Fréttablaðið - 15.12.2001, Page 4
15, desember 2001
Jólalög í anda
Léttsveitarinnar
SYNGJA JÓLALÖG
í SÍNUM ANDA
Kvennakórinn Léttsveit
Reykjavíkur syngur bæði
innlend og erlend jólalög
Á aðventunni:
Hefð fyrir sænskum
smásnúðum
Kvennakórinn Léttsveit Reykja-
víkur heldur aðventutónleika í
Bústaðakirkju um helgina. Dag-
skráin er fjölbreytt, innlend og er-
lend lög. Markmiðið er að létta
fólki lund og koma því í jólaskap.
gestir tónleikanna verða Sigurjón
Jóhannesson, tenór, Bjöllukór Bú-
staðakirkju og Tómas R. Einarsson
bassaleikari. Stjórnandi er Jó-
hanna V. Þórhallsdóttir og undir-
leikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Tónleikarnir verða í dag og á
morgun sunnudag kl. 17. ■
Eg er nú fremur léleg í bakstri,
en við mæðgurnar tökum
okkur þó til eina helgi og bökum
sænskar buller, eða smásnúða.
Stelpurnar eiga sænskan föður
og þaðan kom þessi hefð inn í
fjölskylduna, en það er skemmti-
leg og sérstök stemning í kring-
um þetta. Auk þess bökum við
eitthvað af hinum hefðbundnu ís-
lensku smákökum. Að öðru leyti
eru jólin hjá mér alfarið hefð-
bundin, frekar róleg og lágmarks
stress. Ég gerði samning við vin-
konu mína fyrir mörgum árum
um að við gæfum hvor annarri
bók í jólagjöf og hef síðan gert
fleiri slíka samninga. Það hjálpar
til við rólegheitin að lesa góðar
bækur. Núna hef ég til dæmis
VILL LESA UM JÓLIN
Snjólaug Stefánsdóttir er verkefnisstjóri í
Ráðhúsi Reykjavíkur.
augastað á bókunum eftir Vigdísi
Grímsdóttur og Hlín Agnarsdótt-
ur auk margra annarra. ■
gDgtmjDa JéDsöo’é
— eðauwé wk eÆw
sköturujm píyoir nu pusuifCiir isicnsKrð ■KSiDriiið*
10 ára ábyrgö
12 stærðir, 90 - 500 cm
t* Stálfótur fylgir
t* Ekkert barr að ryksuga
t*-- Truflar ekki stofublómin
Eldtraust
tíí’ Þarf ekki að vökva
t* íslenskar leiðbeiningar
tt, Traustur söluaðili
t* Skynsamleg fjárfesting
e^tiv
Ul!J'I.i3..5'I
JJ.UAUl'J
ftWMl
hmM) vfl®
tendöloaWowikmsluWo
SVÍFANDI ENGLAR
Jólakort Amnesty er eftir Sigrfði Önnu E.
Nikulásdóttur og heitír Á tali.
Átali
Islandsdeild Amnesty Inter-
national hefur hafið sölu á jóla-
korti ársins 2001 og vonast sam-
tökin til að sem flestir sjái sér
fært að styðja við bakið á þeim
með því að kaupa kprtin. Mörg
undanfarin ár hefur íslandsdeild
Amnesty gefið út jólakort og er
sala þeirra ein helsta fjáröflunar-
leið deildarinnar. í ár eru kortin
með myndinni Á tali eftir lista-
konuna Sigríði Önnu E. Nikulás-
dóttur og eru þau fáanleg bæði
með jólakveðju og án hennar.
Kortin eru seld á skrifstofu
samtakanna að Hafnarstræti 15 í
Reykjavík og þar er einnig tekið á
móti pöntunum í síma 55 16940 og
á netfang amnesty@hi.is. ■
Það er ekki til neitt sem heitir
jólakvíði eftir því sem ég best
veit. Það er reyndar hægt að
kvíða fyrir öllu mögulegu og
ómögulegu í þessu lífi en ég man
ekki eftir því að hafa fengið
nokkurn til meðferðar eingöngu
út af jólakvíða," segir Halldóra
Ólafsdóttir, geðlæknir á bráða-
móttöku og göngudeild geðdeild-
ar Landspítala háskólasjúkra-
húss. „Hitt er hins vegar rétt að
sumir þeir sem eiga erfitt fyrir
geta orðið viðkvæmari á þessum
árstíma. Sem dæmi má taka þá
sem hafa misst einhvern af sínum
nánustu á árinu. Fyrstu jólin þar á
eftir eru oftast erfið og magna
upp sorg og söknuð. Sumir þung-
lyndir og eða kvíðnir einstakling-
ar eru heldur verri af sínum ein-
kennum á þessum tíma, bæði þola
þeir stundum illa álagið og um-
stangið sem jólunum fylgir og
eiga einnig erfitt með að gleðjast
og njóta samveru með öðrum. Það
hlýtur að vera enn erfiðara að
vera dapur og kvíðinn þegar flest-
ir aðrir eru að gera sér glaðan dag
og njóta lífsins."
Halldóra nefnir ennfremur að
börn alkóhólista geti átt erfitt um
jólin vegna drykkju foreldris eða
foreldra, sem oft er jafnvel meiri
yfir hátíðarnar en endranær.
