Fréttablaðið - 17.12.2001, Síða 14
14
FRÉTTABLAÐIÐ
17. desember 2001 MÁNUDACUR
SUND
Esso-deild karla:
Haukar að stinga af
Á Jakob Jóhann Sveinsson
eftir að ná langt?
„Hann Jakob á pottþétt eftir að ná langt. Ég
er 100% viss um það, hann hefur alla burði
til að ná langt. Hann æfir eins og skepna
og veit hvað hann vill gera og hvað þarf að
gera til að ná því. Hann er rosalega sterkur
á andlega sviðinu."
Örn Arnarson, sundkappi úr SH
HANPBom íslandsmeistar-
ar Hauka eru með sex stiga
forystu í Esso deild karla
eftir leiki helgarinnar.
Haukar sigruðu Víkinga
með ellefu marka mun, 31-
20 að Ásvöllum á laugar-
dag. Aron Kristjánsson
virðist vera komast í sitt
fyrra form og skoraði átta
mörk.
Valur lagði Stjörnuna að
velli 31-22 í Ásgarði og ÍBV
sigraði KA fyrir norðan
með 23 mörkum gegn 22. Aftur-
elding og FH skildu jöfn í Mos-
fellsbænum, bæði lið skoruðu 25
mörk. Bjarki Sigurðsson var at-
kvæðamestur heimamanna með
átta mörk en Guðmundur Peder-
sen skoraði átta fyrir FH.
Selfoss sigraði Gróttu/KR 29-
ESSO-DEILPIN
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Haukar 13 12 1 0 363 311 25
Valur 13 9 1 3 358 321 19
ÍR 13 9 1 3 330 307 19
UIVIFA 13 7 2 4 317 305 16
KA 13 5 2 6 327 318 12
Þór A. 13 5 2 6 363 358 12
FH 13 4 4 5 330 331 12
Grótta/KR 13 6 0 7 329 335 12
ÍBV 12 5 2 5 327 343 12
HK 13 4 3 6 368 369 11
Selfoss 13 5 1 7 341 355 11
Fram 13 3 4 6 314 308 10
Stjarnan 13 3 2 8 310 342 8
Víkingur 12 0 1 11 258 332 1
27 á Selfossi og ÍR sigraði Fram
með tveggja marka mun 22-20.
Þetta var sjötti sigur Júlíusar Jón-
assonar og lærisveina hjá ÍR og
situr liðið sem stendur í þriðja
sæti deildarinnar. HK sigraði Þór
í Digranesinu með 31 marki gegn
25. ■
Úrvalsdeildin:
KR vann
Njarðvík
KÖRFUBOlTl KR sigraði Njarðvík
með 81 stigi gegn 78 í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik í gær.
Keflavík situr enn í öðru sætinu
en liðið lagði Breiðablik að velli
með 92 stigum gegn 83. Grindavík
sigraði Þór Akureyri með tíu stiga
mun, 107-97. ■
ÚRSLIT:
Keflavík - Breiðablik 92-83
Hamar - Stjarnan 82-70
Grindavík - Þór Ak. 107 - 97
Tindastóll - Skallagrímur 88-87
UIVIFN - KR 78-81
ÍR - Haukar 82 - 74
ÍUróttir
áSýn
17.-26. desember
mán- Heklusport
flm W. 22.30
máfl AstonVMa-
Enskl bolilnn kl. Í9.55
þri Arseital - Hewcaitle
Enskl boltlnn 19.50
sun Ítalskí boltinn
v kl. 13.45
-lí- Llverpool - Arsenal
'' Enskláoillnnk). 15.55
SASpurs-l
NBAkl.00.0!
mán Aðfangadagur *
Jk Jókertölur
6 4 9 5 3
iJP^I
AÐALTÖLUR 1
7J 17) 22)
25) 27) 45)
BÓNUSTÖLUR
„ . \ 0_ \ Alltaf á
111 miðvikudögum
Jókertölur
mlðvlkudags
£0. 8 8 9 16
Tvíbætti íslandsmetið á EM
Jakob Jóhann Sveinsson í 6. sæti á EM. Tvíbætti íslandsmetið. Hefur bætt það um ijórar
sekúndur á tveimur árum.
sunp Jakob Jóhann Sveinsson,
sundkappi úr Ægi, náði sjötta sæt-
inu í 200 m bringusundi á Evrópu-
mótinu í 25 metra laug sem fram
fór í Antwerpen í Belgíu um helg-
ina. Hann synti á 2:10,47 í úrslita-
sundinu og bætti íslandsmet sitt,
en hafði synt á 2:10,81 fyrr um
daginn.
