Fréttablaðið - 15.01.2002, Page 12

Fréttablaðið - 15.01.2002, Page 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 15. janúar 2002 PRIÐJUPAGUR NORÐURLÖND Mona Sahlin, aðstoðaratvinnu- málaráðherra Svíþjóðar, heldur stöðu sinni þrátt fyrir nýj- ustu fregnir af óreiðu hennar í fjármálum. Sahlin átti fund með Göran Persson, forsætisráðherra í gær og gaf Persson út þá yfir- lýsingu í kjölfarið að hún nyti fyllsta traust hans. Greint var frá því í síðustu viku að hún hefði ekki greitt bifreiðaskatt og að auki hunsað tilmæli um viðgerð á bíl sínum. Hún ók því bíl sínum í óleyfi frá 1. desember. Sænskir fjölmiðlar hafa velt sér upp úr málinu og minnst hneykslisins þegar Sahlin varð að segja af sér embætti varaforsætisráðherra 1995. Þá komst upp að hún hafði notað greiðslukort embættisins til einkaneyslu. Sjálfstæðismenn slíta samstarfi: Nýr meirihluti í Vesturbyggð SVEITASTIÓRNARMÁL SjálfstæðÍS- flokkurinn í Vesturbyggð á Vest- fjörðum hefur slitið meirihluta- samstarfi við Sam- stöðu. Boðað er til bæjarstjórnarfund- ar á morgun þar sem oddviti Sam- stöðu, Haukur Már Sigurðarson, mun HAUKUR láta af embætti for" MÁR sigurð- seta bæjarstjórnar. arson „Trunaðarbrest- Þurfa að rök- urinn er af mörgum styðja ásakan- toga. Þetta er ekki irnar. eitthvað sem er að gerast einn, tveir og þrír. Okkur finnst að Samstaða hafi ekki gætt almannahagsmuna eins og við teljum að eigi að gera það,“ segir Jón B.G. Jónsson, oddviti sjálf- stæðismanna. Haukur Már segir að trúnaðar- brestur hafi orðið. Hann sé hins vegar allur sjálfstæðismanna sem hafi ekki getað staðið við skrifleg- an meirihlutasamning og m.a. gengið á bak orða sinna í sam- starfinu og einhliða borið upp til- lögur án samráðs við fulltrúa Samstöðu s.s. um fækkun bæjar- fulltrúa úr níu í sjö. Hvað eftir annað hafi Samstaða miðlað mál- um svo samstarfið gæti haldið áfram í bæjarstjórn en allt hafi SVIPTINGAR I SVEITARSTJÓRN í Vesturbyggð hefur verið myndaður nýr meirihluti með sjálfstæðismönnum og Vest- urbyggðalistanum, sem samanstendur af einum bæjarfulltrúa; Kolbrúnu Pálsdóttur. komið fyrir ekki. Haukur veit ekki hvað átt er Bjarni Ólafsson AK 70: Fullfermi á fyrsta degi loðnuveiðar Loðnuveiði er komin á fullt eftir brælu síðustu daga. Bjarni Ólafsson AK 70 landaði fullfermi, 1370 tonnum, á Seyðis- firði í gær. Loðnan er stór og góð og fer öll í bræðslu. Að sögn Gísla Runólfssonar, skipstjóra, fengust 200-300 tonn í hverju holi og veiddist hún suður af Dalatanga. Bjarni Ólafsson er nýkominn af síldarveiðum og þurfti því ekki að bíða eftir að veðrinu linnti líkt og margir aðrir. „Við erum að landa núna og bíðum eftir því að komast aftur út,“ sagði Gísli hress í bragði. ■ Fimmtíu fangar komnir til Kúbu Bandaríkjamenn gagnrýndir fyrir meðferð fanganna. Geymdir í skjóllitlum útibúrum. Njóta ekki verndar sem stríðsfangar. Fjöldi óbreyttra borgara enn sagður falla í hörðum loftárásum á austurhluta Afganistans. Skipa- þjónusta VELALAND VÉLASALA • TÚRBÍNUR VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR Vagnhöfdi 21 • 110 Reykjavik Simi: 577 4500 velaland@velaland.is hryðjuverkamenn Bandaríski her- inn er að flytja í áföngum til Kúbu fanga sem handteknir voru í Afganistan grunaðir um að hafa starfað með talibönum eða al Kaída samtökunum. Seint á sunnu- daginn komu þrjátíu fangar til Kúbu í viðbót við þá tuttugu sem komu þangað á föstudaginn. Bandaríkjamenn hafa sætt gagnrýni, m.a. frá mannréttindam- tökum, fyrir meðferð sína á föng- unum. Þeir voru fluttir til Kúbu í keðjum með bundið fyrir augun. Sumir höfðu fengið deyfilyf og hár þeirra og skegg höfðu verið klippt, „af hreiniætisástæðum", þrátt fyr- ir að vitað sé að þeir vilji hvorki skerða hár sitt né skegg af trúará- stæðum. Þá eru þeir sagðir geymdir í litl- um útibúrum sem veita lítið skjól gegn veðri og vindum. Auk þess verða þeir hafðir í keðjum. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að ekki verði farið með þá sem stríðsfanga, „því það eru þeir ekki, heldur bardaga- menn sem brotið hafa lög.“ Sam- kvæmt þvi njóta þeir ekki þeirrar verndar sem stríðsföngum er tryg- gð með alþjóðasamningum. Þeir verða leiddir fyrir herdóm- stól, enda dvelja þeir í herstöð Bandaríkjanna í Guantanamo á Kúbu, sem er utan lögsögu banda- rískra dómstóla. Samkvæmt venju fara réttarhöld við herdómstól ekki fram fyrir opnum tjöldum, þannig að erfitt verður að fylgjast ........................... FANGELSIÐ í KANDAHAR Á fjórða hundrað fanga eru eftir í þessu rammgirta fangelsi í Kandahar, þar sem um þrjú þúsund hermenn gæta þeirra. Þaðan verða fangarnir svo fluttir til Kúbu, og eru fimmtíu þeirra þegar komnir þangað. með því hvort þau verða óhlut- dræg. Breska dagblaðið Times skýrði frá því í gær að meðal þeirra fanga í Afganistan, sem flytja eigi til Kúbu, séu að minnsta kosti sex breskir múslimar. Breska utanrík- isráðuneytið staðfesti á laugardag- inn að einn fanganna, sem fluttir voru fyrir helgi, væri breskur. Talsmaður Tony Blairs, forsætis- ráðherra, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu reyna að hafa samband við hann. Þá gerðu Bandaríkjamenn í gær harðar loftárásir á austur- hluta Afganistans. Óbreyttir borg- ara, sem búa á svæðinu, hafa verið að flýja loftárásirnar og segja að margir hafi fallið. Meðal annars var heilt þorp lagt í rúst. Þar voru 35 íbúðarhús, en þau voru flest jöfnuð við jörðu. „Enginn er eftir nema hinir látnu,“ sagði Noorz Ali, einn þeirra sem flúðu þorpið, í viðtali við AP- fréttastofuna. Bandaríski herinn segist forð- ast eftir megni að valda dauða óbreyttra borgara, en áherslan sé á að ná til allra liðsmanna al Kaída og talibana sem hafa leitað skjóls á þessum slóðum. ■ við þegar sjálfstæðismenn saka þá um eiginhagsmunapot. Hann bíður svara við þeirri ásökun sem að hans mati er mjög alvarleg og krefjist skýringa af hálfu sjálf- stæðismann. Jón vill ekki útlista nákvæm- lega hvað felist í trúnaðarbrestin- um eða eiginhagsmunapoti Sam- stöðumanna. Hann segir að unnið hafi verið að málum á bak við meirihlutann. Deilur hafi staðið um úthlutun byggðakvóta, sorp- brennslustöð, Orkubú Vestfjarðar, íslensk Miðlun og fleira. „Okkur finnst ekki á vetur sitjandi að halda áfram að starfa í svona meirihluta. ■ Stjarnvísindi: Himingeimur- inn litgreindur washington. ap Nokkrir stjörnu- fræðingar við John Hopkins há- skólann í Bandaríkjunum hafa verið að dunda sér við að reikna út hvernig heimurinn er á litinn, að meðaltali. Þeir hafa safnað saman upplýsingum um ljósið frá þeim stjörnukerfum sem sjá má á himninum, í allt að nokkurra milljarða ljósára fjarlægð. Síðan reiknuðu þeir út meðaltalslitinn á þessu öllu saman. Niðurstaðan er sú, að heimur- inn sé grænleitur, nánar tiltekið „örlítið grænni heldur en föl út- gáfa af turkísgrænum lit.