Fréttablaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS
Hvað borðar þú í morgunmat?
jH
t2r
„Ég borða annað hvort Cherrios,
K-Cornflakes, eða AB-mjólk."
Elín Ólafsdóttir, húsmóðir
KRÓNAN
Með eindæmum rólegt var á gjaldeyris-
markaði í gær.
Gjaldeyrismarkaður:
Engin
millibanka-
viðskipti
gjaldeyrir Engin gjaldeyrisvið-
skipti áttu sér stað á millibanka-
markaði í gær. Bjarni Kristjáns-
son, yfirmaður gjaldeyrisvið-
skipta Landsbankans, segir að
þessi staða sé ekki einsdæmi þó
sjaldgæf sé. Síðast kom þessi
staða upp í ágúst sl. „Þó að bank-
arnir hafi ekki átt viðskipti hver
við annan með gjaldeyri þá höfum
við að sjálfsögðu átt viðskipti við
okkar kúnna. Þetta endurspeglar
að rólegt hefur verið á mörkuðum
í dag, bæði heima og erlendis,"
sagði Bjarni í samtali við blaðið
síðdegis í gær. ■
Norðurlandaþing Lions
hefst í dag:
300 manns
skráðir
hótel loftleiðir Árlegt Norður-
landaþing Lionsmanna verður
haldið á Hótel Loftleiðum í dag og
á morgun. Alls sitja á þriðja hund-
rað manns á þinginu, þar af á ann-
að hundrað Lionsmenn frá ís-
landi. Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri verður viðstödd
þingsetningu sem hefst kl. 13 í
dag. ■
Útsala!
FRETTABLAÐIÐ
18. janúar 2002 FÖSTUDAGUR
Samráðsfundur við Hringbrautina:
Fundað með Birni
Bjarnasyni hjá Hannesi
framboðsiviál Vera má að þegar sé
hafinn framboðsundirbúningur
Björns Bjarnasonar í borginni.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að um helgina hafi á heimili Hann-
esar Hólmsteins Gissurarsonar,
háskólaprófessors, komið saman,
auk Björns Bjarnasonar, hópur
manna til skrafs og ráðagerðar.
Til leiks eru nefndir: Óli Björn
Kárason, aðalritstjóri Dagblaðs-
ins, Jakob Ásgeirsson, útgáfu-
stjóri Nýja bókafélagsins, Gísli
Marteinn Baldursson, ein umsjón-
armanna Kastljóssins í Sjónvarp-
inu, Jónmundur Guðmarsson, for-
seti bæjarstjórnar og bæjar-
stjóraefni á Seltjarnarnesi og Sig-
urður Kári Kristjánsson, lögfræð-
ingur, fyrrum formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna
(SUS).
Sigurður Kári staðfesti að hóp-
ur manna hafi hist á heimili Hann-
esar um helgina en vildi ekkert
láta uppi um umræðuefni fundar-
ins. Jónmundur Guðmarsson,
sagðist ekki vera beita sér í kosn-
ingabaráttu í borginni. „Hann
[Björn] hefur kannski áhuga á því
að ræða við það fólk sem stendur
honum næst,“ sagði hann og
fannst ekkert eðlilegra en Björn
velti hlutunum fyrir sér og ræddi
við fleiri um hvernig mál væru
vaxin. „Ég er náttúrulega ekki
innanbúðarmaður í Reykjavík og
þekki ekki til þeirrar pólitíkur,
þannig lagað. En hann [Björn]
BJÖRN BJARNASON
Björn Bjarnason fundaði með hópi manna
á heimili Hannesar Hólmsteins Gissurar-
sonar um helgina.
þekki ég auðvitað frá fornu fari
og vil ráða honum eins heilt og
unnt er. Hvort sem það er í þessu
máli eða öðru.“ Jónmundur kvað
lítið hægt að lesa út úr því að
þessi hópur manna hittist. „Þetta
er bara kaffiboð hjá vini okkar
Hannesi," sagði hann. ■
V ísitala heildsölu-
verðs markleysa
Ekki upp á borðum hjá Hagstofunni. Oglögg skil orðin á milli heild-
söluverðs og smásöluverðs. Breytingar í verslun. Vísitala framleiðslu-
kostnaðar á næsta ári.
Með vísitölum
er ekki verið
að finna söku-
dólga heldur
lýsa ástandi
og þróun.
—♦—
hagstofan Svo virðist sem hags-
munaðilum í verslun og verka-
lýðshreyfingu muni ekki verða
að ósk sinni um að fá vísitölu
heildsöluverðs. í það minnsta er
slík vísitala ekki upp á borðum
hjá Hagstofu íslands. Þess í stað
er verið að vinna að gerð vísitölu
framleiðslukostnaðar sem vonir
eru bundnar við að komist í gagn-
—+— ið á næsta ári.
Ástæðan fyrir
þessu er m.a. sú að
það sé ekki þægi-
legt að skilgreina
og reikna út heild-
söluvísitölu í fram-
haldi af þeim
breytingum sem
orðið hafa í skipulagi verslunar-
innar og þá einkum meðal þeirra
stærstu. Þar er heildsala og smá-
sala komin á sömu hendi, öndvert
við það sem var.
Hallgrímur Snorrason hag-
stofustjóri segir að í framhaldi af
þessum breytingum í versluninni
sé það bæði erfitt og nánast
marklaust að reikna út vísi-
tölu heildsöluverðs. Það sé
m.a. vegna þess að það ligg-
ur ekki beinlínis fyrir hvað
sé nákvæmlega heildsölu-
verð og hvað ekki. í það
minnsta séu mjög óglögg
skil orðin þar á milli. Hann
bendir t.d. á að hjá öðrum
þjóðum hefur áherslan á
vísitölu heildsöluverðs
minnkað mjög mikið. Sem
dæmi bendir hann á að
Bandaríkjamenn séu hættir
því.
