Fréttablaðið - 27.11.2001, Side 22

Fréttablaðið - 27.11.2001, Side 22
HRAÐSOÐIÐ LUÐVÍK BERGVINSSON alþingismaður Samfylkingarinnar Refsipólitík verði rædd HVER er helsta stefna Samfylkingar- innar í fíkniefnamálum? „Markmið allra er að lágmarka skaða samfélagsins á þessum vá- gesti en augljós áherslumunur hefur verið á Samfylkingunni og meiri- hlutans hvernig eigi að ná þessum markmiðum. Meirihlutinn með dómsmálaráðherrann í broddi fylk- ingar hefur keyrt mjög hart fram í því er varðar hertar refsingar en við höfum aftur á móti viljað víkka um- ræðuna og líta til fleiri átta. Við höf- um t.a.m. séð Breta, Dana og Hol- lendinga einbeita sér að þeim sem hafa verið að hagnast á bæði sölu og innflutningi en ekki lagt jafn ríka áherslu og íslendingar á þeim sem eru í neysiu á vægari efnum. Það sem Samfylkingin hefur verið að velta fyrir sér er hvort ekki sé væn- legra til árangurs að forgangsraða þessari vinnu og þeim peningum sem í hana fer.“ HVERNIG hafið þið hugsað ykkur útfærsluna? „Við erum ekki með tæknilegar út- færslur á þessum hugmyndum held- ur erum fyrst og fremst að benda á að við erum opin og tilbúin til að ræða aðrar leiðir heldur en hingað til hafa verið farnar. í raun erum við að leggja til að menn komi að þessu borði og ræði refsipólitíkina á annan hátt en gert hefur verið. Stefnan er að halda ráðstefnu innan Samfylk- ingarinnar og taka þá þessi mál til umræðu til frekari stefnumótunar." HVER eru þá skilaboðin frá ykkur? „Þau eru að Samfylkingin sé orðin efins um að þessi aðferðarfræði um hertar refsingar skili tilætluðum ár- angri. Við þurfum að fá úr því skor- ið hvort við séum á réttri leið og hvort ekki sé ástæða til að víkka um- ræðuna og skoða aðrar leiðir til að ná þessu sameiginlega markmiði. Við erum ekki að segja að við séum með lausnina upp í erminni, það er langur vegur frá.“ HVAÐ um hugmynd ykkar færa ekki minniháttar fíkniefnabrot á sakaskrá? „Með henni erum við í og með að segja: Leggjum minni áherslu á neyslu þessara vægu efna og snúum okkur að stærri heildinni. Menn verða að passa sig að fara ekki með umræðuna út í það að finna tækni- legar útfærslur á hvort viðmiðunin eigi að vera fjögur eða sex grömm, það gerir út af við umræðuna." Lúðvík Bergvinsson er lögfræðingur að mennt og þingmaður Samfylkingarinn- ar fyrir Suðurlandskjördæmi. 22 FRÉTTABLAÐIÐ 27. nóvember 2001 ÞRIÐJUDAGUR Aldraður franskur hershöfðingi kærður fyrir að réttlæta stríðsglæpi: Stundaði þyntingar og iðrast einskis PflRis. ap Franski hershöfðinginn Paul Aussaresses, sem orðinn er 83 ára, komst heldur betur í frétt- irnar síðastliðið vor þegar hann birti ævisögu sína. Þar játaði hann fúslega að hafa stundað pyntingar í Alsír á árunum 1955-57, en þá stóð þar yfir stríð milli franskra hermanna og alsírskra uppreisn- armanna sem börðust fyrir sjálf- stæði landsins. Lengi hafði verið á almanna vitorði að pyntingar höfðu verið stundaðar í Alsírstríð- inu, en algjör skortur hershöfð- ingjans á iðrun vakti mikla hneykslun. í gær kom Aussaresses fyrir dómstól þar sem hann þarf að svara til saka. Hann hefur verið kærður fyrir að réttlæta stríðs- glæpi og á yfir höfði sér allt að fimm ár í fangelsi og 300.000 fran- ka sekt, en það mun samsvara um það bil 4,5 milljónum króna. Aussaresses hefur ekki skipt um .skoðun og sagði síðast í við- tali, sem birtist í gær, að hann hafi verið að berjast „gegn hryðju- verkamönnum. Pyntingar voru nauðsynlegar og gagnlegar.