Fréttablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 22
—i r HRAÐSOÐIÐ 22 FRÉTTABLAÐIÐ HÓLMGEIR BALDURSSON forsvarsmaður Stöðvar 1 Fyrirmynd þekktustu bókar Hemingways: Frá Keflavík til Akraness HVERNIG hafa útsendingar Stöðv- ar 1 gengið? Útsendingar stöðvarinnar hafa geng- ið vel. Við lukum við að setja upp nýtt kerfi frá Ítalíu um áramót. Þetta var feikileg vinna og tók um átta mánuði að koma því upp. Við tífölduðum sendistyrkinn á gamlárs- dag og útsendingar nást nú um allt Faxaflóasvæðið. Við höfum verið að heyra frá fólki sem nær útsending- um stöðvarinnar allt frá Keflavík og upp á Akranes. Þá erum við með í athugun að tengja okkur við minni kapalkerfi hér og þar. HVERJIR ná útsendingum Stöðvar 1 ? Allir með hefðbundin loftnet, þ.e. sjónvarpsgreiður, geta náð útsend- ingum stöðvarinnar. Það er verið að vinna í því að þær náist einnig í gegnum örbylgjuloftnet og síðar meir í gegnum breiðbandið. HVERNIG verður dagskrá stöðvar- innar samsett? Dagskrá stöðvarinnar verður blönd- uð, bæði klassískar erlendar kvik- myndir og sjónvarpsþættir í bland við innlent efni. Við verðum með þátt með Jónasi Jónassyni, klukku- tíma langan spjallþátt þar sem hann nálgast viðmælendur sína á annan hátt en gert hefur verið í sjónvarpi. Síðan verður þáttur með Daníel Edelstein og annar með Mumma í Mótorsmiðjunni sem mun fjalla um málefni líðandi stundar. Það er líka verið að skoða fleiri möguleika og við reiknum með að um 5-6 íslenskir þættir verði á dagskrá vikulega. Þættimir verða framleiddir af Saga Film og öðrum aðilum og mun Stöð 1 ekki koma beint að framleiðslu þeir- ra. Við skilgreinum okkur sem „broadcaster" og menn eru að fá þarna aðgang að okkar dreifineti og geta þ.a.l. farið að selja inn á þetta kostanir og auglýsingar sjálfir. HVERNIG hefur fjármögnun fyrir- tækisins gengið? Vandi stöðvarinnar hefur einkum Gamli maðurinn er látinn bókmenntir Fyrirmynd aðalper- sónu þekktustú bókar Ernest Hemingways, „Gamli maðurinn og hafið“, lést á sunnudag í sjáv- arþorpinu Cojimar á Kúbu 104 ára gamall. Gregorio Fuentes var skip- stjóri á einkabát Hemingway's á fjórða áratugnum eða á þeim árum sem höfundurinn bjó á Kúbu. Milli Fuentes og Hem- ingway mynduðust sterk vináttu- bönd og fóru þeir oft saman í veiðiferðir. Gamli maðurinn var orðinn einskonar ferðamannasegull og lögðu blaðamenn oft leið sína til Cojimar þar sem þeir vissu að GREGORIO FUENTES Var fæddur árið 1897 en vann fyrir Hem- ingway í ein 20 ár. þeir gætu fengið viðtal við kapp- ann í skipti fyrir eina romm- flösku. Fuentes hafði mjög gaman af því að rifja upp sögur af sjálf- um sér og kynnum sínum af Hem- ingway. Fuentes dó á heimili sínu á sunnudagsmorgni og var jarðað- ur um kvöldið. Hann var víst skýr í kollinum fram til dauðadags, en líkamlega fann hann fyrir aldri sínum. Bókin um gamla manninn og hafið kom út árið '52 og fékk Hemingway Nóbelsverðlaunin fyrir. Höfundurinn flutti frá Kúbu á uppreisnarárinu 1959 og framdi sjálfsmorð tveimur árum seinna. ■ Vissi fimm milljón króna svarið Margir fylgdust með hjónunum Árna H. Kristjánssyni og Lilju B. Jónsdóttur glíma við fimm milljón króna spurningu í Viltu vinna milljón. Hann segir þetta allt annað en að sitja heima í stofu og svara spurningunum. „Þá er maður ekkert smá klár.“ spurningaþáttur Nokkrar tilvilj- anir urðu til þess að hjónin Árni H. Kristjánsson og Lilja B. Jónsdóttir fóru í spurningaþátt- inn Viltu vinna milljón?, sem sýndur var síðasta sunnudag á Stöð 2. Níu ára sonur þeirra var alltaf að hvetja föður sinn til að hringja til að taka þátt. „Ég tók það ekki í mál og þótti það hé- gómi og vitleysa," segir Árni. Hann lét til leiðast einu sinni og eftir það var hringt til baka og hann spurður spurninga. „Allt í einu stóðum við frammi fyrir því að við áttum að mæta í ein- hvern paraþátt." Eftir að sonur- inn hafði sannfært föðurinn um að hringja þurfti hann að sann- færa eiginkonuna um að mæta í þáttinn. Árni segir að þau líti á það þannig að hafa tapað fjórum milljónum í stað þess að hafa unnið eina. Hann hafi þekkt leikkonuna sem spurt var um síðast. „Ég man eftir henni í mynd- inni Gone with the wind og að hún hafi verið bústin. Þetta gat bara ekki verið svona auðvelt, fimm millj- ón króna spurningin." Samt hvatti hann til þess að þau skyl- du hætta eftir að hafa tryggt sér milljónina. „Það er með ólíkindum hvað það er allt annað að vera þarna sjálfur. Það er mjög heitt út af .U'jjllWiPll'l'gBW RAFMÖGNUÐ STUND Árni og Lilja fögnuðu mjög þegar þau komust upp í eina milljón. Ární hvatti til þess að þau skyldu hætta eftir að hafa tryggt sér milljónina. Á myndinni til vinstri eru börn hjónanna og vinkona, sem komu með þeim í myndverið. vissi svarið við én það kemur alltaf efi.