Fréttablaðið - 27.11.2001, Page 6

Fréttablaðið - 27.11.2001, Page 6
6 FRETTABLAÐIÐ 27. nóvember 2001 ÞRIÐJUDAGUR SPURNINC DAGSINS Er rétt að taka svínakjöt af matseðli grunnskóla af trúar- legum ástæðum? „Nei. Þó eitthvað hlutfall borði ekki svína- kjöt verður það að sætta sig við þetta. Það er hægt að láta vita þegar það er svínakjöt og krakkarnir koma með nesti." Óskar Guðnason tónlistarmaður Fangelsismál í Bretlandi: Konur í steininum aldrei fleiri london. ap Yfirmaður fangelsis- mála í Bretlandi hefur hvatt dómara í landinu til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ákveði að setja fleiri konur bak við lás og slá. Opinberar tölur í landinu sýna að fjöldi kvenkyns fanga í landinu hefur aldrei verið hærri. Á þessu ári hefur fjöldi kvenna í fangelsum í Bretlandi aukist um 16%, en alls dvelja rúmlega 68 þúsund manns í fangelsum í Bretlandi. Konur í steininum eru nú 4.405 talsins í Englandi og Wa- les, en árið 1970 voru þær innan við 1000. „Enginn hefði getað séð þetta fyrir.. og enginn hefði getað ráðið við þetta,“ sagði Martin Narey, forstjóri fangels- ismálastofnunar í viðtali við BBC. Vill hann að dómarar íhugi að fækka gæsluvarðhaldsdóm- um yfir konum og að stytta refs- ingar þeirra. ■ Menntaskóli í Bandaríkj- unum: Hættuá- standi aflýst NEW BEDFORD.IVIA5SflCHUSSETS.flP Búið er að aflýsa hættuástandi við menntaskóla í Massachu- setts í Bandaríkjunum, en ný- lega komst upp um meint áform þriggja pilta á aldrinum 15 til 17 ára um að nota sprengiefni og byssur til að myrða samnemend- ur sína. Ætluðu þeir síðan að fremja sjálfsmorð ef lögreglan fyndi þá. Voru þeir handteknir sl. laugardag og eiga yfir höfði sér fangelsisdóma. Um 40 lög- reglumenn rannsökuðu skólann hátt og lágt með hjálp 5 leitar- hunda án þess að finna þar sprengjur eða önnur merki um væntanlega árás. ■ -- Seinheppinn glæpamaður: Húkkaði far með lögreglunni fólk Eftirlýstur maður í Rúmeníu var handsamaður er hann reyndi að flýja til næsta bæjar „á puttan- um“. Maðurinn var það seinhepp- inn að fyrsti bíllinn sem stöðvaði fyrir honum var lögreglubíll. Lög- reglumennirnir báru strax kennsl á manninn og skutluðu honum frítt, beinustu leið á lögreglustöð- ina. Maðurinn hafði verið eftir- lýstur fyrir ávísunarfals. ■ Ný dönsk stjórn í fæðingu: Nýtt, t aðlögunar r áðuney ti‘ ‘ fylgist með innflytjendum dönsk STJÓRNMÁL í dag, þriðju- dag, má búast við því að Anders Fogh Rasmussen, formaður Vinstriflokksins í Danmörku, kynni nýju stjórnina sína. Vinstriflokkurinn, sem þrátt fyr- ir nafnið er flokkur frjálslyndra hægrimanna, myndar minni- hlutastjórn með íhaldsflokknum. Dagblaðið Jyllandsposten skýrði í gær frá því að Fogh ætli að fækka ráðherraembættum, úr 21 niður í 19 eða jafnvel 18. Jafn- framt verður stofnað nýtt ráðu- neyti, svonefnt aðlögunarráðu- neyti, sem á að bera ábyrgð á innflytjendum allt frá því þeir flytja til landsins og þangað til þeir teljast nægilega aðlagaðir að dönsku samfélagi. Stjórn hægrimanna og íhalds- manna þarf á stuðningi þriðja flokksins að halda, enda fengu flokkarnir tveir aðeins 72 þing- menn í þingkosningunum þann 20. þessa mánaðar. Alls eru þing- mennirnir 179 og þarf því 90 þingmenn til þess að mynda meirihluta. Danski þjóðarflokk- urinn, sem er með 22 þingmenn, hefur sagst reiðubúinn til þess að forða stjórninni falli, en virð- ist ekki ætla að krefjast þess að hafa mikil áhrif á stefnu stjórn- arinnar, þrátt fyrir fyrri yfirlýs- ingar. ■ FOGH OG FRÚ Á kosningakvöldinu, þann 20. þessa mán- aðar, höfðu Anders Fogh Rasmussen og Anne-Mette eiginkona hans ástæðu til að brosa breitt. Fogh er þessa dagana að Ijúka við myndun næstu stjórnar landsins. Sveitarfélög tapa um einum milljarði Aformaðar skattabreytingar stjórnvalda. Rætt um að ríkið greiði fasteignaskatta og hlutdeild sveitarfélaga í stofnkostnaði framhaldsskóla og heilsugæslu. Breytingar á