Fréttablaðið - 27.11.2001, Qupperneq 15
ÞRIÐJUPACUR 27. nóvember 2001
FRÉTTABLAÐtÐ
15
Enska knattspyrnan:
Verkfallinu frestað
fótbolti Ekkert verður af fyrirhug-
uðu verkfalli atvinnuknattspyrnu-
manna á Englandi sem hefjast átti
1. desember. Forráðamenn sam-
taka atvinnuleikmanna, PFA, og
ensku úrvalsdeildarinnar áttu
fund fyrir helgi og komust að „já-
kvæðri niðurstöðu", líkt og þeir
orðuðu það en ekki er enn vitað
hvað samið var um.
Leikmenn ensku deildanna ætl-
uðu í verkfall þar sem þeir töldu
sig ekki fá nægar tekjur af sjón-
varpsútsendingum og ef af verk-
fallinu hefði orðið hefðu engar út-
sendingar verið af leikjum.
„Það lítur út fyrir að báðir aðil-
ar gangi sáttir af fundinum,“ sagði
Gordon Taylor, framkvæmdastjóri
samtaka leikmanna.
„Við höfum átt langa og stranga
fundi til að reyna fá botn í málið.
Þetta er alvarlegt mál. Mikil vinna
hefur farið í þetta hjá okkur og við
þurftum að sýna knattspyrnusam-
tökunum að okkur var alvara."
Á heimasíðu PFA var sagt að
samkomulag hefði náðst en Ric-
hard Scudamore, framkvæmda-
stjóri úrvalsdeildarinnar, sagði að
enn ætti eftir að ganga frá lausum
hnútum. ■
ENCAR ÚTSENDINCAR
Ef af verkfalli atvinnuleikmanna
hefði orðið hefði ekki verið sýnt frá
leikjum úr deildinni.
Herman Maier:
Tekur ekki þátt á
Olympíuleikunum
skíði Austurríski skíðakappinn
Herman Maier tilkynnti um helg-
ina að hann mun ekki taka þátt á
Vetrarólympíuleikunum í Salt
Lake City í febrúar. Maier er í end-
urhæfingu eftir mótorhjólaslys í
ágúst og fór í læknismeðferð til
Dubai um helgina. Það þurfti að
negia löppina á honum saman með
titaníumnöglum eftir slysið.
Maier, sem ber viðurnefnið
Herminator, vonaðist til að geta
tekið þátt í leikunum og hefur æft
stíft undanfarna mánuði. Hann
vann tvö gull í Nagano 1998 en hef-
ur einnig unnið Heimsbikar-
skeppnina þrisvar sinnum og
Heimsmeistarakeppnina tvisvar
sinnum. ■
Gheorghe Hagi:
Hættur með
landsliðið
fótbolti Gheorghe Hagi sagði
upp starfi sínu sem landsliðs-
þjálfari Rúmeníu í gær þar sem
liðinu tókst ekki að komast í
lokakeppni HM 2002. Rúmenar
töpuðu fyrir Slóvenum í leik um
laust sæti og er þetta í fyrsta
sinn síðan 1986 sem liðið er ekki
með á HM. Hagi, sem er þekkt-
asti knattspyrnumaður Rúmeníu
fyrr og síðar, sagðist bera fulla
ábyrgð á árangri liðsins en sagð-
ist vera tilbúinn að starfa áfram
við að byggja upp liðið. í viðtali
við rúmenska ríkisútvarpið sagð-
ist Hagi hafa rætt við Mircea
Sandau, forseta knattspyrnu-
sambandsins, og sagt upp störf-
um.
GHEORGHE HAGI
• Þekktasti knattspyrnumaður Rúmeníu er
haettur með landsliðið. Hann lék meðal
annars með Barcelona og Galatasary
„Ég ræddi við Sandau í morg-
un [í gær] og ég tel að þetta sér
rétt ákvörðun." ■
Heimsbikarinn í svigi:
Nýtt met hjá sigurvegaranum
skíði Ivica Kostelic kom öllum í
opna skjöldu með sigri í svigi á
Heimsbikarmótinu í Aspen í
Colorado á sunnudaginn. Hann er
bróðir Janica Kostelic, sem er nú-
verandi Heimsbikarmeistari kven-
na. Ivica, sem er 22 ára og hefur
átt við hnémeiðsl að stríða síðast-
liðin ár, var í 64. rásstað í fyrstu
umferð. Hann endaði í sjöunda
sæti eftir hana og var síðan fljót-
astur í annarri umferð. Þetta er
síðasta rásstaða sigurvegara í
svigi Heimsbikarsins og þriðja síð-
asta í öllum greinum keppninnar.
