Fréttablaðið - 06.12.2001, Síða 22
22
FRETTABLAÐIÐ
6. desember 2001 FIMMTUDAGUR
Walt Disney hefði orðið hundrað ára í gær:
Dóttir hans var dauð-
hrædd við nornina
PRINSIPP VIKUNNAR
EKKI TIL AMERÍKU
Johnny Htoo, annar tvíburanna 13 ára sem
fóru fyrír skæruliðahópnum her Guðs í
Búrma (Myanmar), hlustar á tónlist heima
hjá sér. Bræðurnir hafa dvalist ásamt fjöl-
skyldu sinni í stöð tælensku landamæra-
lögreglunnar síðan í janúar þegar þeir
gáfust upp. Tælenska ríkisstjórnin hefur
farið fram á það við bandarísk stjórnvöld
að fjölskyldan fái að setjast þar að en þau
vilja ekki til Ameríku og kjósa heldur að
búa að tælenskum flóttamannabúðum.
burbank. ap Walt Disney hefði orð-
ið hundrað ára í gær, miðvikudag-
inn 5. desember, og var þess
minnst víða í Bandaríkjunum í
gær. Afkomendur teiknimyndajöf-
ursins höfðu auk þess verulegan
áhuga á að segja fjölmiðlum frá
því, hvers konar persóna maðurinn
á bak við stóru teiknimyndirnar
var, en hann lést árið 1966 úr
krabbameini.
„Það sem pabbi vildi gera var að
skemmta fólki og koma því til að
hlæja,“ sagði Diane Disney Miller,
dóttir hans. „Það var alltaf aðalat-
riðið hjá honum, að vekja gleði og
gamanmál."
Hún var fimm ára þegar teikni-
myndin Mjallhvít og Dvergarnir
sjö var frumsýnd, árið 1937, en það
var sú mynd sem gerði Walt Disn-
ey að því veldi sem hann var í
teiknimyndaheiminum. Þetta var
fyrsta teiknimyndin í fullri lengd
og í litum.
Diane fékk að sjá prufusýningu
í kvikmyndaverinu í Burbank í
Kaliforníu, þar sem höfuðstöðvar
Disneys voru.
„Þegar drottningin breyttist í
galdranorn, þá æpti ég og grét og
einhver fór með mig út úr verinu,"
sagði hún. „Pabbi breytti samt
WALT DISNEY
OG KÖTTUR-
INN
Þessi mynd er
tekið á skrif-
stofu Disneys á
Þorláksmessu
árið 1965. Disn-
ey lést 15. des-
ember árið eftir.
engu.“
Bróðursonur hans, Roy Disney,
er núna framkvæmdastjóri Disney
fyrirtækisins. Hann hóf störf hjá
frænda sínum árið 1951.
„Ég naut þess í engu að vera
skyldur honum,“ sagði Disney.
„Hann var býsna harður við mig og
alla aðra. Hann var svo fljótur að
benda á mistök eða vandamál." ■
FRÉTTIR AF FÓLKI
Vestfirðingar hafa sannarlega
tekið tæknina í sína þjónustu.
Á dögunum var stofnað Félag há-
skólanema á Vestfjörðum, en á
annað hundrað Vestfirðingar eru
í fjarnámi í háskólum hér á landi.
Stofnfundurinn var haldinn á
tveimur stöðum, ísafirði og Pat-
reksfirði, og voru fundargestir að
sjálfsögðu tengdir með fjarfund-
arbúnaði. Þau sem kjörin voru í
stjórn voru Bríet Arnardóttir
rekstrarfræðinemi á Patreksfirði,
Helga Sigfríður Snorradóttir
grunnskólakennaranemi á ísa-
firði, Jóhanna Oddsdóttir hjúkr-
unarfræðinemi á ísafirði, Sigur-
borg Þorkelsdóttir íslenskunemi
á ísafirði og Víðir Ólafsson
rekstrarfræðinemi á ísafirði.
Viðtal Gísla Marteins Baldurs-
sonar við forseta íslands,
Ólaf Ragnar Grímsson, hefur
vakið nokkra athygli. Illuga Jök-
ulssyni leist ekki par vel á forset-
ann í þættinum og segist í pistli á
Stöð 2 hafa orðið
fyrir vonbrigðum
með hann í emb-
ættinu, en Illugi
var einn þeirra
sem kusu Ólaf til
forseta. „hann
vildi í Kastljóss-
þættinum túlka
;nrýni þannig að
það væri nú bara tíska - gott ef
ekki einskonar manndómsvígsla -
hjá sumum fjölmiðlamönnum að
sýna hvað þeir væru kaldir með
því að „hjóla í forsetann". Og
brosti svo blítt, fullur af umburð-
arlyndi yfir kjánaskapnum. En
burtséð frá því að Ólafur Ragnar
Magnús Scheving og starfsmenn Latabæjar
vinna hörðum höndum að undirbúningi
sjónvarpsþátta um Latabæ. Stórar erlendar
sjónvarpsstöðvar, sem sérhæfa sig í efni fyrir
börn, sýna efninu mikinn áhuga.
siónvarp „Við erum að undirbúa
framleiðslu á 40 sjónvarpsþáttum
um Latabæ," segir Magnús
Scheving. „Upprunalega átti að
gera 26 þætti en sjónvarpsstöð,
sem við erum í viðræðum við,
vildi fleiri."