verkaskiptingu. skattabreytingar Samband ís- lenskra sveitarfélaga telur að áformaðar skattabreytingar stjórnvalda muni skerða tekjur sveitarfélaga um einn milljarð króna. Af einstökum þáttum veg- ur einna þyngst hækkun trygg- ingagjaldsins sem áætlað er að skerði tekjur sveitarfélaga um 500 - 550 milljónir króna. Til að bæta sveitarfélögum þessa tekju- skerðingu hefur m.a. verið rætt um að ríkið greiði fasteignaskatta af eignum sínum sem mundi skila Rætt um að sveitarfélögum ríkið greiði um 400 milljón fasteigna- króna tekjum á skatta af eign- ári. Þá hefur ein- um sínum nig verið rætt um sem mundi að ríkið taki á sig skila sveitarfé- hlutdeild sveitar- lögum um félaga í stofn- 400 milljón kostnaði vegna króna tekjum framhaldsskóla og á árj. heilsugæslu- stöðva, eða um 350 milljónir króna á ári. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur þegar rætt áformaðar skattkerfisbreytingar við fjármálaráðherra og félags- málaráðherra auk þess sem áætl- aður er fundur í samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga n.k. mánu- dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stjórnarformaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga segir að ef þessar áformuðu álögur lenda á sveitarfélögunum án bóta frá rík- inu komi aðeins tvennt til greina .Annars yegar að sveitarfélögin verði að draga saman seglin sem því nemur í þjónustu sinni við HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Sveitarfélög eru uggandi um fjárhagslega stöðu VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Að óbreyttu gættu sveitarfélög staðið frammi fyrir þvi að draga úr þjónustu eða hækka álögu. íbúa sína og hins vegar að nýta til hins ítrasta þá tekjustofna sem þau hafi til umráða. Hann segir að það sé frumskylda ríkisins að bæta sveitarfélögum þetta áæti- aða tekjutap vegna þess að þau eigi ekki að þurfa að taka á sig svona aðgerðir sem þau hafi ekki átt neinn þátt í að ákveða. Hann segist því ætlast til þess af ríkinu að sveitarfélögin bíði ekki fjár- hagsiegan skaða af þessum skattabreytingum. í þeim efnum sé t.d. hægt að koma til móts við sveitarfélögin með ýmsum að- gerðum í sambandi við verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga Að öðrurn kosti séu skilaboð ríkis- ins til sveitarfélaga þau að þau eigi að skeróa þá þjónustu sem það sagði þeim að framkvæma. grh@frettabladid.is Rússneskir ráðamenn vilja að litið sé á þá sem jafningja: Ætla ekki að ,,rústa“ NATO innanfrá moskva, ap Igor Ivanov, utanríkis- ráðherra Rússlands, segir að rúss- neska stjórnin hafi ekki áhuga á því að „rústa" Atlantshafsbanda- laginu (NATO) innanfrá. Þvert á móti vilji rússneskir ráðamenn taka þátt í nánu samstarfi með NATO þar sem fullt mark verði tekið á sjónarmiðum Rússa. Þetta sagði Ivanov á sunnudags- kvöld að lokinni heimsókn Robert- son lávarðar, framkvæmdastjóra NATO, til Rússlands. Samskipti Rússa og NATO kólnuðu mjög þegar loftárásirnar á Kosovo hófust vorið 1999, en kærleikar milli þeirra hafa aukist til muna eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Rússar vilja umfram allt að komið sé fram við þá sem jafn- ingja, og svo virðist sem ráða- menn NATO séu reiðubúnir til þess að breyta samstarfsháttum sínum vió Rússa. Robertson lávarður sagðist hafa rætt við rússneska ráða- menn um að Rússar gætu orðið svo gott sem fullgildir aðilar að NATO, a.m.k. á ákveðnum mála- sviðum. Þeir sætu þá við sama borð og aðrir ráðamenn NATO og hefðu jafnvel rétt til þess að greiða atkvæði um aðgerðir á vegum NATO. Ivanov nefndi sem dæmi mála- ROBERTSON OG IVANOV George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, á tali við Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rúss- lands. svið á borð við baráttuna gegn urlyfjum og skipulagðri glæpa- hryðjuverkum, baráttu gegn eit- starfsemi. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.