Fréttablaðið - 06.12.2001, Síða 12
12
FRETTABLAÐIÐ
6. desember 2001 FIMMTUDAGUR
Nóatún:
Selja grænlenskt hreindýrakjöt
neytenpur Nótatún mun í dag,
fimmtudag, hefja sölu á græn-
lensku hreindýrakjöti en samn-
ingar voru gerðir við Stefán
Magnússon, hreindýrabónda á
Grænlandi um kaup á þessi kjöti.
Að sögn Sólmundar Oddssonar,
markaðsstjóra Nóatúns, er um
talsvert magn að ræða. „Framboð
af íslensku hreindýrakjöti hefur
ekki verið mikið og markaðurinn
verið töluvert erfiður og því var
þessi leið farin. Verkun græn-
lenska kjötsins er mun betra en á
því íslenska en nákvæmlega er
farið eftir öllum skilyrðum er
varða heilbrigði og frágang í nánu
samstarfi og eftirliti yfirdýra-
læknis." Kjötið sem flutt verður
til íslands sé eingöngu af ungum
dýrum og fitumagn því í lág-
marki.
Samkvæmt upplýsingum frá
Nóatúni er kjötið selt á lægra
verði en gengur og gerist hér-
GRÆNLENSKT HREINDÝRAKJÖT
Sólmundur Oddsson segir matreiðslu-
menn á Grillinu, Hótel Sögu, hafa undan-
farið boðið upp á grænlenska hreindýra-
kjötið og láti þeir mjög vel af kjötinu.
lendis og segir að lækkunin
nemi allt að 20-30%. Sem dæmi
lækkar hreindýrahryggur úr
4.980 í 3.890 krónur kílóið, inn-
læri fer úr 6.980 í 5.390 krónur,
lærvöðvar lækka úr 6.490 í 4.990
og hreindýralæri með beini fer
úr 3.980 í 3.590 krónur kílóið.
Sólmundur sagði viðskiptavini
geta fengið góðar ráðleggingar
við kjötborðið um hvernig best
sé að framreiða hreindýrakjötið
og einnig sé hægt að fá upplýs-
ingar um ýmsar matreiðsluað-
ferðir á vefslóðinni www.nota-
tun.is. ■
Stjórnsýsla:
Tillaga um Matvælastofu
eftirlit Nefnd á vegum forsætis-
ráðuneytisins hefur lagt til við
stjórnvöld að sett verði á lagg-
irnar sérstök Matvælastofa sem
hafi með höndum allt eftirlit
með öryggi matvæla. Tilgangur-
inn með því er að sameina
stjórnsýslu eftirlits með mat-
vælum undir eitt ráðuneyti í
stað þess að hafa þetta bæði hjá
ríki og sveitarfélögum. Þannig
ætti að fást heildstæðara eftirlit,
markvissari vinnubrögð og auk-
in skilvirkni. Hins vegar gerir
nefndin ekki tillögu um það
hvaða ráðuneyti fá þessa nýju
stofnun en talið er að það verði í
sjávarútvegsráðuneytinu.
í greinargerð nefndarinnar
kemur fram að núverandi fyrir-
komulag þessara mála sé óvið-
unandi. Bent er á að þessi mála-
flokkur sé undir þremur ráðu-
neytum, landbúnaðar-, umhverf-
is- og sjávarútvegsráðuneyti auk
þess sem fjórtán sjálfstæðar
stofnanir og nefndir annast eft-
irlit með matvælum í landinu.
Verði farið að tillögum nefndar-
innar munu heyra undir Mat-
SJÁVARÚTVEGSHÚSIÐ
Talið er að nýja Matvælastofan muni heyra
undir sjávarútvegsráðuneytið.
vælastofu verkefni gæðasviðs
Fiskistofu, matvælasviðs Holl-
ustuverndar, yfirdýralæknir, að-
fangaeftirlit, plöntueftirlit og
kjötskoðun ásamt því eftirliti
með matvælum sem heilbrigðis-
eftirlit sveitarfélaga hafa nú
með höndum. ■
Stelpur eru betri í
lestri en strákar
Islensk ungmenni ná meðalárangri í námskönnun meðal OECD ríkja.
