Fréttablaðið - 15.12.2001, Qupperneq 12
12
Ekta jólakaka
frá Ameríku
Man ekki nafnið en greinilega bragðið.
Fyrir um 12 árum, um það leyti
sem ég var að taka saman við
Þorstein Hauksson, sambýlis-
mann minn, þá pantaði hann al-
veg hreint dýrindis jólaköku frá
Ameríku í tilheyrandi flottum
umbúðum og gaf mér um jólaleyt-
ið. Ég man að hún var.frá ein-
hverri frægri kökufabrikku sem
sendir út um allan heim og á sér
langa og merka sögu, en því mið-
ur man ég ekki hvað hún hét eða
heitir. Hins vegar er bragðið af
kökunni mér enn í fersku minni.
I-Iún var ótrúlegt lostæti fyrir
utan hversu frumlegt það var hjá
Þorsteini að láta sér detta þetta í
hug. Þetta er sennilega það sem
mér hefur þótt vænst um, að
skyndilega birtist alvöru jólakaka
þótt ekki væri hún íslensk. ■
AMERÍSK JÓLAKAKA EFTIRMINNILEGUST
Steinunn Sigurðardóttir vanmetur ekki þátt jólakökunnar í sambandi hennar
og Porsteins.
15. desember 2001
Jólatónleikar
í Arbæ
Jólatónleikar Tónlistarskóla
Árbæjar verða haldnir í dag,
laugardag í Árbæjarkirkju. Tón-
leikarnir eru tvískiptir og hefj-
ast þeir fyrri kl. 11.00 og þeir
síðari kl. 12.30.
Um eitt hundrað nemendur
leggja stund á tónlistarnám við
Tónlistarskóla Árbæjar. Kennt
er á öll helstu hljóðfæri, auk þess
stunda nemendurnir nám í auka-
greinum og taka þátt í samspili
við skólann. Skólinn er til húsa í
Fylkishöllinni í Árbæ. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnir. ■
Það hljóma hvar sem ég fer
svo sérstæð lög í eyrum mér...
Jólasmellir hljóma nú viðstöðulaust í eyrum okkar en um hvað er sungið í
þessum smellum?
Einn af fyrirboðum jólanna er
að jólalögin fara að óma úr
viðtækjunum og jólasmellirnir
virðast orðnir sérstök búgrein í
tónlistarheiminum.
Velta má fyrir sér hvað það er
sem gerir lag að jólalagi. Einhver
sagði að jóladægurlög væru lög
sem ekki næðu máli til að komast
á plötu en hægt væri að dubba
upp með jólatexta og freista þess
að gera að jólasmelli. Aðrir halda
því fram að með því að bæta við
bjölluhljómi megi breyta hvaða
lagi sem er í jólalag. Textinn er þó
alltaf augljósasta merkið um að
jólalag sé á ferðinni.
Margir jólasmellirnir eru er-
lend lög með íslenskum textum en
talsvert er líka um alíslensk jóla-
lög. Ágætt safn jólasmella á ís-
lensku er að finna á diskinum
Pottþétt jól sem kom út árið 1996.
Hægt er að flokka texta jólasmell-
anna í nokkra flokka og velta fyr-
ir sér þeirri jólaímynd sem þeir
geyma.
Ekki verður sagt að smellirnir
beri með sér kristilegan boðskap
jólanna og næsta fátítt er að getið
sé um Jesú í textunum þrátt fyrir
að jólahátíðin sé fæðingarhátíð
hans. Jólastemning alls konar
með fortíðarþrá er mjög ríkjandi
og sömuleiðis ástarjólalög.
Ástarlögin ganga iðulega út á
að þeir sem elskast en hafa ekki
náð saman, ná saman einmitt um
jólin. Ágætt dæmi um þetta er
lagið Heima um jólin, texti Jón-
atans Garðarssonar í flutningi
Helgu Möller. Hér syngur kona
sem hélt hún hefði glatað ástinni
sinni en komið hefur í ljós að vin-
Öll almenn innrömmimar þjönusta.
Smíöa spegla eftir mali.
Tækifæris gjafir. Vönduð vinua.
Pemmuleg þjönusta.
Hólagarði - Síini 567-5300
Ilermann Beck
Vinsælu
Kubbadagatölin
eru komin aftur
Úrval af góðum jólailm kerti og reykelsi.