„Maður er bara búinn að æfa
eins og brjálæðingur," sagði Jakob
Jóhann þegar Fréttablaðið hafði
samband við hann í gær, þar sem
hann sat að snæðingi á veitinga-
húsi í Belgíu með félögum sínum.
„Þetta gekk bara mjög vel hjá
mér og ég náði markmiðinu sem ég
var búinn að setja mér, þ.e. að
komast í úrslitin. Það gekk eftir
svo ég hafði engu að tapa í úrslita-
sundinu sjálfu."
JAKOB JÓHANN SVEINSSON
Sundkappi úr Ægi fór míkinn á Evrópumótinu í 25 metra laug í Antwerpen um helgina.
Jakob Jóhann segist þakka
þjálfara sínum árangurinn og
jafnframt nýjum andlegum að-
ferðum við undirbúning.
„Ég fór sálfræðings í fyrra og
lærði slökun og nýtti mér hana.
Svo fór ég nokkrum sinnum í
gegnum sundið í huganum.“
Gamla met Jakobs var 2:14,52
sem hann setti í Sundhöll Reykja-
víkur árið 1999. Hann bætti það
met fyrir þremur vikum, synti á
2:11,55 en tvíbætti það, sem fyrr
segir um helgina. Hann hefur því
bætt metið um rúmar fjórar sek-
úndur.
Jakob Jóhann ætlar að hvíla
sig þegar heim kemur en svo
hefst undirbúningur fyrir Evr-
ópumótið í Berlín á næsta ári.
kristjan@frettabladid.is
Enska úrvalsdeildin:
Eiður skoraði
gegn Liverpool
fótbolti Eiður Smári Guðjohnsen
skoraði eitt mark og lagði upp
annað þegar Chelsea lagði Liver-
pool að velli með fjórum mörkum
gegn engu í ensku úrvalsdeild-
inni. Chelsea var yfirburðaraðili í
leiknum og Greame Le Saux skor-
ÚRSLIT HELGARINNAR
aði strax á þriðju rnínútu leiksins.
Hasselbaink bætti öðru marki viö,
eftir sendingu frá Eiði Smára.
Della Bona bætti þriðja markinu
við áður en Eiður Smári skoraði
síðasta mark leiksins. Liverpool
STAPA EFSTU LIPA
Chelsea - Liverpool 4-0
Leeds - Leicester City 2-2
Southampton - Sunderland 2-0
Everton - Derby 1-0
Middlesbrough - Man Utd 0-1
West Ham - Arsenal 1-1
Bolton - Charlton 0-0
Tottenham - Fulham 4-0
Newcastle - Blackburn 2-0
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Liverpool 16 10 3 3 25-15 33
Arsenal 16 8 6 2 34-18 30
Newcastle 16 9 3 4 27-19 30
Leeds 16 7 8 1 20-11 29
Chelsea 17 6 9 2 23-12 27
Man. Utd. 17 8 3 6 37-27 27
Tottenham 17 8 3 6 29-23 27
Aston Villa 16 6 6 4 21-18 24
Everton 16 6 5 5 21-19 23
Fulham 17 5 8 4 17-17 23
RAUÐI
HERINN.
- saga Liverpool 1892-2001
Knattspyrnubókin í ár.
Frábær bók um frábært lið.
jp
BÓKAÚTGÁFAN HÓI.AR
ÞRÍR GÓÐIR
Eiður Smári Guðjohnsen, Greame Le Saux og Jimmy Floyd Hasselbaink, fagna hér
marki þess síðastnefnda en hann skoraði annað mark Chelsea þegar liðið lagði
Liverpool að velli 4-0.
heldur þó þriggja stiga forystu í
deildinni.
Manchester United virðist
komið á beinu brautina en liðið
vann sinn annan sigur í röð þegar
það lagði Middelsbrough að velli
1-0. Ruud van Nistelrooy skoraði
mark meistaranna.
Guðni Bergsson og félagar í
Bolton gerðu markalaust jafntefli
við Charlton og Arsenal gerði 1-1
jafntefli við West Ham. ■
tf
HART BARIST
Diadetchko reynir hér
að brjótast í gegnum
vörn norsku stúlknanna.
Hinkel Nyhamar og
Cecilie Leganger reyna
að stoppa hana.
HM kvenna í handbolta:
Rússland vann
handbolti Rússneska kvenna-
landsliðið í handknattleik lagði
það norska með 30 mörkum gegn
25 þegar liðin mættust í úrslita-
leik heimsmeistaramótsins í
Merano á Ítalíu í gær. Júgóslavar
lögðu Dani að velli 42-40, í
tvíframlengdum leik um þriðja
sætið.
Fyrirfram var búist við að Dan-
mörk og Noregur myndu leika til
úrslita en öllum að óvörum töpuðu
þær fyrrnefndu fyrir þeim rúss-
nesku í undanúrslitum. ■