Fréttablaðið - 18.01.2002, Page 19

Fréttablaðið - 18.01.2002, Page 19
FÖSTUPAGUR 18. janúar 2002 Alliance Francaise: Evrópsk áhrif í ís- lenskri byggingarlist fyrirlestur Alliance Francaise stend- ur fyrir fyrirlestri í kvöld þar sem Elísabet Gunnarsdóttir, arkitekt, fjallar um: Evrópsk áhrif í íslenskri byggingarlist og mótun bœja. Leit- ast verður við að varpa ljósi á þau áhrif sem mótað hafa íslenska byggingarlist. Fyrirlesturinn verður haldinn í JL-húsinu, Hring- braut 121, 3. hæð og hefst kl. 20.30. Elísabet lærði arkitektúr í Skotlandi og Frakklandi 1979-88 og hefur rek- ið eigin teiknistofu á Isafirði frá 1988. Að fyrirlestrinum loknum verða umræður og fyrirspurnir. Hann er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fyrirlesturinn er fluttur á frönsku og þýddur jafnóðum á ís- lensku. Aðgangur er ókeypis. ■ 22.00 Hljómsveit Rúnars Júlíussonar heldur uppi fjörinu á Kringlu- kránni í kvöld. 22.00 Sálin hans Jóns mín leikur á Gauki á Stöng í kvöld. Forsala á miðum er hafin og er takmarkað- ur fjöldi af miðum seldir. Miða- verð er 1.500 krónur. SÝNINGAR_________________________ Fellingar heitir sýning um sögu Eyglóar Harðardóttur sem stendur yfir í Þjóðar- bókhlöðunni. Það er Kvennasögusafnið sem setur sýninguna upp. Handritasýning í Stofnun Árna Magnús- sonar, Árnagarði við Suðurgötu. Hand- ritasýning er opin kl. 14 -16 þriðjudaga til föstudaga. Sýningin Landafundir og ragnarök stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er samstarfsverkefni við Landa- fundanefnd og fjallar um landafundi og siglingar íslendinga á miðöldum með áherslu á fund Grænlands og Vínlands. MYNPLIST_________________________ Finnska listakonan Helena Hietanen sýn- ir skúlptúra gerða úr Ijósleiðurum í i8gall- erí. Sýningin stendur til 3. mars. Safnið er opið þriðjud. til laugard. frá kl. 13-17. í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sýnir þýski listamaðurinn Bernd Koberling olíu- og vatnslitamyndir sem hann hefur unnið fráárinu 1988, m.a. hérá landi. Kjarvals- staðir eru opnir alla daga 10-17 og mið- vikudaga 10-19. Sýningin stendur 3. mars. klár í miðbæinn! Þrjár sýningar eru nú í tengslum við Gallerí Fold. í Rauðu stofunni er sölusýning á 18 pastelverkum eftir Hring Jóhannesson. Verkin eru myndaröð sem hann vann árið 1990 á sólarströnd. í Ljósafold stendur yfir kynning á Ijósmyndum Magnúsar Óskars Magnússonar en á síðasta ári kom út bók- in Face to Face eftir Magnús. í Baksalnum sýnir Inger Helene Bóasson Ijósmyndir en sýninguna nefnir listakonan Litið um öxl. Safnið er opið daglega frá kl. 10-18, laugar- d.. kl. 10-17 og sunnud. kl. 14-17. i Listasafni Kópavogs - Gerðasafni sýnir Ritlistarhópur Kópavogs Ijós og myndverk í tilefni af útgáfu Ijóðarbókarinnar Sköpun. Bókin er samvinnuverkefni við myndlistar- menn úr Kópavogi. Félagar í Leirlistafélag- inu hafa einnig opnað sýningu sem ber heitið Tvískipt Þar sýna ellefu listamenn ýmist nytjalist eða frjáls form. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Sýningarnar standa til 3. febrúar. í galleri@hlemmur hefur samvinnu- verkefnið Markmið 6 verðið tekið til sýningar. Verkið er unnð af Helga Eyjólfssyni og Péturs Amari Friðrikssyni. Það er sett úr margþættum verkefnum sem unnin eru til sýningar, skrásett til birtingar á sjónrænan hátt og með öðrum heimildum. Safnið er opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14-18. Sýningin stendur til 3. febrúar. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabiadid.is Liz Gammon skemmtir fimmtud. iil sunnud. frá kl 22:00 Snyrtilegur klœðnaður Lœkjargötu rgotu l - s: oo/-: ifeopera@cafeopera.is www.cafeopera.is s: 552-9499 Pöbb á besta stað! laugavegi 78 • Tel.: §81 7722 Laugavegi 20 a [ —i

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.