Fréttablaðið - 21.01.2002, Side 18

Fréttablaðið - 21.01.2002, Side 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 21. janúar 2002 MÁNUDAGUR HVER ER TILCANCUR LÍFSINS Láta gott af sér leiða Að búa í sátt við sjálfa sig og aðra og láta gott af sér leiða. Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldissráðs. Á námskeiðinu verður fjallað um trúar- kenningar helstu trúarbragða heims fyrir utan kristnidóminn. Biblíuskólinn: Námskeið um trúar- brögð námskeið Biblíuskólinn við Holta- veg gengst fyrir námskeið um nokkur trúarbrögð mánudags- kvöldin 21. og 28. janúar frá klukkan átta til tíu. Námskeiðið kallast „Hverju trúa þau?“ og verður leitast við að gefa nokkra innsýn í trúarkenningar og til- beiðsluhætti helstu trúarbragða heims fyrir utan kristindóminn, þ.e. einkum gyðingdóms, islam, hindúasiðar og búddhadóms. Fyr- irlesari verður Gunnar J. Gunn- arsson lektor vió KHÍ. Námskeiðið verður haldið í húsi KFUM og KFUK við Holta- veg og er námskeiðsgjald 1.800 krónur. Skráning er í síma 588 8899 til klukkan 13 mánudaginn 21. janúar. ■ Minningarkvöld um Val Gíslason, leikara: Einn af stórleikurum Islands síðustu aldar VALUR GÍSLASON OG LÁRUS PÁLSSON Myndin er tekin þegar þeir léku saman í leikritinu Jóni gamla sem var fyrsta íslenska leik- ritið sem islenska sjónvarpið tók upp og sendi út árið 1967. menning „Valur var afskaplega sér- stakur maður og vandvirkur leik- ari. Að mínu mati var hann einn af okkar stórleikurum frá síðustu öld sem verður minnst lengi. Valur var sterkur persónuleikari og gustaði af honum hvert sem hann fór,“ seg- ir Gísli Alfreðsson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri, sem ætlar að rifja upp minningar um leikarann Val Gíslason í Listaklúbb Þjóðleik- hússins í kvöld. Tilefnið er að Val- ur hefði orðið hundrað ára þann 15. janúar síðastliðinn. Um kvöldið verður sýnt í samvinnu við RÚV, fyrsta íslenska leikritið sem ís- lenska sjónvarpið tók upp og sendi út árið 1967, Jón gamli, eftir Matthías Johannessen. Þar lék Val- ur titilhlutverkið á móti Lárusi Pálssyni og Gísla Alfreðssyn í leik- stjórn Benedikts Árnasonar. Valur lék fyrsta hlutverk sitt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1926 og urðu hlutverk hans þar rúmlega níutíu talsins. í Þjóðleik- húsinu lék hann tæplega 130 hlut- verk, hið síðasta árið 1987. Einnig lék Valur mikið í útvarp, stjórnaði leikritum þar og kom síðustu árin fram í nokkrum sjónvarpsleikrit- um. Valur lést í Reykjavík 13. októ- ber 1990 Auk þess að sýna í kvöld leikrit- ið Jón gamli verður sýnt brot úr sjónvarpsmyndinni Jóni í brauð- húsum eftir Halldór Laxness með hinum ástsælu leikurum Vali Gíslasyni og Þorsteini Ö. Stephen- sen í leikstjórn Baldvins Halldórs- sonar. Steindór Hjörleifsson, fyrsti dagskrárstjóri Sjónvarpsins, fylg- ir sýningunum úr hlaði með stuttu spjalli auk þess sem Gísli Alfreðs- son, sem bæði leikstýrði Vali og lék á móti honum, rifjar upp minn- ingar Val, eins og áður hefur kom- ið fram. ■ MÁNUDACURINN 21. JANUAR LEIKLIST____________________________ 20.00 Dagskrá Listaklúbbs Þjóðleik- hússin sverður í kvöld helguð minningu Vals Gíslasonar sem hefði orðið 100 ára 15. janúar sl. Af því tilefni