“ ■ Á LEIÐ FYRIR DÓMARANN Paul Aussaresses kemur þarna til dóm- stólsins í París ásamt lögmanni sínum Gll- bert Collard. FRÉTTIR AF FÓLKI Egill Helgason hefur löngum verið allt annað en ánægður með framgang Flugmálastofnun- ar. Að undanförnu hefur hann lagt út af tölum stofnun- arinnar um fækk- un flugfarþega um Reykjavíkur- flugvöll en fram- setning Flugmála- stofnunar á tölum þar um virðist hafa verið nokkuð skrautleg. En þetta hefur Egill m.a. að segja þar um: „Áróðurs- brellur flugmálastjórnar felast meðal annars í því að tvítelja far- þega þegar henni hentar til að sýna fram á aukin umsvif í flug- inu. En þegar fækkar er hver far- þegi talinn einu sinni. Þá virðist fækkunin minni. Það er auðveld- ara að sætta sig við 33 þúsund farþega fækkun en öðru máli gegnir kannski um 66 þúsund.“ Dizkólistinn, sem átt hefur mann í bæjarstjórn Árborgar, býður ekki aftur fram í sveitar- stjórnarkosningunum í vor. „Alla vega ekki undir minni forystu," sagði Ólafur Grétar Ragnarsson, sem setið hefur í bæjarstjórn fyr- ir Z-lista Dizkólistans á þessu kjörtímabili. Ólafur segist þó ekki afhuga frekari þátttöku í bæjarstjórnarmálum, en hann hefur stutt við meirihlutann í bæjarstjórn, en hann mynda Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur. Ólafur vildi ekki gefa upp til hvors flokksins hann hor- fði frekar. „Það er aldrei að vita hvað verður, en að svo komnu máli get ég ekki sagt meira um það,“ sagði hann. Agústi Einarssyni, prófessor og Samfylkingarmaður, þykir undarlegt að enginn skuli hafa orðað Bolla í Sautján við borg- arstjóralista Sjálf- stæðismanna. „Hann er einn ör- fárra Sjálfstæðis- manna sem hefur hugmyndir, sbr. tillögur hans um skipulagsmál. Bolli hefur náð mjög góðum árangri á öðrum sviðum, er þrautreyndur flokks- maður og hefur m.a. setið í fjár- málaráði flokksins. Hann gæti reynst Ingibjörgu Sólrúnu skeinuhættur andstæðingur, „ segir Ágúst og aldrei að vita nema að Sjálfstæðismenn taki þessu ráði hans. / Agust spáir því að borgar- stjórnarkosningarnar næsta vor verði æsispennandi. Hann segir Reykjavíkurlistann njóta forystu Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísla- dóttur en ýmis- legt sé listanum mótdrægt. „Lína- Net getur orðið Reykjavíkurlist- anum dýrt en málefni þess vekja sífellt meiri furðu. Þau minna mjög á stjórnarhætti í bæjarútgerðum fyrri tíma þegar í „RANNSÓKNINNI" VAR SÁ HLUTI „ÞURRMATS" HILLA HAG- KAUPA SKOÐAOUR SEM HEFUR AÐ GEYMA PASTA, HRÍSGRJÓN, SÚPUR, SÓSUR, KRYDD, TILBÚNAR SÓSUR OG OLÍUR. Hillumetrar samtals: u.