Þrjátíu prósent fimmtán ára ungmenna lesa aldrei sér til skemmtunar.
Island eina landið þar sem strákar og stelpur eru jafnvíg í stærðfræði.
Góðum nemendum ekki sinnt nægilega vel.
NÁMSKÖNNUN „fslensk fimmtán
ára ungmenni ná meðalárangri í
Pisa námskönnuninni, miðað við
samanburðarlöndin,“ segir Júlíus
Björnsson, forstöðumaður Náms-
matsstofnunar.
Niðurstöður könnunarinnar
sýna að um þrjátíu prósent fimmt-
án ára barna á íslandi lesa sér
aldrei til skemmtunar. „Það er
mjög stór hópur sem les eins lítið
af skemmtiefni og hann mögulega
kemst af með,“ segir Júlíus. „Þótt
stelpur séu mun betri í lestri en
strákarnir, þá lesa mun fleiri þeir-
ra sér til skemmtunar, en 25 pró-
sent stúlkna les aldrei sér til
skemmtunar." Verið gæti þó, að
ungmennin hefðu misskilið spurn-
inguna og, sem dæmi, ekki álitið
það sem þau læsu á tölvuskjá,
lestur.
„ísland var eina landið þar sem
strákar og stelpur voru jafnvíg á
stærðfræði, en í öðrum löndum
voru stelpurnar betri í lestri en
strákarnir náðu betri árangri í
stærðfræði,“ segir Júlíus.
„Ástæða þessa er sú, hversu mik-
ill munur er á lestrarhæfni kynj-
anna hér á landi, en stærðfræði-
verkefnin sem lögð voru fyrir,
reyndu töluvert á lestrarhæfni."
„Ein mikilvægasta ályktunin
sem hægt er að draga af þessari
könnun er sú að íslendingar virð-
ast sinna þeim sem gengur illa í
námi, mjög vel en þeim sem vel
gengur er, hinsvegar sinnt fremur
JÚLÍUS BJÖRNSSON
Island var eina landið þar sem strákar og stelpur voru jafnvíg á stærðfræði, en í öðrum
löndum voru stelpurnar betri í lestri en strákarnir náðu betri árangri í stærðfræði.
illa,“ segir Júlíus. Einungis fjögur
prósent íslensku ungmennanna
séu neðan við neðsta stigið, en
OECD meðaltalið sé sex prósent.
Hvað varðar betri nemendurna,
þá eru um níu prósent þeirra í
þeim flokki, en það er OECD með-
altalið. Til samanburðar séu tutt-
ugu prósent finnskra ungmenna í
þeim hópi. Að sögn Júlíusar eru
íslenskir bekkir of stórir og kenn-
arar of uppteknir af því að sinna
þeim sem lakari eru, því fái betri
nemendur oft á tíðum minni at-
hygli.
Könnunin tók til 265 þúsund
fimmtán ára ungmenna í 32
OECD löndum, en til stendur að
framkvæma hana næst árið 2003.
Finnsk ungmenni stóðu sig best í
könnuninni. „íslensk ungmenni
eru, miðað við þessa könnun,
bærileg í lestri en árangur þeirra
er undir meðallagi í náttúru-
fræði. Stærðfræðikunnátta er
einnig í meðallagi, en hana er
erfitt að meta því ekki fæst sam-
anburður fyrr en árið 2003,“ seg-
ir Júlíus.
arndis@frettabladid.is
( baráttunni viö kuldabola er qott
ad eiga hlýjan og góöan fatn
AHar tegundtr
af uttviilarfalnaöt
fyrir fjóbkylduna
á frábæru verði.
UTiViSTARBUDIN
MIUNRMM
:
ÖM
: A-
HAMBORGARAR 1000 kr.
með káli, sésu og osti
1 6“ PIZZA
moð 3 áleBgstegundum
1 8” HZZA
með 3 áleggstegundum
1000 kr.
1200 kr.
Gildir frá 3. des. til og með 10. des.
Tilboð miðast við að það sé sótt
S: 533 2200 Opið alla virka daga frá kl. 11 - 01, um helgar frá kl. 11 - 03
Næstí útkomudagur er
7. desember 2001
^ í
fyrir jólin
allt um jólaundirbúninginn!
FRÉTTABLAÐIE-