„Þetta er eins og í draumi. Mér
finnst eins og keppnin sé á morg-
un,“ sagði Kostelic eftir sigurinn.
Besti árangur hans til þessa er 21.
sæti. ítalinn Giorgio Rocca var í
öðru sæti og núverandi
Heimsbikarmeistari
karla, Austurríkismað-
urinn Mario Matt,
var í þriðja
sæti. Alls
tóku 75 >
keppend-
ur þátt.
Þetta er eina Heimsbikar-
skeppnin, sem haldin verður í
Bandaríkjunum í ár, en milt
veður hefur sett strik í
reikning skíða-
svæða. ■
%k
SfÐASTA RÁSSTAÐAN
Ivica Kostelic byrjaði í 64.
rásstöðu og vann keppnina.
George Foreman illa við Mike Tyson:
Hefur ekki gert neitt
fyrir hnefaleikana
HNEFALEIKAR George
Foreman, fyrrum
heimsmeistari í þunga-
vigt, hefur ekki mikið
álit á óhemjunni Mike
Tyson og segir hann
ekki hafa gert neitt
fyrir hnefaleikana.
Hann hvetur Lennox
Lewis til að hætta við
að slást við Tyson og
gengur jafnvel svo
langt að segja að Lewis
þurfi ekki á honum að
halda.
Talið er að Lewis og
Tyson muni mætast í
hringnum þann 6. apríl
á næsta ári en Foreman segir að
sá fyrrnefndi rnuni fara með auð-
veldan sigur af hólmi.
„Ég vona að Lewis berjist ekki
við Tyson. Hann þarf ekki að
sanna neitt fyrir honum,“ var
GEORGE FOREMAN
„Það eina sem Tyson
getur gert á móti Lewis
er að láta berja sig i
nokkrar lotur..."
haft eftir Foreman.
„Það eina sem Tyson
getur gert á móti Lewis
er að láta berja sig í
nokkrar lotur en síðan
fer hann að kasta stólum
eða bíta einhvern. Þá er
hætt við að Lewis missi
stjórn á sér.“
Foreman segist ekki
dæma fólk eftir sögu-
sögnum en hann hefur
séð Tyson slást. „Ég hef
séð hann slá eftir að
bjallan hringir, bíta fólk
og allt það. Þetta er það
sem ég hef séð og mér
líkar það ekki.
„Mike Tyson hefur ekki gert
neitt fyrir hnefaleikana en aftur
á móti hefur íþróttin gert mikið
fyrir hann. Hann hefur þénað
fullt af peningum en leggur eins
lítið á sig og mögulegt er.“ ■
Þú gætir unnið vöruúttekt
fyrir 10.000 krónur!
jcrfnleikur
rrikortsins
Nánari upplýsingar á www.frikort.is
IRON MiKE TYSON
Er einn umdeildasti hnefaleikakappi fyrr og síðar. Hann sigraði Danann Brian Nielsen þeg-
ar þeir mættust í hringnum í Kaupmannahöfn fyrr á árinu.
Þú safnar hjá okkur...
pingmenn!
Sjálfsvirðing
þings og þjóðar
veltur á ykkur
Hundruó manna meó fötlun og fgölskyldur þeirra, sem búa vió
afar erfið lífsskilyrði, eru á biðlistum eftir lögbundinni þjónustu.
Nái fyrirliggjandi ijárlagafrumvarp fram að ganga lengjast þeir
biölistar og aLLar áætLanir stjórnvalda um lausn mála þar með
að engu gerðar.
Standið vörð um gerðar áætlanir svo lífsgrundvöllur
fóLksins verði öryggi í staó óvissu.
Við styðjum mannréttindabaráttu fatlaðra.
Bandalag
háskólamanna