Fréttablaðið - 21.01.2002, Side 4

Fréttablaðið - 21.01.2002, Side 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 21. janúar 2002 MÁNUPAGUR SVONA ERUM VID LANCMINNSTUR UNCBARNA- DAUÐI HÉRLENDIS Árið 1988 dóu 6,2% af 1.000 bömum sem fæddust hér á landi. Við höfum bætt okkur verulega slðan þá. Tölur frá 1998 sýna að hlut- fallið er komið niður I 2,6% sem er það lang- lægsta I heiminum. Barnadauði er mjög mikið vandamál í fátækum löndum en samt má greina mikinn mun meðal einstakra iðnrlkja. Mexikó 15,9 Ungverjaland 9.8 Kórea 7.8 Bandaríkin 7.2 ftalía 6.2 Holland 5,3 Danmörk 4,7 Noregur 4 ÍSRAELSKIR FRIÐARSINNAR Nokkrir tugir ísraelskra friðarsinna hafa sett upp tjöld rétt hjá skrifstofu Ariels Sharons forsætisráðherra og mótmæla þar undir slagorðinu: „Eyðilegging húsa og launmorð eggja ti! hryðjuverka". Jasser Arafat umkringdur á heimili sínu: Þúsundir lýsa stuðningi við Arafat ramallah. ap Þúsundir Palestínu- manna gengu fylktu liði um götur Ramallah á Vesturbakkanum í gær til þess að lýsa stuðningi sínum við Jasser Arafat, leiðtoga sinn. Arafat hafði þá í raun verið í stofufangelsi á heimili sínu frá því ísraelski herinn umkringdi það með skriðdrekum og herbif- reiðum á föstudaginn. ísraels- menn hafa komið í veg fyrir að Arafat geti farið frá Ramallah allt frá því í byrjun desember. Tólf Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður særðust í skotbardaga í Ramallah í gær. Þá efndu nokkur hundruð palestínskra fréttamanna og há- skólamanna til mótmæla í Ram- allah, og gengu þeir til útvarps- stöðvarinnar sem ísraelski herinn sprengdi á laugardaginn. Undan- farið hafa ísraelsmenn eyðilagt fjölmörg hús og mannvirki á Vest- urbakkanum og Gazasvæðinu í hefndarskyni. I gær sendu róttæk samtök Palestínumanna, Lýðræðisfylking til frelsunar Palestínu (DFLP), frá sér yfirlýsingu þar sem þau segj- ast ætla að hefja vopnaða baráttu á ný gegn ísrael. ■ Orðrómur á Ítalíu: Berlusconi að selja fjölmiðlaveldi sitt? BERLUSCONI OG MURDOCH Þessi mynd var tekin árið 1995 af þeim fjölmiðlakóngum, Silvio Berlusconi (t.v.), sem jafnframt er forsætisráðherra italíu, og Rupert IVIurdoch. Þeir hittust síðast um helgina og gengur sá orðrómur á Ítalíu að Berlusconi ætli að selja Murdoch fjölmiðlana sína. RÓM. AP Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, snæddi kvöldverð með ástralska fjölmiðlajöfrinum Rupert Murdoch á laugardaginn. Sátu þeir að snæðingi í fjórar klukkustundir, og telja margir að Berlusconi sé að leita leiða til að losa sig út úr hagsmunaárekstrum, sem stafa af því að hann er sjálfur fjölmiðlakóngur mikill auk þess að vera forsætisráðherra. Þeir Berlusconi og Murdoch hafa hist nokkrum sinnum undan- farið, en ekki hefur neinn kaup- samningur komið út úr því. Eftir einn fundinn var fullyrt að börn Berlusconis, sem orðin eru fullorð- in, séu því mótfallin að selja fyrir- tæki föður síns. Heimildarmenn á skrifstofu Berlusconis, sem ekki vildu láta nafns síns getið, fullyrtu að ekkert væri hæft í þessum orðrómi um að Berlusconi væri að reyna að selja fjölmiðlaveldi sitt. Hann væri ein- ungis að hitta gamlan vin sinn. Berlusconi á þrjár sjónvarps- stöðvar auk þess að geta í krafti embættis síns haft margvísleg áhrif á rekstur ítalska ríkissjón- varpsins. ■ í athugun aö senda aðstoð frá Islandi Flóttafólk byrjað að snúa aftur til Goma. Eldgosið hefur lagt um 40% af borginni í