Fréttablaðið - 15.12.2001, Síða 22
22
Sársaukafullur að-
fangadagur en góður
Gjafirnar sem mátti opna fyrir sex
v°ru eftirminnilegar. Eftirminniterasfci
n^rdrnrl
15. desember 2001
Dagamunur í desember
Islenski óperukórinn gerir fólki
dagamun í dag.
Það var heimilisvinur, vinur for-
eldra minna, sem kom alltaf
seinni partinn á aðfangadag með
gjafir þegar ég var barn. Þær gjafir
voru alltaf eftirminnilegar vegna
þess að það voru einu gjafirnar sem
mátti opna fyrir kvöld,“ segir Árni
Þórarinsson, rithöfundur og blaða-
maður.
„Einhverju sinni, þegar ég var
tíu ára, kom þessi góði maður með
gjafirnar eins og venjulega. Gjöfin
mín var hlutur sem mig hafði alltaf
langað í. Það var svissneskur vasa-
hnífur, einn af þessum rauðu, þykku
með mörgum blöðum, upptökurum,
tappatogara og fleira til. Þetta var
mikil græja og ég var ofboðslega
glaður. Ég opnaði hnífinn og skar
mig auðvitað um leið. Allan að-
GÓÐ GJÖF EN BEITT
í lok aðfangadags hafði Árni Þórarinsson
oft skorið sig á einni eftirminnilegustu jóla-
gjöfinni, svissneskum vasahníf.
fangadaginn var ég að reyna að nota
essa frábæru gjöf og skar mig oft.
lok aðfangadags var ég allur í
plástrum. Þetta var sársaukafullur
aðfangadagur en góður.“ ■
að er fastur liður á aðventu hjá
íslenska óperukórinum að syn-
gja undir stjórn Garðars Cortes í
Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19
í Reykjavík. Viðburðurinn kallast
Dagamunur í desember og verður
að þessu sinni í dag, laugardag.
Einsöngvari með kórnum verður
Ólöf Kolbrún Harðardóttir og und-
irleikari er Iwona Jagla.
Að vanda mun kórinn fyrst syn-
gja utandyra um kl. 15.30 á horni
Ingólfsstrætis og Bankastrætis en
flytja sig síðan inn í Aðventkirkj-
una og hefst dagskráin þar um kl.
16. Þarna gefst kjörið tækifæri til
að hvíla sig frá önnum jólainn-
kaupanna og streitu hversdagsins
og grípa tækifærið til að hlýða á
söng eins glæsilegasta kórs lands-
ins.
Á dagskránni verða hátíðar-
söngvar tengdir jólum, þekktir og
vinsælir óperukórar ásamt okkar
gamalkunnu jólalögum þar sem
áheyrendum býðst að taka undir
með kórnum. Dagskráin í Aðvent-
kirkjunni tekur um klukkustund.
Aðgangur er ókeypis og að auki er
boðið upp á súkkulaði og kleinur. ■
Þvörusleikir, Potta-
skeflll og allir hinir
Gömlu góðu íslensku jólasvein-
arnir byrja að koma til byg-
gða 13 dögum fyrir jól og leggja
leið sína í Ráðhús Reykjavíkur
dag hvern. Stekkjastaur kom
fyrstur á miðvikudaginn og síðan
tínast þeir einn af öðrum og njóta
til þess aðstoðar Þjóðminjasafns-
ins, Möguleikhússins og Islands-
pósts.
í dag kemur Þvörusleikir og á
morgun birtast Grýla og
Leppalúði í Ráðhúsinu ásamt
Pottaskefli syni sínum og skartar
jólasveinafjölskyldan þjóðlegum
búningum sem Bryndís Gunnars-
dóttir hannaði.
Þjóðminjasafn íslands hefur
gefið út 14 jólakort með jólasvein-
unum, Grýlu og Leppalúða og fást
þau í Bókabúð Böðvars Hafnar-
Jólasveinar Þjóð-
minjasafnsins koma
við í Ráðhúsi Reykja-
víkur fram að jólum.
firði, Árbæjarsafni, skrifstofu
Þjóðminjasafns íslands, Vestur-
vör 20 Kópavogi og hjá jólasvein-
unum í Ráðhúsinu. Lesa má um ís-
lensku jólasveinana á heimasíðu
Þjóðminjasafns íslands www.nat-
mus.is.
Jólasveinarnir verða á ferðinni
kl. 14 um helgina og næstu helgi
en kl. 10.30 á virkum dögum og á
aðfangadag. ■
KOMINN TIL BYGGÐA
Jólasveinamir þrettán hafa fyrir milligöngu Þjóðminjasafnsins heiðrað borgarbörn með nærveru sinni um árabil.
Óttar Sveinsson
Morjunbladið 'h,
2í,W..Ue, ^
OTTAR ÁRITAR:
Laugardag kL15: Hagkaup. Kringlunni
LaugardagkL12:30 KÁ Selfossi
Sunnudag kL16: Hagkaup, Kringlunni
., . . . . .j.. ■ ...
annraunir
í þessari nýju og hörkuspennandi Útkallsbók Óttars Sveinssonar er lýst
ótrúlegum mannraunum þegar óyeður gekk yfir ísafjarðardjúp í febrúar 1968.
Breski sjómaðurinn Harry Eddom komst einn af þegar togarinn Ross Cleveland sökk og
lýsir hér vistinni í gúmbátnum með látnum félögum sínum, torsóttri göngu um kletta
og skriður í ókunnum firði og baráttu við svefn og kulda undir húsgafli mannlauss
sumarbústaðar. Nær dauða en lífi megnaði hann ekki að brjóta sér leið inn.
Þessa óveðursdaga barðist á fimmta hundrað sjómanna við að halda skipum sínum
á floti í gífurlegri ísingu í Djúpinu. Þar á meðal var áhöfn togarans Notts County
sem strandaði skammt frá þeini stað þar sem Ross Cleveland sökk.
Varöskipiö Óðinn var statt í Djúpinu og þar um borð þurftu menn að höggva ís
upp á líf og dauða. Tveir stýrimenn hættu lífi sínu við mjög tvísýnar aðstæður á
litlum Zodiac-báti til að bjarga átján skipbrotsmönnum. Á saman tíma var
Heiðrúnar II frá Bolungarvík saknað með sex manna áhöfn.
Rauðási 4.110 Reykjavík. Sími 554 7700