsa verð- lagningu VERÐiAGNiNG „Við erum að óska eftir því að samkeppnisstofnun úrskurði hvort samkeppnislög séu ekki æðri búvörulögum," segir Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu (SVÞ). Samtökin vilja meina að starf opinberrar verðlags- nefndar, sem ákveður heildsölu- verð á landbúnaðarafurðum, brjóti í bága við samkeppnislög. Búvörulögin voru sett árið 1997 og segir Sigurður að þá hafi verið ákveðið að verðlagsnefndin skyldi hætta störfum í ár. „Síðan ákveða landbúnaðarráðuneytið og bændasamtökin að það sé ástæða til að framlengja störf nefndar- innar um þrjú ár. í millitíðinni komu samkeppnislögin endur- skoðuð til framkvæmda og þar eru mjög ströng ákvæði um verð- samráð, hvort sem um er að ræða milli sölustiga eða innan,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri. Verðlagsnefndin, stundum kölluð sex manna nefnd, ákveður heildsöluverð á ýmsum mjólkur- afurðum, eins og osti og mjólk, sem vega þungt í útgjöldum heim- ilanna. I ár átti að gefa verðlagn- ingu á þessum vörum frjálsa. Fulltrúi ASÍ sagði sig úr þess- ari nefnd fyrir nokkrum árum þegar horfið var frá því að stokka landbúnaðarkerfið skipulega upp. „Fyrst að menn ætluðu að fara út úr endurskipulagningunni og hag- ræðingunni þá taldi ASÍ ekki ástæðu til að hafa fulltrúa í þess- um nefndum til að blessa sjálf- virkar hækkanir," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. ■ VEÐUR Það er útlit fyrir að það verði norðanhvassviðri, það gæti orðið eitthvað um 25 metrar á sekúndu og mikil snjókoma á norðvestanverðu landinu seint í nótt og eitthvað fram eftir degi á morgun", sagði Hörður Þórðar- son, veðurfræðingur á Veðurstof- unni í gærkvöldi um óveðrið sem spáð var á landinu vestanverðu í nótt og £ dag. „Þetta verður eitthvað rólegra á suðvesturhorninu en samt það sem maður myndi kalla erfitt ferðaveður." |lögreglufréttir[~ Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning síðdegis á sunnudag um að neyðarblys sæist á lofti í norðri yfir Reykjavíkurhöfn. Skömmu síðar kom tilkynning frá flugturninum um að Fokker flug- vél Flugfélags íslands, sem var að koma til lendingar, hafi staðfest að flugeldi hafi verið skotið upp frá landi þannig að hægt var að útiloka strax að væri um menn í sjávar- háska að ræða. Sá sem skaut upp flugeldinum er enn ófundinn. Fimm bandarískir hermenn særast í árás Bandaríkjamanna: Fyrsta hernaðaraðgerð landgönguliða hafin TILBÚNIR í BARDAGA Landgönguliðar, sem eru hluti 500 manna liðssveitar Bandaríkjamanna í suðurhluta Afganistan, búa sig til brottfarar af flugmóðuskipinu USS Peleliu. ouetta. washington, ap. Landgöngu- liðar bandaríska hersins hófu fyrstu hernaðaraðgerð sína í gær, fáeinum klukkustundum eftir að þeir náðu herstöð talibana, í gren- nd við Kandahar, á sitt vald. Þyrlur þeirra réðust á skriðdrekasveit, en talsmenn Pentagon gáfu ekki frek- ari upplýsingar um málið, að því er fréttavefur CNN greindi frá í gær. Um 500 landgönguliðar eru nú í suðurhluta Afganistan og fleiri á leiðinni. Þeim var flogið til suður- hluta Afganistan í gærmorgun. „Þetta er ekki hernámslið," sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna í gær. „Þeir eiga að koma í veg fyrir að liðs- menn talibana og al-Quaida geti farið frjálsir ferða sinna.“ Rumsfeld bar til baka fregnir um að þúsundum hermanna yrði flogið til Afganistan. í norðurhluta Afganistan hélt Norðurbandalagið áfram að styrkja stöðu sína í borg- inni Konduz, sem féll í hendur þeir- ra á sunnudag. Vestur af henni, í borginni Mazar-e-Sharif, voru enn átök á milli Norðurbandalagsins og Bandaríkjamanna annars vegar og talibana hins vegar. Fimm bandarískir hermenn særðust í sprengjuárás Banda- ríkjamanna á fangelsi í útjaðri Mazar-e-Sharif á sunnudag. Það voru talsmenn Pentagon sem greindu frá þessu í gær. Enginn hermannanna særðist lífshættu- lega en þrír þeirra sem særðust voru fluttir til Úsbekistan