verður sýnt í sam- vinnu við RÚV fyrsta íslenska leik- ritið sem íslenska sjónvarpið tók upp og sendi út 1967, Jón gamlí, eftir Matthías Johannessen. Einnig verður sýnt brot úr sjónvarps- myndínni Jóni í brauðhúsum eft- ir Halldór Laxness. Steindór Hjör- leifsson, fyrsti dagskrárstjóri Sjón- varpsins, fylgir sýningunni úr hlaði með stuttu spjalli og Gísli Al- freðsson, fyrrverandi Þjóðleikhús- stjóri, rifjar upp minningar um Val. TÓNLIST_____________________________ 20.00 Vladimir Ashkenazy og Kamm- ersveit Reykjavíkur halda tón- leika í Fjölbrautaskóla Garða- bæjar í kvöld kl. 20. Á tónleikun- um leikur Ashkenazy á píanó og stjórnar Kammersveit Reykjavíkur. Á efnisskránni eru verk eftir Wolf- gang Amadeus Mozart, adagio og fúga KV 546, píanókonsert í A-dúr KV 414 og píanókonsert í d-moll KV 466. 20.00 Sönghópurinn Hljómeyki heldur tónleika í Hjallakirkju í Kópavogí í kvöld. Á tónleikunum verða flutt kórverk eftir tónskáldið Jón Nor- dal. Stjórnandi er Bernhaður Wilkinson. Á efnisskrá tónleik- anna er verkið Lux mundi, þjóð- lagaútsetningarnar Framorðið er, Göfgum góðfúslega og Ó, eg manneskjan auma, kórverkið Ljósið sanna, Trú mín er aðeins týra og Requiem. FUNDUR______________________________ 12.30 Japanski myndlistarmaðurinn Tetsuya Yamada flytur fyrirlestur I LHl, Laugarnesi, í kvöld í stofu 024. Yamada hlaut menntun sína í Japan og Bandaríkjunum þar sem hann hefur búið og starfað að undanförnu ,nú síðast sem prófessor við leir-og skúlptúrdeild Knox College Galesburg, lllinois .Hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir verk sín og haldíð sýningar víða um heim. Fyrirlesturinn verð- ur fluttur á ensku og þar fjallar Yamada um eigin verk. Þekktastur íslenskra ríkisborg- ara í heimi sígildrar tónlistar Píanóleikarinn og tónlistarstjórinn Vladimir Ashkenazy er staddur á Islandi. Heldur tónleika ásamt Kammersveit Reykjavíkur í Garðabæ í kvöld. Flutt verða verk eftir Wofgang Amadeus Mozart. tónleikar Vladimir Ashkenazy og Kammersveit Reykjavíkur halda tónleika í Fjölbrautaskóla Garðabæjar í kvöld kl. 20 og í Salnum í Kópavogi þriðjudags- kvöldið 22. janúar kl. 20. Tón- leikarnir eru tvímælalaust stór viðburður fyrir tónlistarunnend- ur því langt er um liðið frá því að Ashkenazy spilaði síðast á ís- landi. Á tónleikunum leikur Ash- kenazy á píanó og stjórnar Kammersveit Reykjavíkur. Ashkenazy er án efa þekktast- ur íslenskra ríkisborgara í heimi sígildrar tónlistar í heiminum í dag. Hann bjó á íslandi um ára- bil og var á þeim tíma einn af helstu hvatamönnum að stofnun Listahátíðar í Reykjavík. Hann hefur verið heiðursforseti Lista- hátíðar frá árinu 1982. Ashken- azy hóf feril sinn sem píanóleik- ari og hefur leikið á öllum helstu tónleikastöðum heims ýmist ein- leikstónleika eða með hljóm- sveit. Hann hefur unnið til fjöl- margra verðlauna í píanókeppn- um. Frá árinu 1970 hefur Ash- kenazys snúið sér meira að hljómsveitarstjórn sem er nú helsti starfsvettvangur hans. Hann hefur stjórnað ýmsum þekktum hljómsveitum og verið aðalstjórnandi Tékknesku fíl- harmóníusveitarinnar frá árinu 1998. Samhliða gegnir hann stöðu tónlistarstjóra Ungmenna- hljómsveitar Evrópusambands- ins og er