HALLGRÍMUR
SNORRASON
Boðar vísitölu
framleiðslu-
kostnaðar á
næsta ári.
Hann segir að forgangs-
verkefni stofnunarinnar á
sviði vísitölu sé einkum af
tvennum toga. Annars veg-
ar að hlúa betur að vinnu
við gerð vísitölu neyslu-
verðs og hins vegar að
þróa vísitölu framleiðslu-
verðs. þ.e. vöruverð frá
framleiðanda, bæði inn-
lenda og innflutta. Hann
segir að vísitala fram-
leiðslukostnaðar sé mun
áhugaverðara og gagn-
legra tæki fyrir þá sem fylgjast
AÐFÖNG
Þeir stóru eru bæði með heildsölu og
smásölu á sömu hendi, öndvert frá því
sem áður var.
með og meta framvindu efna-
hagsmála heldur en vísitala
heildsöluverðs. Það sé m.a. vegna
þess að vísitölu framleiðslu-
kostnaðar sé hægt að meta verð-
breytingarnar eins og þær verða
út frá framleiðslukostnaðinum
auk þess sem innflutningsverð á
hafnarbakkanum sé einnig tekin
með í þeirri vísitölu.
grh@frettabladid.is
UMDEILDIR FÉLAGAR
Klaus Wowereit, borgarstjóri Berlínar,
ásamt Gregor Gysi, sem fer með efnahags-
mál í borgarstjórninni.
Eftir margra vikna japl,
jaml og fuður:
Borgarstjórn
Berlínar
orðin að
veruleika
berlin. ap Borgarþing Berlínar
kaus í gær Klaus Wowereit nýjan
borgarstjóra með 74 atkvæðum
gegn 66. Wowereit er Sósíalde-
mókrati, flokksbróðir Gerhards
Schröders Þýskalandskanslara.
Sósíaldemókratarnir í Berlín
hafa myndað stjórn með flokki
lýðræðissósíalista (PDS), sem er
arftaki gamla Kommúnistaflokks-
ins í Austur-Þýskalandi. Gregor
Gysi, fyrrverandi leiðtogi PDS,
verður efnahagsráðherra Berlín-
ar, en Gysi hefur verið í senn um-
deildur og áberandi stjórnmála-
maður allt frá hruni Austur-
Þýskalands fyrir áratug.
Berlín er í senn höfuðborg
Þýskalands og eitt af 16 sam-
bandslöndum, sem mynda sam-
bandsríkið Þýskaland. Þingkosn-
ingarnar þar fóru fram í október
síðastliðnum. Erfiðlega gekk að
mynda stjórn, m.a. vegna mikillar
andstöðu við að Sósíaldemókratar
myndi stjórn með PDS.
Flokkurinn hefur þó ítrekað
fullyrt að hann hafi sagt að fullu
skilið við fortíðina. „Allir sem
vilja eiga sér framtíð verða að
horfast í augu við fortíðina,“ sagði
Harald Wolf, leiðtogi PDS í
Berlín, á borgarþinginu í gær. ■
jcnn
erauanavers
m
25-40%
afsláttur
af öllum
gleraugnaumgjöröum
JL.
Samfylkingin um verðbólgu og einokun:
Verðbólgan
sjálfkyndandi bál
verðbólga össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingarinnar,
segir það kröfu Samfylkingarinn-
ar að ríkisstjórnin bregðist við
verðbólguþróuninni með því að
draga til baka nýlegar gjalda-
hækkanir. Hann segir stjórnvöld-
um í raun ekki stætt á öðru, enda
vanti lítið upp á að forsendur
kjarasamninga bresti vegna verð-
bólgunnar. „Einna alvarlegast er
að vegna verðbólgunnar er ekkert
svigrúm til vaxtalækkunar. Svim-
háir vextir hafa svo aftur áhrif á
verðbólguna, sem þannig er farin
að leggja til efniviðinn í bálið sem
kyndir hana sjálfa." össur líkti
hækkun opinberra gjalda við
blauta tusku í andlit verkalýðs-
hreyfingarinnar sem spornað hafi
við þróuninni.
„Vitaskuld stingur líka í augu
að horfa á miklar hækkanir á mat-
vælum. Stjórnarandstaðan hefur
margsinnis vakið athygli á þessu
á Alþingi og margsinnis hafa
gengið yfirlýsingar frá ríkis-
stjórninni um að farið verði ofan í
saumana á þessum málum.“ Hátt
matvöruverð rakti össur til ein-
okunar á matvælamarkaði sem
þrifist hafi með drjúgum tilstyrk
stjórnvalda. „Þau hafa ekki lagst
gegn þessari samþjöppun á mat-
vælamarkaði sem nú hefur leitt til
þess að hækkanir eru langt um-
fram það sem aðrar aðstæður í
þjóðfélaginu gefa tilefni til.“ Öss-
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
össur segir Samfylkinguna margsinnis hafa
varað við verðbólguþróuninni og þakkar
aðgerðum verkalýðshreyfingarinnar að hún
varð ekki 10 prósent eins og Samfylkingin
hafði spáð.
ur taldi að ráðast þyrfti að rót
þessa vanda og fela Samkeppnis-
stofnun í hendur vopn til að berj-
ast gegn þessari þróun. „Ef það er
talið í þágu neytenda að kljúfa
upp stór fyrirtæki sem nánast eru
í einokunaraðstöðu þá verður það
að gerast." ■