Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 13
PRIÐJUPAGUR 15. janúar 2002 TRÉTTABLAÐIÐ 13 Nýjar niðurstöður mannfræðinga í Suður-Afríku: Mannleg hugsun er 77 þúsund ára gömul 77 ÞÚSUND ÁRA GAMALL STEINN Munstur sem grafin eru á þennan stein benda ótvírætt tii þess að menn hafi verið farnir að hugsa og hegða sér með nútímalegum hætti mun fyrr en mannfræðingar hafa hingað til talið. washington. ap Til þessa hafa vís- indamenn talið að. fyrir um það bil 40 þúsund árum hafi mann- kynið farið að hegða sér og hugsa með líkum hætti og þekkist enn í dag. Er þá miðað við að mannin- um, sem líffræðilega tók á sig nú- verandi mynd fyrir 150 þúsund árum, hafi hlotnast hæfileikar til að búa til verkfæri úr beinum, mála hellamyndir og veiða sér til matar með frekar flóknum útbún- aði og skipulagningu. Talið hefur verið að fyrstu mennirnir, sem voru færir um þetta, hafi búið í Evrópu fyrir um 40 þúsund árum. Nýlega fundust hins vegar í helli skammt austur af Höfða- borg í Suður-Afríku fáeinir stein- ar, sem virðast ætla að kollvarpa þessum eldri kenningum. Á stein- ana eru grafin flókin munstur, sem eru ótvíræð merki um nú- tímalegt hugarfar og hegðun manna. Aldursgreining bendir hins vegar til þess að steinarnir séu 77.000 ára gamlir, og það þýð- ir að mannkynið hafi byrjað að haga sér og hugsa með nútíma- legum hætti um það bil 35.000 árum fyrr en vísindamenn hafa talið. „Það er kerfi í þessu munstri," segir Christopher S. Henshilwood, höfundur vísindagreinar um stein- ana sem birtist á netútgáfu tíma- ritsins Science fyrir helgi. „Við vitum ekki merkinguna í því, en þetta eru tákn sem ég held að þetta fólk hafi getað túlkað þan- nig að þau hafi haft merkingu sem aðrir hafi skilið.“ ■ Einkavæðingarnefnd og Símmn: Viðræðurnar gengu vel síminn Skarphéðinn Steinarsson hjá einkavæðingarnefnd vildi ekkert gefa upp um hvað bæri á milli í viðræðunum við danska símarisann TDC um kaup á hlut í Landssímanum. Nefndarmenn hittu fulltrúa TDC í London í lið- inni viku. Skarphéðinn sagði vel hafa miðað í viðræðunum og að fleiri fundir væru ráðgerðir, auk þess sem samningsaðilar eru í reglulegu fjarskiptasambandi. „Það var stefnt að því að klára söl- una fyrir áramót, en nú erum við óbundnir af tímasetningum sem er mun betra.“ ■ Met í framleiðslu og útflutningi á tiskimjoli Nýtt met var sett í mjöl- og lýsisframleiðslu á síðasta ári. Útflutningur var 272 þúsund tonn. Nýir markaðir að opnast. Verðmæti hátt í 16 milljarðar króna. MJÖLFRAMLEIÐSLA „Ég býst VÍð að þetta sé met,“ sagði Jón Reynir Magnússon, starfandi fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda úm fram- leiðslu mjöls á síðasta ári. „Mér sýnist þetta í fyrsta skipti sem mjölframleiðslan fari yfir 282 þús- und tonn.“ Nýtt met var einnig sett í út- flutningi fiski- mjöls á síðasta ári en um 272 þúsund tonn voru flutt út. Gamla metið var 254 þúsund tonn sett árið 1997. Jón Reynir segir metið komið vegna meiri veiði undanfar- inna ára. Samkvæmt töl- um frá Samtökum fiskvinnslunnar er útflutningsverð- mæti mjöls og lýs- is rúmir 14 millj- arðar. Þá á eftir að reikna seinasta mánuð ársins inn í og má áætla að útflutningsverð- mæti slagi þá hátt í 16 milljarða. Mest var framleitt af loðnu- mjöli, um 192 þúsund tönn, og er verðmæti þess um 9,5 milljarðar. Síldarmjölsframleiðslan var rétt rúm 25 þúsund tonn, að verðmæti 1,2 milljarðar, og kolmunamjöl um 3 þúsund tonn. Aðspurður hvort bann sem Evrópusambandið setti í kjölfari kúariðunnar hafi haft áhrif á framleiðslu og útflutning sagði Jón Reynir. „Eftirspurnin eftir mjöli virð- ist hafa aukist, ekki síst það sem fer í fiskeldi og það sem fer í svín og alifugla. Það er ekki mikil breyt- ing sjáanleg á út- flutningi til þeirra landa sem bann Evrópusambands- ins náði til.“ Stærstur hluti mjölsins var flutt- ur til Noregs en að sögn Jóns Reynis hafa fleiri markað- ir verið að opnast. „Síðan hefur bæst við talsverð- ur útflutningur til Rússlands sem ekki var áður.“ Lýsisframleiðsla síðasta árs var 108 þúsund tonn, sem er vel yfir meðallagi. Um 98 þús- und tonn af lýsi voru flutt út á síð- asta ári, en metið var sett árið 1996 þegar 136 þúsund tonn voru flutt út. Jón Reynir segir að minna sé af lýsi nú þótt veiði sé meiri en það megi rekja til kolmunnans, sem er ekki eins feitur og síld og loðna. kristjan@frettabladid.is LOÐNUVEIÐAR Af því fiskimjöli sem framleitt er hér- lendis er stærsti hlutinn loðnumjöl. Eftirspurn eftir mjöli virðist fara vaxandi og nýjir markaðir hafa verið að opnast. NÁMSKEIÐ í SJÓNVARPSÞÁTTAGERÐ Lokaverkefnið verður sýnt á PoppTíví! 4 vikna námskeið, 8 stundir, einu sinni í viku. 13 - 16 ára kl. 18-20 • 17 ára og eldri 20 - 22. Fyrsta námskeiðið hefst 4. febrúar. Athugið aðeins 8 manns í hverjum hópi. Kennsla mánudaga eða miðvikudaga. Kennslustaður Mörkin 3, 2. hæð. Verð kr. 15.000,- Innifalið: Námskeiðsgögn, 3 leiðbeinendur, myndbandsspóla og lokaverkefni sem sýnt á PoppTíví. Kennarar: Siggi Hlö, Valli Sport og Hredds. Nánari upplýsingar á www.hausverk.is/namskeid Innritun hafin í síma 588 9544 eða á namskeid@hausverk.is Vika 1: Bóklegt. Uppbygging þátta og vinnubrögð Vika 2: Dagskrárfundur og hugmyndavinna Vika 3: Undirbúningur og upptaka. Vika 4: Klipping og frágangur. Frumsýning á PoppTíví. hDLisiycrk Hausverk auglýsingastofa • Corporate Communication • Mörkinni 3, 108 Reykjavík • www.hausverk.is • Simi: 588 954 Drögum í stærsta happdrætti landsins á fimmtudaginn. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Fáöu þér miöa í 800 6611 eða á hhi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.