Fréttablaðið - 17.12.2001, Qupperneq 6
6
FRETTABLAÐIÐ
17. desember 2001 MÁNUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Eru fangelsisdómar á íslandi
of vægir?
Stundum. Það fer eftir eðli málanna.
Nauðgunardómar eru sérstaklega vægir.
Torfí Þór Fort rafvirki
Alþingi komið í jólafrí:
Fundað innan við hálft árið
alþingi Fimm vikna jólafrí þing-
manna frá þingfundum á Alþingi
hófst síðasta föstudag. Þá höfðu
þingfundir staðið í tíu vikur frá 1.
október síðast liðinn auk þess sem
ein vika fór í kjördæmastarf þing-
manna.
Nokkuð meira verður um
fundahöld hjá þingmönnum þegar
þeir snúa aftur í þingsal 22. janú-
ar næst komandi en samkvæmt
starfsáætlun Alþingis er gert ráð
fyrir þingfundum í 14 vikur í vor
en þingi verður frestað 24. apríl
næst komandi mánuði fyrir sveit-
arstjórnarkosningar. Alls mun Al-
þingi því funda í 24 vikur þennan
veturinn eða sem nemur tæpum
sex mánuðum.
Að venju var mikið um að vera
síðustu dagana fyrir jólafrí og
urðu mörg frumvörp að lögum
síðustu dagana. 15 lög Iitu dagsins
ljós á föstudag. Iiæst ber band-
orminn margfræga um ráðstafan-
ir í ríkisfjármálum og frumvarp
um stjórn veiða smábáta. Að auki
var kosið í stjórnir og nefndir á
vegum þingsins og ríkisborgara-
réttur veittur. ■
STUNGIÐ SAMAN NEFJUM
Nóg var um að vera á þingi síðasta starfs-
daginn og að mörgu að huga.
Þúsaldarhvelfingin:
Hrakfallasag-
an á enda?
BRETLAND Búist er við því að
Falconer lávarður greini frá því í
vikunni að kaupandi hafi fundist
að Þúsaldarhvelfingunni sem
bresk stjórnvöld reistu í London
til að fagna aldamótunum síðustu.
Þremur fyrirtækjum var boðið að
leggja inn tilboð í hvelfinguna eft-
ir að fyrra útboð fór út um þúfur.
Breska blaðið Observer heldur
því fram í frétt í gær að kaup-
verðið verði mun lægra en þær
125 milljónir punda sem Legacy
bauð í hvelfinguna í fyrra en frá
því var horfið eftir að í ljós kom
að rekstrarkostnaður var mun
hærri en stjórnvöld höfðu haldið
fram.
Saga Þúsaldarhvelfingarinnar
hefur verið allt annað en glæsileg.
Bygging hennar kostaði 750 millj-
ónir punda, andvirði 112,5 millj-
arða króna, en þegar til kom lögðu
mun færri leið sína i hvelfinguna
en búist hafði verið við. Þrátt fyr-
ir að hvelfingunni hafi verið lokað
fyrir ári síðan heldur hún áfram
að kosta breska skattgreiðendur
háar upphæðir og síðasta árið
nemur kostnaðurinn 21 milljón
punda, rúmum þremur milljörð-
um króna. ■
Komdu og njóttu hátíðarstemningarinnar
í Smáraiind þar sem jólasveinarnir og yfir 70 verslanir
og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna.
Frábær jóiadagskrá í Vetrargarðinum í dag!
16:30 og 17:30 JÓlasagan lesin.
17:00 Jólaball með Helgu Möller,Magga Kjartans
ogjólasveinunum.
Ævintýraheimur barnanna i J Ólalandínu i allan dag.
Veröldin okkar er full af lífi og fjöri í dag og það sama á við
um göngugötuna þar sem tónlístarflutningur Magga Kjartans,
jólasveinakvartett og kvennakór skapa rétta jólaandann.
Verslanir
opnar til
Smáralind
framtiljóla
Verslanir opnar í dag milií klukkan 11:00 og 22:00 • www.smaralind.is
EmS |g
■
Fleiri keyra bíla
fullir í desember
Algengara að fólk freistist til að keyra bíla sína heim á föstudagskvöld-
um. Lögregla fylgist vel með ölvunarakstri. Okumaður grunaður um
ölvun velti bíl sínum á Akureyri.
