Fréttablaðið - 17.12.2001, Síða 22
FRÉTTABLAÐIÐ
17. desember 2001 MÁNUDAGUR
KANÍNA VIKUNNAR
„JÓLA"KANÍNA
Þessi kanína var mætt á 25. sýningu kanínu-
ræktenda í Bremen í Þýskalandi sem staðið
hefur undanfarna daga. Dýraeigendur
hvaðanæva frá Þýskalandi leggja leið sína
þangað á ári hverju en búist var við rúmlega
25 þúsund kanínum á sýninguna í ár.
Talið er að pistill Markúsar
Arnar Antonssonar, útvarps-
stjóra, í nýjasta tölublaði Vestur-
bæjarblaðsins
kunni að vekja
litla hrifningu
meðal sumra fé-
laga hans innan
raða Sjálfstæðis-
flokksins. „í stað
þess að vinna
saman leitar fólk
einveru og ein-
angrunar og sækir fram á eigin
forsendum í samkeppni um gæði
og ríkidæmi. „Peningana eða
dauðann“ má greina sem yfir-
skrift á borðanum yfir rásmarki
lífsgæðakapphlaupsins sem
stendur nú sem hæst um allan
hinn iðnvædda heim. [...] Reynsl-
an sýnir, að áhættufíklum í fjár-
málaheiminum með hagnaðar-
sjónarmiðin ein að leiðarljósi er
ekki alltaf best treystandi fyrir
lífsnauðsynlegum grundvalíar-
þáttum í rekstri þjóðfélagskerfa.
Þannig standa Bretar nú uppi
með meingallað einkavætt járn-
brautakerfi, svo dæmi sé tekið.
Heilbrigðiskerfið þar í landi hef-
ur einnig stórlega látið á sjá.
Blaðinu hefur verið snúið við hjá
þarlendum stjórnvöldum og
stefnt að skattahækkunum til að
endurreisa það,“ sagði Markús í
blaöinu. Velta menn því nú fyrir
sér hvort hann hafi spurnir af
frekari einkavæðingaráformum
og sé byrjaður að verja stofnun
sína.
Hætt við sölu á sendibréfum J.D. Salinger
til dóttur sinnar:
Fékkst ekki nógu
hátt verð fyrir bréfin
uppboð Ekkert varð af sölu á safni
sendibréfa rithöfundarins J. D.
Salinger til dóttur sinnar, sem
boðin voru upp hjá Sotheby’s í
vikunni. Bréfin spanna 35 ára
tímabil ('58 -'92) en fyrirfram var
búist við að þau yrðu slegin á allt
að 37 milljónir íslenskra króna.
Hæsta boð í bréfin, sem alls eru
43 síður, var 18 milljónir og var
ákveðið að hætta við uppboðið.
Salinger er löngu kunnur fyrir
skáldsögu sína Catcher in the
Rye. Hann hefur ekki komið fram
opinberlega í rúma þrjá áratugi
og ekki sent frá sér skáldsögu all-
an þann tíma. Kunnugir segja
hins vegar að hann skrifi á hverj-
um degi og víst að sendibréfin
kunna að varpa ljósi á persónu
höfundar.
Dóttir Salinger, Margaret
„Peggy" Salinger. var ekki við-
stödd uppboðið. Ari áður en hún
ákvað að bjóða þau til sölu sendi
hún hins vegar frá sér sjálfsævi-
sögu, Dream Catcher: A Memoir.
Faðir hennar er 82 ára gamall og
býr í Cornish í New Hampshire
með þriðju eiginkonu sinni. Hann
hefur ítrekað neitað öllu viðtöl-
um. Árið 1999 vorú sendibréf sem
hann skrifaði ástkonu sinni,
Joyce Maynard, seld á 16,3 millj- sendibréf
ónir króna. Kaupandinn skilaði pyrsta sendibréfið, af þeim sem boðin voru
skáldinu bréfunum Og vildi með til sölu, skrifaði hann til dóttur sinnar árið
því virða einkalíf höfundar. ■ 1958.
ÞÖCULL
Bréfaskriftirnar spanna 35 ára tlmabil ('58
- '92). Víst þykir að bréfin geti varpað Ijósi
á leyndardómsfulla ævi rithöfundarins.
•+£
7ð u ,
/'J^. / / é
/ > <r /=)
Áhuginn varð að áráttu
Pétur Pétursson hefur skrifað íjölmargar greinar um margvísleg málefni. Nýlega komu 35
þeirra út í bókinni Ur fórum þular.
bækur „Það var þannig að þeir
hjá bókaútgáfunni Hólum höfðu
samband við mig og óskuðu eftir
að fá að gefa út úrval greina sem
ég hef skrifað í Morgunblaðið á
undanförnum árum,“ segir Pétur
Pétursson um tilurð bókarinnar
Úr fórum þular, sem er nýkomin
út. Þrátt fyrir að mörg ár séu lið-
in síðan Pétur lét af störfum hjá
Ríkisútvarpinu, er hann enn
kenndur við þularstarfið. Undan-
farin ár hefur hann hins vegar
helgað greinaskrifum og grúski
tíma sinn. „Það er nú þannig að
maður þarf að hyggja að því
hvernig verja skal tómstundun-
um. Þegar ég starfaði hjá Ríkis-
útvarpinu þá velti ég því oft fyr-
ir mér hver byggi í húsunum
sem ég átti leið hjá. Ef ég komst
í gamlar ljósmyndir þá fór ég
alltaf að spyrjast fyrir um hver
væri á myndunum. Þessi áhugi
minn varð að áráttu og þetta hef-
ur reynst mér góð dægradvöl,"
segir Pétur sem mælir með því
að eldri borgarar leiti á náðir
gamalla mynda ef þeim leiðist.
