Fréttablaðið - 27.11.2001, Side 8

Fréttablaðið - 27.11.2001, Side 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 27. nóvember 2001 ÞRIÐJUDAGUR Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra: Viðskipti Búnaðar- bankans enn í rannsókn Kafbáturinn Kúrsk: 2 líktil viðbótar fundin MOSKVA.ftP Rannsóknarmenn fjar- lægðu í gær tvö lík til viðbótar úr flaki rússneska kjarnorkukafbát- arins Kúrsk, sem sökk í Barents- hafi þann 12. ágúst á síðasta ári með 118 menn um borð. Alls hefur því tekist að ná í 72 lík úr flakinu. Rússneskir ráðamenn segja að tundurdufl hafi valdið sprenging- unni sem varð um borð í skipinu, en þeir vita hins vegar ekki fyrir víst hvers vegna það sprakk. ■ lögreglurannsókn Fjármálaeftir- litið sendi Ríkislögreglustjóra beiðni í janúar á þessu ári um nán- ari rannsókn á viðskiptum Búnað- arbankans með hlutabréf í Pharmaco vorið 1999 til ársins 2000. Eftir ítarlega rannsókn Fjármálaeftirlitsins var talið að bankinn hefði brotið lög um verð- bréfaviðskipti þar sem hann bjó yfir trúnaðarupplýsingum um Pharmaco sem hann notaði til að hagnast á viðskiptunum. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra, segir málið enn til meðferðar hjá embættinu. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um ákæru og hann vissi ekki hvenær áætlað væri að rannsókn málsins lyki. Pharmaco var í viðskiptum við Búnaðarbankann á þessum tíma. Tekin hafði verið ákvörðun um að lána félaginu fyrir kaupum á lyfjafyrirtæki í Búlgaríu, Balkan Pharma. Eftir þessa ákvörðun seldi Búnaðarbankinn hlutabréfa- sjóði í hans eigu bréf í félaginu. í fréttatilkynningu frá Búnað- BÚNAÐARBANKINN Viðskipti bankans með bréf Pharmaco eru enn til rannsóknar. arbankanum á sínum tíma kom fram að innri endurskoðun bank- ans hefði leitt í ljós að engar regl- ur hafi verið brotnar. ■ 21 milljóna tap LI: Dýrar deilur [ stjómar uppgiör Lyfjaverslun íslands tap- aði 21 millj kr. fyrstu 9 mánuði árs- ins samanborið við 33 millj hagnað fyrir sama tímabil í fyrra. Hagnað- ur fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 186 milljónir. Velta félagsins hefur þrefaldast og er skýringin að mestu sú að ný dótturfélög eru hluti uppgjörsins. Þetta eru félögin A. Karlsson, Thorarensen Lyf hf., Lyfjadreifing ehf. og J.S. Helgason ehf. Afskriftir aukast verulega af sömu sökum. Fram kemur frá fé- laginu að deilur um kaup í Frum- afli fyrr á árinu höfðu kostnað í för með sér fyrir félagið. ■ NAUTNIN ER STERK Níu af hverjum tíu sem hætta að reykja án hjálparmeðala byrja aftur innan árs. Nýtt bóluefni sem saenskir vísindamenn eru að þróa getur losað þá sem það vilja við nikótínfíkn. Bóluefni gegn nikótínfíkn: Hætt að reykja með sprautu svíþjóð Vísindamenn við Kar- ólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi eru komnir vel á veg með að þróa bóluefni gegn nikótínfíkn. „Við stefnum að því að prófa bóluefnið á mönnum næsta haust,“ segir Karl Olof Fagerström einn vís- indamannanna í viðtali við Afton- bladet. Níu af hverjum tíu þeirra sem hætta að reykja byrja aftur innan árs. En hjálpin er nærri. Bóluefn- ið kemur í veg fyrir að nikótín nái til heilans. „Fyrir reykingamann að fá sér sígarettu eftir bólusetn- ingu verður eins og að drekka koffínlaust kaffi fyrir koffínista eða alkóhólfrían bjór fyrir þá sem ánetjaðir eru vínanda," segir Karl Olof. Tilraunir á dýrum hafa gefið góða raun og sýna að bóluefnið virkar gegn fíkninni. „Nikótínist- inn fær ekkert kikk, þannig að maður getur fengið sér sígarettu, en það veitir enga ánægju." Karl Olof segir langan veg frá tilraun- unum, þar til bóluefnið kemur á markað, en reiknar með því að það geti orðið eftir þrjú til fjögur ár hið fyrsta. ■ — Sjóðsstjóri Kaupþings: Gæslu- vardhaldi lýkur í dag LÖGREGLURANNSÓKN Gæsluvarð- haldi yfir sjóðsstjóra Kaupþings, sem grunaður er um að hafa brot- ið lög um verðbréfaviðskipti, lýk- ur klukkan fjögur í dag. Hann var úrskurðaður í viku varðhald með- an efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra rannsakaði málið. „Það er ekki tímabært að velta því fyrir sér,“ sagði Jón H. Snorrason hjá ríkislögreglustjóra aðspurður hvort farið yrði fram á lengingu gæsluvarðhalds yfir manninum. Óljóst væri hvað gert yrði á þessari stundu og málið enn í rannsókn. ■ Vestfjarðaskýrsla sögð vera sérpöntun stjórnarformanns Byggðastofnun segir einn milljarð króna og 300 störf tapast á Vestfjörðum vegna kvótasetningar krókabáta. Stjórnarþingmaður segir sjónarhorn skýrslunnar of þröngt. Ekki hefur verið staðfest hver átti frumkvæði að skýrslunni en hún sögð vera gerð samkvæmt sérpöntun Kristins H. Gunnarssonar, stjórnarformanns. stjórnmál Byggðastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvótasetning ufsa, steinbíts og ýsu hjá krókabátum muni leiða til þess að afli vestfirskra krókaafla- marksbáta verði 6200 tonnum minni á yfirstandandi fiskveiðiári en því síðasta. Stofnunin telur að þetta leiði til þess að samtals tapist hátt í 300 störf á Vestfjörðum og að landshlutinn verði af aflaverðmætum upp á einn milljarð króna. Árni R. Árna- son, alþingismað- ur Sjálfstæðis- flokks í Reykja- neskjördæmi og meðlimur sjávar- útvegsnefndar þingsins, segir það einna merkilegast við skýrslu Byggðastofnunar að hún skuli hafa verið lögð fyrir sjávarút- vegsnefnd sem fylgiskjal með umsögn Byggðastofnunar um lagafrumvarpið um breytingar á kvótasetningunni án þess að fjalla um frumvarpið eða áhrif þess. „Þar fyrir utan koma áhrifin á kvótasetningu krókabáta fram á öllu landinu en ekki bara Vest- fjörðum og Byggðastofnun er því með allt of þröngt sjónarhorn á málið. Stofnun af þessu tagi á að leggja jafnt mat á málefni í öllum landshlutum en síðan er það pólti- tísk ákvörðun hvort á að gera eitt- hvað fyrir einn landshluta fremur en annan. Þá er skýrslan samin í október en þá þegar var ljóst að sjávarútvegsráðherra var með í smíðum frumvarp til að draga úr ...♦— Skýrsla Byggðastofn- unar sögð lögð fyrir sjáv- arútvegsnefnd sem fylgiskjal með umsögn Byggðastofn- unar um laga- frumvarp án þess að fjalla um frum- varpið. KRISTINN H. GUNNARSSON Stjórnarformaður Byggðastofnunar er sagður hafa sérpantað skýrslu um áhrif kvóta- setningar króka- báta á kjördæmi sítt á Vestfjörðum. þessum áhrifum,' Árni dregur Byggðastofnun I R. ÁRNASON Þingmaður Sjálf- stæðisflokks á Reykjanesi segir óskynsamlegt að upplýsa ekki hver fyrirskipaði gerð Vestfjarðaskýrslu Byggðastofnunar. segir Árni ekki í efa að afi metið áhrif STEINBÍTSHROGN Krókabátar gátu þar til í haust stundað frjálsar veiðar á ýsu, ufsa og steinbít en veiðar þeirra á þessum tegundir hafa nú verið settar undir kvóta. kvótasetningarinnar rétt miðað við forsendur sem hún gaf sér en segir mótvægisaðgerðir sjávarút- vegsráðherra munu draga veru- lega úr hinum neikvæðu áhrifum. „Aflaheimildir krókabáta eru auknar verulega, til dæmis er ver- ið að rúmlega tvöfalda heimildirn- ar í ýsu og svipað í steinbít sem eru þeirra aðaltegundir fyrir utan þorsk.“ Byggðastofnun hefur neitað að gefa upp hver óskaði eftir gerð skýrslunnar. Árni segir það bæði sérkennilegt og óskynsamlegt. „En mér er sagt að stjórn Byggða- stofnunar hafi ekki beðið um þessa skýrslu heldur aðeins stjórnarformaðurinn,“ segir hann. Hvorki stjórnarformaðurinn, Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður Framsóknarflokks á Vest- fjörðum né Theódór Agnar Bjarnason, forstjóri Byggðastofn- unar, svöruðu skilaboðum í gær. gar@frettabladíd.is Verkafólk í Hafnarfirði: Skattleysismörk hækki í 90 þúsund kjaramál Hafnfirskt verkafólk telur sig þurfa auknar ráðstöfun- artekjur í framhaldi af aukinni verðbólgu og sífelldum verð- hækkunum á vöru og þjónustu. Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar telur að raunhæf lagfæring á erf- iðari fjárhagsstöðu láglaunafólks sé að skattleysismörk verði hækkuð úr rúmum 64 þúsund krónum í 90 þúsund krónur. Síðan verði skattleysismörkin láta fylg- ja almennri launaþróun í landinu. Sigurður T. Sigurðsson formaður félagsins telur að forsætisráð- herra geti varla verið svo veru- leikafirrtur að halda að hann geti blaðrað sig aðgerðalaust frá því að laga skattalegt umhverfi al- menns launafólks. Sérstaklega þegar haft sé í huga að stjórnvöld hafa lækkað skatta á hátekju- fólki. Formaður Hlífar segir félags- menn kvarti mikið yfir því hvernig efnahagsþróunin hefur leitt til minnkandi kaupgetu í buddum þeirra. Hann segir að SIGURÐUR T. SIGURÐSSON Formaður Hlífar I Hafnarfirði segist hafa tekið á móti ómældum skömmum. þessar skammir séu einatt eyrna- merktar stjórn félagsins vegna þess að félagsmenn ná ekki eyr- um ráðamanna. Sigurður segist því hafa tekið á móti ómældum skömmum fyrir Davíð Oddsson upp á síðkastið og það sé hlutverk sem honum líkar ekki að vera í. ■ Sjúkraliðar: Verkfalli frestað kjaramál Verkfalli sjúkraliða hjá sveitarfélögum sem hófst á mið- nætti aðfaranótt sl. mánudags var frestað þegar samingar tókust á milli Sjúki-aliðafélags íslands og Launanefndar sveitarfélaga þá síðar um nóttina. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki félagsmanna en samningurinn verður borinn und- ir atkvæða innan tveggja vikna og mun gilda til nóvemberloka 2004. Samningurinn er sagður taka mið af þeim sem gerðir hafa verið að undanförnu. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.