heiðursstjórnandi Fíl- harmóníusveitar Lundúna. VLADIMIR ASHKENAZY Frá árinu 1970 hefur Ashkenazys snúið sér meira að hljómsveitarstjórn sem er nú hel- sti starfsvettvangur hans. Hann hefur stjórnað ýmsum þekktum hljómsveitum og verið aðalstjórnandi Tékknesku fílharmóníusveitarinnar frá árinu 1998. Ashkenazy heldur enn ein-. leikstónleika um heim allan. Auk þess má njóta píanóleiks hans á hljómplötum og geisladiskum en hann hefur tekið upp öll helstu píanóverk tónlistarsögunnar. Kammersveit Reykjavfkur hefur í aldarfjórðung flutt kammertónlist frá ýmsum tím- um, bæði barokktónlist og nú- tímatónlist. Sveitin hefur frum- flutt fjölda kammerverka á ís- landi og mörg tónskáld hafa samið verk fyrir hana. Sveitin heldur árlega nokkra tónleika á íslandi og hefur auk þess haldið fjölda tónleika erlendis á starfs- ferli sínum. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, adagio og fúga KV 546, píanókonsert í A-dúr KV 414 og píanókonsert í d-moll KV 466. kolbrun@frettabladid.is ......................1 1 ''"■■i .'"'"■■■ff VLADIMIR ASHKENAZY OG KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR Á TÓNLEIKUM í FJÖLBRAUTASKÓLA GARÐABÆJAR MÁNUDAGINN 21. JANÚAR KL. 20 Vladimir Ashkenazy leikur á píanó og stjórnar Kammersveit Reykjavíkur. Á efnisskrá eru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Miðasala á vefnum www.midasala.is, í síma 800 6434 (á virkum dögum) og íF.G. frá kl.17á tónleikadag. Miðaverð 3.000 krónur GARÐABÆR Salurinn: Ljóðstaf- ur Jóns úr Vör ljóð Auglýst var eftir ljóðum í nóvember síðastliðinn í ljóðasam- keppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Lista- og menningar- ráð Kópavogs stendur fyrir þess- ari samkeppni en hugmyndin er komin frá félögum úr Ritlistar- hópi Kópavogs. Alls bárust 510 ljóð í keppnina frá skáldum af öllu landinu. Dómnefnd hefur nú valið sigurljóðið og fer verðlaunaaf- hendingin fram á fæðingardegi Jóns úr Vör, í kvöld, mánudaginn 21. janúar, klukkan átta í Salnum. í dómnefnd eiga sæti þau Matthí- as Johannessen, Olga Guðrún Árnadóttir og Skafti Þ. Halldórs- son. Dagskráin hefst með því að Guðni Stefánsson, formaður Lista- og menningarráðs setur samkomuna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri minnist Jóns úr Vör. JÓN ÚR VÖR Jón úr Vör Jónsson rithöfundur og bóka- vörður faeddist 21.janúar árið 1917 á Pat- reksfirði. í Ijóðasamkeppninni honum til heiðurs verða veitt vegleg verðlaun og fær sigurvegarinn, auk peningaverðlauna, „Ljóðstaf Jóns úr Vör" til varðveislu í eitt ár sem er göngustafur skáldsins sleginn silfri. Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jónas Ingimundarson flytja lög við ljóð úr Þorpinu eftir Jón úr Vör og einnig flytja þau lag Jónas- ar við ljóðið Sumarnótt eftir Jón. Formaður dómnefndar, Matthías Johannessen, gerir síðan grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar og formaður Lista-og menningar- ráðs afhendir verðlaunin og lesin verða ljóðin sem hljóta verðlaun og viðurkenningu. Dagskránni lýkur með veiting- um í boði Lista- og menningarráðs Kópavogs. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir, enginn að- gangseyrir. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.