Fréttablaðið - 15.12.2001, Qupperneq 14
14
Frum-
flutningur á
jólatónleikum
Hljómeykis
Sönghópurinn Hljómeyki heldur
jólatónleika í Háteigskirkju í
dag, laugardag, kl. 20. Á efnis-
skránni eru hefðbundin jólalög og
jólasálmar eftir ýmis tónskáld,
meðal annars Richard Rodney
Bennett, Cristhopher Brown, Jan
P. Sweelinck.
Á tónleikunum verður frum-
flutt nýtt tónverk eftir Hildigunni
Rúnarsdóttur, sem nefnist Canite
JÓLALÖG OC SÁLMAR
Sönghópurinn Hljómeyki syngur í Háteigs-
kirkju á morgun.
tuba. Stjórnandi Hljómeykis er
Bernharður Wilkinson. Tónleik-
arnir eru öllum opnir, miðasala
verður við innganginn og hjá kór-
félögum. ■
15. desember 2001
UPPSKRIFT FRÁ EICINKONUNNI
Júlíus Jónasson er þjálfari og leikmaður IR
í handknattleik.
Júlíus Jónasson, handbolta-
maður, segist ekki baka mikið
fyrir jólin þó það hafi komið fyrir
þegar hann var atvinnumaður er-
lendis. Hann segir konu sína og
son sjá frekar um baksturinn en
gaf samt uppskrift að svokölluðum
Blúndum. Júlíus segist ekki vita
hvernig nafnið sé tilkomið en
blúndur þessar eru bornar fram
eins og samlokur, eins og hann
orðar það.l
Blundur að hætti
| handboltamanns
2 bollar haframjöli
2 bollar hveiti
2 af sykri
1/2 bolli síróp
1/2 bolli rjómi
1,5 tsk. lyftiduft
375 g bráðið smjörlíki
AÐFERÐ: Öllu blandað saman, má
hræra í með höndunum. Tíu kökur
settar á hverja plötu og bakaðar í
10-15 mín. Opna verður ofninn öðru
hverju. Bornar fram með rjóma á
milli
Blúndur handboltamannsins
Betlehemsstjarnan
í Hallgrímskirkju
Karlakór Reykjavíkur heldur
um helgina þrenna jólatón-
leika í Hallgrímskirkju undir
nafninu Betlehemsstjarnan. Á
efnisskránni verða hefðbundin
jólalög en auk þess verða flutt
tvö ný verk ungra íslenskra tón-
skálda, sem unnu til viðurkenn-
inga í nýafstaðinni tónverka-
keppni í tilefni af 75 ára afmæli
Karlakórs Reykjavíkur.
Stjórnandi Karlakórs
Reykjavíkur á tónleikunum
verður Friðrik S. Kristinsson
en einnig kemur aðstoðarsöng-
stjóri kórsins, Guðlaugur Vikt- aftur kl. 21.30 og þriðju og sfð-
orsson, við sögu. Tónleikarnir ustu tónleikarnir verða svo á
veróa í dag, laugardag kl. 17 og annað kvöld kl. 20. ■
Skotveiðimenn
skilið tómum hylkjum á næstu Olís-
stöð og fyllið út þáttökuseðil
150.000 kr. verðlaun
fyrir heppinn veiðimann
dregin út 23.12. n.k.
Svartur hrafn
sem aldrei kom
VAR HRÆRÐ YFIR
HUGSUNINNI
Elísabet Jökulsdóttir man vel eftir
gjöf sem synir hennar lofuðu
henni en hún fékk einhverra
hluta vegna aldrei.
Elísabet Jökulsdóttir, rithöf-
undur, sem fyrir þessi jól gef-
ur út bókina Fótboltasögur, var
spurð um eftirminnilegustu jóla-
gjöfina sína. „Það er svartur
hrafn sem synir mínir sögðust
einu sinni ætla að gefa mér og ég
var mjög hrærð yfir. Ég fékk
hann nú reyndar aldrei, en þetta
var uppstoppaður hrafn. Eftir-
væntingin eftir gjöfinni og það að
Og tölva sem kom og
varð upphafið af rit-
höfundaferlinum.
þeir skyldu hafa hugsun á þessu
og skyldu hafa ætlað að gefa mér
þennan hrafn lifir í minningunni.
Á þessu tímabili var ég að gefa út
bók þar sem svartur hrafn hafði
komið við sögu þannig að þeir
vissu að þetta skipti mig máli. Það
hreyfði rosalega við mér að þeir
skyldu hafa ætlað að gera þetta,
því þeir voru ekkert ofboðslega
gamlir á þessum tíma, bara 13 eða
14 ára. Ég komst svo að því þegar
ég spurði strákana út í þetta fyrir
skemmstu að þeir hefðu hvergi
fundið hrafninn og ég því ekki
fengið hann. Ég á það nú einnig til
að draga úr hlutunum ef ég veit
að ég á von á einhverju," sagði El-
nilpoiKta
ólaeiöfin?
ísabet. „Eftirminnilegasta gjöfin
sem ég fékk var fyrsta tölvan mín
sem fyrrverandi maðurinn minn
gaf mér. Ég varð rosalega reið og
vildi helst grýta henni í hann
vegna þess að við höfðum ekki
efni á henni, en lét á engu bera og
þakkaði honum vel fyrir. Hins
vegar var þessi tölva upphafið að
mínum rithöfundarferli því
nokkrum mánuðum síðar gaf ég
út fyrstu bókina mína. Tölvan
auðveldaði nefnilega mjög alla
vinnu og var algjört töfratæki." ■
-Lagersala - Lagersala - Lagersala - Lagersala - Lagersala - Lagersaia - Lagersala - Lagersala -
LAGERSALA
6. des til 23. des Hafnargötu 34 Keflavík sími 865-1064 ( móti sambíói)
Það er hreint ótrúlegt hvað verðin eru lá. □ Lægsta verð á landinu á handfrjálsum búnaði fyrir flestar gerðir
Nokia og Motorola símum frá 890.- krónum. □ Kilmanock úlpum verð aðeins 1.890.- kr. □ Skyrtur á 300.- kr.
□ Pennaveski með litum og fl. verð kr 390.- □ Litabækur 250.- kr. □ Einnig ýmsar gjafavörur fyrir börn.
□Yfir 30 titlar af teiknimyndum með íslensku tali á hreint ótrúlegu verði. □ Einnig skrautvasar kertastjakar og
fleira. □ Allt í sömu línu 3 verð 750.-1500.- 2000.- kr. □ Þú spararr mörg þúsund á hverjum hlut.
□ Ýmls tilboð í gangi. □ Þú getur hreinlega ekki sleppt þessu tækifæri að gera góð kaup.
Opið virkadaga frá kl. 13.00 til 19.00 laugard 11.00-18.00
Velkomin til Keflavíkur. Við erum í jólaskapi.