LÖGREGLUMÁL Ölvun var áberandi í
Reykjavík aðfaranótt laugardags-
ins og töluverð afskipti höfð af
fólki að sögn lögreglunnar. Mikill
erill var og töluvert um útköll í
heimahús vegna hávaða. Mun ró-
legra var hjá lögreglu í fyrrinótt.
Svo virðist sem algengara sé að
fólk freistist til að keyra bíla sína
heim á föstudagskvöldum að sögn
eins lögreglumannsins sem
Fréttablaðið talaði við. Vildi hann
tengja þetta við gleðskap vinnufé-
laga sem væru mjög algeng í des-
ember. Lögreglan í Reykjavík seg-
ist leggja nokkuð upp úr því þessa
dagana að fylgjast með ölvun-
arakstri og koma í veg fyrir að
fólk leggi ölvað af stað á bílum sín-
um. Er svo einnig með lögreglu
víða um land. Fimm ökumenn
voru stöðvaðir aðfaranótt laugar-
dagsins í Reykjavík grunaðir um
ölvunarakstur. Aðfaranótt sunnu-
dagsins var engin tekinn en um
sjöleytið í gærmorgun voru tveir
teknir grunaður um ölvunarakst-
ur. Þess má geta að ellefu öku-
menn voru teknir í Reykjavík
grunaður um ölvun um síðustu
helgi.
Lögreglan í Hafnarfirði hafði
afskipti af tveimur ökumönnum
um helgina grunaða um ölvun und-
ir stýri en að öðru leyti var helgin
hjá þeim róleg. í Keflavík voru
tveir ökumenn teknir aðfaranótt
laugardagskvöldsins grunaður um
ölvunarakstur og í Borgarnesi var
einn ökumaður tekinn aðfaranótt
laugardagsins.
Fólksbíll er ónýtur eftir veltu á
Borgarbraut á Akureyri laust fyr-
ir klukkan sjö á laugardagsmorgn-
inum. Ökumaðurinn var einn í
bílnum og slapp ómeiddur. Að
sögn lögreglunnar á Akureyri var
það mikil mildi að maðurinn skyl-
di sleppa án meiðsla því bíllinn
sem er lítil Hondabifreið er mikið
skemmdur. Ökumaðurinn sem er
grunaður um ölvun var fluttur á
slysadeild Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri til rannsóknar og
blóðsýnatöku en var svo að lokinni
skýrslutöku ekið til síns heima.
kolbrun@frettabladid.is
Skaftafellssýsla:
Háskólasetur í Hornafjarðabæ
náttúra Landsvirkjun hefur
ákveðið að styrkja rekstur nýs há-
skólaseturs í Hornafjarðarbæ um
hálfa milljón króna á næstu þrem-
ur árum. Markmiðið með þessari
styrkveitingu er auka við þekk-
ingu á þeim þáttum í náttúrufari
sem hafa helst áhrif á mannvirki
fyrirtækisins í Skaftafellssýslum.
Þessir þættir eru aðallega jökul-
hlaup, landbrot, sjávarselta, ofsa-
veður og ísing. Verðmæti mann-
virkja Landsvirkjunar á svæðinu
eru um fjórir milljarðar króna.
Það er Háskóli íslands sem
stendur að þessu nýja háskóla-
setri. Aðrir samstarfsaðilar eru
Hornafjarðarbær, Vegagerðin,
Siglingamálastofnun og Veður-
stofa íslands. Tilgangur með
stofnun setursins er að nýta hinar
einstöku aðstæður sem eru fyrir
hendi á Hornafirði til að efla
fræðastarf og rannsóknir. Há-
skólasetrið verður til húsa í Ný-
heimum sem verið að er að bygg-
ja. Þar verða einnig Framhalds-
skólinn í A-Skaftafellssýslu, bóka-
safn og ýmsir nýsköpunar- og
rannsóknaaðiiar. ■
FRIÐRIK SOPHUSSON FORSTJÓRI
LANDSVIRKJUNAR
Landsvirkjun styrkir setrið um 500 þúsund
krónur á næstu þremur árum en verðmæti
mannvirkja fyrirtækisins á svæðinu eru
metin á 4 milljarða.