þ.b. 248 m Pasta: 39 m eða 16% Undirstaðan i ítölskum mat. Hrísgrjón: 22 m eða 9% Mikilvæg undirstaða i asískum mat. Italska ísland Ekki eru spurnir af fjölda ítalskra innfiytjenda á Islandi. Samt sem áður er hráefni til ítalskrar matargerðar lang mest áberandi í stærstu mat- vöruverslun á Islandi, Hagkaup í Smáralind. Það segir okkur að Mið- jarðarhafsmatseðill hefur slegið í gegn hér á landi sem annars staðar og kannski að matarvenjur mótist af tísku en ekki af fjölda innflytjenda. MflTUR Matur er mannsins megin segir máltækið. Matur er líka menning og íslensk matarmenn- ing hefur breyst á undanförnum árum, næstum allir hættir að taka slátur og hægt að fá mat frá öllum heimshornum í matvöru- búðum. Hér á landi er sprottið upp fjölmenningarsamfélag, hefur það haft áhrif á matar- menningu okkar? Innflytjendur frá Tælandi og Póllandi, hafa verið mikið til umfjöllunar en í óvísindalegri matarkönnun blaðamanns Fréttablaðsins á matarúrvali í Hagkaup í Smáralind, kom í ljós að matur frá þessum löndum er ekki áberandi. Að vísu byggir pólsk matargerð á sama grunni og sú íslenska og því kannski ekki hlaupið að því að kanna hlut hennar. Annað er upp á tening- inn er kemur að austurlenskri matargerð, það þarf annars kon- ar hráefni, sósur, krydd. Lengi vel var erfitt að nálgast þannig hráefni. En viti menn, nú er hægt að nálgast það í „venjuleg- um“ búðum eins og Hagkaup. „Það er eftirspurnin sem stýrir innkaupunum," segir Jes Friðrik Jessen, sem sér um innkaup í Hagkaup. Hann segir það eink- um vera borna og barnfædda ís- lendinga sem geri kröfur um aukna fjölbreytni í matarúrval- inu. „Fólk þekkir t.d. þessa vöru frá Nings,“ segir hann og bendir á tælenskar sósur. „Það vill geta keypt þær víðar.“ Austurlenskar vörur hverfa þó algerlega í skuggann af hráefni til ítalskrar matargerðar. Hillurnar svigna undan alls kyns pastategundum, tilbúnum pastasósum pg ólívuol- íu. Víst er að fjöldi íslendinga hefur farið í frí að Miðjarðar- hafsströndum og kynnst matar- gerð þarlendra, en hún nýtur Krydd: 50 m eða 20% Fjölbreytni í úrvali á kryddi hefur aukist mjög. 0 Indverskt: 2 m eða 1% Aðallega tiibúnar indverskar sásur Austurlenskt: 5 m eða 2% Tælenskar sósur og sojasósa þar á meðal. Mexikóskt: 11 m eða 4% Hráefni i tacos og burritos. j 2% Tilbúnar sósur, pestó og eitt og annað. z'ým 1‘lvirr J ' |'r*£. líka almennra vinsælda um heim allan. Alþjóðlegar vinsæld- ir mexikóskar matargerðar og indverskrar hlýtur að vera skýr- ingin á innflutningi hennar til landsins, að minnsta kosti hefur lítið spurst af hópum innflytj- enda frá þessum löndum. Ekki má gleyma áhrifum sem einn veitingastaður getur haft á litlu landi eins og íslandi, hann getur opnað heilan heim af gómsætum mat. sigridur@frettabladid.is borgarfulltrúar voru að vasast í atvinnumálum en Lína-Net er núna t.d. komið í fiskeldi. í Reykjavík var oft gengið í borg- arsjóð til að greiða laun í Bæjar- útgerð Reykjavíkur en sam- keppnisstaða í sjávarútvegi var stórlega skert með slíkum rek- stri. Davíð Odds- son, þá nýorðinn borgarstjóri, hreinsaði út þetta kerfi spillingar og óeðlilegra við- skiptahátta og seldi fyrirtækið og úr því varð eitt öflugasta sjávarútvegsfyrir- tæki landsins. Þessa frumkvæðis Davíðs verður lengi minnst og sýndi forustuhæfileika hans sern síðar skiluðum honum í stöðu flokksformanns og forsætisráð- herra,“ segir Ágúst sem einnig varar við afleiðingum verkfalls tónlistarskólakennara. „Þetto er dag-^vxj r -o vistun fyrir í;-;—ti mömmur og W , „ a>

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.