þar sem gert var að sárum þeirra. Meira bls. 4 og 12. Davíð boðar 3 milli Eiginmaður Katrínar Valgeirsdóttur: Finnst ekki Ríkisstjórnin undirbýr tillögur að þriggja milljarða niðurskurði á ríkis- útgjöldum. Tillögur fjárlaganefndar fyrir 2. umræðu um fjárlög hljóma upp á 2,3 milljarða aukningu útgjalda. Bein Qárlagaumræða ómöguleg meðan beðið er niðurskurðartillagna. fjárlög Ekkert varð úr því að þing- flokkum stjórnarflokkanna væru kynntar tillögur um niðurskurð á fjárlögum á þingflokksfundum í gær eins og Davíð Oddsson for- sætisráðherra hafði boðað. For- sætisráðherra segir að lagðar verði fram tillögur um niðurskurð á fjárlögum um nokkra milljarða króna áður en kemur að 3. umræðu um fjárlögin sem hefst í næstu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er stefnt að því að draga útgjöldin saman um þrjá milljarða króna og er sérstaklega horft til þess að skera niður í fram- kvæmdum og fjár- festingum. Tillögur fjár- laganefndar um breytingar á fjár- lögum fyrir 2. um- ferð umræðna sem hefst í dag lágu fyrir seinni- partinn í gær og ganga þær þvert á tillögur ríkis- stjórnarinnar um niðurskurð. Nefndin leggur til að fjárheimildir ráðuneyta og vaxta- gjöld ríkisins aukist um 2,3 millj- arða króna frá því sem lagt var upp með í fjárlagafrumvarpi fjár- málaráðherra. Mestur hluti aukn- ingarinnar fer til fjármálaráðu- EINAR MÁR Lítið hægt að ræða fjárlögin meðan útgjal- dahliðin liggur ekki fyrir. BREYTINGAR á fjárheimild- I UM RÁÐUNEYTA SAMKVÆMT TILLÖGUM FJÁRLAGANEFNDAR Forsætisráðuneyti 276,0 m Menntamálaráðuneyti 706,6 m Utanríkisráðuneyti Landbúnaðarráðuneyti Sjávarútvegsráðuneyti 135,9 m -0,5 m 11,0 m Dóms- og kirkjumálaráðuneyti Félagsmálaráðuneyti Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 80,5 m -27,2 m 107,1 m Fjármálaráðuneyti Samgönguráðuneyti 729,1 m 44,8 m Iðnaðarráðuneyti 4,0 m Hagstofa óbreytt Umhverfisráðuneyti 110,3 m vaxtagjold ríkissjóos 100,0 m k Samtals frávik frá frumvarpi 2217,1 m í| \Allar tölur eru í milljónum króna. J neytis og menntamálaráðuneytis eða um 1.435 milljónir króna. Ein- ungis er lagt til að heimildir tvegg- ja ráðuneyti dragist saman en það eru félagsmálaráðuneyti og land- búnaðarráðuneyti með samtals 28 milljóna króna niðurskurð, nær allan í fyrrnefnda ráðuneytinu. „Það verður ekki hægt að fjalla um útgjaldahlið fjárlagafrum- varpsins í 2. umræðu eins og hefð er fyrir", sagði Einar Már Sigurð- arson eftir að fyrir lá að tillögur ríkisstjórnarinnar um niðurskurð í útgjöldum lægju ekki fyrir við 2. umræðu. Hann segir að meðan út- gjaldahliðin liggi ekki fyrir sé lítið hægt að ræða fjárlögin. Þrátt fyrir að engar niðurskurðartillögur væru kynntar þingflokkum ræddu framsóknarmenn efnahagsástand- ið og viðbrögð við því á fundi sín- um í gær. Hjálmar Árnason sagði menn hafa verið sammála um nauðsyn þess að takmarka ríkisút- gjöld en það væri svo sem alltaf auðvelt þangað til ákveðnar tillögur komi fram og menn fari að verja sín ráðuneyti og kjördæmi. K r i s t j á n Pálsson segir að tillögur fjárla- ganefndar fyrir 2. umræðu hafi verið ákveðnar á sun- nudagskvöld og því hafi nýjum tillögum ekki verið bætt inn. Hann segir þó ljóst að málið sé í fullri vinnslu og að það sé mikill misskilningur hjá minnihlutanum að þetta séu einhver platfjárlög þó ekki liggi allt fyrir á sömu stundu. Tillögur séu í vinnslu þó þær verði ekki strax kynntar minnihlutanum en hann skilji svo sem að þeir séu pirraðir að vita ekki meira að svo stöddu. binni@frettabladid.is KRISTJÁN PÁLSSON Stjórnarand- staðan að gera of mikið úr málinu eða misskilja fjár- lagagerðina. Flugleiðir drógu tilboð til baka til íslendinga í London: ,,Með ólíkindum að þetta gerist á 21. öldinni" ferðalög Hópur íslendinga sem býr í London, þurfti að sæta því að tilboð sem hann hafði fengið í flug til íslands um jólin, var dregið til baka. Anna Sigríður Guðsteins- dóttir, íslendingur og Londonar- búi, sá um skipulagninguna á ferðinni. „Ég leitaði til ferðaskrif- stofu í London, Statesman travel, sem sneri sér til Flugleiða og fékk tilboð fyrir 15 manna hóp sem hljóðaði upp á 250 pund [andvirði um 39.000 ísl. kr.]