Þessa dagana vinnur starfs-
fólk Latabæjar í samstarfi við
erlenda handritshöfunda að því
að skrifa handrit að sjónvarpsþát-
tunum. „í augnablikinu eru
viðræður í gangi við fjölda fram-
leiðenda, bæði í Bandaríkjunum
og Evrópu. Margir þeirra hafa
unnið að metsölumyndum og
unnið til verðlauna. Latibær er
einnig búinn að ráða til sín erlen-
da aðila, m.a. fyrrverandi
framkvæmdastjóra hjá Disney til
fimmtán ára. Þetta fólk þekkir vel
inn á markaðinn þar sem við
erum í viðræðum við marga.“
Magnús hélt til Prag í gær til
að skoða myndver fyrir tökurnar.
„Tökurnar eru fleiri mánaða ferli,
þetta er eins og að gera nokkrar
bíómyndir. Prag býður upp á það
besta en það kemur líka til greina
að taka hér heima. Gjöld í
kringum þessa framleiðslu hafa
lækkað mikið.“
Magnús segir sjónvarpsþætt-
ina ekki vera byggða á leikritun-
um, sem voru sýnd í Þjóðleikhús-
inu. „Handritin eru skrifuð út frá
þeim heimi, sem Latibær er, og
þeirri hugmyndafræði sem við
höfum lagt mikla vinnu í. Brúður
eru veigamiklar í þáttunum en við
Latibær í
alþjóðlegt
sjónvarp
FÓLKIÐ í LATABÆ
Það er nóg að gera í Latabæ. Þessa dagana er unnið að handriti fyrir sjónvarpsþættina,
sem verða annaðhvort teknir upp i Prag eða hér heima.
erum að leita að góðum manni til
að leika íþróttaálfinn. Allt er á
uppleið. Það er verið að hamra
járnið á meðan það er heitt. Það
tekur rosalegan tíma og er hálf-
gerð verkamannavinna. En við
erum róleg, tökum bara „lazy
steps“, eins og við segjum."
Magnús og fleiri starfsmenn
Latabæjar voru staddir í Was-
hington þegar hryðjuverkaárás-
irnar voru gerðar í New York 11.
september. Degi áður flugu þau
frá New York til Washington. Að
hans sögn eru áhrif árásanna ekki
slæm fyrir Latabæ. „í september
vorum við að kynna þættina. Eft-
ir árásirnar komumst við ekki
neitt í viku. En Latibær geymir
góðan boðskap og því er hann
sterkari, ef eitthvað, eftir árásirn-
ar.“
Latibær hentar einnig vel fyrir
Bandaríkin þar sem offita barna
er sífellt meira áberandi og fjórða
hvert barn er of feitt. „Reykingar
eru aðalvandamálið og svo kemur
offita. Bandaríkin eru í fyrsta
sæti og ísland í öðru,“ segir
Magnús og er því Ijóst að Latibær
herjar á hárrétta markaði.
halldor@frettabladíd.is
Elgadphon
Gæðavörur á
góðu verði
Allt fyrir tölvu-
lagna kerfi
Meðal notanda:
þjónustudeiid
Símans
RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf.
VERSLUN - HEILDSALA
Hamarshöfða 1-110 Reykjavík - Sími 511 1122 - Fax 511 1123
Netfang: ris@simnet.is - Veffang: www.simnet.is/ris
er nú forseti íslands, þá þótti mér
óneitanlega næsta klén niður-
staða hjá fyrrum prófessor í
stjórnmálafræðum að túlka gagn-
rýni á opinberar persónur á þenn-
an hátt,“ segir Illugi.
Armann Jakobsson, pistlahöf-
undur á Múrnum, fjallar um
„svínakjötsdeiluna miklu" eins og
hann kallar hana í pistli á Múrn-
um. Deilan snýst eins og kunnugt
er um þá ákvörðun ráðamanna í
Austurbæjarskóla að leyfa ekki
svínakjöt. „Svínakjötsdeilan
mikla er í sjálfu sér bara hnyttin
því að auðvitað geta íslensk börn
verið án svínakjöts í hádeginu.
Það sem er áhugavert við hana er
að hún sýnir í hnotskurn hvernig
átökin um fjöl-
menningarsamfé-
lagið verða. Erum
við tilbúin til að
breyta okkar hátt-
um til að vera
kurteis við nýja
íslendinga? Eða
eiga þeir að aðlagast að fullu og
öllu? Þeir sem svara seinni
spurningu játandi verða að átta
sig á því að þá verður hér ekkert
fjölmenningarsamfélag," er nið-
urstaða Ármanns.
„Jú, pósturinn verður
að komast til skila. En
það bannar enginn í
kaffi og kleinu á leið- ,
ÞRUÐA