Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2002, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 18.01.2002, Qupperneq 11
FÖSTUPAGUR 18. janúar 2002 Rannsókn á Suðurskauti: Selir notaðir sem „neðan- sjávaraugu" vísindi Selir voru nýverið notaðir af vísindamönnum á Suðurskaut- inu til að fylgjast með tveimur sjaldgæfum fiskategundum undir yfirborði sjávar. Fiskategundirnar, sem kallast silfurfiskur og tann- fiskur, lifa á miklu dýpi. Alls voru fimmtán selir notaðir í rannsókn- inni. Myndavélum var komið fyrir á þeim og upptökutæki voru sett á þá til að kanna hreyfingar. Að sögn vísindamannanna tókst rannsókn- in með eindæmum vel. Kemur hún til með að varpa nýju ljósi á lifnað- arhætti fisktegundanna tveggja. ■ Lánasjóður landbúnaðar: 7 % aukning vanskila LANDBÚNAÐUR Vanskil bænda við Lánasjóð landbúnaðarins hafa aukist um 7 prósent á milli áranna 2000 og 2001. Guðmundur Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Lána- sjóðsins, segir tölur stofnunarinn- ar sýna að vanskil á síðasta ári hafi verið 4,1 prósent. Árið 2000 voru þau 3,8 prósent og voru 3,9 prósent þar áður. 638 milljónir voru í vanskilum nú um áramót. „Þetta er ákveðið varnaðarmerki og vanskil eru að aukast,“ sagði Guðmundur, en taldi þó aukning- una ekki umfram það sem væri að gerast annars staðar í þjóðfélag- inu. Hann segir að á síðasta ári hafi verið tekin upp endurfjár- mögnunarlán og úr þeim flokki hafi verið lánaðar um 290 milljón- ir sem sé heldur minna en gert hafi verið ráð fyrir. ■ | LÖGREGLUFRÉTTIR | Ekið var á f jórtán ára stúlku á gangbraut á Þingvallastræti á Akureyri í fyrrakvöld. Hún slapp lítið meidd. Talið er að ökumaður- inn, 24 ára karlmaður, hafi ekið gegn rauðu gangbrautarljósi. —4----- Rúmlega tvítugur ökumaður kvartaði undan eymslum eftir að hafa misst bíl sinn upp á um- ferðareyju á hálku í Keflavík í gærmorgun. Hann var að taka beygju úr Njarðargötu í Stekk þegar óhappið varð. Bílinn, sem er nýlegur af Toytagerð, skemmdist töluvert, m.a. skekkt- ist hjólastell bílsins mikið. —4----- Kona velti bíl sínum í Gríms- nesi milli Laugavatns og Svínavatns um hádegisbil í gær. Hún mun hafa sloppið ómeidd. í fyrrakvöld slapp karlmaður ómeiddur þegar hann veltu bíl sínum á Biskupstungnabraut í Þrastarskógi. ÞAÐ ERUTVÆR 1EGUNDIR AF KARLMÖNNUM a) Sannir karlmenn b) Kellingar Sannaðu þig með því að liorfa á eftirtalda leiki heima í stofu Leeds - Arsenal 20. jan. Man. Utd. - Liverpool 22. jan. Arsenal - Liverpool 27. jan. (Enski bikarinn) Middlesbrough - Man. Utd. 26. jan. (Enski bikarinn) Bolton - Man. Utd. 29. jan. Chelsea - Leeds 30. jan. Leeds - Liverpool 3. feb. NÁÐU ÞÉR í ÁSKRIFT í SÍMA 515 6100 Á SYN.IS EÐA í VERSLUNUM SKÍFUNNAR ÚTSALAN HEFST I DAG! - allt að 50% afsláttur IN GÓLFSSTRÆTI 5 • 101 REYKJAVÍK SÍMI 551 5080 • www.ihusinu.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.