. Þetta miðaðist við flug til Reykjavíkur 21. des- ember og kvöldflug til London 3. janúar. Þetta var svo dregið til baka og sú skýring gefin að þetta væri ekki hópur Það þarf ekki að segja meir, það sjá allir hvað þarna er á ferð og alveg með ólík- indum að þetta skuli gerast á 21. öldinni." Anna Sigríður segir það aug- ljóst að þegar Flugleiðir komust að því að íslendingar voru á ferð hafi þeir dregið tilboðið til baka. „Þeir vilja selja þessi tilboð til breskra fyrirtækja en ekki til ís- lendinga sem þeir vita að vilja fara heim um jólin. Það er með ólíkindum hvernig Flugleiðir koma fi'am við fólk sem er upp á það komið.“ Að sögn Önnu Sigríðar er ekki um annað að ræða fyrir íslending- ana en að taka tilboði heimfarar- klúbbs Flugleiða sem hljóðar upp á 326 pund [andvirði rúmlega 50.000 ísl. kr.]. „Það er þegar ein fjölskylda sem hefur hætt við ferðina heim, hún hefur ekki efni á henni." Guðjón Arngrímsson, upplýs-' ingafulltrúi Flugleiða, segir til- boðið hafa verið dregið til baka þegar ekki fékkst greitt inn á eða uppgefinn farþegalisti hjá ferðaskrifstofunni ytra. Ekki hafi verið hægt að halda sætun- um lengur enda seljist hratt í þau á þessum árstíma. „Það skiptir Flugleiði engu máli hvers lenskir farþegar eru, heldur að gengið sé frá greiðslu farmið- anna.“ ■ lögreglumál Ekkert hefur enn spurst til Don C. Wiley, eigin- manns Katrínar Valgeirsdóttur, síðan hann hvarf í Tenn- essee fyrir um tíu dögum. „Enn hefur ekkert komið í ljós sem bendir til þess að þær rannsóknir sem Don C. Wiley stundaði á ban- vænum veirum hafi átt þátt í hvarfi hans. Það er þó verið að skoða alla möguleika," segir George Bolds, upplýsingafullgtrúi FBI í Memp- his, í samtali við Fréttablaðið. „Lögreglan í Memphis fer með rannsókn málsins og er það enn meðhöndlað sem mannshvarf. FBI hefur þó gert allt til að að- stoða við rannsóknina, en enn hefur ekkert komið fram í mál- inu. Hvorki að glæpsamlegt at- hæfi hafi átt sér stað, né hvað hafi orðið um Don C. Wiley.“ Að sögn George Bolds sýnir reynsla FBI að margar ástæður geti ver- ið þess að fólk hverfi sporlaust, erfitt sé að leiða líkum að því hvað gæti hafa gerst í þessu til- felli. Fjölskylda Don vonist að sjálfsögðu eftir jákvæðri út- komu úr rannsókninni og sá möguleiki sé vissulega fyrir hendi, þótt á þessari stundu geti enginn séð það fyrir. ■ IlögreglufréttirI LEITAÐ f TENNESSEE Don C. Wiley er enn saknað Fiskflutningabíll valt í Kirkju- bólshlíð, rétt fyrir ofan flug- völlinn á ísafirði, um hálfsexleyt- ið í gæi'. Að sögn lögreglunnar á ísafirði var mikil hálka á vegin- um. Bíllinn var skilinn eftir á hliðinn þar til aðstæður leyfa að hann verði sóttur, en ökumaður- inn slapp með skrekkinn. VIÐSKIPTI SR mjöl tapaði 133 milljónum króna fyrstu níu mánuði árs- ins. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir fjármagnsliði nam 431 milljónum en á sama tímabili í fyrra var tap 229 milljónir.. Tap af reglulegri starfsemi eftir fjái’magnsliði nam 75 milljónum en var á sama tíma í fyrra 477 milljón króna. Stærsti hlutinn tapsins er vegna veikingar krónunnar. T Jerðbréfaþing íslands var V rekið með ríflega 14 millj- óna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins, en hagnaður fyrir allt árið í fyi'>'a var rúmar 19 millj- ónir. í frétt frá þinginu kemur fram að markvisst hafi verið unnið að því að skerpa eftirlits- starfsemi þingsins þannig að þingið geti brugðist hraðar við en áður. Lí n'JUWJ'á'«r d .*’i i'.l'i', i b a ÁV-A't’ ** b* tf V Sfb' af tl á tíiLÁdJÍ áJá » i i'A jjjk'-ili 1*i.i ll 11 '-i'i/.Wl' Ju-lé'áijg JÍÁ'jéiéXi'jt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.