“ „Við erum ekki enn búnir að fara út í einhverja málningar- vörubúð til þess að athuga hvort til er eitthvert flott nafn á hon- um,“ sagði Ivan Baldry, einn vís- indamannanna. Baldry segir þessa útreikninga í aðra röndina vera til gamans gerða. Þó ekki eingöngu, því með litgreiningu á stjörnukerfum má komast að því hve gamlar einstak- ar stjörnur innan þeirra eru. Ung- ar stjörnur eru heitar og bláar, miðaldra stjörnur grænleitar en undir lok ævinnar taka þær á sig rauðan lit. Þetta þýðir líka að „meðaltalslitur" heimsins muni þegar aldir líða smám saman verða rauður. ■ NORÐURLÖND Ekki er lengur bannað að selja öl og gos í dósum í Dan- mörku. Hans Christian Schmidt, umhverfisráðherra, tilkynnti í gær að Danir myndu aflétta banni á einnota umbúðum. Danska ríkisstjórnin vonast til að lagabreytingin verði til þess að málaferli gegn dönskum stjórn- völdum við dómstól ESB falli nið- ur. ESB höfðaði málið vegna þess sambandið taldi dönsku lögin standa í vegi frjálsrar samkeppni innan ESB. Danir rökstuddu lögin á sínum tíma með því að dósir væru ekki umhverfisvænar. Máíarar - Múrarar - Píparar - Smiéir Dúkarar • Rafvirkjar • iasflfæknar Eitt númer - 5111707 ■qJ Tíi þjónustu reiduhúnirí Handiaginn Framboð í sveitarstjórnakosningum í vor: Frjálslyndir og óháðir fara fram saman í borginni www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is J Er byrjuð aftur eftir fæðingarorlof á Hársnyrtistofunni Mýrún, Kleppsvegi I50s. 588 8505 yar áður á Hársnyrtistofunni Minni, Toni and guy og Cleópötru. Gamlir og nýir viðskiptavinir ávalll velkomnir Kveðja Margrét Þorsteinsdóttir, hársnyrfimeistari borgarstjórn Verið er að kanna möguleikann á sameiginlegu framboði Frjálslynda flokksins og óháðra í borgarstjórnarkosning- unum í vor. Miðstjórn Frjálslynda flokks- ins varð við tilmælum Ólafs F. Magnússonar, læknis, og félaga hans um könnun á sameiginlegu framboði og fékk framkvæmda- stjórn flokksins umboð til við- ræðna um skipan framboðslista og forystu hans. Ólafur F. og félagar hans í flokki óháðra munu svo til- nefna fulltrúa til viðræðna við málefnanefnd Frjálslyndra um málefni borgarinnar og frekari stefnumótun. Ólafur segist mjög bjartsýnn á samstarfið við Frjálslynda flokk- inn. „Ekki síst vegna þess að mér heyrast þau vera mjög sam- mála mínum áherslum í um- h v e r f i s.m á 1 u m sem eru hliðholl- ari umhverfis- vernd en raunin hefur orðið á með stóru framboðin tvö í Reykjavík. Auk þess hafa Frjálslyndir haft uppi mjög góðan málflutning í málefnum ör- yrkja og aldraðra og ástæða til að ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Ólafur segist búast við að harkalega verði að honum vegið af pólitískum andstæðingum í kosningaslagnum sem framundan er, en segist jafnframt við öllu búinn og reynslunni rfkari úr umhverfisbarátt- hvetja fólk til að kynna sér hann,“ sagði Ólafur og taldi það sam- merkt með Frjálslynda flokknum og öðrum sem risið hafi gegn ríkj- andi öflum í samfélaginu að mál- flutningur þeirra hafi verið afbak- aður af pólitískum andstæðingum. Ólafur segir firru að ekkert komi út úr samstöðu við aldraða og öryrkja, líkt og fjallað hafi ver- ið um í fjölmiðlum. „Þetta er bara ótímabær svartsýni af hálfu póli- tískra andstæðinga," sagði hann og bjóst við að fá sterka menn úr röðum aldraðra og öryrkja með sér í framboð, enda hafi margir haft við hann samband. „Mínir þræðir liggja svo víða inn í þessa hópa bæði í gegnum mitt starf og nefndarstörf í borginni." ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.