Fréttablaðið - 17.12.2001, Side 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KIÖRKASSINN
17. desember 2001 MÁNUDAGUR
RÉTT ÁKVÖRÐUN
Þrír af hverjum fimm
netverjum segja það
rétta ákvörðun Símans
að segja Þórarni V. upp
störfum?
Var rétt að segja Þórarni V.
Þórarinssyni fyrrum forstjóra
Símans upp störfum?
Niðurstöður gærdagsins
á vwvw.vísir.is
Spurning dagsins í dag:
Er fimm vikna jólafrí Alþingis of langt?
Farðu inn á vísi.is og segðu I
þína skoðun
Gissur hvíti SF 55:
I hafsnauð
við Noregs-
strendur
HÆTTUÁSTANP Gissur hvíti SF 55
var hætt kominn út af Noregi í
gær eftir að hann varð vélarvana.
Sextán menn eru í áhöfn, allir
norskir nema skipstjórinn sem er
íslenskur.
Þegar blaðið fór í prentun var
verið að draga Gissur hvíta til
hafnar. Það gekk ekki áfallalaust
þar sem taug á milli hans og drátt-
arskipsins hafði slitnað tvisvar.
Vonskuveður hefur verið á þeim
slóðum þar sem skipin eru.
Gissur hvíti er á línuveiðum í
Barentshafi og hefur afli verið
með ágætum. ■
Fyrsta íslenska léttvínið:
Sala umfram
væntingar
vín „Það er búið að seljast miklu
meira en við bjuggumst við svona
fljótt", segir Omar Gunnarsson,
vínframleiðandi á Húsavík, um
sölu á fyrsta íslenska léttvíninu
Kvöldsól sem kom á markað í byrj- j.
un desember. „Þegar við fórum af
stað sáum við fyrir okkur að þetta
myndi seljast nánast eingöngu til
erlendra ferðamanna. Við sáum
fyrir okkur að það myndi rjátlast
út ein og ein flaska fram á sumar-
tímann en það hefur farið á annan
veg og þetta rýkur út.“
Ómar segir að viðbrögð fólks
séu þannig að vínið hafi komið því
á óvart. „Margir mynda sér fyrir-
fram skoðun á hvernig vínið sé og
halda að það líkist meira berja-
safti. En það er meiri fylling í því
og við setjum krydd út í svo þetta
er meira út í að vera eins og rauð-
vín.“ Ómar segir vínið geta breyst
frá ári til árs. Berjaspretta og
veðurfar hafi mikil áhrif og eins sé
opið fyrir að breyta út af upp-
skriftinni frá ári til árs. Líklega
verði vínið aldrei alveg eins. ■
Rjúpan á um 1000 kr. stykkið, ef hún er þá til:
Veiðimenn bíða eftir hækkun
RIÚpan Rjúpuleysi í kjörbúðum er
orðið afar áberandi og margir
farnir að óttast rjúpulaus jól í ár.
„Þetta er svipað ástand og var
á árunum 1991 og 1992, þá kom
svona lægð á rjúpunni," segir
Ragnar Lárusson sem unnið hefur
áralangt bakvið kjötborðið í Nóa-
túni. „Þetta er það slæmt að það
verða margir sem fá ekki fuglinn.
Þá skiptir fólk bara yfir í ham-
borgarahrygginn eða eitthvað."
Ragnar segir veiðimenn gera
sér vel grein fyrir ástandinu og
því sitji þeir á rjúpunni í von um
að fá meira fyrir hana á endanum.
„Þeir eru að sprengja verðlagið
upp. Búðirnar fá í sjálfum sér
mjög lítið fyrir stykkið, veiði-
mennirnir stjórna alveg verðlag-
inu. Þeir sitja bara á rjúpunni al-
veg fram að síðustu stundu, og
bíða eftir að verðið hækki." Ragn-
ar segir að sumir kúnnar séu af-
skaplega pirraðir á ástandinu
enda eflaust erfitt fyrir fjölskyld-
ur sem hafa haft rjúpuna á borð-
stólnum í þrjátíu ár að sætta sig
við rjúpuleysið.
Ragnar segir þessa lægð að-
eins vera náttúrulega sveiflu, og
að ástandið sé ekki óeðlilegt.
„Þetta kemur fyrir á 10 ára
fresti. 1991 og 1992 fór rjúpan upp
RJÚPA
Menn velta
þvi fyrir sér
hvort veiði-
menn sitji á
bráð sinni í
þeirri von að
fá enn hærra
verð fyrir
hana.
úr öllu valdi í verði. Stofninn er
víst ekki kominn í lágmark, þeir
telja að það séu eitt, tvö ár í það.“
Ragnar segir stykkið kosta nú 800
- 1000 kr. út úr búð. Hann segir
stærstan hluta af því verði fara í
vasa veiðimanna þar sem búðin
leggi aldrei meira en um 150 kr. á
stykkið.
„Ég hef ekki getað annað pönt-
unum. Svo stoppa ég bara af þeg-
ar fer að líða á. Síðast þegar það
var svona rjúpuhallæri fór stykk-
ið upp í 1000 krónur en svo korteri
fyrir jól kom alveg hellingur inn.
Þá voru menn að sitja á þessu of
lengi. Búðirnar hækkuðu sig ekk-
ert og stoppuðu verðhækkunina.
Þá fóru veiðimennirnir að skríða
inn með þetta.“ ■
Ar afat vill heij a
friðarviðræður
Arafat fordæmir Sharon. Hvetur til þess að friðarviðræður verði hafnar á ný. Colin Powell segir
Palestínumenn eiga sök á því að erindreka stjórnarinnar er gert að snúa aftur til Washington.