rúst. neyðarástand Á næstu dögum verður ákveðið hvort fólk eða fjár- magn verður sent frá íslandi til að- stoðar vegna eldgossins í Kongó. „Talsvert af Rauðakrossfólki er á staðnum nú þegar til að hefja fyrstu aðgerðir," segir Þórir Guð- mundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Það sem þarf er fólk fyrir lengri tíma þegar hjálp- arstarfið fer í gang fyrir alvöru. Það þarf að koma upp búðum og fleira. Það var leitað bæði til okkar og annarra um aðstoð. Menn eru að bera saman lista yfir það fólk sem er fáanlegt og hverjar þarfirnar eru nákvæmlega,“ segir Þórir. Þótt tekið sé að hægja heldur á eldgosinu í fjallinu Nyiragongo, er enn talið að veruleg hætta stafi af því. Þúsundir manna voru í gær á leið aftur til borgarinnar Gomo, eftir að hafa flúið yfir landamærin til Rúanda. Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Rúanda hvöttu fólk- ið þó eindregið til þess að fara heldur í flóttamannabúðir, sem komið hefur verið upp í Rúanda. Um 40 prósent af borginni Goma eru gjöreyðilögð af völdum eldgossins, sem hófst á fimmtu- daginn. Daglegt líf er farið að ganga nokkurn veginn eðlilega í þeim svæðum borgarinnar, sem ekki eyðilögðust. í gær streymdi fljótandi hraun enn um borgina, en fór ekki út fyr- ir farvegina sem myndast höfðu í gegnum hana. Hörð skorpa var tekin að myndast á hraunið og íbú- ar borgarinnar sáust hlaupa ofan á skorpunni til þess að komast á milli borgarhluta. Frést hefur að um 40 manns hafi látið lífið af völdum eldgoss- ins, en það hefur ekki fengist stað- fest. Talið er að um 300 þúsund GENGIÐ Á HEITU HRAUNI Hraunið í Goma er þegar tekið að harðna og hefur myndast skorpa á því. Skorpan er heit, en fólk lætur það ekki aftra sér frá að ganga á hrauninu til að komast á milli bæjarhluta. manns hafi flúið borgina og flestir farið til borgarinnar Gisenyi, sem er í næsta nágrenni en handan landamæranna að Rúanda. Þar hefur fólk komið sér fyrir ýmist á götum úti eða á við strendur Kivu- vatns. Starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna óttast að kólerufaraldur brjótist út, þar sem hreinlætisað- stæður eru lélegar og matvæli af skornum skammti. Fólk hefur sof- ið á gangstéttum og drukkið vatn úr Kivu-vatni, sem er verulega mengað. Flóttafólkið var því eindregið hvatt til að fara til þriggja flótta- mannabúða í nágrenni Gisenyi, þar sem fólk fær matvæli, húsa- skjól og eldunaráhöld. ■ p»au«naVERSLUNíA/ SJÓNARHÓLL i ára abyrgð á umgjörðum • Léttar • Sterkar • Stöðugar Reykjavíkurvcgur 22, Hafnarfirði 565-5970 Reykj avíkurborg: Aðild að alþjóðlegum umhverfissamtökum umhverfi Borgarráð hefur sam- þykkt að Reykjavíkurborg gerist aðili að alþjóðlegum umhverfis- samtökum sveitarfélaga, ICLEI, eða International Council for Local Einvironmental Initatives. Áður hafði meirihluti umhverfis- og heilbrigðisnefndar samþykkt tillögu þess efnis. Af hálfu borg- arinnar mun aðild að samtökunum skapa borginni vettvang til að taka þátt í umræðum sveitarfé- laga á alþjóðavettvangi og einnig að hafa áhrif á gerð reglugerða í umhverfismálum hjá Evrópusam- bandinu og hjá Sameinuðu þjóð- unum. Þessi samtök voru stofnuð árið 1990 og eru liðlega 330 sveitarfé- lög aðilar að þeim og m.a. höfuð- borgir Norðurlanda. Með aðild- inni skapast möguleikar til að taka m.a. þátt í alþjóðlegum rann- sóknar-, átaks- og endurmenntun- arverkefnum þar sem Reykjavík getur miðlað reynslu sinni og lært af reynslu annarra í um- hverfismálunt. Þá gefur aðildin aðgang að alþjóðlegum styrkjum til umhverfisverkefna sem borg- in hefur ekki átt aðgang að fram til þessa. Áætlað er að kostnaður borgarinnar vegna þessarar að- ildar geti nuntið 100-150 þúsund krónum á ári að viðbættum kostnaði vegna ferðalaga sem sagt er að reynt verði að halda í lágmarki. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Til slagsmála kom milli tvegg- ja manna, við krána Players í Kópavogi um helgina. Lögreglan í Kópavogi var kvödd á staðinn og tókst að stía mönnunum í sundur. Ekki er vitað hvað olli ósætti á milli mannanna, en þeir virtust ómeiddir eftir rysking- arnar. Einnig þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum öku- mönnum, einkum fyrir of hraðan akstur. Tveir voru teknir fyrir að aka undir áhrifum. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi var rólegt í bænum um helgina. Einhverjir hefðu þó tek- ið forskot á þorrann og var fyrsta þorrablótið haldið í bænum, á laugardagskvöld. Sveitarstjórinn á Tálkna- firði um sölu Bjarma BA: „Kemur mjög flatt upp á mann“ sjávarútvegur „Ég verð nú að játa það að ég hef ekki séð þessa aug- lýsingu," sagði Ólafur Magnús Birgisson, sveitarstjóri á Tálkna- firði aðspurður um fyrirhugaða sölu á Bjarma BA- 326 sem var auglýstur til sölu, ásamt öllum veiðiheimildum, í Morgunblað- inu. „Ég er því ekki farinn að meta hvaða áhrif það hefur hjá okkur. Þó Bjarmi hafi aðallega landað á Flateyri er stór hluti áhafnarinn- ar frá okkur. Það verða því starfsmannamálin sem verða hvað alvarlegust fyrir okkur en ekki vinnslulega séð.“ Fiskistofa svipti Bjarma veiði- leyfi í átta vikur, frá og með 1. desember s.L, en áhöfnin var fundin sek um að kasta afla fyrir borð í veiðiferð. Sýnt var frá brottkastinu í sjónvarpsfréttum. Hjá Tálkna ehf., sem gerir út Bjarma, starfa um 20 manns; ell- efu við fiskeldi en aðrir tengdir Bjarma. „Maður er eiginlega að átta sig á því hvernig þetta getur þró- ast ef þeir kúpla sig út. Þetta kemur mjög flatt upp á mann,“ sagði sveitastjórinn jafnframt. „Þetta hefur ábyggilega verið mjög erfitt síðan hann var svipt- ur veiðileyfi. Ég trúi nú ekki öðru.“ Hlynur Ársælsson, frarn- kvæmdastjóri Tálkna, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. ■ Ilögreclufréttir Aísafirði var leiðindafærð inn- anbæjar um helgina. Ekki þurfti lögreglan þó að koma bæj- arbúum til aðstoðar vegna þess, enda ísfirðingar vel undir það búnir að færð spillist. INNLENT I s Atakshópur öryrkja skorar á verkalýðshreyfinguna að hvika ekki frá yfirlýstri stefnu í velferðarmálum í þeim viðræð- um við stjórnvöld sem í hönd fari. „Almenningur á íslandi þolir ekki lengur þá stefnu í skatta- og almannatrygginga- málum sem framfylgt hefur verið af sífellt meiri óbilgirni á síðasta áratug," segir í tilkynn- ingu og boðað virkara aðhald með stjórnmálaflokkunum í næstu sveitarstjórnar- og alþingiskosningum. Samfylkingin tekur varðstöðu með almenningi gegn okri og einokun,“ segir í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar. Sett er fram lcrafa um að stjórn- völd efli Samkeppnisstofnun og fái henni í hendur vopn sent dugi til að kljúfa í sundur stórfyrir- tæki sem komin eru í fákeppnis- aðstöðu. Vísað er til samþjöpp- unar matvöruverslunarinnar og sagt að verðhækkanir hér á landi eigi sér vart hliðstæðu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.