“ Árni undrast ekkert á því að sófasnillingar þykist hafa svör við öllu. „Þetta er allt annað en að sitja heima í stofunni. Þá er maður ekkert smá klár.“ Hann segir að Þorsteinn Joð, stjórnandi þáttarins, auðveldi ekki leikinn enda með fullkomið pókerandlit. „Hann er hlutlaus eins og hann á að vera. Það var ekki óþægilegt að vera nálægt honum." ■ ljósunum, keppnin var löng og reykur kom sum staðar upp úr gólfinu á sviðsmyndinni. Við vorum bókstaflega að kafna,“ segir Árni. „Það er líka ótti við að svara vitlaust mjög snemma og detta út. Það voru þarna spurningar í byrjun sem ég falist í fjármögnun fyrirtækisins og rekstravandi Skjás 1 og Stöðvar 2 hefur ekki orðið til að bæta trúa manna á sjónvarpsrekstri. Við höf- um staðið frammi fyrir töfum sök- um þessa en þetta hefur tekist þó hægt fari. Félagið skuldar ekkert í dag og á sitt dreifikerfi og tæki og tól skuldlaust. Það stendur til að bjóða út hlutafé til valinkunnra fjár- festa og það mun skýrast betur á næstu dögum. Það fjármagn sem við fáum verður síðan notað til að klára efnissamninga, ráða til okkar starfs- fólk og koma húsnæðismálum í stand. Það þarf meðal annars að klára að tengja kerfið inn á okkar senda því við höfum kosið að vera með okkar eigið kerfi. ■ Hólmgeir Baidursson er forsvarsmaður sjónvarpsstöðvarinnar Stöðvar 1 sem næst ókeypis á öllu Faxaflóasvæðinu. | FRÉTTIR AF FÓLKI Uthverfaframboðsmenn f jöl- menntu á kynningarfund vegna knattspyrnuhúss í Grafarvogi í síð- ustu viku. Þetta var kannski fyrsti kosningaáróðursfundurinn enda markmiðið að vekja athygli á þessu framlagi R-listans til knattspyrnu í borginni. Úthverfaframboðsmenn höfðu sig mikið í frammi og sóttu hart að Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, for- manni ÍTR, sem sat í forsæti. Þeir vildu stimpla sig inn í borgarpólitíkina með því að tala ekki aðeins um knatt- spyrnuhúsið heldur vítt og breitt um borgarmálin. Fundarmönnum þótti lítið koma út úr upphlaupi þeirra félaga. Stundum höfðu þeir ekki staðreyndir á hreinu og voru margir á því að Steinunn hefði hreinlega tekið þá í bakaríið. Spá- og læknamiðill Eru tilfinningarnar eða fjár- málin í ólagi eða ert þú bara forvitin um framtíðina? Tek fólk í einkatíma Sími 905-7010 “S> Sálarrannsóknarfélag íslands stofnað 1918 Garðastræti 8, Reykjavík. Miðlarnir og huglæknarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Erna Jóhanns- dóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Krist- ín Karlsdóttir, Lára Halla Snæ- fells, María Sigurðardóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenz- son og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Einig starfar Amy Engilberts dulspekingur hjá félaginu og býður upp á einkatíma. Friðbjörg Óskarsdóttir heldur utan um mannræktar-, þróun- ar- og bænahringi. Upplýsingar og bókanir eru í s. 551 8130 alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00 Einnig er hægt að senda fax, 561 8130, eða tölvupóst, srfi@isholf.id SRFÍ. í spásímanum 9086116 er spákonan Sirrý og spáir í ástir og örlög framtíðar. Einnig tímapantanir fyrir einkatíma í sama síma. Tarotlínan sími 908 5050 tarotlestur, miölun, draumráðningar. Fínsvör um hjónabandið, ástina, heilsuna, fjármálin, símatími 18-24 Spámiðillinn Yrsa Beint samband S. 908-6414 149.90 mín. Ástarmálin - Fjármálin Vinnan - Heilsan www. tarot. is Tarotnámskeið: Áhugavert - Öflugt - Allt árið Fjarnám - Bréfaskóli Uppl. og skráning á www. tarot. is og í síma 553-8822 Spámiðlun - miðlun Lífssporin úr fortíð í nútíð og framtíð. Tímapantanir í síma: 561 5756 og 821 5756. Einnig er ég við á kvöldin í síma: 568 2338 og svara fyrirbænum. Hreingerningar HÓLM- BRÆÐUR S-5554596/ 8970841

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.