Ekki dregur úr ofbeldi.
JERÚSALEM. CAZA. ap. Yasser Arafat,
leiðtogi Palestínumanna, hvatti í
gær ísraelsmenn til að snúa aftur
að samningaborðinu með Palest-
ínumönnum. Arafat sagði að
sjálfsmorðsárásum gegn ísrael-
um yrði að linna sem og öllum
hryðjuverkaárásum og þeir sem
ekki hlíttu því yrðu látnir svara til
saka. Hann sagði einnig að Ariel
Sharon, forsætisráðherra fsrael,
hefði lýst yfir stríð á hendur
stjórn Palestínumanna og ítrekaði
þá ósk Palestínumanna að þeir
;höfuðborg
Vvarpið var
fengju sitt eigið ríki o
þess yrði Jerúsalem. .
haldið í tilefni þess að Ramadan,
helgum mánuði múslima, er lokið.
Arafat sagði Shar-
on eiga sök á þeir-
ri öldu ofbeldis
sem hefur gengið
yfir ísrael undan-
farnar vikur.
Colin Powell,
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna,
sagði í gær að
hryðjuverkaárás-
um Palestínu-
manna væri um að
kenna að erind-
reki Bandaríkja-
manna, Anthony
Zinni, hefði yfir-
gefið landið. Powell sagði að sak-
lausir borgarar væru fórnarlömb
árásanna, auk þess sem þær hefðu
grafið undan valdi Arafats og
hans manna. Zinni var kallaður til
DRENGUR BLÆS í BLÖÐRU
Þriggja daga hátíðarhöld standa yfir hjá Palestínumönnum í tilefni loka Ramadans, helgasta mánuði múslima.
Drengurinn stendur við rústir í bænum Beit Hanoun. Israelski herinn lagði undir sig hluta bæjarins og eyðilagði
nokkur hús á laugardag, meðal annars hús Salah Shahada, sem fer fyrir Hamas-samtökunum.
skrafs og ráða-
gerða í Was-
hington en lítill
árangur hefur
verið af þriggja
vikna dvöl hans
í landinu. Zinni
átti að reyna að lífga friðarvið-
ræður ísraela og Palestínumanna.
Á tímabilinu sem hann héfur dval-
ið í ísrael héfur ofbeldi aukist
mjög og háfa 60 Palestínúmenn og
YASSER ARAFAT
Leiðtogi Palestínumanna í sjónvarpsávarpi
sínu í gær.
40 ísraelsmenn látist í átökunum.
Þyrlur ísraelsmanna skutu eld-
flaugum að byggingum Palest-
ínsku lögreglunnar á Gaza svæð-
inu snemma í gærmorgun, í kjöl-
far árásar Palestínumanna á ná-
læga herstöð. Yfirvöld Palestínu-
manna lokuðu 14 bækistöðvum
Hamas samtakanna og Jihad-sam-
takanna á Vesturbakkanum. ísra-
lear hafa gefið lítið fyrir þessar
aðgerðir palestínskra stjórnvalda
þau segja stöðugar árásir ísreala
gera þeim erfiðara fyrir er kemur
að því að hafa hendur í hárri her-
skárra Palestínumanna. ísraelar
gerðu árás á bæinn Beit Hanoum
á Gaza svæðinu á laugardag og
lögðu nokkur hús í rúst, þar á
meðar hús leiðtoga Hamas-sam-
takanna, Salah Shahada. 15 Palest-
ínumenn voru handteknir, en ekki
tókst að hafa hendur í hári
Shahada. ■
20% afsláttun
af allri erlendri klassík til jóla
Hriktir í viðskiptabanni við Kúbu:
Kaupa korn frá Bandaríkjunum
havana. ap. í fyrsta skipti í fjóra
áratugi kom bandarískt skip til
Kúbu í gær hlaðið verslunarvarn-
ingi, nánar tiltekið korni. Sending-
in hefur vakið væntingar banda-
rískra viðskiptamanna og kúban-
skra og bandarískra embættis-
manna um að það styttist í að við-
skiptabanninu við Kúbu verði
aflétt. 24.000 tonn af korni voru
um borð í skipinu, og er þetta í
fyrsta skipti síðan 1963 að land-
búnaðarvörur eru fluttar út til
Kúbu frá Bandaríkjunum. í
bandarískum landbúnaði vekur
sendingin vonir um að viðskipta-
banninu verði aflétt og kúbanskur
markaður opnist.
Kúbanir sem flúð hafa béima-
land sitt eru margir hverjir
hlynntir viðskiptabanninu og voru
því andsnúnir sölunni. Þeir segja
viðskiptaþvinganir nauðsynlegar
til að refsa stjórn Fidels Kastrós,
Kastró sagði í síðustu viku að
hugsanlegt væri að meira yrði
keypt frá Bandaríkjnum ef að
Kúbu yrði leyft að selja vörur í
Bandaríkjuum. Nær ölf viðskipti
milli landanna eru bönnuð í dag en
Bahdaríkjaþing leyfði nýverið
sölu á matvælum til Kúbu. Kúba
SKIPINU HEILSAÐ
Fraktskipinu M.V.Ikan Mazatlan heilsað er
það sigldi inn í höfnina í Havana. 26.400
tonn.af korni voru um borð í skipinú.
hefúr hingað til ekki viljað nýta
sér þessa heimild og segir ýmsa
annmarka á henni. ■