„Það er auðvelt að nálgast auð-
ugt mannlíf í gegnum myndir."
Pétur bendir á að söfn lands-
ins varðveiti hundruð þúsunda
ljósmynda sem þarf að skrá og
eldri borgarar gætu veitt ýmsar
PÉTUR PÉTURSSON
„Ég skrifa bara um það sem ég hef áhuga á," segir Pétur sem lengi var þulur á Rfkisút-
varpinu en sinnir nú greinaskrifum.
upplýsingar um fólk sem er á
gömlum myndum. „Eyjólfur
Halldórsson ferðagarpur og
verkstjóri Vatnsveiturnnar tók
tugi þúsunda af ljósmyndum.
Hann fól mér að ráðstafa ljós-
myndasafni sínu. Þar eru til
dæmis hundruð mynda af göml-
um húsum í Reykjavíkurborg.
Safn Eyjólfs var að tillögu minni
afhent Ljósmyndasafni Reykja-
víkur. Það liggur enn óskráð og
engum aðgengilegt. Svokölluð
menningarnefnd Reykjavíkur-
borgar hefur neitað Ljósmynda-
safni Reykjavíkur um fjárveit-
ingu í slíkt verkefni,” segir Pétur
sem gagnrýnir harðlega skiln-
ingsleysið á þessum menningar-
verðmætum. „Það er ekkert á
bakvið menningartal ráðamanna,
fólk sem situr í þessum nefndum
á að sjá um að sögunni sé haldið
til haga. Annars hafa íslendingar
engan áhuga á sögunni. Það hef-
ur margoft sannast í fjölmiðlum,
ég nefni sem dæmi 18. nóvember
sl. Þá voru 80 ár liðin síðan rúss-
neski drengurinn sem Ólafur
Friðriksson hafði í umsjá sinni
var hrakinn úr landi. Þetta er
söguleg dagsetning hér á landi,
500 manna lið var kallað út og
var það í fyrsta skipti síðan á
söguöld að íslendingar báru
vopn. Enginn fjölmiðill minntist
á þetta aukateknu orði,“ segir
Pétur og tekur annað dæmi.
„Hinn 7. júlí síðastliðin voru 60
ár liðin síðan Bandaríkjaher tók
við af hernámsliði Breta á ís-
landi. Enginn fjölmiðill, ekki
dagblöð, útvarp né sjónvarp
minntist atburðanna. Enginn
sagnfræðiprófessor, enginn
stjórnmálafræðingur. Sálfræð-
ingurinn Sigmund Freud hefði ef
til vill kunnað svör við þeirri af-
stöðu, eru þessi viðbrögð þjóðar-
innar vottur um blygðun, sem
bregst með þessum hætti við
stórtíðindum? Að minnsta kosti
er þessi „gleymska" ekki vottur
um lifandi sagnfræðiáhuga,"
segir Pétur við blaðamann sem
veit upp á sig sökina og snýr tal-
inu að því hvort framhald verði á
skrifunum „Það eru mörg við-
fangsefni óleyst ennþá,“ svarar
Pétur til.
sigridur@frettabladid.is
Hver urðu örlög
mannanna sem lylgdu
1/1 •
PVmÁNUDAGUR 10. DKSEMBER 2001
Feigðarför
í fsherranum er það Vilhjálmur Stefánsson
sem er skúrkurinn og er fátt tínt honum
til varnar. Ef marka má bókina var hann
athyglissjúkur og með mikilmennsku-
brjálæði. Hann yfírgaf leiðangurinn
fljótlega ásamt þeim sem hann þurfti
á að halda en setti hina á guð og gaddinn.
Guðmundur J. Guðmundsson
landkönnuði
^^^^_norður í fshaf
ÍS||S§C\ árið 1913 ?
ktf
íslensk þýðing
Rúnar Helgí Vignisson rithöfundur.
Þessi kynngimagnaða
mannraunasaga
lætur engan ósnortinn.
PP FORLAG
Það er víðar keppt hart um at-
hygli fólks en við sölu bóka.
Svo einkennilega vill að til að
verið er að selja „heimagerð" ein-
hverra allra vinsælustu sjón-
varpsþátta, það er Viltu vinna
milljón? og Gettu betur. En búið
er að gera spil kennd við báða
þættina. Keppnin er afar hörð
þarna á milli. Ekki er enn vitað
hvor þátturinn er líklegri til sig-
urs í þessari keppninni. Þó er víst
að það vinnur enginn milljón
heima í stofu. Nú er allt útlit fyr-
ir að Gettu betur hafi vinninginn
umfram Viltu
vinna millj-
ón? Því er
meðal annars
þakkað að
Logi Berg-
mann Eiðsson
hefur komið
fram í aug-
lýsingum fyr-
ir Géttu bet-
ur sem þykja
hafa heppnast vel.