Fréttablaðið - 06.12.2001, Síða 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
6. desember 2001 FIMMTUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Mannvernd:
Árás á friðhelgi einkalífsins
Bakarðu laufabrauð?
Nei, það hvarflar ekki að mér að innleiða
utanbæjarsíði því ég er borgarbúi í húð og
hár. Þetta er norðlenskur siður en ég er
Reykvíkingur langt aftur í ættir.
Inga Bjarnason Clever
persónuvernp „Áttunda grein
frumvarpsins veitir stjórnvaldi
aðgang að sjúkraskrám og gefur
leyfi til að opna þær og lesa,“ seg-
ir Pétur Hauksson, formaður
Mannverndar, um frumvarp sem
nú liggur fyrir Alþingi. Það heim-
ilar starfsfólki Tryggingastofnun-
ar ríkisins að komast í persónu-
upplýsingar fólks í sjúkraskrám.
Hann segir þennan óhefta aðgang
að viðkvæmum persónuupplýs-
ingum enn eitt atriðið sem skerðir
persónuvernd einstaklingsins og
sé árás á fríðhelgi einkalífsins.
Mannvernd hefur af þessum
sökum sent erindi til þeirrar
deildar Evrópusambandsins
(ESB) sem sér um gagnavernd og
beðið um athugun á því hvort ís-
lensk stjórnvöld fari eftir tilskip-
un ESB. „Þetta er skrifstofa sem
fylgist með hvort lönd á Evrópska
efnahagssvæðinu, þar með talið
ísland, fari eftir tilskipun ESB um
FLEIRI FÁ AÐGANG
AÐ SJÚKRASKRÁM
Starfsfólk Trygginga-
stofnunar á, sam-
kvæmt frumvarpi heil-
brígðisráðherra, að
vera heimilt að nálgast
upplýsingar i sjúkra-
skrám.
persónuvernd frá 1995,“ segir
Pétur.
Hann segir að þó þetta virðist
ekki vera stórt í sjálfu sér þá sé
þetta sama stefið og heyrðist þeg-
ar gagnagrunnslögin voru sam-
þykkt, lífsýnabankanum var kom-
ið upp og lögin um persónuvernd
tóku gildi. Með lögum um lífsýna-
bankann hefði hið merkingar-
lausa hugtak „ætlað samþykki“
verið lögleitt og í persónuvernd-
arlögunum væri heimild til að
veita undanþágu frá samþykkti
einstaklingsins sem hægt væri að
túlka mjög vítt.
„Tilskipun Evrópusambands-
ins gerir ráð fyrir að ef undanþág-
ur eru gefnar frá samþykki hins
skráða þá þarf að sýna fram á
brýna almannahagsmuni.“
Pétur segir að reynt hafi verið
að gera lítið úr þessari gagnrýni
með því að segja að það séu lækn-
ar Tryggingastofnunar sem hafi
bara þennan aðgang. „Læknar
sem vinna fyrir yfirvöld þeir eru
líka stjórnvald og ekki læknir
sjúklingsins. Þeir eru að vernda
aðra hagsmuni en hagsmuni sjúk-
lingins og vinna ekki fyrir hann.
Þetta finnst mér vera að kasta
ryki í augu fólks.“
bjorgvin@frettabladid.is
Ibúðalánasjóður:
Húsbréfalán
aukast ennþá
húsnæðiskaup Samkvæmt bráða-
birgðatölum íbúðalánasjóðs, fyrir
útlán í nóvember mánuði, hefur
sjóðurinn lánað fyrir tæpan millj-
arð meira í ár miðað við sama
mánuð í fyrra. Útgefin húsbréf
námu 3.5 milljörðum króna í ár.
Þessi niðurstaða kom aðilum,
sem Fréttablaðið ræddi við, nokk-
uð á óvart. Vegna frétta af sam-
drætti var búist við að lántaka til
íbúðakaupa myndi dragast saman.
Spurningin sem eftir stendur er
hvort lántakendur nú séu verr í
stakk búnir til að greiða skuldir
sínar þegar kemur að skuldadög-
um.
GUÐMUNDUR
BJARNASON
FORSTJÓRI
ÍBÚÐALÁNA-
SJÓÐS
Útlán sjóðsins hafa
aukist um tæpan
milljað á þessu ári
ef miðað er við
síðasta ár
Samkvæmt fréttum íslands-
banka var mikil aukning í lánum
til nýbygginga en samdráttur í
lánum til kaupa á notuðu húsnæði.
Aukningin er mest til byggingar-
aðila sem staðfestir vísbendingar
um það, að fjármögnun sé að fær-
ast yfir á byggingaraðila. ■
Komdu og njóttu hátíðarstemningarinnar
í Smáralind þar sem jólasveinarnir og yfir70 verslanir
og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna.
Jóladagskráin í Vetrargarðinum í dag!
16:30 og 1730 Jólasaganiesin.
17:00og 18:00 JÓlaSVeínarskemmta.
Ævintýraheimur barnanna í JÓlalandÍHU í allan dag.
Veröldin okkar er full af lífi og fjöri i dag og það
sama á við um göngugötuna, þar sem tónlistar-
flutningur Magga Kjartans skapar rétta jólaandann.