Úrval af jólagjafavöru
Koffortið
Strandgata 21, Hafnarfirði, sími 555 0220
Myndir Guðrún Tryggvadóttir
JÓLAGJÖflN ER.É
Jólagjafakostnáðurinn
fjárhaginn hjá
Hinn elskaði þarf ekki að
koma með pakka í þessu lagi
frekar en til stendur að gefa
pakka hjá parinu sem er í þann
veginn að ná saman í laginu Þú
og ég sem er texti Þorsteins
Eggertssonar í flutningi
Höllu Margrétar og Eiríks
Haukssonar.
Og áfram heldur jóla-
hjólarímið sem í samspili
við lagið gerir jólasmell
sem allir kunna.
í öðrum textum er
áherslan á tilbreytinguna
frá vinnuböli og köldum
vetri sem fólgin er í jólunum
og er þá gjarnan dregin upp
mynd af frekar dauflegu, ef
ekki ömurlegu, daglegu lífi á
SKYLDI ÞAÐ VERA JÓLAHJÓL
Lagið um jólahjólið er án efa einhver vin-
sælasti jólasmellur síðari ára og lifir enn
góðu lífi, nú hjá tveimur kynslóðum.
urinn ætlar að vera heima hjá
henni um jólin. Konan undirbýr
þessa heimkomu af kostgæfni en
gerir ekki miklar kröfur á móti:
/ heitum ofni bíöur jólasteikin,
við höldum jólin saman hátíðleg.
Arineldurinn nú logar.
Þessi stund verður unaðsleg.
Þú þarft ekki aðfœra mér gjöf,
mér nœgir aðfá þig heim.
Hún syngur:
Jólagjöfm mín í ár,
ekki metin er tilfjár,
ef þú bara vildir hana
af mér þiggja.
Jólagjöfin er ég sjálf,
hvorki að hluta til né hálf.
mína framtíð vil ég með
þér einum tryggja
Hann syngur:
Ég vil líka gefa þér sálina
úr sjálfum mér
Þau syngja saman:
Jólagjöfin er ég og þú
Það er sælla að gefa en þiggja
Líklega eru flestir sammála
um að Jólahjól Sniglabandsins sé
einhver best heppnaði jólasmellur
sem fram hefur komið. Ekki er
sérstökum hátíðleika fyrir að fara
í textanum. Hér er pakkaspenn-
ingurinn í algleymingi og tilhlökk-
unin til jólanna:
Undir jólahjólatré er pakki.
Undir jólahjólatré er voðalega
stór pakki,
í silfurpappír og mamma og
pabbi glotta í laumi í kampinn.
Skyldi það verajólahjól
Skyldi þetta vera hjólajól
Engin smájól hér, beinlínis há-
tíðarjól.
Loks verður að nefna texta
Ólafs Gauks, Hátíð í bæ, í flutn-
ingi Egils Ólafssonar. Þarna er
sungið um horfinn tíma sem
reyndar virðist svo horfinn að
hann hefur aldrei verið til, eða
hafa litlar stúlkur einhvern tíma
látið bjóða sér að fá nál og tvinna
í jólagjöf?
Man ég svo lengi sem lifað égfæ,
man ég þá er hátíð var í bæ.
Hannfékk bók en húnfékk
nál og tvinna,
hönd í hönd þau leiddust kát
og rjóð.
Sœlli börn nú sjaldgæft er
aðfinna.
Ég syng um þau mín allra
bestu Ijóð
iVIISMUNANDI GJAFIR
Stúlkan er jafnlukkuleg með nál
og tvinna eins og drengurinn
með bókina sína.
Talsverðum fjölda laga má
skipa í flokk jólahátíðleika- og
nostalgíulög. Eitt þessara laga er
Senn koma jólin, lag Þorvaldar
Bjarna Þorvaldssonar við texta
Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur
í flutningi Sigríðar Beinteinsdótt-
ur.
Hér heima alltaf er
svo fállegt, trúðu mér,
á sjálfum jólunum,
á sjálfum hátíðarjólunum
jóíunum. Dæmi
um þetta er Hátíðarskap, texti
Þorsteins Eggertssonar sem Ég
og þú flytja:
Ég kemst í hátíðarskap þótt
úti séu snjór og krap
Það hljóma hvar sem égfer
svo sérstæð lög í eyrum mér