„Minningar um þess konar jól í
æsku geta setið lengi í sálinni,
jafnvel fram á fullorðinsár og
varpað skugga yfir alla
jólastemningu síðar meir.“
Halldóra segir að þeir sem búi
við bágar félagslegar aðstæður
svo sem kröpp kjör eða félags-
lega einangrun finni stundum
meira fyrir sínum vandkvæðum á
þessum árstíma og hugsanlega
komist sumir þeirra næst því að
hafa jólakvíða. Hún segir marga
af sínum skjólstæðingum vera ör-
yrkja sem lítið hafi handa á milli,
einnig eru allmargir sem búa ein-
ir og eru jafnvel einir á aðfanga-
dagskvöld. „Margt af þessu fólki
tekur samt jólunum ótrúlega vel,
af skynsemi og æðruleysi sem við
hin getum lært af, þótt flestir
hefðu efalaust kosið að búa við
aðrar og betri aðstæður. Hins
vegar er auðvitað fullt af heil-
brigðu og sæmilega vel stæðu
fólki sem virðist stressa sig að
óþörfu fyrir jólin, spenna sig upp
í alls kyns jólaundirbúning og
eyðslu sem fer út fyrir öll vel-
sæmismörk og er kannski lítið við
því að segja, þetta er auðvitað
frjálst val.“
Aðventan á bráðamóttöku
Landspítalans segir Halldóra ekki
meiri annatími en hvern annar.
„Það reyndar er alltaf nóg að gera
hérna en algengt er að það komi
álagstímabil eftir hátíðarnar. Ég
hef enga viðhlítandi skýringu á
því, kannski frestar fólk bara
vandanum þar til um hægist og
mestu hátíðarhöldin yfirstaðin."
SSl
Halldóra segist ekki hafa nein-
ar töfralausnir í handraðanum
fyrir þá sem núna kvíði erfiðum
jólum, það fari allt eftir eðli vand-
ans. „Flestir sem hafa misst sína
nánustu kjósa að minnast þess
látna á táknrænan hátt á jólunum
til að mynda með að fara að leið-
inu með blóm og ljós. Margir for-
eldrar sem eiga við áfengisvanda-
mál að stríða setja sér það mark-
mið að hafa ekki áfenga drykki
um hönd yfir hátíðarnar barn-
anna vegna. Fyrir aðra, bæði
veika og heilbrigða skiptir
ÓÞARFA STRESS
Halldóra Ólafsdóttir segir að sumt heilbrigt
og sæmilega vel stætt fólk virðist stressa
sig að óþörfu fyrir jólin.
kannski mestu máli að nota heil-
brigða skynsemi og draga úr
álagsþáttunum, sem allir þekkja
og reyna að njóta þess sem þessi
árstími býður upp á. Að lokum má
það ekki gleymast að aðventan og
jólin eru auðvitað ákaflega
skemmtilegur tími fyrir lang-
flesta, ekki síst í mesta skamm-
deginu á norðurslóðum." ■
Hvað er til ráða? Þunglyndir
Nokkrar ráðleggingar tii
þeírra sem veilir eru fyrir á
þessum árstíma
Þeir sem nýlega hafa
misst ástvin
Það er eðlilegt þeim sem hafa misst að
sakna, ekki síst fyrir jólin þegar allir eiga að
vera glaðir og hlakka til. Það sem getur
hjálpað er að leita eftir stuðningi frá ætt-
ingjum og vinum. Fara i kirkjugarðinn og
minnast hins látna og setja Ijós eða krans á
leiðið. Þannig heiðra menn minningu
þeirra sem saknað er og liður betur á eftir.
Óvirkir alkóhólistar
og vímuefnaneytendur
Þeir ættu að huga vel að líðan sinni og
bæta jafnvel við AA-fundi. Forðast að vera í
kapphlaupi við tímann.
Þeir sem eru á lyfjum ættu að gæta þess að
taka lyfin sín rétt og gleyma þeim ekki.
Spyrna við fótum og taka ekki þátt í kapp-
hlaupinu og láta líðan sína ganga fyrir öllu.
Efnalitlir
Það er ekki nauðsynlegt að gefa dýrar og
miklar gjafir. Það er hugurinn á bak við sem
öllu máli skiptir. Verið minnug þess að þetta
eru aðeins nokkrir dagar og aðalatriðið er
að vera glaður í hjarta.
Börn alkóhólista og
aðrir aðstandendur
Þið getið lítið gert og aðstandandinn drekk-
ur hvort sem þið eruð kvíðin eða ekki. Lát-
ið ekki kvíðann ná tökum á ykkur og
gleymið ekki að þið hafið ekkert með það
gera hvort foreldrar ykkar drekka. Það er
ekki ykkar hegðun sem stjórnar því.
Jólafastan er
mörgum erfíð
Halldóra Ólafsdóttir geð-
læknir telur jólakvíða ekki
vera fyrir hendi hjá heil-
brigðum einstaklingum.
Hins vegar er mögulegt að
margir þeirra sem veilir
eru fyrir geti átt erfiða
daga á þessum árstíma