-RÍTTI JÓLAANDINH
Verslanir opnar í dag milli klukkan 11:00 og 20:00 • www.smaralind.is
RÁÐHÚSIÐ
Svo virðist sem einhver skjálfti sé innan R-lista vegna framboðsmála fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Samfylkingin sögd ala
á tortryggni í R-lista
Ásökuð um að vilja ræða á ný aðferðafræði vegna röðun frambjóðenda
þrátt fyrir samkomulag þar um. Samfylking segist ekki kannast við
meintan ágreining. Niðurstaða ekki útilokuð fyrir áramót.
framboðsmál Svo virðist sem pirr-
ingur sé meðal Vinstri grænna og
Framsóknarmanna út í Samfylk-
inguna í borginni vegna meints
seinagangs þeirra síðastnefndu
við að ijúka vinnu vegna sameig-
—4— inlegs framboðs
þeirra við næstu
borgarstjórnar-
kosningar. Stað-
hæft er að engin
málefnaágreining-
ur sé meðal þess-
ara fylkinga eftir
að samkomulag
náðist um að brey-
ta rekstrarformi
Orkuveitunnar í
sameignarfélag.
Staðhæft er
að engin mál-
efnalegur
ágreiningur sé
til staðar í við-
ræðum Vinstri
grænna og
Framsóknar
við Samfylk-
inguna.
—♦—
Hins vegar er Samfylkingin sökuð
um að draga lappirnar með því að
vilja ræða á ný aðferðafræðina
vegna röðun frambjóðenda á
framboðslistann. Innan Vinstri
grænna er fullyrt að það komi
ekki til greina að ræða það mál
eitthvað frekar og látið að því lig-
gja að með þessu sé Samfylkingin
að eitra andrúmsloftið langt inn í
næsta kjörtímabil með því að ala á
tortryggni milli flokka.
Stefán Jóhann Stefáns-
son formaður Samfylking-
arinnar í Reykjavík segist
ekki kannast við þennan
meinta ágreining. Hann
segir að sameiginleg vinna
þessara flokka sé í góðum
gír og niðurstaðan í þessum
viðræðum muni koma í ljós
í „fyllingu tímans", eins og
hann orðar það. Hann segir
að það geti jafnvel orðið
fyrir áramót án þess hann
geti fullyrt eitthvað um það.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins mun það enn vefjast
eitthvað fyrir Samfylkingunni
hvernig hlutföllin verða á milli
flokkanna á framboðslistanum
og hvaða sæti koma í hlut hvers
og eins. í því samkomulagi sem
talið var að væri í höfn er gengið
út frá því að forseti borgar-
stjórnar komi í hlut
Vinstri grænna og Fram-
sóknarflokkurinn fái fyrs-
ta sætið. Þetta hefur farið
illa í suma Samfylkingar-
menn sem telja að með
þessu verði vegur þeirra
ekki sem skyldi á listan-
um þótt þeir fá þrjú örugg
sæti að undanskildu átt-
unda sætinu sem borgar-
stjóri skipar. í hlut Vinstri
grænna kæmu tvö örugg
sæti og einnig hjá Fram-
sókn. Staðhæft er að Samfylking-
in vilji endurskoða þetta sam-
komulag en hinir ekki.
grh@frettabladid.is
HANN STEF-
ÁNSSON
Segist ekki kann-
ast við þennan
meinta ágreining.
Stórbrunar falla jafnan á TM:
„Búið að vera með ólíkindum"
tryggingámál Ekkert lát er á að
tjón vegna stórbruna falli á
'IVyggingamiðstöðina. Frá því að
skip Samherja, Ms. Hannover,
brann á hafi úti í fyrravor hafa
einnig brunatjón lsfélagsins í
Vestmanneyjum, íslenskra mat-
væla í Hafnarfirði, rækjuverk-
smiðju Samherja á Akureyri og,
nú síðast, Lýsishússins á Granda í
Reykjavík bæst við tjónalista fé-
lagsins.
„Hin tjónin eru ekki sambæri-
leg við Isfélagsbrunann í Vest-
mannaeyjum, fjártjónið þar var á
annan milljarð króna, en auðvitað
hafa þetta verið stór áföll á und-
anförnum misserum," segir
Gunnar Felixson, forstjóri félags-
ins, en tekur fram að tjónsfjár-
hæðir séu að jafnaði ekki gefnar
upp, ísfélagið hafi hinsvegar veitt
sérstakt leyfi. Talið er að tjón
GUNNAR felix-
SON
Fjöldi stórra bruna-
tjóna á skömmum
tíma sett strik I
reikning Trygginga-
miðstöðvarinnar.
vegna íslenskra matvæla nemi á
annað hundrað milljónum króna
og Lýsishússins á Granda hlaupi á
milljónatugum.
„Já, það er óhætt að segja að
óeðlilega mikið hafi verið um
brunatjón hjá okkur undanfarin
misseri. Þetta skýrir óvenjulegar
sveiflur í rekstrarreikningi en
kemur að öðru leyti ekki illa við
okkur þar sem víð fáum mestan
hluta til baka frá endurtryggjend-
um. Þetta er nú samt búið að vera
með ólíkindum mikið og við skul-
um vona að nóg sé komið,“ segir
Gunnar. ■